Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 23.–26. maí 2014 fyrst og fremst horfa til stærstu fylk- inganna. Þó er ljóst, að Evrópuand- stæðingar verða háværari en nokkru sinni fyrr á Evrópuþinginu sem mun torvelda afgreiðslu ýmissa mála. En nú reyna íbúar Brussel-borg- ar að lesa í þau misvísandi skilaboð sem lénsherrar framkvæmdastjórn- arinnar hafa komið fyrir utan á Berlaymont-byggingunni. Þar hangir nú átján hæða hár fáni sem á stendur „This time it‘s different“, eða í „Í þetta skiptið er það öðruvísi“ og kjörseð- ill með þremur valkostum, sem allir hafa tólf stjörnu einkennismerki ESB sér við hlið. Þrískipting valds Aðeins er kosið beint til Evrópu- þingsins í þeim þremur meginstofn- unum sem fara með ákvörðunar- vald í stjórnkerfi ESB. Kosið er á fimm ára fresti og mun 751 þing- maður taka sæti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar nú í maí, eftir að ákveðið var að fækka þingmönn- um um fimmtán. Þessar breytingar voru ákveðnar þrátt fyrir að aðildar- ríkjunum hafi fjölgað en munu samt sem áður ekki hafa áhrif á valdajafn- vægi aðildarríkja ESB. Þýskaland mun eftir sem áður hafa mesta þingstyrk allra aðildar- ríkja ESB, með 96 þingmenn. Frakk- land, Bretland og Ítalía fylgja svo á eftir með rúma sjötíu þingmenn hvert. Malta, Lúxemborg, Kýpur og Eistland verða áfram með fæsta þingmenn, eða sex þingmenn hvert. Lissabon-sáttmálinn, sem tók gildi árið 2009, skilgreinir lágmarks- og hámarksfjölda þingmanna aðildar- ríkja ESB óháð fólksfjölda þeirra. Þessi sami sáttmáli jók sömu- leiðis til muna völd Evrópuþings- ins innan stjórnkerfis ESB, sem hef- ur nú ákvörðunarvald til jafns á við ráðherraráð ESB, þar sem allar ríkis- stjórnir aðildarríkja ESB eiga sæti. Kosningarnar til Evrópuþingsins árið 2009 voru þær fyrstu þar sem reyndi á þessa nýju stjórnskipan. Evrópuþingið hefur fært sig upp á skaftið eftir því sem árin hafa liðið og gerir nú kröfu um að vera virkur þátttakandi í fjárlagagerð ESB, sem var áður nánast alfarið í verkahring aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn kosin beint Framkvæmdastjórn ESB á að gæta hagsmuna heildarinnar og gegn- ir því oft hlutverki málamiðlara milli þessara öndverðu sjónar- miða. Hún er kosin beint á Evrópu- þinginu og endurnýjast því við hverjar kosningar, en aðeins get- ur einn fulltrúi frá hverju aðildar- ríki setið í framkvæmdastjórninni og verða þeir því 28 alls að með- töldum forseta. Evrópuþingið kýs framkvæmdastjóra aftur á móti á VALKOSTIR EVRÓPUBÚA„Við munum segja Merkel að það þurfi að endurskoða alla sáttmála Evrópusambandsins Þau keppast um forystusæti Jean Claude Juncker Forystuefni Evrópuflokks fólksins (EPP) Þjóðerni: Lúxemborgskur Fæddur: 1954 Twitter-fylgjendur @JunckerEU: 35.900 n Því hefur verið lýst sem ör- væntingarfullri tilraun til að vinna upp tapað fylgi og halda toppsæti á Evrópuþinginu, þegar EPP-flokkurinn tilnefndi Juncker sem forystuefni sitt til forseta framkvæmdastjórnar ESB. Juncker er þungavigtarmaður í stjórn- málum, enda var hann forsætisráð- herra Lúxemborgar samfleytt frá árinu 1995 til 2013 og þar áður fjármálaráð- herra frá 1989. Juncker er almennt talinn njóta trausts almennings, en síðustu ár hefur hann verið afar umdeildur vegna starfa sinna fyrir Evruhópinn svokallaða, sem er samstarf ríkja sem nota evru sem gjaldmiðil. Juncker hefur starfað mjög náið með Angelu Merkel Þýskalandskanslara að efnahagsuppbyggingu Evrópu og sagði Juncker í blaðaviðtali við Bild núna í maí að Merkel hafi gefið honum „vilyrði“ fyrir því að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar ef EPP vinnur kosningarnar. Juncker hrökklaðist úr stjórnmálum í Lúxemborg árið 2012 fyrir að hylma