Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 35
Sumarsport 3Helgarblað 23.–26. maí 2014 Þú verður að yfirfara hjólið Mikilvægt er að skoða öryggisatriði hjóla þegar þau eru dregin fram á sumrin Á sumrin er tilvalið að leggja bílnum, rífa hjólið úr geymsl- unni og hjóla á milli staða. Það er ágætis líkamsrækt og dreg- ur úr bensínkostnaði. En áður en þú sest upp á hjólið skaltu huga að þess- um atriðum. Hægt er að leita til sér- stakra hjólaverkstæða sem yfirfara hjólið fyrir þig en fyrst er gott að yfir- fara hjólið sjálfur. 1 Þrífðu hjólið og skoðaðu það vel í leiðinni. Þú getur notað garðslönguna, en gott er að hafa einnig smá sápu. Farðu varlega í kringum gíra, bremsur, víra og skipt- ingar og láttu þær eiga sig nema þú sért sannfærð/ur um að þú vitir hvað þú sért að gera. 2 Farðu yfir bremsurnar Þær skipta höfuðmáli og eru öryggisatriði sem bagalegt væri að klikka á. Skoðaðu ástand bremsupúða og leitaðu eftir ryði á festingunum. Það þarf að skipta reglulega um púðana, enda eyðast þeir ef hjólið er notað mikið. Taktu fast og vel í handbremsuna og skoðaðu hvernig púðarnir bregðast við. Ef bremsurnar eru mjög stífar nú eða of lausar þá þarf að láta yfirfara þær eða laga þær sjálf/ur. Ef bremsurnar eru í ólagi er voðinn vís. 3 Skoðaðu dekkin vel Er gjörðin skökk eða illa farinn? Hvernig eru dekkin sjálf? Þú getur prófað að setja loft í dekkið og athugað hvort loftið leki hratt úr. Ef svo er þarf að gera við dekkið eða skipta. Kannaðu allar festingar vel – er þetta ekki allt eins og það á að vera? 4 Ryðguð keðja getur skapað slysahættu ef hún fer í sundur eða festist á ferð. Skoðaðu líka alla víra vel, ef þeir eru orðnir lúnir eða ryðgaðir þarf að yfirfara þá sérstak- lega. Á hjólinu Hjólreiðar geta sparað bensín- kostnað og eru góð hreyfing. Nýjasta sumaræðið: Trampólínleikfimi n Mikil brennsla og minni hætta á meiðslum n Góð þjálfun fyrir liðina Í þróttakennarinn Guðbjörg Finns- dóttir býður upp á skemmtilega nýjung í heilsurækt í sumar fyrir þá sem vilja hafa skemmtun í fyrirrúmi. Nefnilega að koma sér í form með því að hoppa á trampólíni. Æfingar á trampólíni hafa verið vinsælar erlendis, þar hafa risið trampólíngarðar þar sem bæði börn og fullorðnir hoppa af miklum móð, sumir þeirra bjóða upp á leikfimi- tíma en Guðbjörg er hins vegar sú fyrsta sem býður upp á slíkt á Íslandi. Hún rekur G fit heilsurækt í Garðabæ og er með nokkur trampólín til notkunar. „Þetta er frábær og skemmtileg hreyfing, ég hef mikið notað trampólín í stöðva- þjálfun. Hoppin eru góð þjálfun hvað varðar álag á liði, til að mynda mjaðmir og hné. Það er mjög gott fyrir líkamann að fá ekki þetta högg sem hann fær vanalega við æfingar og dregur úr hættu á meiðslum,“ seg- ir Guðbjörg frá. Reynir á marga vöðvahópa Kostir æfinga á trampólíni felast ekki eingöngu í minna álagi á liðamótin og minni hættu á slysum. Æfingar á trampólíni eru sagðar bæta jafnvægi, styrkja grunnvöðva líkamans og stuðla að sterkari beinum. Guðbjörg segir ójafnt yfirborðið reyna á mjög djúplæga vöðva og fleiri vöðvahópa en vanalega. „Þótt áreynslan sé mik- il þá er hún léttari en margur myndi halda. Þegar þú ert á óstöðugu yfir- borði eins og trampólíni þarftu að reyna á mun fleiri vöðvahópa til að halda jafnvægi. Þetta gerir æfingar, svo sem magaæfingar, skokk og arm- beygjur mun áhrifameiri.