Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 4
4 Fréttir Vikublað 13.–15. maí 2014 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods S túlknakór Reykjavíkur fer til Ítalíu í júní, en kórinn fer á hverju ári utan til æfinga og tónleikahalds. Hluti kórsins tengist Grafarvogskirkju og stúlkurnar sem tilheyra þeim hluta ákváðu að halda fjáröflun í desem- ber, með því að selja sælgæti á við- burðum í kirkjunni. Utanaðkomandi aðili, Hafþór Kjartansson, var fenginn til að sjá um fjáröflunina en hann sá um innkaup á sælgæti, utanumhaldi posa og uppgjör. Hafþór er ekki tengdur kórnum beint, en er vin- ur móður einnar stúlku í kórnum. Aðrar mæður í hópnum töldu hann í fyrstu vera eiginmann hennar, en síðar kom í ljós að svo var ekki. Nú þegar tæpt hálft ár er liðið frá fjár- öfluninni hafa allir fjármunir ekki skilað sér til stelpnanna og þá hef- ur formlegt uppgjör ekki farið fram. Mæður stúlknanna hafa ítrekað beðið Hafþór um að ganga frá upp- gjörinu og saka hann um að halda peningum eftir til að nýta í eigin þágu. Því vísar Hafþór á bug, í sam- tali við DV. Greiddi hluta til stelpnanna „Við héldum að hann væri að gera góðverk. Hann tók þátt í sölunni og öllu utanumhaldi, en svo þegar kom að því að greiða út þann hagn- að sem kom inn þá gerðist ekkert,“ segir móðir einnar stúlkunnar í kórnum. „Við báðum hann um að ganga frá þessu, en það gekk lítið. Eftir miklar umleitanir greiddi hann hluta og það var okkur alveg ljóst að þetta var ekki allur pen- ingurinn. Því var samt komið skýrt til skila af hans hálfu að hann myndi ekki greiða meira,“ segir móðirin. Í kjölfarið kölluðu mæð- urnar eftir aðstoð séra Vigfúsar Þórs Árna sonar, prests í Grafar- vogskirkju. Hann talaði við Hafþór fyrir hönd mæðranna, sem hlust- uðu á símtal sem átti sér stað á milli Vigfúsar og hans. „Vigfús var svolítið hvass við hann, enda er það frekar ljótt að stela frá litlum stelpum,“ segir móð- irin. Vigfús sagði að málið yrði sent til lögfræðings ef ekki fengist far- sæll endir á því. Hafþór skildi það hins vegar sem hótun og sendi tölvupóst til Vigfúsar, þar sem seg- ir orðrétt: „Fyrirsögn í DV á næstu dögum. Séra Vigfús í Grafarvogs- kirkju hótar fyrrverandi sóknar- barni sínu kæru og hann komi ekki til með að eiga sjö dagana sæla. Góð grein sem er í vinnslu.“ Málið var hins vegar ekki komið inn til DV þá og komst blaðið á snoðir um það eftir öðrum leiðum. Hálft ár en ekkert uppgjör „Ég skildi þetta ekkert sem hótun, þetta var hótun. Hann sagði við mig að hann ætlaði með þetta í lög- fræðing og að hann myndi kæra mig,“ segir Hafþór í samtali við DV. „Þessi peningur átti aldrei að fara beint í kórinn, þetta átti að fara í söfnun fyrir stelpurnar og þetta átti að fara í margt annað,“ segir Hafþór, sem vill þó ekki skýra frá því í hvað annað þessi peningur átti að fara. Samkvæmt heimildum DV átti peningurinn aðeins að fara í ferða- lag stúlknanna. Hálft ár er liðið frá því að fjáröflunin fór fram, en samt hefur engu uppgjöri verið skilað og Hafþór viðurkennir að hann eigi eftir að greiða hluta ágóðans til stelpnanna, þrátt fyrir að hann segi svo ekki vera við mæður stúlkn- anna. Hann gerðist hins vegar tvísaga þegar DV náði tali af honum. Fyrst sagði hann að peningurinn hefði aldrei átt að fara beint til kórsins og sagði málið margþætt. Vegna þess hefði svo mikil töf orðið á málinu, þar sem peningurinn hefði átt að fara í annað en aðeins söfnun stelpnanna. „Það stóð alltaf til að þessi pening- ur færi til stelpnanna beint, en ekki kórsins.“ Síðan bætti hann því við að peningurinn væri kominn inn á reikning kórsins og það væri aðeins örlítil upphæð sem hann ætti eftir að greiða stúlkunum. Þá sagðist hann að myndu skila yfirliti vegna upp- gjörsins bráðlega. Þegar blaðamað- ur falaðist eftir yfirlitinu, sem hann sagði að skýrði málið, þvertók Haf- þór fyrir það og sagði: „Ekki séns.