Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Qupperneq 13
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fréttir 13 Dóttirin reynDi sjálfsvíg fyrir jól n Freyja fylgdi dóttur sinni í gegnum alvarlegt þunglyndi n Fluttu suður í leit að hjálp n Á sjálfsvígsvakt í tvo mánuði n Hafði augun ekki af dóttur sinni og fór ekki úr húsi ið aftur í Menntaskólann á Egilsstöð- um. Sérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu hjálpaði okkur síðan.“ Á batavegi Skólagangan gekk ágætlega framan af en Ásdís tók dýfur eins og áður. Ári síðar var ákveðið að hún yrði að einbeita sér að heilsunni og hvíla námið. „Ég bað hana að hugsa vand- lega um það hvort hún vildi leita sér hjálpar. Af því að hún hafði aldrei tekið almennilega við hjálpinni og var sjálf með fordóma gagnvart því að vera með þunglyndi og kvíða.“ Ásdís er í dag átján ára. Hún hef- ur einsett sér að ná bata og unnið markvisst að því. Henni líður betur en er ekki fullgóð. „Í raun finnst mér merkilegt að sjá hvað hún hefur stað- ið sig vel. Það er enn kvíði í henni en með auknum þroska á hún auð- veldara með að takast á við sjálfa sig. Þegar þú lendir í svona miklum veikindum á mótunarárunum miss- ir þú mikilvæg ár í félagsþroska og vinasamböndum. Hún er varla með almennilegar einkunnir þannig að ég veit ekki hvernig eða hvort henni tekst að komast aftur í skóla. Það eina sem hún hefur unnið var í fyrrasum- ar, þannig að hún hefur engan rétt á atvinnuleysisbótum. Við sóttum um fjárstyrk frá Félagsþjónustunni á Egilsstöðum. Hún fékk tvo mánuði greidda og var svo sagt að koma til Egilsstaða að leita sér að vinnu eða flytja lögheimilið til Reykjavíkur. Mér fannst það svolítið hart því ég leit á það sem tímabundna lausn að fara. Ásdís vill vinna og frá áramótum hefur hún stanslaust leitað að vinnu en fær ekki einu sinni svör. Þótt Egils- Á sdís Líf Harðardóttir var eins og aðrir krakkar full tilhlökk- unar við að byrja í grunn- skóla. Þar tók hún þátt í leikjum með hinum krökkunum, aðeins til þess að komast að því að þeir létu sig hverfa. Eineltið hófst strax í fyrsta bekk og vanlíðan- in var mikil. Hún glímdi við alvar- legt þunglyndi á unglingsárum og löngunin til að deyja sótti að. Grýtt í skólanum „Oft var allur bekkurinn á móti mér því ég var feit og vildi ekki vera eins og hinir. Ég var grýtt og kallað var á eftir mér á göngunum, hvað ég væri ógeðsleg, hvað ég væri leiðinleg, taskan mín var tekin og þegar ég tók þátt í leikjum þá voru krakkarn- ir farnir. Þetta var bara ömurlegt.“ Vanlíðanin jókst smám saman og þegar Ásdís komst á unglings- árin gerði þunglyndið vart við sig. „Ég einangraði mig frá samfélaginu og var rúmliggjandi um tíma. Ein- hvern veginn versnaði þetta bara.“ Ásdís segir að hún hafi flosn- að upp úr skóla og gengið illa í 10. bekk. „Ég svaf ekki, borðaði ekki og stóð mig illa. Ég fann fyrir rosalegu vonleysi. Félagslega stóð ég líka illa. Ég átti erfitt með að eignast vini og sótti í eldri krakka, útlendinga og aðra sem stóðu höllum fæti. Af því að ég var lögð í slæmt einelti. Samt var það ekki fyrr en seinna sem ég gerði mér grein fyrir því hvað það hafði mikil áhrif á mig af því að upplagi er ég bæði sterk og þrjósk.