Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 26
Helgarblað 23.–26. maí 201426 Umræða Hin hliðin á oddvitunum Þ að villtasta sem Björn Blön- dal og Sóley Tómasdótt- ir hafa gert er óprenthæft. Sveinbjörgu Birnu Svein- björnsdóttur var rænt þegar hún reyndi að húkka sér far og mælir því ekki með slíkri ævintýra- mennsku. Þorvaldur Þorvaldsson sér mest eftir því að missa tengsl við konu sem hann kynntist í jólaglöggi árið 2000. Hérna eru þau öll saman á mynd oddvitarnir í Reykjavík. DV bað þau öll um að svara nokkrum persónu- legum spurningum heiðarlega og af einlægni og það gerðu þau. Þetta eru oddvitarnir í Reykjavík. n n Hafa flest verið nakin í óbyggðum n Fæðing barnanna toppar allt n Björn bragðar ekkert strerkara en te n Ætla að standa við loforðin Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Fór í yndislegt brúðkaup góðrar samstarfskonu og kíkti í fertugsafmæli. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Af hverju hringdi ekki vekjarinn? 3.Hvað lýsir þér best? Strákur sem ólst upp í Árbænum, með slétt hár og platt- fót, og lítill eftir aldri. Nú er hann læknir, fjögurra barna faðir, kominn með krullur og á kafi í borgarmálum. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Lyktin af hafragraut. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Bak við kirkjuna í frímínútum í Árbæjarskóla. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, oft og iðulega. Síðast þegar Geðhjálp fékk afhent mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Þvælast með Örnu í þriggja mánaða bakpokabrúðkaupsferð um Mexíkó og Mið-Ameríku. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Já. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Nei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei. 11. Hefur þú verið tekinn af lög- reglunni?Já, við félagarnir vorum eitt sinn handteknir fyrir að labba yfir Grafarholts- golfvöllinn að næturlagi, líklega 12 ára gaml- ir. Það var ekki farið fram á gæsluvarðhald. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Þarna hinum megin. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Ég myndi vilja sjá meira af heiminum. Ég á Suður-Ameríku, Afríku og stóran hluta Asíu alveg eftir. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Fæðing barnanna toppar allt. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Kyssti Örnu í morgun. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi ein- hvers sem skiptir þig máli? Já, þegar Gauti bróðir var 10 ára var fjölskyldan á tjaldferðalagi um landið og við stein- gleymdum því. Hrikalegt. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Leikskólinn hefur aldrei beinlínis náð að læsa áður en ég hef mætt, þótt stundum hafi munað litlu. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Ég var staddur í Svíþjóð þegar afi Gunnar dó. Þá fann ég til mikils einmanaleika. Við vorum alltaf mjög nánir og ég hugsa ennþá oft til hans. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Mexíkóskur matur – eld- aður í götueldhúsum – er magnaður. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, örugglega. En vonandi í smáu fremur en stóru. Svik er stórt orð. Ég reyni að gera mitt besta til að standa við orð mín. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, og eins ærlega og ég get. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Krakkarnir í hláturskasti. Steinar Gauti hefur einhvern mest smitandi hlátur sem ég hef heyrt. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Slekk, bursta og hjúfra mig undir sæng. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég á gott með að fyrirgefa og er ekki langrækinn. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferðalag- ið sem þú hefur farið í? Brúðkaupsferðin. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðing barnanna er bæði sú stærsta og sú besta. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Að hafa ekki lært fleiri tungumál. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Jæja, allir á fætur! 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Ég þarf nú að hugsa mig um áður en ég svara þessari. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Ég reyni að lofa ekki öðru en ég treysti mér til að standa við. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlut- verki borgarstjóra ef til þess kæmi? Húsnæðismálin eru í fyrsta forgangi. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Gleði, jöfnuð og sanngirni. 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Ég var í partíi í kosningamiðstöð Pírata í Reykjavík, Snorrabraut 27. Við bjuggum til sverð úr blöðrum sem vöktu mikla lukku. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Hvað það væri notalegt að þurfa ekki að fara á fætur alveg strax (vaknaði um klukkan 8). 3. Hvað lýsir þér best? Ég er ábyrgðarfullur. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Ég á erfitt með að fastsetja eina skýra minningu sem þá fyrstu. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Ég ætla að fá að halda því á milli mín og viðkomandi. Rómantísk mál eru svo rosalega persónuleg fyrir mér. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, oft yfir góðri tónlist til dæmis. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Ég er svo varkár og stilltur að mér dettur ekkert sérstaklega villt í hug. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Nei. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Já, ég notaði kannabis um nokkurt skeið en það var farið að fara illa í mig þannig að ég hætti. Ég hætti síðan í áfenginu af svipaðri ástæðu. Maður verður að þekkja sín mörk í allri neyslu og mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt mál að hætta þegar hún er farin að skaða mann og aðra. Því miður áttar fólk sig oft seint á hvenær nóg er komið – þar með talinn ég, þótt betra sé auðvitað seint en aldrei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Já, sjóræningja. Það verður ekki aftur snúið fyrir mig. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, nema það teljist með að vera tekinn í tékk sem ökumaður. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Einhver mjög svipaður þessum nema fólk væri betra hvert við annað. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata Oft einmana sem unglingur Var handtekinn 12 ára á golfvelli Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.