Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 72
Helgarblað 23.–26. maí 2014 39. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Reimar dauðans alvara n Vigdís Hauksdóttir hneyksl- ast á Facebook-síðu sinni á inn- köllun Neytendastofu á flíkum frá 66°Norður. Að sögn Vigdísar er innköllunin til komin vegna þess að „flíkurnar uppfylltu ekki Evrópustaðla um „lengd reima og banda“ í fatnaði.“ Fór Vigdís hörð- um orðum um þessa ákvörðun Neytendastofu. „Þetta er bilun!!! Sparperurnar roðna í samanburði við þetta.“ Vilhjálmur Þorsteins- son, gjaldkeri Samfylkingarinn- ar, svarar Vigdísi og bendir á að börn gætu hengt sig á of löngum reim- um sem „festast t.d. í leiktækj- um (rólum, klifurgrind- um …), herð- ast að hálsi eða þrengja að.“ Spenntur fyrir „kúgun karla“ n Á dögunum tilkynnti pró- fessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson að hann myndi flytja fyrirlestur sem ber nafnið Kúgun karla? á alþjóðlegri ráð- stefnu í Háskóla Íslands um karlmennskuhugsjónina. Segir Hannes að á okkar dögum sé talsvert erfiðara að vera karl- maður en kona. „Karlmennsku- hugsjónin íþyngir körlum miklu frekar en kvenleikahugsjónin konum,“ skrifaði Hannes. Fóru þessi skrif fyrir brjóstið á sum- um, en Gísli Marteinn Baldurs- son var ekki á meðal þeirra. Kom hann Hannesi til varnar á Facebook og sagð- ist búast við skemmtilegum og áhugaverð- um fyrirlestri frá einum um- deildasta fyrir- lesara Háskóla Íslands. Er þetta ekki að verða fullreimt, Vigdís? Kosningabarátta í kommentum n Rithöfundurinn Auður Jóns- dóttir bað vini sína á Facebook um upplýsingar um stefnumál flokka í komandi sveitarstjórnar- kosningum svo hún gæti gert upp hug sinn um hvern þeirra hún ætti að kjósa. Forysta Vinstri grænna, jafnt í landsmálum sem borgarmálum, sá sér leik á borði og gerði Facebook-síðu Auðar að vettvangi sinnar kosningabaráttu. Lagði oddviti flokksins, Sóley Tómasdóttir, áherslu á mennta- mál meðan Katrín Jakobsdóttir sagði flokkinn standa fyrir gjald- frelsi í leikskólamálum. „Hér er kosningabaráttan loksins kom- in!“ skrifaði rithöfundurinn Hall- grímur Helgason um þetta fram- tak þeirra. Fær ekki greitt fyrir Betri Akureyri „Við gerum þetta til hjálpa til en ekki til að gera díl,“ segir oddviti L-listans E itt kosningaloforða L-listans á Akureyri í sveitarstjórnarkosn- ingum er að vefurinn betriakur- eyri.is verður þróaður og kynntur. Því hefur verið velt upp að um sé að ræða kosningaloforð gert til fylla vasa oddvita flokksins, Matthíasar Rögn- valdssonar, en fyrirtæki hans, Stefna, hefur komið að uppsetningu síðunnar. Í samtali við DV segir hann það af og frá að hann verði ríkur á eflingu Betri Akureyrar. „Við vorum beðnir um að setja þetta upp og bærinn hýsir þetta. Við gerum þetta til hjálpa til en ekki til að gera díl við sjálfa okkur,“ segir Matthías. Segir oddviti listans að um sé að ræða svokallaða „open source“ lausn. „Við setjum í rauninni bara upp hug- búnað sem er klár fyrir og er ókeyp- is fyrir alla. Þetta er það sama og í betrireykjavik.is og er öllum heim- ilt að nota þetta. Við erum ekki að smíða neinn kóða. Stefna fékk ekk- ert greitt fyrir þetta. Stefna hefur stutt Atvinnu- og nýsköpunarhelgi hér á Akureyri og við styðjum dyggilega allt frumkvöðuls starf. Þetta er okk- ar stuðningur við íbúalýðræði,“ segir oddvitinn. Að hans sögn er þetta verk ekki tímafrekt og hafa starfsmenn Stefnu gert það í hjáverkum. Matthías er bjartsýnn á gengi Betri Akureyrar og segir eiga von á því að vefsíðan fari í loftið á næstu dögum. „Við vonumst til þess að eftir kosningar muni bærinn taka þennan vef í notkun og fólk geti komið hugmyndum á framfæri og hægt sé að taka þær fyrir á einhverj- um vettvangi innan bæjarins. Þetta hefur verið hugmynd sem við höf- um stefnt að í nokkurn tíma. Eigin- leg vinna við að koma þessu í gírinn hefur átt sér stað á undanförnum vikum, en hugmyndafræðin á bak við þetta er eldri.“ n hjalmar@dv.is Oddviti L-listans Matthías Rögnvaldsson, fyrir miðju, segir aðkomu fyrirtækis síns að vefnum Betri Akureyri ekki vera í gróðaskyni. FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, JOSEPH JOSEPH, CARL HANSEN, ARTIFORT OG ALLIR HINIR Í DAG FÖSTUDAG, Á MORGUN LAUGARDAG OG Á SUNNUDAG, 22. - 25. MAÍ Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.