Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Side 24
Vikublað 13.–15. maí 201424 Neytendur
SakleySiSlegar Sykurgildrur
Þ
etta er vara sem höfðar til
barna. Það er engin tilvilj-
un hvernig verslanir stilla
upp vörum sínum. Þetta er
að sjálfsögðu útpælt,“ segir
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. DV leitaði
álits hjá honum á staðsetningu Hello
Kitty-gosdrykks í verslun Hagkaupa í
Skeifunni. Þar er hann í augnhæð fyrir
lítil börn, neðarlega í hillu umkringd-
ur öðrum dísætum ávaxtadrykkjum.
Umbúðirnar eru skærbleikar með
stórri mynd af hinni ástsælu teikni-
myndapersónu framan á og eru aug-
ljóslega markaðssettar fyrir börn.
Drykkurinn er þó ekki jafn sak-
laus og teiknimyndapersónan Hello
Kitty því ein lítil dós inniheldur meiri
viðbættan sykur en í sama magni af
Coca-Cola. Óhófleg sykurneysla er
ein stærsta heilbrigðisváin sem steðj-
ar að Íslendingum í dag.
Kitty skákar Coke
Reglulega kemur upp umræða um
sykurleðjudrykki og aðra óholl-
ustu sem markaðssett er fyrir börn
en blaðamaður veitti umræddum
drykk og staðsetningu hans athygli
í verslun Hagkaupa í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir
tilviljun eina hafa ráðið því hvar
drykkurinn endaði í hillunni.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd þá inniheldur lítil, sakleysisleg
250 millilítra dós af Hello Kitty-gos-
drykknum heil 30 grömm af sykri, eða
sem nemur 15 sykurmolum. Til sam-
anburðar þá eru „aðeins“ 27 grömm
af sykri í sama magni af Coca-Cola,
sem flestir eru meðvitaðir um að er
lítið annað en sykurvatn. Foreldrar
ættu því ekki að láta fagurbleikar um-
búðirnar og góðlátlegt andlit teikni-
myndakisunnar blekkja sig.
Ætti að vara við drykknum
Jóhannes segist þeirrar skoðunar að
það ætti að vara sérstaklega við vör-
unni vegna mikils sykurmagns og
gagnrýnir hillustaðsetninguna.
„Það fyrsta sem hvarflar að manni
er að þarna er verið að setja vöruna í
augnhæð fyrir börn og mér finnst það
ekki sæmandi sómakærri verslun.“
Í verslun Hagkaupa á Eiðistorgi á
Seltjarnarnesi var einnig hægt að fá
Hello Kitty-drykkinn en rétt er að taka
það fram að þar voru dósirnar stað-
settar ofar í rekkanum og ekki í beinni
augnhæð fyrir börn.
Óformleg og ekki tæmandi athug-
un DV í öðrum verslunum leiddi í ljós
að Hello Kitty-gosdrykkurinn er ekki
seldur í verslunum Bónuss, Krónunn-
ar eða Nettó úti á Granda en hann er
fáanlegur í Melabúðinni í Vesturbæn-
um þar sem honum er stillt upp í kæli
við afgreiðslukassa og útgang.
Þó aðrar verslanir selji ekki um-
ræddan Hello Kitty-drykk, sem vissu-
lega er sláandi birtingarmynd mark-
aðssetningar óhollustu gagnvart
börnum, þá eru þær síður en svo
saklausar af því að selja sambæri-
lega óhollustu. Aðrir vinsælir ávaxta-
drykkir, drekkhlaðnir sykri, eru þar í
boði sem og víðar.
Vinsæl sykurskot
Einn vinsælasti ávaxtadrykkurinn
hjá börnum í dag er Fruit Shoot sem
einnig er fáanlegur í flestum matvöru-
verslunum. Drykkurinn er seldur í
kippum sem inniheldur fjórar flöskur
sem virðast sakleysislegar og jafnvel
innihalda eitthvað heilnæmt. Þegar
nánar er að gáð kemur í ljós að í hverri
200 millilítra flösku kippunnar leynast
22 grömm af sykri. Í hverri kippu eru
því samtals 88 grömm af sykri.
Þessi drykkur er markaðssettur
fyrir börn og meðal annars auglýstur
í sjónvarpi, útvarpi og í sérstökum
rekkum í matvöruverslunum und-
ir yfirskriftinni „Fyrir fjöruga krakka.“
Vafalaust verða þeir fjörugir í ein-
hvern ákveðinn tíma eftir 22 gramma
sykurskot.
Meira að segja hinn sívinsæli
Svali, sem einnig er markaðssettur
sérstaklega fyrir börn, inniheldur
mikið magn viðbætts sykurs.
Nota börnin
Jóhannes bendir á í þessu samhengi
að það sé heldur engin tilviljun að
verslanir hafi sælgæti við kassana.
Uppröðun í verslunum séu útpæld
vísindi til að fá viðskiptavini til að
kaupa sem mest og hafa áhrif á okkur
í gegnum börnin.
„Eitt sinn sagði bandarískur sölu-
sérfræðingur: Besta leiðin að buddu
foreldranna liggur í gegnum börn-
in. Ég held að það sé mjög margt til í
þessu, því miður.
