Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 23.–26. maí 2014
Hámarks næringargildi og upptaka í líkamanum
Eingöngu lífrænt
ræktuð bætiefni
12
ÁRA
VELGENGNI Á ÍSLANDI
Píratar stoltir af
ofbeldismanni
n Umboðsmaður Pírata í Reykjavík segist ofsóttur af embættismönnum
É
g vissi alveg hver þetta er. Mál
ið er bara að það var enginn
annar sem fékkst í þetta með
þessum fyrirvara,“ segir Hall
dór Auðar Svansson, odd
viti Pírata í Reykjavík, spurður um
umboðsmann flokksins, Sævar Óla
Helgason. Á dögunum sagði DV frá
fortíð hans, en hann er margdæmd
ur ofbeldismaður. Hefur hann ráð
ist á ókunna konu á götu úti, sýslu
manninn á Selfossi sem og ítrekað
brotist inn í Ráðherrabústaðinn. Í
kjölfar umfjöllunar DV sendu Píratar
út yfirlýsingu þar sem þeir vísuðu til
þess að Sævar Óli væri breyttur mað
ur í dag. Í samtali við DV segist Sævar
Óli ekki sjá eftir neinu nema líkams
árásinni á ókunnu konuna. „Ég efa
það ekki að ef þetta hefði verið karl
maður sem hefði sparkað í punginn
á mér þá hefði ég bara lamið hann,
ekki rassskellt hann,“ segir hann þó
um það atviki. Telur Sævar Óli sig
enn í dag vera ofsóttan af embættis
mönnum.
Vissi af dómunum
Halldór Auðar Svansson, oddviti
Pírata í Reykjavík, segir að sér sé vel
kunnug fortíð umboðsmanns fram
boðsins. „Ég veit það alveg að hann
er margdæmdur. Ég þekki hann mjög
vel og þetta er fínasti maður. Þetta er
mjög vinnusamur maður. Okkur var
fullkunnugt um fortíð hans, en hann
hefur unnið mjög samviskusamlega
og launalaust fyrir okkur. Hann hefur
tekið út sína skuld og er í raun að taka
hana út áfram með stjórnmálastörf
um,“ segir Halldór.
Þrívegis dæmdur fyrir ofbeldi
Árið 2005 var réttað yfir Sævari Óla
vegna rassskellingar. Voru málsatvik
á þá leið að hann fór að karpa við
leikskólakennara sem hann
taldi hafa lagt ólöglega
við innkeyrslu og komst
hann því ekki sína leið.
Svaraði konan fyr
ir sig og skellti hann
henni þá á húdd bíls
síns og rassskellti
hana þéttingsfast.
Bar Sævar fyrir sig að
konan hefði sparkað í
pung hans. Fyrir þetta
var Svavar dæmd
ur í sex mánaða
fangelsi fyrir
að hafa rof
ið skilorð.
Af þeim
dómi
voru
fjórir
mánuðir skilorðsbundnir. Brotið
sem Svavar var á skilorði fyrir var
ofbeldisbrot líkt og flengingin. Árið
2006 var Sævar enn á ný dæmdur
fyrir ofbeldis brot, réðst hann á Ólaf
Helga Kjartansson, sýslumann á Sel
fossi. Samkvæmt dómi greip hann
í öxl sýslumanns og brá fyrir hann
fæti. Fyrir þetta fékk Sævar Óli sex
mánaða óskilorðsbundinn fangelsis
dóm. Var þetta þriðja ofbeldisbrot
Sævars á þremur árum.
Sótti um hæli í Danmörku
Árið 2008 komst Svavar enn á ný í
fréttir er hann leitaði hælis í Dan
mörku sem pólitískur flóttamaður.
Sagðist hann ofsóttur af íslenskum
embættismönnum. Sú hælisleit virð
ist ekki hafa borið árangur því árið
2011 var hann kominn til Íslands og
komst í kast við lögin fyrir að hóta
forstjóra og starfsfólki Vinnumála
stofnunar. Fyrir það var hann ekki
dæmdur. Ári síðar þurfti lögreglan
að hafa afskipti af honum fyrir ít
rekuð innbrot í Ráðherrabústaðinn
við Tjarnargötu 32. Samkvæmt dómi
komst hann inn með því að brjóta
rúðu. Bar hann fyrir sig að hann
hefði fært lögheimili sitt á Ráð
herrabústaðinn og með því
tekið hann eignarnámi. Fyr
ir þessi innbrot fékk Sævar
þrjátíu daga skilorðsbundinn
fangelsisdóm.
