Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 51
Skrýtið 43Helgarblað 23.–26. maí 2014
E
ftir að efnahags-
þrengingarnar fóru að
gera vart við sig, árið 2008,
hrundi sala á nýjum bílum
í heiminum. Ísland fór ekki
varhluta af því. Þó markaðurinn
hafi smám saman verið að rétta úr
kútnum er það staðreynd að mikil
offramleiðsla nýrra bíla á sér stað í
heiminum. Sala nýrra bíla á heims-
vísu er ekki svipur hjá sjón og svo
virðist sem framleiðendur þráist
við að bregðast við vandanum.
Á meðfylgjandi myndum sjást
nýir bílar, sem enginn hefur nokkru
sinni keyrt eða ekið, standa í þús-
unda, jafnvel tugþúsunda tali, á
lokuðum svæðum; flugbrautum og
flennistórum bílastæðum. Á vef-
síðunni zerohedge.com er fullyrt
að „kirkjugarðar“ sem þessir skipti
þúsundum um heim allan. Millj-
ónir spánýrra bíla standi ónotað-
ar mánuðum og misserum saman.
Framleiðendur séu víða orðn-
ir uppiskroppa með geymslupláss
fyrir bílaflotann og neiti að horfast
í augu við vandamálið.
Framleiða meðvitað of mikið
Bent er á að stórir framleiðendur, á
borð við GM, hafi stundað það sem
á ensku kallast „channel stuffing“.
Þeir framleiða og senda miklu fleiri
bíla frá sér, til dreifingaraðila, en
þeir gætu nokkru sinni selt. Þannig
haldi þeir sölutölum uppi og hluta-
bréfaverði í fyrirtækinu. Bent er
á að í apríl hafi birgðastaða GM
numið 826 þúsund bílum, sem er
enn eitt metið í þeim efnum. Það
þyki nefnilega ekki gott afspurn-
ar að loka verksmiðjum, draga
saman seglin og segja upp fólki.
Afleiðingin af þessu er versnandi
fjárhagur bílaframleiðenda, sem
sitja sífellt uppi með fleiri bíla sem
aldrei öðlast eigendur. Sífellt þarf
svo að fjárfesta í meira landsvæði
til að geyma þessa ónotuðu bíla.
Brunaútsala?
Líklega mætti selja stóran hluta
þessara bíla ef þeir yrðu falir á
kostnaðarverði, eða settir á bruna-
útsölu. Þeir myndu að líkindum
renna út eins og heitar lummur
– þeir sem ekki eru orðnir ónýt-
ir af kyrrstöðunni. Það myndi hins
vegar hafa víðtæk neikvæð áhrif, að
sögn greinarhöfundar á Zerohed-
ge. Líklega myndu fáir ef nokkrir,
eftir slíka útsölu, kaupa nýja bíla
fullu verði. Markaðurinn, sem fyrir
er, yrði ekki svipur hjá sjón; myndi
falla. Það gæti ýtt undir verðbólgu
og haft önnur skaðleg áhrif á efna-
haginn.
Lokun verksmiðja í stórum stíl
myndi líklega verða til þess að sala
á stáli í heiminum myndi hríðfalla.
Milljónir myndu missa vinnuna.
Hvaða áhrif myndi það hafa á Ís-
land ef álverin gætu ekki selt vör-
una sína? Því má velta fyrir sér.
Ekur þú um á gamalli druslu?
Þegar bílar eru látnir standa,
mánuðum, misserum og árum
saman, verða þeir óökuhæfir. Olí-
an þurrkast upp og tæring hefst.
Rafgeymar tæmast og loftið seytlar
úr dekkjunum. Með öðrum orðum;
þeir verða ónýtir. Hér má sjá nokk-
ur dæmi um bílakirkjugarða nýrra
bíla í Bretlandi og víðar. Þetta eru
allt nýir bílar sem aldrei verða not-
aðir. Hversu svekkjandi er að aka á
meðan um á hálfónýtri druslu? n
Kirkjugarður nýrra bíla
n Bílaframleiðendur framleiða allt of marga bíla til að halda uppi hlutabréfaverði n Fara í brotajárn
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Enginn vill þá Ónotaðir bílar standa í röðum á svæði skammt frá versksmiðju General Motors í Oshawa í Toronto í Bandaríkjunum. Myndin er tekin sumarið 2012. Mynd REutERs
Brotajárn Nýir bílar í stórum stíl bíða þess að verða settir í brotajárn, víðs vegar um heim-
inn. Þessi bílafloti er í Ísrael. Mynd REutERs
Allt rými nýtt Þessi mynd er tekin á
gamalli flugbraut í Heyford í Oxfordskíri.
Birgðastaða stóru framleiðendanna hefur
aldrei verið verri; þeir hafa aldrei átt jafn
marga óselda bíla.
Flugvöllur notaður sem bílastæði Bílaframleiðendur henda sífellt fleiri nýjum bílum.
Hér er búið að raða þeim upp á flugvelli.
sóun Á þessari mynd, svo langt sem augað
eygir, má sjá nýja bíla sem enginn fær að
nota. Framleiðendur vilja ekki gefa þá – til
að fella ekki markaðinn. Þessir bílar munu
því engum nýtast.
Bilun Þetta er mynd tekin með
Google Earth í Avonmouth í Bret-
landi. Sérhvert gráu svæðanna á
myndinni er þakið nýjum bílum.
Allt nýir bílar. Ert þú einn þeirra
sem ekur um á gamalli druslu?
Engum til gagns Hér erum við komin til
Spánar. Þarna standa þúsundir bíla sem upp-
litast í sólbaði allan liðlangan daginn. Myndin
sýnir aðeins brot af miklu stærri bílagarði.
stappað bílastæði Engin þessara
mynda er af bílum fyrir utan verslunarmið-
stöð, enda sjást engir bílar á hreyfingu og
ekkert fólk á vettvangi.
sjáðu sjálfur Þessi mynd
er tekin við höfn í Baltimore í
Maryland í Bandaríkjunum. Á
myndinni sjást nokkrir af 57
þúsund bílum sem enginn vill
kaupa. Farðu á Google Maps
og leitaðu rétt sunnan við
Broening Hwy í Dundalk. Þar
getur þú séð hversu gríðarlegt
landsvæði er notað á þessum
eina stað undir nýja bíla sem
munu aldrei verða keyrðir.