Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Qupperneq 19
Vikublað 13.–15. maí 2014 Skrýtið 19 Allt í þágu vísindAnnA n Furðulegar vísindatilraunir n Meinafræðingur hengdi sig  Fjarstýrði nauti Árið 1964 gerði spænski taugasérfræðingurinn Jose Delgado, sem nam við Yale-háskóla, áhugaverða tilraun. Tilraunin fór fram í Cordóba á Spáni en nokkrum dögum áður hafði hann komið fyrir rafskauti í heila nautsins Lucera. Í tilrauninni brá Delgado sér í hlutverk nautabana, hélt á rauðum klúti og reyndi að egna naut- ið til að ráðast á hann. Þegar nautið ætlaði að láta til skarar skríða ýtti Delgado á takka sem hleypti rafstraumi í heila Lucera sem snarhætti við árásina. Þessi tiltekna tilraun var hluti af viðamiklum rannsóknum Delgados á taugakerfi manna og dýra og hvaða áhrif rafboð hafa á hegðun þeirra.  Eitt ár í rúminu Í janúar 1986 lögðust ellefu menn í rekkju og lágu þar næstu 370 dagana. Sá sem stóð að rannsókninni heitir Boris Morukov, eðlisfræðingur og geimfari, og vildi hann finna út hvernig líkaminn bregst við í þyngdarleysi. Á þeim tíma var ekki hægt að vera í þyngdarleysi á jörðu niðri og því var talið best að framkvæma tilraunina með þessum hætti. Allt var gert til að líkja eftir aðstæðum í geimnum; matur var borðaður úr áldósum og voru mennirnir einangraðir frá fjölskyldum sínum að mestu, fyrir utan einn heimsóknardag í viku. Tilraunin gekk ágætlega og hætti aðeins einn þeirra. Sá entist í þrjá mánuði. Allir þátttakendur fengu bíl gefins fyrir þátttöku sína í rannsókninni.  Rúmeninn sem hengdi sig Árið 1905 vildi rúmenski réttarmeinafræðingurinn Nicolas Minovici kanna hvað gerðist þegar fólk hengir sig. Hann rannsakaði ekki bara 238 sjálfsvíg fólks sem hengdi sig heldur prófaði hann það einnig sjálfur. Minovici setti snöru um háls sinn og sá aðstoðarmaður hans til þess að hann fékk að hanga í stutta stund í einu – alls tólf skipti. Hann skrifaði 238 blaðsíðna skýrslu um tilraunina og lýsti hann því að sársaukinn hafi verið næsta óbærilegur. Gat hann ekki hangið lengur en í þrjár til fjórar sekúndur í senn. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverjar niðurstöður Minovici voru.  Munurinn á körlum og konum Árið 1978 framkvæmdi Russell Clark, bandarískur sálfræðingur, athyglisverða rannsókn á muninum á körlum og konum, eða þannig. Rannsóknin fór fram á heimavist Florida State-háskólans í Tallahassee. Karlmaður var fenginn til að ganga upp að kvenkyns nemendum á heimavistum og segja: „Ég hef tekið eftir þér á heimavistinni og finnst þú mjög aðlaðandi. Myndir þú vilja sænga hjá mér í kvöld?“ Það er skemmst frá því að segja að allar sextán konurnar neituðu. Sumar spurðu hvað manninum gengi til á meðan aðrar spurðu hvort hann væri að grínast. Þegar dæminu var snúið við og kona fengin til að fara með sömu línu fyrir karlkyns nemendur kom munurinn í ljós. Tólf af sextán samþykktu að sænga hjá konunni. Viðbrögð þeirra við spurningunni voru önnur en hjá konunum. Sumir gengu svo langt að spyrja hvort þau þyrftu virkilega að bíða fram á kvöld. Clark var sannfærður um að munurinn á körlum og konum stafaði af líffræðilegum þáttum. Karlar gætu í raun feðrað eins mörg börn og þá lysti á meðan konur gætu aðeins gengið með takmarkaðan fjölda barna á lífsleiðinni. Þess vegna væru konur vandlátari en karlar.  