Segir Ráðherrabústaðinn
heimili sitt
Í samtali við DV
segir Sævar Óli
að brotafer
ill hans hafi
einkennst
fremur af
aktívisma
en nokkru
öðru. Að
hans sögn
er Ráð
herrabú
staður
inn við
Tjarnargötu heimili hans. „Þú veist
fyrir hvað ég er á skilorði? Ég flutti
inn á heimili mitt, Ráðherrabústað
inn. Ég hef pappíra um að ég hafi
flutt þangað inn, lögreglu skýrslur og
annað. Ég hafði lögheimilli þar þegar
ég flutti inn. Ég var búinn að gera
eignarnám á þessari eign. Ári eft
ir að ég gerði eignarnámið var ekki
komin niðurstaða úr því, svo þögn er
sama og samþykki og ég flutti inn á
mitt heimili. Ég hef ekki gert nokkurn
skapaðan hlut öðruvísi en sýslumenn
hafa gert eftir hrun,“ segir Sævar Óli. Í
því samhengi nefnir Sævar Óli sýslu
manninn á Selfossi á nafn, þann sem
Sævar réðst á árið 2005, og segir hann
hafa gerst sekan um refsivert athæfi.
Sótti um hæli vegna eineltis
Sævar Óli minnist að fyrra bragði á
hælisleit sína í Danmörku árið 2011
í viðtali við DV. „Ég sótti um hæli
vegna eineltis íslenskra stjórnvalda.
Ég er eftirlýstur á öllu Schengen
svæðinu af Ólafi Helga Kjartanssyni,
sýslumanni á Selfossi þegar ég fer út
og ætla að byrja nýtt líf,“ segir hann.
Spurður hvort árás hans á Ólaf
Helga hafi verið aktívismi segir Sæv
ar Óli að hann hafi ekki ráðist á hann.
„Ég greip í öxlina á honum eftir að
hann vildi ekki taka við skýrslu frá
mér. Það eru margir sem klóra sér
í hausnum yfir því að ég hafi verið
dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn
inni. Það er jafngróft brot og manns
morð, þannig að ég tel mig nokkuð
heppinn að hafa sloppið með bara
sex mánuði fyrir þessa ákæru,“ segir
umboðsmaðurinn.
„Fönix að rísa úr öskunni“
Í yfirlýsingu frá fjölmiðla og við
burðatenglum Pírata í Reykjavík,
Guðmundi Fjalari Ísfeld og Heiðu
Hrönn Sigmundardóttur, segir að
flokkurinn sé stoltur „yfir því að
hjálpa þessum fönix að rísa úr ösk
unni.“ Þrátt fyrir að í yfirlýsingunni
sé sagt að Píratar séu ekki að afsaka
brot Sævars, þá er þó árás hans á
sýslumann á Selfossi kölluð „rysk
ing“ gegn „ofurefli“. Ítrekuð innbrot
Sævars í Ráðherrabústaðinn eru
sömuleiðis kölluð „ógæfuspor“ þrátt
fyrir að hann segist enn í dag eiga
heima þar. „Við erum stolt af því að
hafa slíkan mann innanborðs,“ segir
að lokum í yfirlýsingunni. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Umboðsmaður framboðs
Pírata Sævar Óli er margdæmdur
maður, meðal annars fyrir ofbeldi og
innbrot. Í samtali við DV segist hann
standa við allar gjörðir sínar, nema
rassskellinguna. MynD RóbeRt ReyniSSon
„Að sjálfsögðu
sé ég eftir því
að hafa ráðist á konu
og lamið hana úti á
götu
„Það var enginn
annar sem fékkst í
þetta með þessum fyrir
vara
oddvitinn
í Reykjavík
Halldór Auðar
Svansson
segir að sér sé vel
kunnugt um fortíð
umboðsmanns
framboðsins.
MynD SigtRyggUR ARi
Vilja skipta
um perur
Nýjasta kosningaloforð Fram
sóknarflokksins í Reykjanesbæ
í kosningabaráttunni er að láta
skipta út öllum 4.165 götuljósa
perum í bæjarfélaginu og setja
í stað þeirra ljóstvista eða LED
perur. Í fréttatilkynningu frá
framboðinu er bent á að slíkt hafi
verið gert í borgum vestanhafs.
Hafi því fylgt umtalsverður orku
sparnaður þar í landi með til
heyrandi sparneytni. „Sparnað
ur í viðhaldi gæti einnig orðið
en ekki eins og í orkukaupum
ef gert er ráð fyrir að a.m.k. 40%
sparnaði í viðhaldi þá gera það
10 milljónir kr. árlegan sparnað
vegna lengri líftíma ljóstvist
anna,“ segir í tilkynningunni.
Í útgöngubanni
á Taílandi
„Það er búið að loka fyrir sjón
varp, og okkur er bannað að fara
út af hótelinu. Okkur er sagt að
við getum lent í árs fangelsi ef
við vogum okkur út af hótelinu,“
segir Hrafnhildur Ýr Benedikts
dóttir, sem er stödd á eyjunni
KohSamui við Taílands
strendur ásamt 24 öðrum í út
skriftarferð nema úr Háskóla
Íslands. Taílenski herinn rændi
völdum á fimmtudag og setti í
kjölfarið á útgöngubann.
„Maður veit ekki hvað er að
fara að gerast. Ég vona að við
séum ekki að fara að festast
hérna,“ segir Hrafnhildur. Að
spurð hvort einhverjir í hópnum
séu smeykir segir Hrafnhildur:
„Nei, kannski pínu, en ég
er mjög fegin að vera ekki í
Bangkok. Þetta er ekki rosalega
slæmt hérna á eyjunni.“