Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 32
32 Menning Vikublað 13.–15. maí 2014 Mynd númer tvö er alltaf best Lokasenan er og ein sú magnaðasta sem sést hefur í geiranum É g var í fyrstu mjög efins um nauðsyn þess að endurræsa Spiderman-söguna árið 2012. Tobey Maguire og Kirsten Dunst voru enn í fullu fjöri, og maður hafði eiginlega meiri áhuga á að sjá hvern- ig það gæti þróast en að byrja aftur frá byrjum. Nýja myndin, Amazing Spider-Man, gerði lítið til að slá á þær efasemdir. En með þessari eru þær á bak og burt. Amazing Spider-Man tvö er nefni- lega með bestu ofurhetjumyndum í langan tíma, og það þótt hin nýlega Captain America stæði vel fyrir sínu. Sannast þá hið fornkveðna að mynd númer tvö er alltaf best, og átti það líka við um síðustu seríu. Andrew Garfield er hrokafyllri og svalari en Tobey, en venst ágætlega. Og Emma Stone skrúfar upp sjar- mann og kemur Spidey til bjargar á sannfærandi hátt. Þriðji megin- karakterinn er svo New York-borg sjálf, sem leikur stórt hlutverk og það er léttir að sjá loksins ofurhetju- mynd þar sem borgin er ekki lögð í rúst. Í raun eru fremur fáar ak- sjónsenur sem verða ekki þreytandi fyrir vikið, áhersla er lögð á þroska- sögu Parkers og Gwen Stacy í bland og er það vel. Annar meginkostur er að við fáum hér loksins að sjá hvað varð af foreldrum Peters Parker, en hann er, eins og Ripp, Rapp og Rupp, for- eldralaus og alinn upp af frændfólki. Heimur Spider-Man er fremur lok- aður, allt gerist í sömu borg og allt kvarðast um stórfyrirtækið Oscorp. Ekki eru stöðugt að birtast nýir karakterar utan úr geimnum heldur á allt sama uppruna, sem verður trú- verðugra fyrir vikið. Helsti gallinn hér eins og síðast er í skúrkavalinu. Spidey á eitt litríkasta skúrkagallerí heimsbókmenntanna en illa gengur að koma þeim á filmu. Electro er ekki jafnkjánalegur og í blöðunum, en er lítið spennandi. Og tveir aðrir dúkka upp, án þess þó að myndin sé jafn ofhlaðin og Tobey tvö var. Lokasenan er og ein sú magnað- asta sem sést hefur í geiranum. Vonandi helst sami gæðastandard á næstu mynd, en þegar þessari lýk- ur er best að sitja í sætinu um stund, því X-Men eiga óvænta innkomu. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd The Amazing Spider-Man 2 IMDb 7,5 Leikstjórn: Marc Webb Aðalhlutverk: Andrew Garfield og Emma Stone. 142 mínútur Meiri dýpt Áhorfendur fá að kynnast fleiri hliðum ofurhetjunnar. S vo virðist sem íslenskt leikhús standi á tímamótum þessa dagana. Nýr borgarleikhús- stjóri hefur tekið við og þjóð- leikhússtjóraskipti verða á næstunni. Tjarnarbíó er orðið öflug- ur vettvangur sjálfstæðra leikhópa en fyrir norðan er þriðja atvinnuleikhús- ið, sem er í vanda statt. Hver ætli þró- unin verði? Og hvers vegna er engin íslensk leikritakanóna, til jafns við bókmenntirnar? Ungt leikhús Trausti Ólafsson er doktor í leiklist- arfræðum, kennari við Háskóla Ís- lands og hefur jafnframt verið leik- hússtjóri á Akureyri. Fyrir áramót gaf hann út bókina Leikhús nútím- ans: Hugmyndir og hugsjónir, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og rekur hugsjónir margra áhrifarík- ustu leikhúsmanna tuttugustu aldar. Hann segir: „Leiklist á Íslandi er afskaplega ungt fyrirbæri. Það var fyrst fyrir rúm- um 100 árum að Leikfélag Reykjavík- ur var stofnað og fólk fór að leita sér menntunar í leiklist, fyrst í Danmörku. Það hafa verið til íslensk leikskáld sem einbeittu sér að því formi fyrst og fremst, en það er afar sjaldgæft að ís- lensk verk séu endurflutt nema þau hafi verið sett á mjög háan stall. Jafn- vel leikrit eftir Laxness hafa ekki verið sýnd aftur, aðeins leikgerðir á skáld- sögum hans. Silfurtunglið er eina undantekningin, en það er líka hvað hefðbundnast af leikritunum hans. Þegar Þjóðleikhúsið varð sextugt var skáldsagan Íslandsklukkan samt tek- in fyrir frekar en leikrit hans, eða verk annars öflugs leikritahöfundar.