Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 10
Vikublað 13.–15. maí 201410 Fréttir Í slensk erfðagreining hefur í rann­ sóknum sínum unnið með upp­ lýsingar um áætlaðar arfgerðir einstaklinga á Íslandi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá þeim einstaklingum. Þetta kemur fram í niðurstöðu Persónuverndar frá því í júlí í fyrra þar sem beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um leyfi til rann­ sókna á erfðamengi íslensku þjóðar­ innar var hafnað. Orðrétt segir þar: „Eins og fyrr greinir verður ráðið af umsókninni að innan veggja ÍE sé unnið með áætlaðar arfgerðir tengdar einstak­ lingum án þess að þeir hafi samþykkt slíkt.“ Lífsýnataka Íslenskrar erfðagrein­ ingar, sem farið hefur fram síðustu daga, hefur vakið mikla athygli. Um­ ræðan um lífsýnasöfnunina hefur ekki síst snúist að því að Landsbjörg fái 2.000 krónur fyrir hvert lífsýni. Þátttakendur geta því litið svo á að þeir séu að styrkja Landsbjörg með lífsýninu úr sér. Rannsóknargögn voru send til 100 þúsund einstak­ linga og voru þeir beðnir um að gefa Íslenskri erfðagreiningu lífsýni – sýn­ ið átti að taka á innanverðri kinn með sérstökum spaða. Með rannsóknargögnunum fylgdi samningur sem þátttakendur í rann­ sókninni áttu að skrifa undir þar sem þeir veittu samþykki sitt fyrir notk­ un á lífsýnunum. „Með undirskrift minni hér að neðan votta ég vilja minn til þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfða­ greiningar.“ Lífsýnatakan stóð yfir frá fimmtu­ deginum í síðustu viku og til sunnu­ dags. Lífsýnin eru svo notuð til að stunda rannsóknir sem byggja á arfgerðum þátttakendanna. Misvísandi upplýsingar Íslensk erfðagreining er í eigu bandaríska lyfja­ þróunarfyrirtækisins Amgen sem greiddi meira en 50 millj­ arða króna fyrir það í lok árs 2012. Kári Stefáns son, stofn­ andi og forstjóri Ís­ lenskrar erfða­ greiningar, hefur alltaf hamrað á því að Amgen hafi ekki keypt lífsýni fyrir­ tækisins eða afleidd gögn, meðal annars í viðtali við DV í fyrra: „Decode á ekki þessi gögn og Amgen ekki heldur. Decode er bara vörsluaðili fyrir þessi gögn. Sem vörslu aðili erum við ekki eigend­ ur þessara gagna og erum undir eft­ irliti Vísindasiðanefndar og Persónu­ verndar og það er ekki einu sinni fyrirtækið sjálft sem er vörsluaðili heldur ein staka vísindamenn. Við megum ekki selja þessi gögn, við megum ekki selja þessa upplýsingar, við megum ekki veðsetja þetta. Þó að Amgen eigi núna Decode þá hafa þeir engan umráðarétt yfir þessum gögnum. Ef þeir myndu misbjóða mér, eða þeim vísindamönn­ um sem hér vinna, þá geta starfsmenn Decode gengið héð­ an út með gögnin og lífsýnin. Þetta skipt­ ir mjög miklu máli því það hefur ekkert verið selt út landi.“ Í ársreikningi sínum í fyrra sagði Amgen frá því að fyrirtækið liti svo á að það hefði verið kaupa gagnagrunn Íslenskrar erfða­ greiningar, lífsýnin og afleiddar upplýsingar eins og til dæmis áætl­ aðar arfgerðir Ís­ lendinga út frá fyrirliggj­ andi lífsýnum. Orðrétt sagði um þetta í ársreikningnum, í þýðingu sem birt­ ist í vefmiðlinum Kjarnanum, að um væri að ræða eignir „sem saman­ stóðu af gagnagrunnum og öðrum sérstökum upplýsingum (e. propri­ etary information) með áætlaðan tíu ára líftíma.