Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 26
Vikublað 13.–15. maí 201426 Lífsstíll
Kóladrykkir sagðir skemma heilann
Rannsókn sýnir tengsl milli neyslu gosdrykkja og aukinnar tíðni heilablóðfalla
S
amkvæmt niðurstöðum nýrrar
sænskrar rannsóknar sem birt
var nýverið í vísindaritinu
Journal of Nutrition geta kóla-
drykkir haft mjög slæm áhrif á heil-
ann. Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu fram á tengsl milli drykkju á
slíkum gosdrykkjum og auknum lík-
um á heilablóðfalli.
Í rannsókninni kom fram að
þeir sem drukku fleiri en tvo gos-
drykki á dag voru 22% líklegri til að
fá heilablóðfall heldur en þeir sem
drukku tvo eða færri drykki á dag. Í
rannsókninni var einnig tekið með í
reikninginn að þeir sem drukku slíka
drykki höfðu almennt verra matar-
æði og breytti það engu um niður-
stöðurnar.
En niðurstöðunum ætti þó að
taka með fyrirvara og benda höf-
undar rannsóknarinnar á að ýmsar
flóknari ástæður gætu legið að
baki. Höfundarnir benda á að vit-
að sé að gosdrykkir geta aukið efna-
skiptavandamál í líkamanum sem
eru staðfest að hafi áhrif á tíðni
heilablóðfalla. Þetta eru vandamál á
borð við offitu, háan blóðsykur og of
hátt magn þríglyseríðs í líkamanum.
En hafa má í huga að best er
að ganga hinn gullna meðalveg í
neyslu gosdrykkja líkt og í öðru og
ef þeirra er neytt skynsamlega sam-
hliða góðri hreyfingu og mataræði
ætti fólk ekki að þurfa að hafa of
miklar áhyggjur. n
jonsteinar@dv.is
Svalandi en óhollt Best er að
halda neyslu slíkra drykkja í skyn-
samlegu magni. Mynd photoS.coM
Ingólfur Axelsson varð frá að hverfa eftir
mannskæðasta snjóflóð í sögu Everest. Ingólfur
viðurkennir að hafa verið vonsvikinn þegar ljóst
var að draumur hans um að standa á hæsta tindi
veraldar væri úr sögunni, í bili allavega. Hann segir
vonbrigðin þó blikna í samanburði við slysið hrika-
lega sem hann segist aldrei munu gleyma.
É
g er alls ekki búinn að melta
þetta og það líður ekki sá dagur
að ég hugsi ekki um þá sem lét-
ust og fjölskyldur þeirra. Hvað
ef ég hefði verið þarna sjálfur?
Minn leiðangur og fjöldi annarra var á
leiðinni upp í ísfallið þennan dag svo
það mátti ekki miklu muna – án þess
að ég vilji gera eitthvað drama úr því.
Ég var ekki nálægt því að láta lífið –
en ósjálfrátt leitar hugurinn þangað,“
segir fjallgöngumaðurinn Ingólfur
Axelsson sem varð að kveðja draum-
inn um að klífa hæsta fjall heims – í
bili að minnsta kosti – eftir mann-
skæðasta snjóflóð í sögu Everest.
Á leiðinni upp þegar
flóðið fór af stað
Ingólfur var á leið frá Gorak Shep
þegar hörmungarnar dundu yfir. „Ég
vaknaði eldsnemma og var að ganga
upp í grunnbúðirnar. Þegar ég sá búð-
irnar var þar gríðarlegur fjöldi af þyrl-
um. Ég hugsaði með mér að það væri
greinilega allt að gerast í myndinni
hans Balta; að verið væri að taka upp
senu. Þegar ég kom nær sá ég svipinn
á fólkinu og áttaði mig á því að eitt-
hvað mikið hefði gerst. Svo kíkti ég á
símann þar sem netið logaði í fréttum
og fékk betri mynd af hörmungun-
um og þeim fjölda sem varð undir
flóðinu. Ég fann klifurfélaga minn
og við fórum strax að græja okkur og
athuga hvort við gætum orðið að liði.