“ Út með fullorðna fólkið Fjölmargir eru með trampólín í garðinum hjá sér. Guðbjörg segir þá fullorðnu endilega eiga að skella sér út. „Það eru trampólín í öðrum hverjum garði um sumartímann á Ís- landi. Ég segi bara: út með fullorðna fólkið,“ segir hún og hlær en varar við því að hoppa með þeim yngri til að valda ekki slysum. „Það er gott að kynna sér undir- stöðuatriðin fyrst og fara svo út í garð að hoppa. Þá má ég til með að benda konum á að þær geta styrkt grindar- botnsvöðvana töluvert með því að spenna þá í lendingu. Þetta hafa ljós- mæður bent mér á.“ Brennsluaukandi Hún segir engan hafa skorast undan æfingunum á trampólíninu hjá sér hingað til. „Auðvitað þarf svolítið þor í að láta vaða. En það hefur enginn skorast undan hingað til, enda eru þetta góðar og skemmtilegar æfingar sem eru bæði brennsluaukandi og léttari en margar aðrar þótt þær skili góðum árangri.“ n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég segi bara: út með fullorðna fólkið. m y n d s iG tR y G G u R a R i Hlaupaferða- mennska á uppleið Árið 2012 var fyrirtækið Arctic Running stofnað en það býður upp á fjölbreyttar hlaupaferðir á Norðausturlandi. Allt frá dags- ferðum og upp í lengri ferðir. Vegalengdirnar eru allt frá 13 kílómetrum á dag og í 35 fyrir vanari hlaupara. Til dæmis er boðið er upp á ferðir frá Mývatni til Ásbyrgis. Þá eru hlaupnir um 20 til 30 kílómetrar á dag. Hið árlega Jökulsárhlaup hef- ur verið tvinnað saman við lengri ferðirnar sem eru í kringum þrjá til fjóra daga. Fólk ferðast þá fyrri part ferðar en keppir seinni part- inn. Hlaupaferðaþjónustan sam- einar útivist og heilsurækt og hef- ur verið tekið í verkefnið. Einnig hefur verið boðið upp á svokallað miðnæturskokk frá Ásbyrgi. Ásbyrgi er jafnan talin ein helsta náttúruperla landsins en þar er gerð út margvísleg ferðaþjónusta. Árið 2007 var Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi sem hefur stóraukið þjónustu við ferðamenn á svæðinu en Ásbyrgi tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði. Frá Gljúfrastofu er meðal annars boðið upp á skipulagðar göngu- ferðir og skemmtidagskrá fyrir börn auk reiðferða. Í reiðferðum er riðið frá Gljúfrastofu sem er í austurhluta Ásbyrgis, yfir Eyjuna eins og það kallast og í vestur- hlutann. Þaðan er riðið með- fram klettunum og inn í byrgi. Síðan er farið af baki og stopp- að við Botntjörn. Einnig hefur verið boðið upp á hellareiðferð frá Gljúfrastofu en þá er riðið í vestur til Kelduhverfis. Farið er yfir svæði sem einkennast af jarð- skorpuhreyfingum. Hlaupaþjón- usta á uppleið Hlaupaferðaþjónustufyrirtæk- ið Arctic Running var stofnað árið 2012. Fyrirtækið býður upp á hlaupaferðir á Norðausturlandi. Ferðirnar eru allt frá einum degi eða 15 kílómetrar á lengd upp í átta daga og 140 kílómetra. Boðið er upp á fjölbreyttar hlaupaleið- ir í einstöku landslagi þessa landshluta. Á vefsíðunni arct- icrunning.is er einnig að finna upplýsingar um hin ýmsu hlaup hér á landi en hægt er að tvinna ferðirnar saman við keppni í hlaupum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.