“ Kári Stefánsson kom fram í fjöl­ miðlum í kjölfarið og bar þessar upp­ lýsingar til baka á þeim forsendum að Amgen hefði ekki keypt gagna­ grunninn þar sem hann væri ekki til sölu; Íslensk erfðagreining ætti hann ekki einu sinni heldur hefði hann í vörslu sinni. Hafa áætlað arfgerðir stórs hluta þjóðarinnar Íslensk erfðagreining á þegar líf­ sýni úr um rúmlega 120 þúsund Ís­ lendingum sem búið er að arf­ gerðargreina samkvæmt því sem kom fram í niðurstöðu Persónuvernd­ ar. Í niðurstöðu sagði að einnig væri búið að arfgerðargreina um 280 þúsund nánustu skyld­ menni þeirra. Heimildin fyrir arf­ gerðargrein­ ingu á þessum einstaklingum var hins vegar ekki veitt, sam­ kvæmt því sem fram kemur í niðurstöðu Persónu­ verndar. „Í umsókn kemur fram að ekki aðeins þeir 95.085 einstaklingar, sem hafa tekið þátt í rannsóknum á vegum ÍE, hafi verið arfgerðargreindir heldur hafi einnig verið áætlaðar arfgerðir 280.000 náinna skyldmenna þeirra.“ Það var þetta sem Persónuvernd fetti fingur út í líkt og fram kom í niðurstöðu stofnunarinnar: „Með vísan til framangreinds er synjað um útgáfu leyfis á grundvelli umræddrar umsóknar dags. 27. nóvember 2012. Eins og fyrr greinir verður ráðið af umsókninni að innan veggja ÍE sé unnið með áætlaðar arfgerðir tengd­ ar tilteknum einstaklingum án þess að þeir hafi samþykkt slíkt.“ Þannig áætlaði Íslensk erfðagrein­ ing um arfgerðir skyldmenna fólks sem það átti ekki lífsýni úr. Ekki að­ eins voru því arfgerðargreindir þeir einstaklingar sem veitt höfðu sam­ þykki sitt og gefið Íslenskri erfða­ greiningu lífsýni sitt heldur einnig skyldmenni þeirra. Persónuvernd gerði Íslenskri erfðagreiningu að bregðast við þessari gagnrýni á það sem stofnunin taldi vera brot á lög­ um. Var þeim tilmælum beint til Ís­ lenskrar erfðagreiningar að fyrirtæk­ ið notaði eingöngu upplýsingar um og frá fólki sem veitt hefði samþykki sitt. „Með heimild í 1. mgr. 40. gr laga nr. 77/200, og með vísan til umfjöll­ unar hér að framan, er mælt fyrir um að ÍE skuli tryggja að öll slík vinnsla, þ.á.m. varðveisla, grundvallist á sam­ þykki. Skal ÍE leggja fyrir Persónu­ vernd eigi síðar en 1. nóvember nk. gögn um með hvaða hætti fyrirtækið hafi farið að þeim fyrirmælum.“ Eyddu gögnunum Í samtali við DV segir yfirlögfræðing­ ur Persónuverndar, Þórður Sveins­ son, að Íslensk erfðagreining hafi brugðist við þessari gagnrýni síðla árs í fyrra. Hann segir að Íslensk erfða­ greining hafi notað ættfræði­ gagnagrunn um Íslendinga til að áætla arfgengi fólks sem ekki hefði gefið þeim samþykki sitt eða látið fyrirtækinu í té lífsýni. „Það sem þeir voru að gera var að nota þennan gagnagrunn, ásamt áætluð­ um upplýsingum um arfgengi sem þeir höfðu búið til og vistað hjá sér. Þeir sendu okkur svo upp­ lýsingar um hvernig þeir brugðust við gagnrýni Persónu­ verndar. Þar kemur annars vegar fram að þeir hafi eytt öllum upplýsingum þar sem áætlun um arfgengi byggist ekki á samþykki og hins vegar að þeir séu búnir að búa til forrit sem gerir þeim kleift að kalla fram upplýsingar um áætlað arfgengi en þessar upplýs­ ingarnar vistast hins vegar ekki í gagnagrunni fyrirtækisins.