Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Side 38
Vikublað 13.–15. maí 201438 Fólk
Fékk heila-
blóðfall 18 ára
Hin 26 ára gamla breska söng-
kona Jessie J kom fram á góð-
gerðasamkomu til styrktar rann-
sóknum á beinkrabbameini á
dögunum þar sem hún söng til
styrktar málefninu.
Söngkonan nýtti einnig tæki-
færið og tjáði sig um persónu-
legt áfall sem hún lenti í. „Ég fékk
heilablóðfall þegar ég var 18 ára,“
sagði söngkonan og sagði að hún
væri gífurlega þakklát fyrir að hafa
náð bata. „Ég þakka fyrir hvern
dag sem ég fæ tækifæri til upplifa
minn draum,“ bætti hún við.
„Notið
sólarvörn“
Leikarinn Hugh Jackman setti
nýlega mynd af sér á Instagram-
síðu sína þar sem hann er með
stærðar plástur á nefinu. Ástæð-
an fyrir umbúðunum er sú að
X-Men-stjarnan gekkst nýlega
undir aðgerð til að fjarlægja húð-
krabbamein.
Þetta er í annað sinn sem leik-
arinn lætur fjarlægja slíkt mein.
Í nóvember í fyrra setti leikarinn
svipaða mynd á netið og lét fylgja
með að konan hans hafi hvatt
hann til að láta skoða sig. „Ég bið
ykkur, ekki vera jafn þrjósk og ég.
Farið í skoðun og notið sólarvörn,“
skrifaði stjarnan við myndina.
Þ
að hefur andað köldu milli
þeirra Seths Rogen og Justins
Bieber og hafa stjörnurnar
staðið hnútukasti í gegnum
fjölmiðla og á samfélagsmiðlum
síðustu vikur.
Rogen kom fram í spjallþætti
Howards Stern fyrir stuttu þar sem
hann fór vægast sagt miður fögrum
orðum um Bieber. „Ég hef hitt hann
nokkrum sinnum,“ sagði Rogen,
„hann er frábært dæmi um mann-
eskju sem þú heldur að þú munir
hata þegar þú hittir hann, svo þegar
þú hittir hann sérðu að þú hatar
hann alveg jafn mikið og hélst að
þú mundir gera. Hann stenst allar
væntingar sem þú hafðir til hans.“
Rogen sagðist hafa hitt Bieber
í nokkur skipti og rifjar upp þegar
hann hitti hann á MTV-verðlauna-
hátíð. „Hann var, án gríns, með
snák vafinn um úlnliðinn. Lifandi
snák, sem hann notaði sem skart,
ég hugsaði bara „hvað í fjandanum
er að honum?““
Rogen grínaðist þó með ummæli
sín: „Fyrir mér er það ekki óvenju-
legt að 32 ára maður fíli ekki Justin
Bieber. Það væri í raun miklu furðu-
legra ef ég gerði það.“
Bieber svaraði ummælum Rog-
ens á Twitter nýverið. „Fyrirgefðu
að ég hafi ekki hneigt mig fyrir þér,“
skrifaði Bieber í kaldhæðni, „ég var
örugglega bara feiminn, en ég fíla
myndirnar þínar,“ bætti hann við. n
Þolir ekki Bieber
Leikarinn Seth Rogen skaut á Justin Bieber
Justin Bieber Bieberinn þykir oft sýna aðeins of mikla töffarastæla. Mynd ReuteRS
Seth Rogen Leikarinn er ekki beinlínis
aðdáandi söngvarans.
Tvö hjörtu í
einum líkama
Hver er manneskjan á bak við söngkonuna Conchitu Wurst?
A
usturríki varð hlutskarpast í
Eurovision-keppninni þetta
árið og var það söngkonan
Conchita Wurst sem tryggði
Austurríkismönnum sig-
urinn, þann fyrsta síðan árið 1966.
Conchita vakti gríðarlega athygli í
aðdraganda keppninnar, ekki bara
fyrir fagran söng heldur einnig fyrir
þær sakir að hún er skeggjuð. En hver
er persónan á bak við söngkonuna
Conchitu?
Sveitastrákurinn hlédrægi
„Þau eru lið sem vinnur saman. Þó að
þau hafi aldrei hist, missa þau sífellt
rétt af hvort öðru í speglinum. Hinn
hlédrægni Tom Neuwirth og listakon-
an Conchita Wurst virða hvort annað
frá dýpstu hjartarótum.“
Svona er sambandi söngkon-
unnar Conchitu og skapara henn-
ar, Thomas Neuwirth, lýst. Wurst er
hugarfóstur og annað sjálf hins 25 ára
Thomas Neuwirth, tónlistarmanns
og skemmtikrafts, sveitastráks sem
fæddist í smábænum Gmunden í
Austurríki.