“ Bugaðist eftir kynferðisbrot í 7. bekk skipti Ásdís um skóla og fór í sveitaskóla fyrir austan. „Ég gat ekki lengur verið í Egilsstaðaskóla út af einelti,“ útskýrir hún. Í nýja skólanum leið henni betur. Allt þar til hún varð fyrir kynferðisbroti í skólaferðalagi. „Ég vaknaði við að skólafélagi minn var með höndina inni á mér. Ég vildi ekki gera veður út af þessu á staðnum en þegar við vorum komin aftur heim sagði ég umsjónarkennaranum mínum frá þessu. Ég treysti honum. En hann sagði að ég léti eins og heimurinn væri á herðum mér, ég ætti ekki að gera svona mikið mál úr þessu. Síðan sat ég klukkutíma- fund með stráknum hjá skólastjór- anum. Þar viðurkenndi strákurinn að hann hefði gert þetta. Ég var engu að síður beðin um að hugsa um skólann sem heild, ekki bara um sjálfa mig. Mér var ekki trúað, enda vandræðabarn frá Egilsstöð- um sem hafði hætt í öðrum skóla. Það rétti enginn út hjálparhönd þegar ég þurfti á því að halda og það var rosalega vont. Ég var mjög buguð eftir þetta.“ Ásdís kláraði veturinn en hætti í skólanum næsta haust. Hún seg- ir að móðir hennar hafi stutt hana til þess. „Fjölskyldan mín hefur verið rosalega sterk og fundið alla þá hjálp sem hægt er að finna fyrir mig. Af því að ég þurfti að fá sál- ræna aðstoð neyddist ég til að flytja til Reykjavíkur.“ Sjálfsvígstilraunin Áður hafði Ásdís hitt sálfræðing að sunnan mánaðarlega. En það dugði ekki til. „Auðvitað voru einhverjir fagaðilar fyrir austan, en í svona litlu samfélagi vildi ég ekki tala við einhvern sem bjó á staðnum og tengdist kannski einhverjum sem tók þátt í eineltinu fjölskyldubönd- um. Í raun vildi ég aldrei tala við neinn fyrr en ég neyddist til þess. Mér fannst ég svo hjálparlaus á Egils stöðum og það gerði allt verra.“ Fjórtán ára fór Ásdís fyrst að fá sjálfsvígshugsanir. „Þær voru alltaf þarna. Óttinn við framkvæmdina líka. En ég átti erfitt með að viður- kenna þessar hugsanir fyrir sjálfri mér og ég talaði aldrei um þær. Ekki fyrr en ég hafði gert misheppnaða tilraun til sjálfsvígs.“ Þá gleypti Ásdís þau lyf sem til voru á heimilinu og varð hálf- vönkuð. „Það er það síðasta sem ég man. Þetta var væg tilraun og ég var aldrei í mikilli hættu. Það var mér engu að síður vakning þegar ég vaknaði upp með mömmu og pabba fyrir ofan mig.“ Á þessum tíma upplifði Ásdís sig eina. „Ég var orðin alvarlega þunglynd og mér fannst ömurlegt hvað ég var ein og varnarlaus. Mig langaði að geta lagað þetta en fann ekki leiðina til þess.“ Tókst á við þunglyndið Hún segir að hún hafi orðið að fá meiri hjálp. Að lokum flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó með systur sinni. Móðir hennar kom svo á eftir. „Þegar ég var komin suður fór ég að nýta mér Barna- og ung- lingageðdeildina meira. Ég fékk fleiri viðtöl og tók þátt í hópastarfi. Það hjálpaði mér líka að vita að ég gæti leitað þangað ef eitthvað kæmi fyrir. En þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Ég var orðin svolítið tor- tryggin eftir allt sem á undan var gengið og var ekki endilega að taka við hjálpinni fyrr en ég áttaði mig á því að ég væri að verða átján ára og þyrfti að fara að takast á við stóra kerfið ef ég tæki mig ekki á. Í dag er ég þakklát fyrir hjálpina sem ég fékk því einhvern veginn náði ég mér. Með opnum huga og góðu fólki. Ég nýtti hjálpina rosa- lega vel og kláraði meðferðina því ég var ekki tilbúin til þess að láta reyna á kerfið eftir að ég næði átján ára aldri. Ég bara gerði það því ég þorði ekki öðru. Á þessum mánuð- um lærði ég rosalega margt og lærði að takast á við tilfinningarnar mínar. Vonleysið hvarf.