Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 54
44 Lífsstíll Helgarblað 23.–26. maí 2014 „Fallegasta sem nokkur hefur gert fyrir mig“ n Auknar vinsældir steypiboða á Íslandi n Koma verðandi mæðrum á óvart S vokölluð steypiboð eða barnaboð (e. babyshower) hafa verið mjög vinsæl í Bandaríkjunum um langt skeið. Þá koma vinkon­ ur verðandi móður henni á óvart með veislu. Í veislunni eru alls kyns veitingar og gjafir handa móður og barni og iðulega skreytt með bleiku eða bláu ef kyn barnsins er vitað eða öðrum litum. Undanfarið hafa slík boð orðið æ vinsælli á Íslandi og fjölmargar sem halda þannig boð fyrir vinkonur sín­ ar sem eru verðandi mæður. Hafa orðið vör við aukningu Jón Gunnar Bergs, eigandi Partý­ búðarinnar, segir þau hafa orðið vör við mikla aukningu á slíkum veisl­ um en margir leiti til þeirra til þess að kaupa skraut fyrir boðið. „Það var svona í fyrravor sem við fórum að taka eftir þessu en fyrir það þekktist þetta varla. Ég hugsa við eigum nú kannski pínulítinn þátt í þessu þar sem við byrjuðum að taka inn vörur ætlaðar þessum boðum skömmu fyrir þann tíma,“ segir Jón Gunnar. Sumir hafa óbeit á þeim am­ erísku siðum sem hafa verið teknir upp hérlendis eins og hrekkjavöku og Valentínusardeginum og finnst ekki passa að Íslendingar taki upp þessa siði. Jón Gunnar kannast við það en segir fáa geta sett sig upp á móti steypiboðunum. Þau séu svo gleði­ leg. „Þetta er voða skemmtilegur sið­ ur. Lífgar upp á og kryddar tilveruna enda mikil gleði og hamingja sem fylgir því að eignast barn,“ segir hann. Hann segir þá sem leita til þeirra til þess að kaupa skreytingar yfir­ leitt vera að halda óvænta veislu fyrir verðandi móður. „Þetta er yfir­ leitt alltaf óvænt og falleg hugsun að baki,“ segir hann. Táraðist ofan í smjörkremið Rithöfundurinn Tobba Marinós­ dóttir er ein þeirra sem fengið hafa óvænt steypiboð frá vinkonum sín­ um. Hún á von á sínu fyrsta barni eftir fimm vikur og segir það hafa glatt sig ólýsanlega þegar vinkonur hennar komu henni á óvart. „ Vinkonur mínar komu mér á óvart með óvæntu steypiboði á Coocoo's nest um daginn. Voru búnar að baka, skreyta allt hátt og lágt og hóa saman fullt af góðum konum. Allt var bleikt og ég hef sjaldan séð aðra eins fegurð. Bleikt pasta, sjúklegar tertur og gjafir. Ég táraðist ofan í allt smjörkrem­ ið,“ segir Tobba skælbrosandi. „Þetta er það fallegasta sem nokkur hefur gert fyrir mig. Þær gerðu meira að segja barna­ köku úr öllum gjöfunum,“ segir Tobba. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Bleikt og fínt Hér má sjá dæmi um skreytingar fyrir bleika veislu. Mynd PinTeresT.coM skemmtilegt Flottar skreytingar. Gleðilegt Tobba ásamt kærastan- um, Karli Sigurðssyni, í steypiboð- inu. Eins og sjá má höfðu vinkonur hennar skreytt allt hátt og lágt. „Allt var bleikt og ég hef sjaldan séð aðra eins fegurð. Nokkur ráð fyrir gott steypiboð Komdu vinum, vinkonum eða venslafólki skemmtilega á óvart n Hóaðu saman bestu og kærustu vinkonum verðandi móður eða föður eða báðum. n Passið að hafa allt leynilegt, það er miklu skemmtilegra að láta þetta koma á óvart. n Ákveðið þema og veitingar. Sumir vilja hafa allt bleikt eða blátt. Aðrir þola ekki svona litaþema eða vita ekki kyn barnsins. n Kaupið gjafir saman eða látið alla koma með litla pakka. Gjafirnar þurfa ekki að vera stórar því að hér er ekki um að ræða sængur- gjöf heldur fyrirfram gjöf. n Skemmtið ykkur vel. Þetta snýst um að koma saman og hafa gaman. Gjafakaka Vinkonur Tobbu röðuðu gjöfunum upp í fallega gjafaköku. sykurkrem Tobba var svo ánægð með framtakið að hún táraðist ofan í smjörkremið á kökunum, að eigin sögn. Með gjöf Tobba á von á lítilli stelpu og fékk þenn- an sundbol handa litlu stelpunni í gjöf í boðinu. Fallegt Flottar skreytingar í bleiku. skemmtilegar hugmyndir Það er hægt að búa til körfu úr gjöfunum. Bleyjukaka Flott taubleyju- kaka með bláu þema.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.