Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 23.–26. maí 2014 Fréttir 15 www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Sumarferðir Ferðafélags ÍslandsMaí 24.05. Sveinstindur 24.05. Vorganga Hornstrandafara 25.05. Söguferð um Fljótshlíð og Eyjafjöll 31.05. Sveinstindur Júní 07.06. Hvannadalshnúkur 12.06. Pöddulíf - Ferðafélag barnanna 14.06. Hornstrandir 14.06. Toppahopp í Vestmannaeyjum 14.06. Hringur um Botnssúlur 17.06. Leggjabrjótur 20.06. Sumarsólstöðuganga 21.06. Náttúra og mannlíf á Brunasandi 21.06. Níu tindar Tindfjalla 22.06. Háhitasvæði á Reykjanesskaga 24.06. Álfar og tröll á Jónsmessu - Ferðafélag barnanna 25.06. Laugavegurinn 25.06. Björg í bú: Látrabjarg 26.06. Hornbjargsviti og Hornbjarg 27.06. Vatnaleiðin 27.06. Toppahopp á Snæfellsnesi 28.06. Fimmvörðuháls Júlí 02.07. Bláfjöll um hásumar - Ferðafélag barnanna 02.07. Í fjallasölum Árneshrepps 03.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu 04.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki 04.07. Vígaslóðir og galdragötur 06.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga 06.07. Þar sem jökulinn ber við loft 07.07. Árbókarferð um Skagafjörð 07.07. Grasaferð og galdralækningar - Ferðafélag barnanna 09.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri 10.07. Hornbjargsviti og Hornbjarg 10.07. Fuglabjörgin miklu á Hornströndum 11.07. Ævintýri í Eldsveitum Helgarferð - Ferðafélag barnanna 11.07. Hvítárnes-Karlsdráttur 11.07. Sæludagar í Hlöðuvík 11.07. Undraheimar Eldhrauns 12.07. Fimmvörðuháls 15.07. Saga, byggð og búseta 15.07. Öxarfjörður út og suður Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út „Myrkur og sorti sótti að“ n Gunnar í Krossinum segir ásakanir sprottnar frá eigendum Pressunnar n Konurnar lýstu brotum Gunnars fyrir dómi Faglega unninn fréttaflutningur Steingrímur Sævarr Ólafsson, þá- verandi ritstjóri Pressunnar og einn eigenda hennar, gaf skýrslu fyrir dómi og Þór Jónsson blaðamaður gaf vitnaskýrslu. Þór skrifaði lang- flestar fréttir Pressunnar um málið. Steingrímur sagði það hafa algjör- lega farið framhjá sér, hafi eigendur Pressunnar tekið sig saman um að ráðast að Gunnari með umfjöllun. Hann var, og er, einn eigandi mið- ilsins. Jafnframt sagði hann að ekki hefði þurft stóran ritstjórnarfund til að ákveða að birta nafn Gunnars í fréttunum, þar sem hann væri þjóð- þekktur einstaklingur. Þór sagði að hann hefði fyrst haft veður af málinu þegar hann heyrði af konu sem var að segja frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu Gunnars. „Ég reyndi að finna út hvað væri tækt í því, það bar svo í rauninni ekki árangur. Svo er það, síðar, að okkur bárust fréttir af því að þær kunni að vera fleiri en þessi eina. Ég sá um fréttaflutning af bisk- upsmálinu á Stöð 2 og þarna voru líkindi, svo ég reyndi að rekja þessi þræði. Reyndi að komast í samband við þessar konur sem höfðu hug á því að skila skömminni til baka, eins og það er kallað,“ sagði Þór. Töluðu við Gunnar „Það var í tengslum við bók Jón- ínu sem var að koma út. Nú fékk ég beint samband við heimildarmann, sem varð til þess að ég gat heyrt í fleirum og komist að raun um að það var hópur kvenna sem með einum eða öðrum hætti var að tengjast og ræða um svipaða reynslu sem þær höfðu af Gunnari. Með því ætluðu þær að skila skömminni til baka og fá Gunnar til að viðurkenna það sem hann hafði gert. Við gerðum strax þá kröfu að við myndum ekki birta neitt um þetta öðruvísi en að haft væri eftir nafngreindum heimildarmönnum, við vildum ekki greina frá einhverju nema við værum vissir um að þetta væri ekki hugarburður eins manns. Við reyndum að bera málið undir Gunnar, en hann hafði lítið um mál- ið að segja,“ sagði Þór fyrir