“ Vill auka hjálpina Það þýðir þó ekki að allt sé gott. Enn þann dag í dag fer Ásdís sjald- an austur. „Ekki nema ég neyðist til þess. Mér líður ekki vel þar, sem er leiðinlegt því fjölskylda mín býr þar. Auðvitað get ég ekki sagt að vanlíðanin sé bundin við Egilsstaði en mér leið ekki vel þar. Það kemur mér sömuleiðis úr jafnvægi að sjá vini mína jafn von- lausa og ég var áður. Sérstaklega þegar þeir eru orðnir átján ára og kerfið tekur ekki lengur við þeim því þeir eru ekki lengur börn.“ Hún tekur dæmi af vini sínum sem lenti í miklum vanda á dögun- um. „Ég varð nýlega fyrir höfnun frá kerfinu og varð rosalega reið. Vinur minn var kominn í annar- legt ástand og ég óttaðist að hann væri orðinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Ég fór með hann að hitta mömmu sem gerði sér grein fyrir því að það væri eitthvað að. Þar sem foreldrar hans eru búsettir er- lendis fór ég með hann upp á geð- deild en við vorum send aftur heim. Það gerðist tvisvar. Ég talaði líka við lækni og sálfræðing sem sögðust ekki geta gert neitt fyrir hann strax. Sjálfur vildi hann ekki viðurkenna að það væri eitthvað að. Tveimur dögum seinna hringdi mamma hans í mig og sagði að hann væri kominn í fangelsi fyrir að stinga mann, nýorðinn nítján ára.“ Ásdís segist vera með mikla rétt- lætiskennd og hafi ákveðið segja sögu sína í von um að gripið verði fyrr inn í aðstæður ungmenna í þessari stöðu. „Ég vil sjá kerfið batna áður en það brotnar. Ég vil að krakkar fái hjálp áður en þeir enda á götunni eða gera eitthvað sem gerir það að verkum að þeir eiga ekki afturkvæmt í samfélagið. Ég vil að biðin eftir hjálpinni verði styttri því ég hef sjálf farið með vinkonu mína sem var á barmi sjálfsvígs upp á geðdeild en þurfti svo að fara með hana heim aftur. Ég vil bara að krakkar eins og ég fái þá hjálp sem þeir þurfa áður en það verður of seint.“ n Bugaðist eftir einelti og gerði tilraun til sjálfsvígs n Ásdís glímdi við áralangt þunglyndi n Upplifði sig eina og varnarlausa staðabær segi að þar sé næga vinnu að hafa er ég ekki viss um að hún fengi vinnu þar. Þegar þú ert búin að vera unglingur með vandamál færðu ákveðinn stimpil á þig. Í svona litlu samfélagi er erfitt að losna við hann.“ Endurupplifði verstu einkennin Ásdís er farin að heiman og býr með vinum sínum. Ein sambýliskona hennar hefur verið illa stödd andlega að undanförnu og í miklum sjálfs- vígshugleiðingum. „Ég er búin að senda þær tvisvar niður á bráðamót- töku geðdeildar. Þær eru að bíða eft- ir viðtali, en það virðist algengt með krakka sem líður svona illa að þeir eiga bæði erfitt með að þiggja hjálp og svo er biðlundin engin. Það á allt að gerast strax. Ég var með þær í sím- anum í þrjá daga í röð um daginn og hringdi sjálf niður á geðdeild. Fyrsta daginn var búið að loka móttökunni en næsta dag voru þær sendar heim eftir viðtal. Þá varð Ás- dís hrædd og bað mig um að koma. Þá endurupplifði ég þessi einkenni sem fylgdu mesta álaginu. Á þeim tíma hélt ég stundum að ég væri að fá hjartaáfall en það voru kvíða- einkenni. Þegar svipaðar aðstæður komu upp aftur fékk ég þessi sömu líkamlegu einkenni og það þyrmdi yfir mig.“ n „Mér fannst ömur­ legt hvað ég var ein og varnarlaus. Framhald á næstu síðu  Sótti hjálpina suður Ásdís leitaði ekki til fagaðila sem voru fyrir austan sökum smæðar samfélagsins. Þar sem það dugði ekki heldur til að fara í mánaðarleg viðtöl hjá sálfræðingi að sunnan flutti hún suður í leit að hjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.