Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 23.–26. maí 2014 Stefnan að halda landinu lokuðu n Óttinn við hryðjuverk grundvöllur núgildandi útlendingalaga n Forstjóri Útlendingastofnunar kannast ekki við neina stefnu n Stjórnmálafræðingur segir Ísland loka á útlendinga E r til stefna í útlendingamál- um á Íslandi? Þannig spurði einn þeirra mótmælenda sem ræddu við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, mánudaginn 12. maí. Kristín hikaði eilítið en svaraði svo: „Engin skrifleg. Stefna stjórnvalda felst í lögum. Lögin eiga að endurspegla stefnu stjórn- valda.“ Mótmælendur voru komn- ir á fund Kristínar vegna handtöku Izekor Ozasee, eiginkonu Gísla Jó- hanns Grétarssonar, sem vísa átti úr landi á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar. Í kjölfar mót- mæla og fjölmiðlaumfjöllunar var Osazee leyst úr haldi og ákvörðun um brottvísun afturkölluð á með- an yfirvöld setja sér stefnu í mál- um hælisleitenda sem giftir eru ís- lenskum ríkisborgurum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forstjóri Útlendingastofnunar hefur þurft að svara fyrir umdeildar ákvarðanir stofnunar- innar. Þrátt fyrir að viðurkenna að engin skrifleg stefna væri til í mál- efnum útlendinga og flóttafólks sagði hún innanríkisráðuneytið setja stefnuna í málaflokknum: „Stefnan í þessum málum liggur alltaf fyrst og fremst í ráðuneytinu.“ Hún svaraði því ekki hvort stefnan í málefnum útlendinga og flótta- fólks gengi út á það að halda sem flestum frá landinu en kvaðst hins vegar þeirrar skoðunar að eðlileg- ast væri að orða stefnu íslenskra stjórnvalda opinberlega. En hvernig væri sú stefna orðuð? Hvað felst í henni? Og hvers vegna hefur hún ekki verið sett niður á blað? DV hefur síðasta árið fjallað ítarlega um málefni þeirra útlendinga sem eiga hvað erfiðast uppdráttar í íslensku sam- félagi en það eru hælis leitendur og flóttafólk sem er svo gott sem réttindalaust hér á landi. Blaðið hefur flutt hundruð frétta af tvístr- un fjölskyldna, handahófskenndri húsleit, vafasömum aldursgrein- ingum, ólöglegum brottvísunum, mótmælasvelti, rasískum ummælum lögreglumanna, leka persónuupplýsinga úr innanrík- isráðuneytinu, persónunjósnum og fjöldahandtöku á heimili hæl- isleitenda, svo eitthvað sé nefnt. Í ljósi þess að forstjóri Útlendinga- stofnunar leitar eftir stefnu í málaflokknum er ekki úr vegi að grennslast fyrir um hvað liggi á bak við orðleysi íslenskra yfirvalda í málefnum útlendinga. Útlendingum haldið frá landinu Eiríkur Bergmann Einarsson, dós- ent í stjórnmálafræði við Há- skólann á Bifröst, segir íslensk stjórnvöld ávallt hafa rekið mjög harða útlendingastefnu. „Kjarni útlendingastefnunnar hefur alltaf verið sá að takmarka flæði útlendinga til landsins. Grunnur stefnunnar er sá að halda fólki úti.“ Með aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu hafi landið opn- ast fyrir íbúum Evrópu en orðið þeim mun lokaðra fyrir fólki utan EES. „Þá var öllum nánast sjálf- krafa meinaður aðgangur að landinu, nema þeir hafi alveg sér- stakar ástæður, séu sérfræðingar á einhverju sviði eða með fjölskyldu- tengsl við íslenska ríkisborgara. Það hefur reynst fólki alveg óhemju erfitt að fá dvalar- og atvinnuleyfi á landinu vegna þess að þessi stefna hefur verið keyrð mjög harkalega.“ Eiríkur segir þetta sjást mjög skýrt þegar kemur að hælisleit- endum og flóttafólki sem hér leit- ar hælis. „Íslensk yfirvöld hafa lengi skákað í skjóli Dyflinnar- reglugerðarinnar sem veitir að- ildarríkjum heimild til þess að vísa hælis leitendum aftur til þess lands innan Schengen sem þeir komu fyrst til. Stundum hafa stjórnvöld látið í það skína að þetta sé einhver almenn regla sem öll ríki fylgja en það er ekki svo, þetta er einungis heimild.“ Aðspurður hvaða ástæð- ur gætu legið að baki þessari hörðu útlendingastefnu segir Eiríkur að það sé einfaldlega staðreynd að á Íslandi hafi „alltaf verið ákveðinn ótti við mikinn straum útlendinga.