“ Uppeldismiðstöð þjóðar Hvað finnst þér þá hafa verið bestu sýningar vetrarins? „Ég vil helst ekki þurfa að gefa einkunnir nema í Háskóla Íslands, en Lúkas eftir Guðmund Steinsson í Tjarnarbíói kemur óneitanlega fljótt upp í hugann. Og óperan Ragnheið- ur var ótrúlega vel gert verk á allan hátt og tónlistin var raunveruleg óp- erutónlist þó höfundurinn sé þekkt- astur sem poppari.“ Hvert er hlutverk leikhússins í dag? „Það sama og á öllum tímum. Leikhúsið verður að hafa uppeldis- hlutverk á mörgum sviðum og búa til möguleika fyrir listamenn til að þró- ast. Það hefur líka mikla skyldu gagn- vart áhorfendum og ef þeir fá ekki að verða læsir á vandaða leiklist eflist hún ekki sem listform. Ef fólk fer í leikhús bara sér til afþreyingar, fyrir skemmtanagildið fyrst og fremst, og leikhúsið missir trúna á sérstöðu sína sem listform er hætta á að við séum stödd í algerri meðalmennsku.“ Að vera í aðalhlutverki í eigin lífi Svo virðist sem leikhús geti ekki að- eins haft uppeldishlutverk, heldur séu góð fyrir sálina líka. Meðal þess sem Trausti fæst við er að líkna fólki á sálinni með leiklist. „Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem lengi var yfiriðjuþjálfi á geðdeild Landspítalans, var ósátt við að lyfja- gjöf væri helsta meðferðarúrræði við geðröskunum og stofnaði í kjöl- farið fyrirtækið Hlutverkasetur. Það er breiður hópur fólks sem sækir sér styrk í Hlutverkasetur, allt frá þeim sem hafa orðið fyrir minniháttar áföllum, eins og allir hljóta að verða fyrir í lífinu, til þeirra sem hafa átt við þrálátar geðraskanir að stríða. Hópur sem ég hef unnið með á þennan hátt sýnir á Kópavogsdögum. Sýningin heitir Á mörkunum og var í Leikhús- inu, Funalind 2. Auk þessa hef ég ver- ið með helgarvinnustofur þar sem ég vinn eftir hugmynda- og aðferða- fræði J. L. Moreno. Fólk kemur með það efni sem það vill takast á við og síðan vinnum við með það í hópn- um. Stundum þarf að hjálpa fólki að æfa sig í því vera í aðalhlutverki í eig- in lífi. Hugmynd Morenos er sú að það er ekki þerapistinn og ekki skjól- stæðingurinn sem er hinn læknandi þáttur, heldur er það hópurinn sem hefur bætandi áhrif.“ Átök á Akureyri Trausti var leikhússtjóri á Akureyri frá 1996 til 1999 og þurfti stundum að berjast fyrir sínum hugmyndum. „Það gustaði oft dálítið um leik- húsið á Akureyri á þessum tíma, blaðaskrif og læti, en mér var þó boð- ið að sitja áfram. Starfsmenn voru um leið yfirmenn og því erfitt fyrir leikhússtjóra að vera með sjálfstæða sýn. Rekstrarformið virkaði ekki, en þessu fyrirkomulagi var ekki breytt fyrr en með Magnúsi Geir. Ég lærði mikið þarna, ekki síst að það er mik- ilvægt að það sé skýrt hvar ábyrgðin liggur og hver tekur ákvarðanir. Það er mikil eftir sjá að leikhúsinu á Akur- eyri, ef það verður látið hverfa af sjón- arsviðinu, og beinlínis hætta á að fleiri leikhús verði lögð niður í kjölfarið.