Blessunarlega var búið að manna all-
ar stöður af fjallalæknum og öðru
reyndara fólki svo það var í rauninni
ekkert að gera nema ganga manna á
milli og athuga hvort allt væri í lagi.“
Upp á líf og dauða
Ingólfur segir daginn hafa liðið án
góðra frétta. „Hver fréttin var annarri
verri. Það komu einfaldlega engar
góðar fréttir. Ég sá Vilborgu fljót-
lega og það var gott að sjá að hún var
heil á húfi en hennar leiðangur varð
fyrir miklum missi. Þar sem Vilborg
hafði aðgang að gervihnattasíma gat
hún sent á aðstandendur mína að ég
væri óhultur. Dagurinn leið og menn
stóðu hundruðum saman í grunn-
búðunum og horfðu á þegar þyrlurn-
ar flugu úr ísfallinu með líkin nið-
ur í grunnbúðirnar. Allir sjerpar
og klifrarar eru með klifurbelti
og þar sem þyrlan gat ekki tek-
ið þá áhættu að lenda á miðjum
jöklinum var 20 metra vír festur
í beltið og sjerparnir hífðir með
þyrlunni yfir í grunnbúðirnar, líf-
vana. Þetta var víst eina leiðin en
mjög átakanlegt að fylgjast með.
Björgunaraðgerðin var gríðar-
lega vel skipulögð og ótrúlegt að
sjá fagmennskuna og samhygð-
ina. Þennan dag urðu í rauninni
algjör þáttaskil, að verða vitni að
þessari miklu aðgerð og átta sig
á því að þetta var ekki bara leikur
heldur upp á líf og dauða.“
hrikalega sorglegt
Ingólfur er staddur í Katmandú
þegar blaðamaður nær tali af
honum. Hann hefur komið sér
fyrir á kaffihúsi í borginni og það
er greinilegt að honum þykir ekki létt
að ræða um atburðinn. „Það eru svo
margir hér í kringum mig, ég vil síð-
ur beygja af,“ segir hann og tekur sér
tíma til að jafna sig. „Andrúmsloftið
er enn frekar skrítið hérna í borginni,
það eru allir að fylgjast með fréttum
og framhaldinu og mikið er talað um
þá sem létust. Samfélagið allt hefur
orðið fyrir skelfilegum missi, þessir
menn eru þjóðhetjur.
Tveir úr mínum hópi misstu bróð-
ur sinn. Strax um morguninn hljóp
sá reyndari þeirra upp í ísfallið til að
aðstoða við björgunaraðgerðir. Það
var virkilega sárt að horfa á hann
koma til baka með þá vissu að bróð-
ir hans væri látinn. Slysið varð með
þeim hætti að margir sjerpar, bæði ís-
fallslæknar og sjerpar sem vinna fyr-
ir leiðangra, höfðu safnast saman á
stað sem er þekktur fyrir snjóflóða-
hættu vegna þess að stigi hafði brotn-
að. Svo var bara hrikalega sorglegt að
snjóflóð hafi farið af stað á sama tíma.
Reyndari fjallamenn en ég segja
að þetta skelfilega slys hafi orðið mun
verra en það þurfti að vera. Menn
vissu af hættunni en árið 2012 hætti
stór hópur við að fara upp fjallið út af
snjóflóðahættu á þessum stað.
Eftir snjóflóðið tók við sjö daga
sorgartímabil þar sem enginn fór út
á jökulinn af virðingu við þá látnu.
Sjerparnir í mínu liði komu svo allir
til baka og eftir fundarhöld sögðust
þeir ætla að ganga á fjallið með okk-
ur. Hvort það hafi verið vegna þess
að þeir vildu það raunverulega eða
þorðu ekki annað get ég ekki fullyrt.“
Mál sjerpanna flókin
Ingólfur segir Everest-þjóðgarðinn
eitt ríkasta svæðið í Everest og
gönguleiðina frá Lukla upp í grunn-
búðir eina þá vinsælustu í heimi.
Hann segist skilja kröfur sjerpanna
en að málin séu flókin. „Öryggi þeirra
er eins gott og það verður en hlut-
fall þeirra sem látast á fjallinu hefur
lækkað mikið síðustu árin. Þetta
snýst fyrst og fremst um öryggisnet
fyrir fjölskyldurnar ef það verða slys.
Leiðangrar upp að Everest eru mjög
atvinnuskapandi og það eru miklir
peningar í húfi hjá nepölskum stjórn-
völdum í að halda fjallinu opnu. Rík-
ið verður að koma til móts við þarfir
sjerpanna svo fjallinu verði ekki lok-
að aftur svona um mitt tímabil.