Börnin suða í búðunum, þessi vara
höfðar til þeirra, þau fara kannski að
gráta og þá er oft þægilegasta lausnin
að kaupa sér frið. Þarna eru verslanir
að koma foreldrum í mjög erfiða stöðu.“
n Drykkjum sem drekkhlaðnir eru sykri otað að börnum n Heilnæmar teiknimyndafígúrur notaðar til að villa um fyrir þér n Hello Kitty skákar Coke
M
arkaðssetning sem beinist
að börnum varðandi óholl
matvæli á aldrei rétt á sér,“
segir Ólöf Helga Jónsdóttir,
doktor í næringarfræði. Hún segir
mjög ung börn þekkja vel vöru-
merki sem beint er að þeim og eru
oft tengd teiknimyndum sem þau
sæki í. Því miður nýti markaðurinn
sér það oft og tíðum.
„Foreldrar eru líka oft að gefa
börnum sínum einhver matvæli
sem þeir telja vera holl en eru svo
stútfull af sykri, þar sem sykur leyn-
ist í gríðarlega mörgum matvælum.“
Fjórðungur frá sætindum
Ólöf bendir á að samkvæmt
landskönnun á mataræði sex ára
barna sem Rannsóknastofa í nær-
ingarfræði framkvæmdi á árunum
2011–2012 kom fram að nær fjórð-
ungur af heildarorku barnanna
kom úr fæðu sem er tiltölulega nær-
ingarsnauð. Matvæli á borð við kex,
kökur, gos- og svaladrykki, sæl-
gæti og ís. Einnig kom fram í rann-
sókn þessari að meðalneysla á gos-
og svaladrykkjum var rúmlega 800
millilítrar á viku og þau 10 prósent
barna sem mest neyttu af gos- og
svaladrykkjum drukku um tvo lítra á
viku. Eins var neysla á kexi og kök-
um næstum þrisvar sinnum meiri
en neysla á trefjaríku brauði. Neysla
þessara barna á áðurnefndum
sætindum var sambærileg í grömm-
um talið og meðal fullorðinna
einstaklinga á aldrinum 18–80 ára.
Þó er orkuþörf sex ára barna einung-
is um 60% af orkuþörf fullorðinna.
Sykurneysla og sjúkdómar
„Það þarf að taka það alvarlega hve
stór hluti mataræðis ungra barna
kemur úr sykurríkum og tiltölu-
lega næringarsnauðum vörum.
Mikilvægt er að grípa strax inn í og
minnka sykurneyslu barn og draga
þannig úr líkum á offitu og lífs-
stílstengdum sjúkdómum seinna á
lífsleiðinni,“ segir Ólöf. Börn þurfa
orku og næringarefni fyrir vöxt og
þroska en ef vörur sem innihalda
mikinn sykur verða of stór hluti fæðu
þeirra þá er alltaf hætta á að það taki
pláss frá næringarríkum og hollum
mat. „Ef sykur verður of stór hluti
fæðunnar er alltaf hætta á óhóflegri
þyngdaraukningu sem oft viðhelst til
fullorðinsára, og einnig verri tann-
heilsu.“
Blaðamaður hefur einnig kynnt
sér rannsóknir þar sem sykur er
tengdur, auk sykursýki II, hækk-
uðu kólesteróli sem getur leitt til
hjartasjúkdóma, sykur er talinn
auka líkur á hjartaáfalli, þvagsýru-
gigt, hækkuðum blóðþrýstingi, auk-
inni fitumyndun í lifrinni sem leiðir
til fitulifrar auk þess sem hann hef-
ur verið tengdur við krabbamein af
vísindamönnum. Það er því ljóst
að mikilvægt er að grípa strax í
taumana.
Þörf á aðgerðum
Ólöf bendir á að fæðuvenjur mótist
að miklu leyti í barnæsku og mikil-
vægt sé að börn læri snemma að
borða hollan og fjölbreyttan mat og
minna af sykurríkum vörum til að
hægt sé að sporna gegn hraðri þró-
un ofþyngdar, offitu og annarra lífs-
stílstengdra sjúkdóma. Það er mikil
þörf á markvissum íhlutunum með-
al barna í landinu sem miða að því
að bæta mataræði barna og ung-
linga. Rannsóknir hafa sýnt að
íhlutun í formi fræðslu og verkefna
í samstarfi við heimili og skóla er
áhrifarík leið til þess að auka ávaxta-
og grænmetisneyslu barna, eða
koma í veg fyrir minnkandi neyslu
með hækkandi aldri. Svipaðra að-
gerða væri þörf til að draga úr sykur-
neyslu barna á Íslandi.
*Upplýsingarnar sem Ólöf Helga
vísar til eru fengnar úr rannsókninni
„Landskönnun á mataræði sex ára
barna 2011–2012“. Höfundar: Ingi-
björg Gunnarsdóttir, Hafdís Helgadótt-
ir, Birna Þórisdóttir, Inga Þórsdóttir.
Birt í Læknablaðinu í janúar 2013.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Sakleysislegar sykurgildrur
Börn þurfa ekki allan þennan sykur
n Getur aukið líkur á ýmsum sjúkdómum n Aðgerða er þörf til að draga úr sykurneyslu íslenskra barna
Aldrei réttlætanlegt Ólöf Helga
starfar sem næringarfræðingur við
Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún segir
markaðssetningu óhollustu sem beinist að
börnum aldrei réttlætanlega.
„Besta leiðin
að buddu
foreldranna liggur
í gegnum börnin