Neuwirth hóf snemma að koma
fram sem skemmtikraftur og söngv-
ari. Árið 2007 kom hann fram í
raunveruleikaþáttunum Starman-
ia, hæfileikakeppni sem minnir á
Idol-þættina. Ári síðar stofnaði hann
strákahljómsveitina Jetzt Anders! en
hætti í henni stuttu síðar.
Árið 2011 kom persónan Conchita
fyrst opinberlega fram, en það var í
þáttunum Die große Chance, sem
þýða mætti sem Stóra tækifærið.
Conchita keppti svo í forkeppni
Eurovision í heimalandi sínu árið
2012 og lenti þá í öðru sæti.
Amma keypti fyrsta pilsið
Neuwirth segist hafa skapað persón-
una Conchitu þegar hann var á ung-
lingsaldri. Hann hafði orðið fyrir for-
dómum og Conchita Wurst var hans
yfirlýsing. „Allir ættu að lifa sínu lífi
eins og þeir vilja, svo lengi sem það
skaðar engan annan eða heftir líf
þeirra á einhvern hátt,“ segir Conchita
í ágripi um sig á vefsíðu sinni.
Neuwirth sagði frá því í fyrra í við-
tali við austurríska miðilinn Seiten-
blicke að hann hafi snemma farið að
langa til að klæða sig eins og stelpa.
Hann bað fjölskyldumeðlimi oft um
að fá pils og varð amma hans loks við
því og gaf honum pils.
Sem barn var heimili Neuwirths
hans eini griðastaður og segir hann
það hafa verið eina staðinn sem hann
gat klæðst kjólum. „Háaloftið var eini
staðurinn sem ég gat verið ég sjálfur.“
Hann segir fjölskylduna hafa verið
dálítið ráðvillta til að byrja með. „En
þau hafa alltaf verið frábær og ávallt
staðið við bakið á mér,“ bætti hann við
í viðtalinu.
Skeggið sem Conchita ber með
stolti hefur vakið mikla athygli víða.
Aðspurð út í af hverju hún kjósi að
láta sér vaxa skegg stendur ekki á
svörum. „Ég stend fyrir umburðar-
lyndi og viðurkenningu. Skeggið er
sjónræn yfirlýsing sem hjálpar mér
að vekja athygli á málstaðnum. All-
ir ættu að vera stoltir af því að vera
öðruvísi, því við erum það öll,“ sagði
Conchita í viðtali.
Skerða skegg í mótmælaskyni
Þátttaka Conchitu í Eurovision vakti
gleði og ánægju meðal margra, en
einnig heyrðust raddir þeirra sem
voru hræddir og reiðir við þátttöku
hennar í keppninni. Margir netverj-
ar hafa til dæmis tekið upp á því að
senda myndir af sér nýrökuðum inn
á samfélagsmiðla þar sem þeir hvetja
aðra til að gera slíkt hið sama í mót-
mælaskyni.
Dmitry Rogozin, varaforsætis-
ráðherra Rússlands, sagði í fær-
slu á Twitter-síðu sinni að „þetta
sýndi Evrópusinnum framtíð þeirra:
skeggjuð kona.“
Gæti grætt milljónir
Í grein um söngkonuna hefur The
Daily Mail það eftir sérfræðingum
að Wurst muni mjög líklega raka inn
seðlum í kjölfar sigursins. Telja þeir
að hún gæti orðið stærsti sigurvegari
keppninnar síðan sönghópurinn
ABBA sigraði í henni árið 1974.
Tíminn mun leiða í ljós hvort
sú verður raunin en eitt er víst að
Conchita Wurst náði að stimpla sig
rækilega inn í vitund Evrópubúa um
helgina, hvort sem fólki líkar það
eða ekki. n
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
thomas neuwirth Conchita er annað
sjálf Thomas Neuwirth.
„Háaloftið var eini
staðurinn sem ég
gat verið ég sjálfur.
Með verðlauna-
gripinn Conchita
fagnaði dátt eftir að
sigurinn var í höfn.
Mynd ReuteRS
Segir Cooper
kaldlyndan
Leikkonan Jennifer Esposito gaf
nýverið út æviminningar sínar
og hefur kafli sem fjallar um fyrr-
verandi eiginmann hennar vak-
ið athygli. Esposito nefnir hann
aldrei á nafn, en hún hefur bara
gifst einu sinni, leikaranum
Bradley Cooper.
Ekki er farið fögrum orðum
um hann bókinni en þar segir
til dæmis að hann hafi verið
„með kaldan persónuleika.“ Þá
sagði hún hann einnig hafa ver-
ið „fyndinn, gáfaðan, kokhraust-
an, hrokafullan og meistara í að
stjórna manni.“
Af þessu að dæma kemur
kannski ekki á óvart hversu stutt
hjónaband þeirra var, en þau
giftu sig í desember árið 2006 og
skildu um hálfu ári síðar.