“ Þórður segir að Persónuvernd hafi ekki gert athugasemdir við þetta og greindi Íslenskri erfðagreiningu frá þeirri niðurstöðu í bréfi í desember 2013. Hann segir að málinu sem fjall­ að hafi verið um í úrskurði Persónu­ verndar hafi þar með verið lokið. Búið að áætla arfgengi Staða málsins er því sú að Íslensk erfðagreining er að hluta til að afla líf­ sýna og samþykkis frá einstaklingum sem þeir voru búnir að áætla arfgeng­ ið hjá án þess að vera með heimild til þess. Ef upplýsingum um áætlað arf­ gengi einstaklings var eytt í kjölfarið á niðurstöðu Persónuverndar í fyrra þá er sá möguleiki fyrir hendi að Íslensk erfðagreining geti nú fengið lífsýni frá sama einstaklingi og áætlað arfgengi hans með hans samþykki. Kári Stefánsson segir að hann geti ekki fullyrt að Íslensk erfðagreining sé nú að falast eftir lífsýnum frá fólki sem arfgerðin hafi verið áætluð hjá. Hann segist ekki vita hvaða mengi fólks hafi fengið senda beiðni um lífsýni. Kári segir hins vegar að þau 120 þúsund lífsýni sem fyrirtækið hafi aðgang að séu frá fólki sem ekki er ungt; lífsýnasöfnunin nú beinist hins vegar frekar að yngra fólki. „Ég get ekki svarað því játandi eða neit­ andi en mér finnst það ekki ólíklegt að einhverjir séu í þeim hópi […] Það var gerð tilraun til að hafa þetta yngra fólk. Ég tók hins vegar ekki þátt í því að velja í þennan hóp.“ Af niðurstöðu Persónuverndar að dæma er ljóst að í fyrra taldi stofn­ unin að Íslensk erfðagreiningu hefði brotið lög með áætlunum sínum á arfgengi. Íslensk erfðagreining hefur hins vegar gert lítið úr þessari niður­ stöðu Persónuverndar, líkt og fram kemur hjá Kára og í svörum frá fyr­ irtækinu um málið sem sett hafa verið á internetið í tengslum við líf­ sýnasöfnunina: „Dregin hefur verið upp ársgömul frétt sem segir að Persónuvernd hafi gert athugasemd við að Íslensk erfðagreining geymdi skrár með tilreiknuðum arfgerðum og farið fram á að þeim væri eytt. Staðreyndin er sú að starfsmenn Ís­ lenskrar erfðagreiningar settust nið­ ur með starfsmönnum Persónu­ verndar þegar fréttin birtist og leystu málið. Skrám með tilreiknuðum arf­ gerðum var eytt og ÍE hannaði feril sem Persónuvernd lagði blessun sína yfir sem gerir það að verkum að skrár með tilreiknuðum arfgerðum verða ekki til.“ Önnur túlkun Kári Stefánsson segir aðspurður að Persónuvernd hafi upphaflega veitt Íslenskri erfðagreiningu leyfi til að áætla arfgerðir fólks sem ekki hefði látið fyrirtækinu í té lífsýni eða veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í rann­ sóknum fyrirtækisins. Hann segir að túlkun Íslenskrar erfðagreiningar sé ennþá sú að fyrirtækið hafi ekki verið að áætla um persónulegar upplýsingar fólks. „Okkar túlkun er ennþá sú að þetta séu ekki upplýsingar heldur ágisk­ anir um eðli fólks. Við erum ósköp einfaldlega að giska á arfgerðir fólks. Ég lít svo á að Biðja um lífsýni frá sama fólki og ekki var spurt leyfis n Persónuvernd taldi Íslenska erfðagreiningu ekki mega áætla arfgerðir fólks n Leynd yfir brotunum Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við geymum engar upplýsingar um áætlaðar arfgerðir fólks. Ólíkar túlkanir Kári Stef- ánsson segir að Íslensk erfða- greining hafi ólíkar túlkanir en Persónuvernd um hvað felist í persónuupplýsingum. Fyrir- tækið telur áætlaðar arfgerðir ekki vera persónuupplýsingar. Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.