Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 13.–15. maí 2014 Lífsstíll 27 á mig. Ég eyddi heilum degi með tár­ in í augunum í að horfa á lík flutt nið­ ur úr ísfallinu og mun aldrei gleyma því. Ég get ekki verið að hafa áhyggjur yfir kommentum sem menn heima á Íslandi eru að skrifa. Það er ekki eitt­ hvað sem ég hef verið að leiða hug­ ann að.“ „Game over“ Ingólfur segist vissulega hafar orðið leiður að komast ekki upp fjallið og geta náð markmiðinu en að sá leiði blikni í samanburði við það sem gerðist. orðin „Game over“, sem Ingólfur skrifaði á Facebook stungu marga. „Já, ég hefði átt að skrifa eitt­ hvað annað. Ég var að hugsa um að senda út einföld skilaboð bæði fyr­ ir íslenska og erlenda vini mína og henti þessu út. Ég get líka alveg viðurkennt að ég hef ekki verið mikið í fjölmiðlum fyrr en í kringum þessar hörmungar og það er miklu flóknara en mig hefði grunað. Maður verður virkilega að vanda sig til að verða ekki étinn og allt sem maður lætur frá sér þarf að vera mjög úthugsað. Ég er ekki vanur því og öfunda engan sem þarf að standa í því daglega að tjá sig fullkomlega um það sem fyrir ber. Fólk er mjög til búið til að vera reitt og finna einhvern til að taka þeirri reiði. Þessar hörmungar eru það erfiðasta sem ég hef upp­ lifað og ég gat ekki tjáð mig um þær fullkomlega og get sennilega ekki enn svo allt komist fyrir. Ef ég gæti farið til baka þá myndi ég sennilega bara ekki tjá mig um þetta. Það voru rosalega margir sem settu álíka statusa fram. Á þessum tíma var ég í engu ástandi til að skrifa langan pistil enda nýkomið í ljós að ársundirbúningur og skipulagn­ ing væri fyrir bí. Þessum leiðangri var bara lokið og það var ekkert meira um það að segja,“ segir Ingólf­ ur og bætir við að allt tal um hvíta ríka manninn sem klifri á bökum sjerpanna geti átt við einhverja hópa. Særandi umræða „Í mínum hópi bárum við meiri byrðar og urðum að vera mun sjálf­ stæðari í öllum aðgerðum en aðrir stærri leiðangrar. Sumir dýru leið­ angrarnir eru í raun eins og fimm stjörnu hótel en að mínu mati á slíkt lítið skylt við fjallamennsku. Staðreyndin er sú að ég fór í næst­ ódýrasta leiðangurinn sem ég veit um og það er fráleitt að setja mig í hóp klifrara sem láta ferja sig þarna um fyrir gríðarlegar upphæðir. Það kom mér á óvart hversu margir tóku þyrlu niður úr fjallinu því þeir nenntu ekki að ganga til baka þegar ljóst varð að ekkert yrði af frekari fjallgöngu. Sjálfur tók ég dótið á öxlina og gekk niður 70 kílómetra með 25 kíló á bakinu. Mér fannst bara sjálfsagt að sjá um þetta sjálfur. Það var ekki eins og einhver kæmi að sækja mig eða sæi um allt fyrir mig. Öll umræða um að mér sé alveg sama um sjerpana sem létust er ein­ faldlega röng og særandi. Í mínum augum eru sjerparnir þjóðhetjur og þeir eru það sannanlega í Nepal. Það er engin ástæða til að líta niður á þessa menn eða vorkenna. Minn sjerpi leit allt annað en upp til mín og hefur ör­ ugglega hugsað með sér hvern djöf­ ulinn ég væri að gera þarna, ævin­ týramaður frá Íslandi sem hefur meiri áhuga á að fljúga af fjallinu en að klífa það. Það eru sjerparnir sem eru aðal­ mennirnir og við vitum það öll. Það er hann sem getur þetta og mun hjálpa mér að geta þetta. Hins vegar er al­ þjóðavæðingin alls staðar og það er vissulega mikill munur á lífskjörum í Nepal og á Vesturlöndum. En svo finnst mér hálfgerður tvískinnungur að fjölmiðlar hafi svona gríðarlegan áhuga á dauðsföll­ um og kjörum sjerpa á meðan millj­ ónir manna lifa sem þrælar og barn deyr úr malaríu á hverri mínútu – sjúkdómi sem hægt er að lækna. Einn góður vinur minn sagði mér að Ís­ lendingar sýndu þessu svona mikinn áhuga þar sem við hefðum sjálf orðið fyrir miklum skaða og missi vegna snjóflóða, snjóflóðið hafi því haft mikil tilfinningaleg áhrif á okkur. Það er sennilega rétt.