Köngulær, þvag og geðklofi Árið 1948 sýndi lyfja- fræðingurinn Peter Witt fram á það að köngulær, sem voru undir áhrifum LSD og meskalíns, spunnu öðruvísi vef en allsgáðar köngulær. Geðlæknar við Friedmatt-sjúkra- húsið í Basel í Sviss fengu veður af þessum niðurstöðum. Hafandi þekkt einkenni geðklofa og einkenni þeirra sem neyta LSD og meskalíns vildu læknarnir kanna hvort líkami þeirra sem þjáðust af geðklofa framleiddi sama eða sams konar efni og í eiturlyfjunum. Við tilraunina ákvað rannsóknarteymið að safna þvagi frá skjólstæðingum Friedmatt-sjúkrahússins. Köngulær voru svo látnar komast í tæri við þvagið og átti rannsóknin að leiða í ljós hvort köngulærnar myndu spinna öðruvísi vef en aðrar köngulær. Niðurstöðurnar ollu hins vegar vonbrigðum enda voru engin tengsl á milli þvags sjúklinga með geðklofa og þvags heilbrigðra einstaklinga. Munurinn Karlarnir voru flestir reiðubúnir að stökkva beint í rúmið á meðan konurnar voru ekki jafn reiðubúnar. Mynd tengist efni fréttar ekki beint smellt á takka Delgado sést hér framkvæma tilraunina sína. Hann slapp með skrekkinn og nautið hélt sig frá honum. 370 dagar Morukov er maðurinn á bak við rannsóknina. Tíu manns lágu í rekkju í 370 daga en sá ellefti gafst upp eftir þrjá mánuði. nicolas Minovici Hér má sjá rúmenska meinafræðinginn. Hann hengdi sig tólf sinnum en varð þó ekki meint af. Ekki öskra! Brasilíska lögreglan hefur útbú- ið lista fyrir erlenda ferðamenn í aðdraganda heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu sem hefst í Brasilíu eftir mánuð. Er meðal annars að finna á listanum atriði til að tryggja öryggi ferðamanna. Þar er meðal annars mælt með því ef viðkomandi er rændur úti á götu að hann haldi sér til hlés, öskri ekki eða maldi í móinn. Að öðrum kosti gæti verið hætta á að illa fari. Þá er ferðamönnum bent á að gæta þess að verðmæti sjáist ekki og reyna eftir fremsta megni að vera ekki einn á ferð. Tóku verðmæti af látinni konu Innbrotsþjófar létu greipar sópa í tvígang á tveimur útfararheim- ilum í franska bænum Rives á dögunum. Á öðru útfararheim- ilinu var lík konu á níræðisaldri og tóku þjófarnir sig til og rændu af henni skartgripum. Fjölskylda konunnar ákvað að flytja líkið á annað útfararheimili í kjölfar innbrotsins. Þar tók ekki betra við því þar létu þjófar einnig greipar sópa og höfðu skartgripi á brott með sér sem búið var að koma fyrir á líki konunnar. „Þetta er hræðilegt,“ sagði frænka konunn- ar á frönsku útvarpsstöðinni RTL. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér var giftingarhringur konunnar og tvö gullhálsmen. Þoldi ekki þrýstinginn Einn fullkomnasti kafbátur heims, Nereus, er talinn hafa eyðilagst í Kyrrahafi þar sem hann var við rannsóknir. Kaf- báturinn sem um ræðir var við rannsóknir á einu dýpsta haf- svæði jarðar undan ströndum Nýja-Sjálands. Líklegt er talið að Nereus hafi ekki þolað þrýstinginn því brak úr honum fannst á yfirborði sjávar. Síðast var vitað af honum á tíu kíló- metra dýpi. Nereus var byggður árið 2008 og nam kostnaðurinn við smíði hans átta milljónum Bandaríkjadala, tæpum milljarði króna. „Nereus hjálpaði til við að rannsaka svæði sem við höfð- um aldrei séð og spyrja spurn- inga sem við töldum að við gæt- um aldrei spurt,“ segir Timothy Shank við bandarísku stofnunina WHOI sem rak kafbátinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.