Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 14
Helgarblað 23.–26. maí 201414 Fréttir A ðalmeðferð í meiðyrða- máli Gunnars Þorsteins- sonar fór fram í liðinni viku. Gunnar sakar Vef- pressuna um meiðyrði vegna umfjöllunar Pressunnar um meint kynferðisbrot hans gagnvart konum sem voru á táningsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Pressan birti viðtöl við talskon- ur kvennanna sjö sem komu fram undir nafni, opið bréf frá þeim til Gunnars auk annarra frétta af mál- inu. Gunnar fer fram á 15 milljónir króna í skaðabætur auk afsökunar- beiðni frá Vefpressunni og talskon- unum tveimur, Ástu Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal. Eigendur Pressunnar að baki fréttaflutningi Gunnar gaf fyrstur skýrslu fyrir dómnum, en þétt var setið í áhorf- endasætum í stærsta dómsal Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Færri komust að en vildu og margir stóðu í and- dyri salarins. Greinilegt var á hópn- um að þar var mætt stuðningsfólk Gunnars, sem berst nú fyrir því að aðalfundur verði haldinn í Krossin- um þar sem hann mun bjóða sig fram í stjórn. Einnig var þar fólk sem stendur þétt við bakið á konunum sjö og talskonum þeirra. „Ég er þeirrar skoðunar að þarna hafi öfl ætlað að styrkja stöðu sína,“ sagði Gunnar og átti þar við söfn- uðinn Catch the Fire, sem var og hét. Málið hafi verið rekið á vegum hans annars vegar og hins vegar af eigendum Vefpressunnar. Gunnar sagði að Vefpressan hafi „viljað ná fram ákveðnum markmiðum gagn- vart Jónínu“. Á þessum tíma kom út bók eftir Jónínu, og sagði Gunnar að eigendur Pressunnar hafi þar verið sýndir í „annarlegu ljósi“. „Hún var með mjög meiðandi upplýsingar,“ sagði Gunnar og nefndi meðal annars upplýsingar um ferðir auð- manna til Flórída og um viðskipti við vændiskonur. Hjónin hafi bú- ist við því að fá þung högg í kjölfar þessa. Lögmaður Vefpressunnar, Bjarki H. Diego, spurði Gunnar þá hvort hann viti hverjir hafi átt Pressuna á þessum tíma. „Var ekki VÍS með eignarhald þarna? Mér var ekki kunnugt um eigendur Pressunnar, en mér var kunnugt um ítök Kaup- þingsmanna í Vefpressunni,“ sagði Gunnar. Aðspurður gat hann þó ekki útskýrt þau ítök frekar, sagðist hafa „heyrt af þessu frá fólki.“ Skilnaðurinn velti hlassinu Þá sagði Gunnar að skilnaður hans við fyrrverandi eiginkonu sína, Ingibjörgu Guðnadóttur, og hjóna- bandið með Jónínu hafi verið þúfan sem velti hlassinu. Las hann upp bréf frá systur Ingibjargar, Sigríði Guðnadóttur, en hún er ein þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Í bréfi sem hún sendi honum fyrir giftingu hans og Jónínu, bað hún hann um fyrirgefningu og sagði að sér þætti vænt um hann. Eftir brúð- kaupið hafi hins vegar verið komið annað hljóð í strokkinn, en þá sendi hún annað bréf þar sem hún sagði það ótrúlegt að hann hefði geng- ið í hjónaband svo skömmu eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Gunnar sagði að þegar málið hafi verið komið í fjölmiðla, þá sér- staklega á Vefpressunni, hafi heim- ur hans hrunið. „Ég missti fótanna. Ég er ekki maður þunglyndis en háði harða glímu í huga mínum. Myrkur og sorti sótti að. Hefði ein- hver maður viljað keyra yfir mig, þá hefði ég þegið það með þökkum. Barnabörnin mín flosnuðu upp úr námi, börnin mín urðu fyrir þess- um árásum en ég gat ekki varið mig. Ég held að þetta sé með mestu árás- um á einstakling í sögu íslenska lýð- veldisins. Þetta braut niður börn- in, barnabörnin, fjölskylduna og starfið. Þegar Pressan hætti þessum óskapnaði sínum, þá héldu þessar talskonur áfram. Þær töldu sig kvið- dóm, dómara og böðul í þessum málum,“ sagði Gunnar. Ætluðu ekki í fjölmiðla Næst til að gefa skýrslu var Ásta Knútsdóttir, sem hefur verið í forsvari fyrir konurnar sjö sem saka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi. Því hlutverki hefur Sesselja Engilráð Barðdal einnig sinnt, en báðar gáfu þær skýrslu fyrir dómi. Ásta sagði að það hefði aldrei verið ætlunin að fara með málið í fjölmiðla og sagði að Gunnar og Jónína hefðu átt upp- tökin að því. „Jónína lét hafa eftir sér í viðtali um bókina, að það eina sem hún óttist sé að einhver komi fram á forsíðu Vikunnar og ásaki manninn sinn um kynferðislegt áreiti.“ Sagði Ásta að þetta hefði vakið talsverða reiði í hópnum, að Jónína skyldi tengja málið við útkomu bókarinn- ar með þessum hætti. „Þegar konurnar ákveða svo að fara í fjölmiðla, þá fer hröð atburða- rás af stað. Fjölmiðlar hringdu stöð- ugt í konurnar og þær hefðu þurft á miklu hugrekki að halda til að geta sagt yfirhöfuð frá. Þær voru orðnar mjög hræddar vegna áreit- is sem hafði staðið yfir frá Gunnar og fjölskyldu hans. Það voru sím- hringingar, hótanir inn á talhólf og heimsóknir. Gunnar hafi kom- ið til Sólveigar Guðnadóttur og leg- ið þar á dyrabjöllunni. Jónína hót- aði, sonur Gunnars hótaði. Staðan var orðin þannig að konurnar voru svo skelkaðar að þær þorðu ekki út úr húsi,“ sagði Ásta um fjölmiðlafár- ið sem varð vegna málsins í nóvem- ber 2012. „Myrkur og sorti sótti að“ n Gunnar í Krossinum segir ásakanir sprottnar frá eigendum Pressunnar n Konurnar lýstu brotum Gunnars fyrir dómi Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Brúnaþungur „Ég held að þetta sé með mestu árásum á einstakling í sögu íslenska lýðveldisins.“ Gaf skýrslu Steingrímur kann- ast ekki við að eigendur hefðu tekið sig saman um að ráðast að Gunnari með umfjöllun. Þungar ásakanir Sex konur báru vitni fyrir dómi og sögðu sögur sínar af fram- ferði Gunnars í þeirra garð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.