“ Fimm milljóna verkefni Ingólfur er enn staðráðinn í að kom­ ast á toppinn. „Ég mæti í apríl á næsta ári til að klára þetta – ef ég næ að safna upp í leiðangurskostnað og eyði ekki of miklu á Rub 23 í vetur. Það er bara vonandi að manni takist að finna ástríðuna aftur og vera duglegur að æfa,“ segir hann og bætir við að hann hafi þegar eytt rúmum fimm millj­ ónum í verkefnið. „Ætli ég þurfi ekki auka þrjár og hálfa í viðbót. Við eigum leyfið, súrefni og búnaðinn og mun­ um fá afslátt frá leiðangursstjóran­ um. Þetta er orðið miklu stærri pakki og meira en ég ætlaði að eyða í þetta í byrjun. Fjallaklifur er dýrt sport. Everest kallar á mig. Það er erfitt að segja af hverju mér finnst ég verða að sigra fjallið. Þetta er bara innbyggt í mig. Sumir þurfa að eignast börn, aðrir að vera í fastri vinnu og lifa við öryggi. Ég þarf að standa á hæsta tindi veraldar.“ n „Everest kallar á mig“ „Ég fékk haturspóst þar sem menn óskuðu mér að verða undir snjóflóði. Fjallið kallar á hann Ingólfur segir Everest kalla á sig. Mynd SiGtryGGur Ari Verkfallið kom ekki að sök Vinnugleði í FG Tískusýning útskriftarnema á Fata­ og textílhönnunarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ var haldin síðustu helgi á Kjar­ valsstöðum. Á sýningunni kynntu 15 nemendur verk sín frá síðustu önn. Nemend­ ur létu ekki verk úr hendi falla þrátt fyrir verkfall framhaldsskólakennara. „Okkur hefur tekist með dugnaði, vinnugleði og mikilli aukavinnu að ljúka verkefnum okkar,“ sagði einn útskriftarnema. „Við lögð­ um okkur fram við að gera þessa sýningu sem besta. Ertu skýrdreymin/n? Vísindamönnum hefur tekist að framkalla skýra drauma V ísindamenn hafa komist að því að það er mögulegt að framkalla skýrdreymni (lucid dreaming) hjá sofandi fólki með því að gefa því milt rafstuð á höfuðleðrið. En þegar einstaklingur upplifir svo kallað skýrdreymi er hann meðvitaður um að hann sé að dreyma þótt hann liggi sofandi í rúminu sínu. Sá sem dreymir hefur þá svo öfl­ uga meðvitund að hann getur jafnvel stýrt draumnum og haft áhrif á at­ burðarásina. „Meginniðurstöðurnar eru að þú getur með örvun höfuðleðursins örv­ að heilann. Og það má hafa þau áhrif á heilann að sá sofandi verður með­ vitaður um að hann sé að dreyma,“ segir prófessor J. Allan Hobson, við Harvard Medical School, sem er einn höfunda rannsóknarinn­ ar ásamt dr. Ursulu Voss sem hefur leitt rannsóknina. Rannsóknin hefur verið birt í læknatímaritinu Nature, Neurioscience. Fyrri rannsóknir, undir stjórn dr. Ursulu Voss við Johann Wolfgang Goethe­háskólann í Þýskalandi, gefa til kynna að skýrdreymi sé einstakt ástand þar sem fram koma einkenni REM­svefns þar sem okkur dreymir og vöku. „Skýrdreymi er góð leið fyrir vís­ indamenn til að fylgjast með heila­ starfsemi undirmeðvitundar,“ segir Voss og bætir því við að rannsóknin gæti reynst þýðingarmikil í rann­ sókn á geðsjúkdómum. „Ég fer var­ lega í að álykta um meðferðarúrræði vegna uppgötvunarinnar en hún er sannarlega skref í átt til skilnings, þegar kemur að því að rannsaka of­ skynjanir.“ Í niðurstöðum má hins vegar lesa um að möguleikar rannsóknarinn­ ar nái til þeirra sem fá endurteknar martraðir, til að mynda þeirra sem þjást af áfallastreitu og ofsakvíða. 27 sjálfboðaliðar tóku þátt í rann­ sókninni, enginn þeirra hafði upplif­ að skýrdreymi áður. n Hægt að framkalla drauma Vísindamönnum hefur tekist að framkalla skýrdreymi. Það getur haft mikla þýðingu fyrir þá sem til dæmis þjást af martröð- um og ofskynjunum vegna geðsjúkdóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.