Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 23.–26. maí 201442 Skrýtið Sakamál S teve Wright fæddist í apr- íl 1958, sonur herlögreglu- manns, Conrads, og að- stoðarkonu dýralæknis, Patriciu. Stöðu Conrads vegna hafði fjölskyldan búið víða, meðal annars á Möltu og í Singapúr. Patricia sagði skilið við fjöl- skylduna árið 1964, en þau hjónin skildu þó ekki fyrr en 1977. Steve lét gott heita hvað skólagöngu áhrærði árið 1974 og fékk starf á kaupskipum. Hann varð síðar bryti á ferjum sem sigldu frá Felixstowe í Suffolk. Hann kvænt- ist árið 1978 Angelu O'Donovan og eignuðust þau einn son, slitu sam- vistir 1987 og skildu síðar. Steve vann hin ýmsu störf; var skipsþjónn, vörubílstjóri, barþjónn og lyftarastjóri. Fimm morð Steve kvæntist á ný, Díönu Cassel, 1987 og þau skildu ári síðar. Hann og Sarah Whiteley rugluðu saman reyt- um og voru í sambandi 1989–1993 og eignuðust eina dóttur. Ekkert af þessu varðar það sem eftir lifir frá- sagnarinnar sem fjallar um morðfer- il Steve sem stóð ekki lengi – frá 30. október 2006 til 10. desember sama ár – en kostaði fimm konur lífið. Öll fórnarlömb Steve voru vænd- iskonur, en hann hafði allar götur frá því að hann var í kaupskipaflot- anum vanið komur sínar á vændis- hús – sem voru oftar en ekki dulbúin sem nuddstofur eða sánu. Um þetta leyti var Steve í sam- bandi við konu að nafni Pamela og þegar hún hóf vinnu á næturvöktum var lítið um kynlíf og falaðist Steve þá í enn meira mæli eftir þjónustu vændiskvenna. Kyrkti fórnarlömbin Sú fyrsta sem féll fyrir hendi Steve var 19 ára heróín- og kókaínfíkill, Tania Nicol, en hennar var sakn- að 30. október. Líkamsleifar hennar fundust ekki fyrr en 8. desember í á skammt frá Copdock Mill í Ipswich. Sökum þess hve langt var um liðið frá því hún var myrt var ómögu- legt að fullyrða að henni hefði verið nauðgað og dánarorsök á huldu. Sex dögum áður en líkamsleif- ar Taniu fundust hafði lík vinkonu hennar, Gemmu Adams, fundist í vatni við Belstead Brook, skammt frá Hintlesham. Lík á lík ofan Fundust nú lík, hvert á fætur öðru; 10. desember hnaut gangandi veg- farandi nánast um lík 25. ára konu, Anneli Alderton, í skóglendi skammt frá Nacton. Hún hafði verið kyrkt og þrjá mánuði gengin. Tveimur dögum síðar fundust tvö lík til viðbótar. Kennsl voru bor- in á annað þeirra og var þar um að ræða 24 ára konu, Paulu Clennell, sem hafði horfið sama dag og líkið af Anneli fannst. Hinn 15. desember gat lögregla staðfest að hitt líkið var af Annette Nicholls, 29 ára konu sem hafði horfið tíu dögum áður. Líkin af þeim tveimur fundust í Nacton, ekki langt frá þeim stað sem Steve hafði hent líkinu af Anneli. Sumac-aðgerðin Lögreglan í Suffolk sá líkindi með morðunum og leitaði eftir aðstoð lögreglunnar í London. Yfir 650 lög- reglumenn komu að rannsókn og leit að morðingjanum í aðgerð sem fékk nafnið Sumac. Hvað kom lögreglunni á sporið er ekki fjölyrt um en 19. desember var Steve Wright handtekinn og að lok- inni yfirheyrslu var hann ákærður fyrir fimm morð. Réttarhöld yfir Steve hófust í Ipswich 16. janúar, 2008, og við þau kom fram að líkum Anneli og Annette hafði verið stillt upp sem krossfest væru og lífsýni úr Steve fannst á þremur líkanna. Allar nema eina Verjandi Steve fór ekki í launkofa með að Steve hefði notfært sér þjón- ustu vændiskvenna; hann hefði haft samfarir við allar konurnar nema eina – Taniu Nicol. Steve hafði vissulega tekið Taniu upp í bifreið sína en síðan hætt við og ekið henni í rauða hverfið í Ipswich. Eftir átta klukkustunda rökræð- ur, 21. febrúar 2008, komst kvið- dómur að einróma niðurstöðu um sekt Steve Wright hvað varðaði öll morðin fimm. Daginn eftir fékk hann lífstíðardóm. Þess má geta að rannsókn á Steve Wright er ekki lokið enda ekki talið loku fyrir það skotið að hann tengist enn óleystum morðgátum og mannshvörfum. n Suffolk-morðinginn n Stuttur glæpaferill Steve Wright kostaði fimm mannslíf„Líkum Anneli og Annette hafði ver- ið stillt upp sem krossfest væru. Myrti hugsanlega fleiri en fimm Steve Wright fékk lífstíðardóm fyrir fimm morð. Síðasta ljósmyndin Ljósmyndin hér að ofan sýn- ir síðustu andartök Reginu Kay Walters en