Margir sjerpar fá frekar há laun
á nepalskan mælikvarða en það er
flókið mál að ná samstöðu í hóp
þar sem hluti hans berst fyrir hærri
dánarbótum og líftryggingum fjöl-
skyldna þeirra sem fórust en aðr-
ir þurfa að borga reikninga og skóla-
gjöld fyrir börnin og að eiga í sig og á
það árið. Lífið er þó ekki án jákvæðra
frétta því klifrararnir hófu strax söfn-
un, Sherpa Support Fund, handa fjöl-
skyldum þeirra sem létust.“
Með hreina samvisku
Ingólfur var gagnrýndur fyrir orð
sín þegar hann lét vonbrigði sín í
ljós þegar útséð var með að draum-
ur hans um að ná toppnum væri fyr-
ir bí. Hann segist ætla að vanda orð
sín betur en vill ekki viðurkenna að
hafa tekið gagnrýnina inn á sig. „Ég
fékk haturspóst þar sem menn ósk-
uðu mér að verða undir snjóflóði
og fullt af öðrum pósti sem varla er
birtingarhæfur en sá póstur gleymist
í flóru alls þess stuðningspósts sem
ég fékk og hélt mér gangandi.
Ég er með hreinan skjöld gagn-
vart sjerpunum. Ef ég hefði eitthvað
slæmt á samviskunni hefði ég ef til
vill tekið þetta umtal og gagnrýni inn
„Everest kallar á mig“
Indíana Ása hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Ef ég hefði eitt-
hvað slæmt á
samviskunni hefði ég ef
til vill tekið þetta umtal
og gagnrýni inn á mig.
Ekki hvíti ríki maðurinn Ingólfur segir ekki rétt að hann tilheyri hópi hvíta, ríka Vestur-
landabúans sem ætli sér að klifra upp á Everest á baki sjerpanna.
hrikalegt fjall Ingólfur segir öryggi
fjallagarpa hafa aukist mikið síðustu árin.
Klám tengt við
framhjáhald
Ný rannsókn, gefur til kynna að
því oftar og meira sem einstak-
lingur horfir á klám, því líklegri
er hann til þess að halda fram
hjá makanum.
Í rannsókninni var leitað til
551 gifts einstaklings í Banda-
ríkjunum og til að meta hversu
mikið klámáhorfið var, svöruðu
þeir spurningum á borð við:
Hefur þú horft á klámmynd á
síðasta ári? Og hvað finnst þér
um að einstaklingar í hjóna-
bandi lifi kynlífi með öðrum en
makanum?
Í greiningu gagna kom fram
að því meira sem klámáhorf-
ið var, því frjálslyndara varð
viðhorfið til framhjáhalds.
Rannsóknin var birt á vef sam-
taka bandarískra sálfræðinga,
psycnet.apa.org.
Skeggjaðar
konur sjald-
gæfar
Skeggvöxtur er mál málanna
þessa dagana í kjölfar stórsigurs
Conchitu í Eurovision.
Hver maður er með um fimm
milljónir hára á öllum líkaman-
um. Fæst eru þau í hársverðin-
um. Rétt um 100 þúsund og af-
gangurinn dreifist um líkamann
og veldur vöxturinn mismikilli
hrifningu eftir tísku og tíðar-
anda.
Conchita er ungur karlmaður
og á því ekki í vandræðum með
að safna skeggi. Kynhormón
karla hafa minni áhrif á vöxt í
hársverði en þeim mun meiri
á vöxt skeggs. Kynhormón
kvenna valda því hins vegar að
hárvöxtur er takmarkaður í and-
liti. Það er því afar lítill hluti
kvenna sem á þann möguleika
að safna svo miklu andlitshári að
það geti talist vera skegg.
Í sumum tilfellum er skegg-
vöxtur merki um offramleiðslu
á andrógen hormóni og í öðr-
um er um sjaldgæfan genagalla
að ræða, sem þekktur er undir
heitinu hypertrichosis. Þá getur
skeggvöxtur kvenna örvast af of-
notkun stera.
Skeggvöxtur kvenna hefur
hingað til verið tabú með
undantekningum frá öndverðri
nítjándu öld þegar skeggjaðar
konur á borð við Annie Jones,
Josephine Clofullia og Madam
Clofullia komu fram, skeggjaðar
í sirkus, lýðnum til skemmtunar.