yfir vitneskju sína um hleranir leyniþjón- ustu landsins á þingmönnum. Martin Schulz Forystuefni Evrópuflokks jafnaðarmanna (S&D) Þjóðerni: Þýskur Fæddur: 1955 Twitter-fylgjendur @MartinSchulz: 103.000 n „Ég vil verða fyrsti forseti fram- kvæmdastjórnarinnar sem er niður- staða lýðræðislegra kosninga,“ sagði Schulz í sjónvarpskappræðum 2. maí. Schulz hefur verið forseti Evrópu- þingsins frá ársbyrjun 2012 og hefur talað fyrir því að kosið verði beint til framkvæmdastjórnar ESB í lýðræðis- legum kosningum. Jafnaðarmenn hafa einir kynnt forystuefni sitt sem bindandi valkost, sem þýðir með öðrum orðum að þeir muni ekki samþykkja annan mann sem forseta fram- kvæmdastjórnarinnar ef þeir vinna kosningarnar. Schulz hefur lýst sjálfum sér sem sönnum Evrópubúa og stuðningsmanni Evrópu- samvinnu, en hann ólst upp skammt frá borginni Aachen í Þýska- landi ekki langt frá landamærum Hollands, Belgíu og Lúxem- borgar. Schulz rak sína eigin bókabúð í Þýskalandi frá 1982 þangað til hann var fyrst kosinn á Evrópuþingið árið 1994. Fjölmiðlar hafa talið líklegast að Schulz verði næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB og í kosningabaráttunni hefur hann lagt þunga áherslu á aðgerðir til að vinna bug á atvinnuleysi ungs fólks. Guy Verhofstadt Forystuefni Bandalags frjálslyndra og demókrata (ALDE) Þjóðerni: Belgi Fæddur: 1953 Twitter-fylgjendur @GuyVerhofstadt: 25.700 n „Við þurfum nýja vaxtaráætlun, en hún verður að vera án skuldasöfnunar. Við þurfum að nota annars konar hugmyndir, svo sem sameiginlegan stafrænan markað,“ sagði Verhofstadt í sjónvarpskappræðum 16. maí. Þetta viðhorf er afar lýsandi fyrir ALDE- flokkinn, sem vill efla innri markað ESB og styðja frjálsa samkeppni á sem flestum sviðum í Evrópu. Verhofstadt hefur stutt hugmyndir um dýpkun ESB, þannig að stofnunum sambandsins verði veittar auknar valdheimildir og það líkist frekar alríki en samtökum þjóðríkja. Flokkurinn er því afar Evrópusinnaður og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum fyrir þessar kosningar. Þar að auki er Verhofstadt lítið þekktur í evrópskum stjórnmálum, þrátt fyrir að hafa verið forsætisráðherra Belgíu frá 1999 til 2008. Ska Keller Forystuefni Evrópska græningjaflokksins/ frelsisfylkingarinnar (Greens/EFA) Þjóðerni: Þýsk Fædd: 1981 Twitter-fylgjendur @SkaKeller: 13.200 n „Ég tók aldrei ákvörðun um að verða virk í stjórnmálum … Þegar þú lítur í kringum þig, finnur þú ýmsa hluti sem þú telur að eigi að breyta … Í mínu tilviki var það misnotkun á dýrum og nasist- arnir í heimabæ mínum sem sköpuðu lífshættu fyrir innlytjendur og vinstri sinnað fólk, ójafnrétti kynjanna og mengun umhverfisins,“ eða svo kynnir Keller sig í viðtali á kosningasíðu sinni. Kosningaherferð hennar hefur kallast Ska-for-YOU-rope og er ætlað að ná sérstaklega eyrum ungra kjósenda, enda er Keller langyngsta forystuefni flokkanna. Áherslur hennar hafa samt ekki þótt trúverðugar og of róttækar, en hún var mjög virkur aðgerðasinni í Þýskalandi og barðist meðal annars gegn starfsemi kolanáma í Brandenburg. Keller hefur verið helsti talsmaður Græningja í sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna, en þó er talið að franski bóndinn og and- alþjóðavæðingarsinninn José Bove fari með valdataumana. Alexis Tsipras Forystuefni Evrópska vinstriflokksins/Norrænna vinstri grænna (GUE/NGL) Þjóðerni: Grískur Fæddur: 1974 Twitter-fylgjendur @tsipras_EU: 8.570 n Tsipras hóf stjórnmálaferil sinn í grísku stúdentahreyfingunni og komst fljótlega til hæstu metorða þar fyrir að verja sjálfsákvörðunarrétt ungs fólks. Seinna tók hann virkan þátt í forystu róttæka vinstri umhverfisflokksins Synaspismos/SYRIZA og skipulagði meðal annars