aðeins fáeinum mín- útum eftir töku hennar var hún myrt af bandaríska raðmorðingj- anum Robert Ben Rhoades. Var þessi mynd eitt sönnunargagna í réttarhöldum gegn honum en Rhoades tók myndina í yfirgef- inni hlöðu í Illinois. Hafði hann klippt á henni hárið og þvingað hana í svartan kjól og hælaskó. Regina var fjórtán ára og hafði strokið að heiman þegar Rhoades bauð henni far. Hann afplánar nú lífstíðardóm. „Hræddur fyrir hönd sonar míns“ Nítján ára piltur frá Texas í Banda- ríkjunum, Jacob Lavoro, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna framleiðslu á hasskökum. Alls fundust 700 grömm af kökum í fórum Lavoros. Magnið er í sjálfu sér ekki mikið en þar sem hann notaði hassolíu við framleiðsluna er hann ákærður fyrir að hafa 700 grömm af hassi undir höndum. Hefði hann notað marijúana við kökugerðina hefði hann aðeins verið ákærður fyrir það magn af marijúana sem fór í kökurnar – væntanlega örfá grömm. Verði Lavoro fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér að lágmarki fimm ára fangelsi en að hámarki lífs- tíðarfangelsi sem fyrr segir. Málið hefur vakið hörð viðbrögð með- al hópa sem styðja lögleiðingu kannabisefna í Bandaríkjunum. „Þetta mál undirstrikar ruglið sem stríðið gegn kannabisefnum er,“ segir Erik Altieri, talsmaður hóps sem berst fyrir endurskoðun á fíkniefnalöggjöfinni vestan- hafs. Faðir drengsins tekur í sama streng. „Ég er löghlýðinn borg- ari, ég er íhaldsmaður og elska landið mitt. En þetta er rangt. Ef Jacob gerði eitthvað af sér á að refsa honum, en að því marki að einhver skynsemi sé í því. Þetta er órökrétt, ég er mjög hræddur fyrir hönd sonar míns.“ Gáfu kennara rottueitur Kennari í barnaskóla í New York er á batavegi eftir að tve- ir nemendur hans settu rottu- eitur út í vatnsflösku sem hann notaði. Nemendurnir, 9 og 12 ára, eru í vondum málum og verða þeir kærðir fyrir að stefna heilsu kennarans í hættu. Að því er Huffington Post grein- ir frá varð annað barn vitni að því er nemendurnir létu eitrið í flöskuna og lét foreldra sína vita. Þeir höfðu strax samband við skólayfirvöld en þá hafði kennarinn tekið sopa úr flösk- unni. Sem betur fer varð hon- um þó ekki alvarlega meint af. Vampíran í Atlashverfi Blóð sænsku portkonunnar Lilly Lindeström var drukkið E itt dularfyllsta morðmál Svíþjóðar átti sér stað um mánaðamótin maí apr- íl árið 1932. Morðmálið er oftast kennt við Atlas-hverf- ið í Stokkhólmi en þar bjó fórn- arlambið Lilly Lindeström. Fannst hún látin í íbúð sinni í nágrenni við torg heilags Eiríks. Við rann- sókn á morði hennar kom í ljós að hún hafði fengið mjög þungt höf- uðhögg sem splundraði höfuð- kúpu hennar. Ískyggilegra var þó að rannsóknarlögreglumenn tóku eft- ir því að einhver hafði drukkið blóð hennar eftir dauða hennar. Enn þann dag í dag er lögreglan engu nær um hver myrti hana og er raun- ar flest á huldu um morðið. Lindeström var þrjátíu og tveggja ára er hún var myrt og hafði hún starfað sem portkona um nokkurt skeið. Nágranni hennar á neðri hæð og vinkona var sú seinasta sem hafði séð hana lifandi, að morðingj- anum frátöldum. Að hennar sögn hafði Lindeström komið til hennar að kvöldlagi, nokkrum dögum áður en hún fannst látin, og beðið um smokka að láni. Vinkonan heyrði svo ekkert í henni eftir það. Fannst henni það sérkennilegt og hringdi því á lögregluna. Braust lögreglan inn og sá þá undireins nakið lík á sófa. Fundust föt hennar snyrtilega brotin saman á stól. Fljótlega varð ljóst að Lindeström hafði verið blóð- tæmd og blóðið drukkið en sam- kvæmt rannsóknarlögreglumönn- um fannst stór sleif sem þakin var storknuðu blóði. Þrátt fyrir mikla leit fann lögreglan engin grunsam- leg fingraför í íbúð Lindeström. Sænska þáttaröðin Veckans brott skoðaði morðmálið árið 2012 og kom þar fram að notaður smokk- ur hafi fundist í klofi Lindeström og voru leiddar að því líkur að í dag hefði morðið verið leyst með því að taka lífsýni úr smokknum. n hjalmar@dv.is Blóðið drukkið Í dag hefði líklega verið auðvelt að hafa upp á morðingjanum, sem virðist hafa haft samræði við fórnarlamb sitt og skilið eftir notaðan smokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.