“ Trausti kennir í Háskóla Íslands, en sem stendur eru leikhúsfræði ekki kennd sem sérgrein í HÍ, eina leiðin til að læra þau er innan almennrar bókmenntafræði. „Ég hef einu sinni sveigt reglur HÍ um námsmat rækilega að þörf- um nemanda. Þá átti í hlut Hrefna Lind Lárusdóttir og ég skynjaði að hún hafði ekki mikinn áhuga á því að verða bókmenntafræðingur held- ur vinna í leikhúsi. Ég leyfði henni að búa til leiksýningu og skrifa um það ferli, henni tókst að ná saman hópi af leikurum, setti upp sýningu og lauk BA-ritgerð um þetta verkefni. Í kjöl- farið komst hún inn í eitt þekktasta mastersprógramm í sviðslistum í Bandaríkjunum og er um það bil að ljúka þar námi.“ Söngleikir ekki nauðsynlegir En hvernig sér Trausti fyrir sér að þró- unin geti orðið í íslensku leikhúsi? „Íslenskt leikhús hefur verið af- skaplega leitandi undanfarin ár án þess endilega að hafa sýnileg list- ræn markmið. Áherslan hefur ver- ið á markaðssetninguna, hversu vel tekst að fá fólk til að koma í leikhúsið og sjá. Þetta hefur tekist mjög vel hjá Borgarleikhúsinu og velgengni þess í markaðsmálum hefur litað Þjóð- leikhúsið líka. Það er athyglisvert að áhugaverðustu sýningarnar hafa flestar verið utan stóru leikhúsanna. Og leikhús sem einbeitir sér að því að telja áhorfendur getur aldrei lif- að lengi. Við ættum kannski ekki að þurfa að hafa söngleiki í leikhúsum sem eru rekin fyrir opinbert fé. En hvað sem því líður væri mjög auðvelt að reka leiksmiðju innan leikhúsanna fyrst og fremst með það fyrir aug- um gefa fólki tækifæri til að þróa sig sem listamenn. Margt af því áhuga- verðasta í leikhúsi undanfarin 100 ár er vinna slíkra hópa, sem kostar leikhúsið ótrúlega lítið í stóra sam- henginu en gæti skilað miklu, bæði þroskaðri listamönnum og fjölda nýrra og áhugasamra áhorfenda. Í stað þess að segja eldri leikur- um upp störfum væri skynsamlegt að setja þá í leiksmiðju með yngri leikurum þar sem hver gæti lært af öðrum.“ Ætti að vera ódýrara í leikhús „Það væri líka bæði skemmtilegt og skynsamlegt að hafa mismunandi miðaverð eftir sætum. Það vita allir að öftustu bekkirnir á svölum Þjóð- leikhússins eru ekki nærri eins góð sæti og bekkjaraðir í miðjum saln- um. Fyrir 1990 kostaði nánast ekkert að fara í leikhús, fólk gat setið uppi á svölum í Þjóðleikhúsinu og séð alls konar sýningar sem almenningur hefði aldrei ráð á að sjá í dag. Þegar fólk fer reglulega í leikhús eflist það mjög fljótt sem áhorfendur og fer að verða reiðubúnara til að ræða leik- hús á gagnrýninn hátt því það hefur meira að miða við.“ Á leikhúsið að takast á við málefni samtímans, og þá með hvaða hætti? „Leikhúsið hlýtur að vera partur af samfélaginu, það getur varla öðru vísi verið, ekki aðskilið frá hinu stærra samhengi og hinum ótal mörgu hliðum mannlífsins. Leik- hús á ekki að vera pólitískur mið- ill sem boðar ákveðna stefnu, held- ur á það að finna og skapa verkefni sem þreifa á púlsinum. Verk verða sígild vegna þess að þau taka á þeim sviðum mannlífs og samfélags sem aldrei breytast, eða breytast mjög hægt, alltaf sömu hóparnir, sum- ir stækka, aðrir minnka, svipaðir átakapunktar og hagsmunaárekstr- ar. Leikhúsið á aftur að fá stöðu sem andlegur aflvaki fyrir þjóðina.“ n Of dýrt í leikhús n Fyrir 1990 kostaði nánast ekkert að fara í leikhús n Leiklist sem meðferðarúrræði„Stundum þarf að hjálpa fólki að æfa sig í því vera í aðal- hlutverki í eigin lífi. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kennir fólki að vera í hlutverki í eigin lífi Leiklistin er til margs gagnleg, líka í geðrækt. MynD SIGtryGGUr ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.