Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 23.–26. maí 201438 Fólk Viðtal S igrún segist vera Akureyr- ingur í húð og hár. Dóttir bakara, næstelst sex systk- ina og alin upp við gott at- læti undir stóra trénu við Ráðhúsið á Akureyri. „Ég er alin upp á vínarbrauði í morgunmat og var hamingjusamt barn og duglegt. Ég þurfti strax að taka til hendinni og var mætt í frystihúsið 12 ára gömul. Ég hef alltaf unnið mikið,“ segir Sig- rún um ábyrgðartilfinningu sína frá unga aldri. Örlögin ráðin með útilokunaraðferð Sigrún segir að líkt og svo margir aðrir hafi hún í fyrstu ekki vitað hvað hana langaði að læra eða gera í líf- inu. „Þegar ég varð stúdent langaði mig til að sjá heiminn. Ég hef alltaf verið hálfgerð flökkukind. Ég fór í ársnám til Arkansas í Suðurríkjum Bandaríkjanna eftir stúdentspróf og notaði útilokunaraðferðina. Ég merkti við blaðamennsku. Ég vissi að það væru meiri möguleikar á að fá styrk ef maður sótti um eitthvað sem var ekki hægt að læra heima og þá var ekki hægt að læra blaða- mennsku, þannig að ég merkti við blaðamennsku og þar með voru eig- inlega örlög mín ráðin.“ Þótt Sigrún hefði með þessu sett stefnuna á blaðamennsku átti hún sér annan draum – að verða íþrótta- kennari. „Því varð úr að þegar ég sneri heim frá Arkansas fór ég í Íþróttakennaraskólann. Námið hentaði mér ekki, en ég hef þó nýtt lærdóminn þaðan vel og reynt að passa upp á sjálfa mig, hreyfa mig og vera í þokkalegu formi. Ég geng mik- ið og er útivistarkona í dag.“ Akureyri varð of lítil Blaðamennskan hafði náð tangarhaldi á Sigrúnu og hún ákvað að mennta sig frekar í greininni í Noregi og vann samhliða því á dag- blaðinu Verdens Gang, einu stærsta dagblaði Norðmanna og starfaði þar í nokkur ár. „Þangað til að ég og þáverandi maðurinn minn feng- um starfstilboð á Akureyri. Ég sem ritstjóri á Íslendingi, sem var viku- blað,og hann sem félagsmálastjóri. Ég var ritstjóri í tvö ár, en þá fór mér að þykja Akureyri heldur lítil og það var verið að auglýsa stöður í sjón- varpi hér fyrir sunnan.“ Sigrún flutti suður og fékk starf hjá RÚV og vann þar lengi. Eftir 12 ára starf sem fréttakona í sjónvarpi kviknaði aftur á flökkueðlinu og Sig- rún fluttist til Minnesota í Banda- ríkjunum. Þar hóf hún nám við há- skólann í Minnesota og útskrifaðist með doktorspróf í fjölmiðlafræði árið 1987. Þegar Sigrún kom aftur heim frá Bandaríkjunum gafst henni tækifæri til að byggja upp fjölmiðlanám við Háskóla Íslands. Seldi allt og flutti Sigrún vann að uppbyggingu fjöl- miðlanáms í Háskóla Íslands í átta ár. Allt þar til eirðarleysið greip hana aftur og nú aldrei sem fyrr. Hún seldi allt, pakkaði föggum sínum og fór til Árósa. „Mér fannst ég vera farin að endurtaka mig í kennslunni. Ég sá auglýsta stöðu yfirmanns Endur- menntunarstofnunar norrænna blaðamanna og sótti um. Ég fékk starfið og flutti út.“ Eftir tvö ár var Sigrúnar freistað með öðru atvinnutilboði, í þetta skiptið í Kaupmannahöfn. Þar bauðst henni starf sem yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráð- herranefndarinnar og Norðurlanda- ráðs. „Ég tók því og þar var ég í sex ár. Eftir það ákváðum við, ég og minn norski sambýlismaður, að nú væri kannski kominn tími til að flytja heim og hann var alveg til í að fara til Akureyrar, en ekki til Reykjavíkur, honum fannst svo mikið stress í Reykjavík. Þá var laus staða sem yfir- maður Rásar 2 og svæðisstöðvanna. Ég fékk þá stöðu og við fluttum til Akureyrar,“ segir Sigrún en eftir hálft annað ár var hún beðin um að taka líka við dagskrárstjórn Rásar 1. Sigrún yfirgaf því á ný æskuslóðirnar og flutti suður til Reykjavíkur. Erfitt að verða almannaeign Sigrún á bæði góðar og slæmar minningar af sínum gamla vinnu- stað. „RÚV er svo margt. Ég byrj- aði sem fréttamaður, þá var ég 28 ára. Mér fannst það alveg ótrú- lega skemmtilegt starf. Ég er frekar feimin þannig að þetta var áskor- un fyrir mig. Ég er ekki mikið út á við, þannig að það var áskorun fyrir minn „karakter“, að verða allt í einu einhvers konar almannaeign. Mér fannst það ekki þægilegt. Þessi hlið starfsins var mér erfið en hins vegar kynntist ég svo mörgu áhuga- verðu og fékk að fjalla um alls kon- ar málefni og ferðaðist mikið. Ég fór út um allan heim til þess að gera sjónvarpsþætti, og þetta var ótrú- lega skemmtilegur tími. Við vorum fámenn á fréttastofunni og vorum mjög samheldin, unnum vel saman og þetta varð eiginlega á vissan hátt Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, lætur hjartað ávallt ráða för „Ég hef alltaf verið hálfgerð flökkukind“ Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Ég vildi ekki fara niður á gólf og hreinsa „Ég tók saman dótið mitt og ég hef ekki komið inn í RÚV síðan. Sigrún Stefánsdóttir Sigrún var tíður gestur á sjónvarpsskjáum lands- manna sem fréttamaður og stjórnaði síðar dagskrá útvarps og sjónvarps hjá RÚV. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.