“ Eftir standa stúlkurnar sem ferðast til Ítalíu í júní, en kostnað- ur við ferðina er 170 þúsund krón- ur á hverja stúlku. Auk þess er gert ráð fyrir því að einn forráðamaður fylgi hverju barni. Því er um afar dýra ferð að ræða og mega margir foreldrar illa við því að stúlkurnar þeirra fái ekki peninginn sem þær höfðu safnað. n Neitar stúlknakór um hagnað af fjáröflun n Greiddi brot eftir ágang mæðra n Hefur lítil tengsl við kórinn Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Grafarvogskirkja Maðurinn sem hjálpaði til við fjáröflun stúlknakórs Reykjavíkur hefur ekki skilað öllum hagnaði til stúlknanna. Hluti kórsins tengist Grafarvogskirkju og þar var fjáröflunin haldin. Mynd SiGtRyGGuR ARi „Það er frekar ljótt að stela frá litlum stelpum. Hafþór Kjartansson Verkfall ólíðandi Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda stíft V erkfall grunnskólakennara hefst á fimmtudag takist Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ekki að semja fyrir þann tíma. Um er að ræða dags- vinnustöðvun á fimmtudaginn en samkvæmt upplýsingum DV er allt kapp lagt á að ná samningum fyrir þann tíma. Ekki hafði verið fund- að síðan á miðvikudaginn í síðustu viku þegar fundir hófust klukk- an tíu á mánudagsmorgun í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Fyrir miðvikudaginn höfðu verið margir árangurslausir fundir. Fyrsta vinnustöðvunin verður sem áður sagði 15. maí. Ef ekki semst fyrir 21. maí verður önnur vinnustöðvun og sú þriðja þann 27. maí. Búist er við því að setið verði við samningaborðin fram á fimmtudag til að reyna að semja. „Við viljum fá sömu laun og aðr- ar háskólamenntaðar stéttir sem hafa sömu menntun og bera sömu ábyrgð og við. Frá því hvikum við ekki,“ sagði Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara á vef Kennarasambandsins, en ekki náðist í hann vegna funda hjá ríkis sáttasemjara á mánudag. Búið er að leggja drög að nýju vinnu- mati á starfi grunnskólakennara en enn gengur illa að semja um sjálfa launaliðina. Félagsmenn í Félagi grunn- skólakennara sendu frá sér yfir- lýsingu á mánudag þar sem þeir sögðu tafir á samningaferlinu með öllu ólíðandi. „Það er óverjandi að félagsmenn FG þurfi með reglu- legu millibili, vegna sinnuleysis yfir valda, að beita aðgerðum til að knýja fram sanngjarnar launaleið- réttingar,“ segja kennarar. n astasigrun@dv.is Ölvaður velti bifreið sinni Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, velti bif- reið sinni á Garðskagavegi á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Suðurnesjum handtók mann- inn á vettvangi og var hann fyrst fluttur á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja til aðhlynningar. Að því loknu var hann færður á lögreglustöð. Þar viðurkenndi hann að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Að auki voru ökuréttindi hans fallin úr gildi. Hafði óhapp- ið viljað til með þeim hætti að hann var að skipta um lag í út- varpinu og misst við það stjórn á bifreiðinni með framangreindum afleiðingum. Bifreiðin var fjar- lægð með dráttarbíl. Annar ökumaður var handtek- inn um helgina, einnig grunaður um ölvunarakstur. Vilja leiðréttingu Kennarar fara í vinnu- stöðvun á fimmtudag náist ekki að semja. Mynd SiGtRyGGuR ARi Aukinn stuðningur við ESB-aðild 37,3 prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er sam- kvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dag- ana 6. til 11. maí. Í apríl voru 33,5 prósent hlynnt inngöngu sam- kvæmt könnun MMR. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 49,5 prósent vera and- víg því að Ísland gangi í Evrópu- sambandið, borið saman við 49,0 prósent í apríl. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusam- bandið (ESB)? Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki andvíg(ur) né hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(- ur), veit ekki og vil ekki svara. Samtals tóku 87,9% afstöðu til spurningarinnar. Svarfjöldi var 963 einstaklingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.