dómn- um. Hann sagði jafnframt að enginn eigenda Pressunnar hafi haft áhrif á sig til að skrifa um málið. Hann sagði að þeir hefðu frekar haft áhyggjur af því að það hallaði á hlut Gunnars í málinu og að fjölmiðillinn hafi pass- að sig að ganga ekki of nærri honum. HIV, geðsýki og vændi Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins, bar einnig vitni fyrir dómnum. Hann sagðist hafa komið til starfa í Krossinum eftir skilnað Gunnars og hafði ekki verið lengi þegar mál- ið kom upp. „Forstöðumaður Catch the Fire hringdi í mig og bað mig um að hitta sig. Þar sagði hann mér frá því að einhverjar konur hafi leitað til hans og hans kvenna um meint áreiti Gunnars. Mér fannst þetta mjög alvarlegur áburður. Ég reyndi að ná í Sigurbjörgu, dóttur Gunnars, svo við gætum borið saman bækur okkar og búið okkur undir það sem koma skyldi. Á þriðjudegi fékk ég sms-boð um að það sé herkvaðning í gangi og allir eigi að mæta í Krossinn um kvöldið. Þar gekk ég inn í herbergi, þar sem Gunnar, Jónína og Sigur- björg eru að funda um málið. Um konurnar sagði Gunnar að ein konan væri geðsjúk, ein væri vændiskona og ein hefði framið sjálfsmorð með því að smitast af HIV,“ sagði Björn, sem sagði við Gunnar að hann hefði áður heyrt svipaða sögu. „Ég sagði Gunnari að ég hefði þrettán ára gamlan vitnisburð. Þar hefði kona sagt svipaðar sögur en það endaði með því að ég varð að víkja frá því ég fékk yfir mig gusur. Ég vildi setja málið í farveg, en það mátti ekki,“ sagði Björn, sem sneri sér svo að Gunnari í dómsalnum. „Gunnar talaði um að allir væri geð- sjúkir, svikarar. Ég, vinur hans, var borinn þeim sökum að vera að svíkja hann. Hvaða bull er þetta, ég á erfitt með að trúa að félagi til margra ára skuli geta látið svona út úr sér,“ sagði Björn Ingi og horfði á Gunnar á með- an hann sagði þessi orð. Gunnar sat niðurlútur og horfði ekki á Björn. Sögðu frá kynferðisbrotum Því næst komu sex af konunum sjö og báru vitni, koll af kolli. Allar sögðu þær svipaðar sögur af brotum Gunnars gegn þeim. Sólveig Guðna- dóttir, systir fyrrverandi eigin konu Gunnars, sagðist persónulega vita um alls sextán konur sem hefðu sömu sögu að segja af honum. Í eitt skiptið, þegar hún var þrettán ára, kom hún á heimili Gunnars og var fremur kalt. Þar lá hann í sófa og sagði henni að kúra hjá sér. „Það var kalt úti, ég kom inn og hann lá þarna. Hann bað mig um að koma og sagði mér að kúra hjá sér. Ég hafði litið á hann sem föðurímynd og sá ekkert athugavert. Eftir smá stund fer hann með höndina á hægra brjóstið á mér. Ég var hrædd um að Inga kæmi heim. Mér leið hræðilega. Hann dró mig á gólfið og fór með hendina að ofanverðu og niður,“ sagði Sólveig. Svipaðar sögur sögðu fleiri konur og lýstu því hvernig Gunnar hefði kom- ið við þær. Ein lýsti því hvernig hann setti fingur upp í leggöng hennar. „Í alvöru?“ Lögmaður Vefpressunnar, Bjarki H. Diego, sagði í málflutningi sín- um að málið hefði átt erindi við al- menning. „Er það virkilega svo, að það er bannað að fjalla um svona mál? Eru blaðamenn múlbundnir? Ég segi bara eins og oft er sagt, „í alvöru!?!“ Öll umfjöllun var fagleg, með smekklegum hætti. Það var mikið, mikið dregið úr því sem kon- urnar sögðu. Það sem kom fram í fréttum af málinu hér í gær [þriðju- dag, innsk. blm.] var miklu verra. Á að refsa blaðamönnum hér fyrir þær fréttir?“ spurði Bjarki og sagði einnig að lokum í ræðu sinni: „Hvað með konurnar? Mega þær ekki ræða um sína upplifun í æsku, sem í mínum huga er ljóst að var einhver. Mega þær ekki ræða um þetta, mega þær ekki tala við blaðamenn um þetta, mega þær ekki birta opin bréf um þetta?“ n „ Þær töldu sig kviðdóm, dómara og böðul í þessum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.