fjöldamótmæli gegn ný- frjálshyggju og alþjóðavæðingu. Tsipras nýtur trausts í heimalandi sínu og er þar að auki eina forystuefni flokkanna frá Miðjarðarhafslöndum og austanverðri Evrópu, sem stillt er upp sem valkosti gegn vestrænum miðaldra körlum úr gömlu valdablokk ESB. „Evrópukosningarnar verða atkvæðagreiðsla um samstarfsáætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Tsipras í viðtali við grískt dagblað 19. maí. Martin Callanan Formaður Evrópuflokks íhaldsmanna og umbótasinna (ECR) Þjóðerni: Enskur Fæddur: 1961 Er ekki á Twitter n ECR-flokkurinn hefur ekki tilnefnt leiðtogaefni, en Callanan gegnir þar formennsku. Kosningabarátta ECR hefur verið einstaklega litlaus, máttlaus og ómarkviss, rétt eins og áherslur formannsins sem vill helst herða sultaról skuldugra ríkja enn frekar. „Þegar ríki eyða fjármagni í fjárfestingar og endurskipuleggja hagkerfið munu þau uppskera,“ sagði hann í umræðum á Evrópuþinginu í febrúar. Callanan á mikið og erfitt verkefni fyrir höndum hvernig sem kosningarnar fara, en hann hefur goldið fyrir óvinsældir breska Íhaldsflokksins og Davids Cameron forsætisráðherra sem er meðlimur í ECR. Hingað til hefur ECR flokkurinn verið helsti málsvari Evrópuand- stæðinga og átt öfluga fylgismenn í Bretlandi, en nú virðist vera sem Pólland sé sterkasta og jafnframt eina vígi flokksins. Nigel Farage Frambjóðandi Evrópska frelsis- og lýðræðisflokksins (EFD) Þjóðerni: Enskur Fæddur: 1964 Twitter-fylgjendur @Nigel_Farage: 130.000 n Enginn Evrópuþingmaður hefur verið eins oft milli tannanna á stjórn- málaskýrendum og Farage á þessu kjörtímabili. Hann hefur verið formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) frá árinu 2010, sem er aðili að EFD, og er þekktur strigakjaftur á Evrópuþinginu. Á kjörtímabilinu talaði Farage helst gegn ofþenslu ESB, notkun evrunnar sem gjaldmiðils og fjáraustri embætt- ismanna og verkefnaáætlana ESB. Farage hefur oft þótt dónalegur, sérstaklega í umræðum um forystufólk ESB, og sagði meðal annars að Belginn Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB, hefði „persónuþokka á við raka tusku.“ Engu að síður hefur Farage verið nefndur sem hugsanlegur stórsigurvegari kosninganna, þar sem UKIP mælist nú stærstur í Bretlandi, þvert á allar stjórnmálalínur þar. Eftir sem áður er ólíklegt að Farage finni marga bandamenn á Evrópuþinginu að kosningunum loknum. Marine Le Pen Frambjóðandi Evrópska frelsisbandalagsins (EAF) Þjóðerni: Frönsk Fædd: 1968 Twitter-fylgjendur @mlp_officiel: 281.000 n Þjóðernissinninn Le Pen er formaður öfga hægri flokksins Front National í Frakklandi sem er aðili að EAF-stjórn- málabandalaginu. EAF hefur ekki tilnefnt forystuefni sitt, en Le Pen er þó án efa þekktasti og áhrifamesti liðsmaður bandalagsins. Le Pen telur að afskipti al- þjóðastofnana hafi eyðilagt landbúnað og sjávarútveg í Evrópu og skapað langvar- andi atvinnuleysi. Hún vill draga til muna úr valdheimildum ESB, svo það líkist frekar viðskiptasamtökum, afnema evrusamstarfið og setja takmarkanir við för fólks milli ríkja, þá sérstaklega í tengslum við atvinnustarf- semi. „Fimm milljónir manna eru án atvinnu – hvers vegna hleypum við fleiri innflytjendum hingað?“ sagði Le Pen í blaðaviðtali í apríl. grundvelli tillagna frá ríkisstjórn- um aðildarríkjanna sem sitja í ráð- herraráðinu, sem ber þó að taka mið af niðurstöðum kosninganna. Þessi verklagsregla í skipun fram- kvæmdastjóra hefur verið gagn- rýnd sem ógegnsæ og ólýðræðisleg vegna þess að kjósendur hafa enga tryggingu fyrir því að forystuefni flokkanna fyrir Evrópukosningarnar njóti stuðnings aðildarríkja ESB eða annarra Evrópuþingmanna. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.