“ Ótti við hryðjuverk Útlendingastofnun er ein af undir- stofnunum innanríkisráðuneyt- isins og starfar samkvæmt lög- um um útlendinga. Stofnunin var sett á fót sem deild innan lög- reglunnar árið 1937 í kjölfar sam- þykktar nýrra laga „um eftirlit með útlendingum.“ Allt til ársins 2002 hét stofnunin Útlendinga- eftirlitið en nafninu var breytt í Útlendingastofnun með nýjum lögum „um útlendinga“ sem tóku gildi árið 2002. Þrátt fyrir að nokkr- ar breytingar hafi verið gerðar á lögunum síðan þá eru núgildandi útlendingalög að stofninum til frá árinu 2002. Með hliðsjón af spurningunni um það hvaða stefna liggi til grundvallar útlendingamálum á Íslandi er áhugavert að líta til þess hvaða ásetningur hafi búið að baki setningu nýrra laga um útlendinga árið 2002: „Atburðirn- ir í Bandaríkjunum þann 11. september sl. umbreyttu heims- myndinni og knúðu ríki til þess að grípa til allra tiltækra úrræða í baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi, sem er orðin raunveruleg ógn við heimsfriðinn. Einn þáttur í þeirri viðleitni er endurskoðun laga og reglna um útlendingamál- efni víða á Vesturlöndum,“ sagði Sólveig Péturs dóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, í ræðu sem hún flutti á Alþingi þann 5. febrú- ar 2002 þegar hún fylgdi frumvarp- inu úr hlaði. „Undirbúa ódæðisverk sín óáreittir“ Í máli ráðherrans kom fram að frumvarpið væri liður í viðeig- andi ráðstöfunum „til að ganga úr skugga um að þeir sem sækja um hæli hafi ekki tekið þátt í hryðju- verkastarfsemi áður en ákvörðun er tekin um veitingu hælis […] Með þessu hefur verið reynt að sporna við því að hryðjuverka- menn úr fjarlægum heimshlutum hreiðri um sig í Evrópuríkjum og myndi jafnvel net umfangsmikillar hryðjuverkastarfsemi þar sem þeir undirbúa ódæðisverk sín óáreittir jafnvel árum saman.“ Þess má geta að eftir því sem DV kemst næst hefur enginn þeirra sem sótt hef- ur um hæli hér á landi frá því lögin voru sett verið grunaður um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Til þess að rökstyðja mál sitt frekar benti ráðherrann á að verið væri að setja strangari og harðari reglur í málefnum útlendinga í ná- grannalöndunum. „Við verðum að hafa í huga að allt þetta getur haft áhrif á okkar litla samfélag. Ef einar dyr lokast leiðir af sjálfu sér að ásókn eykst í þær dyr sem enn standa opnar. Strangari reglur í Danmörku eða Noregi, þar sem einnig er stefnt að endurskoðun, munu því vafalaust auka líkur á að útlendingum fjölgi hér á landi. Þetta er veruleiki sem við verðum að horfast í augu við og jafnframt að gera upp við okkur hvernig við ætlum að takast á við þessar að- stæður.“ Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Níu fengu hæli Sé miðað við höfðatölu ættum við að veita 425 manns hæli árlega 128 hælisleitendum var synjað um hæli hér á landi á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þetta kemur fram í yfirliti Útlendingastofnunar yfir fjölda afgreiddra hælisumsókna á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2013. Þar kemur jafnframt fram að 137 umsóknir hafi verið afgreiddar á þessu tímabili. Af þeim fengu níu viður- kennda stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, eða 6,5 prósent umsækjenda. Þetta þýðir að 93,5 prósent- um hælisleitenda var synjað um hæli hér á landi á fyrstu níu mánuðum síðasta árs, en það er töluvert hátt hlutfall sé miðað við nágrannalöndin. Í skýrslu sem Evrópustofnun grundvallar- mannréttinda vann um hælisumsóknir í Danmörku árið 2009 kemur til að mynda fram að 29,5 prósent hælisleitenda hefðu fengið hæli í landinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var sérstaklega spurð út í þessar tölur á Alþingi síðastliðið haust en hún svaraði því til að málin væru ekki sambærileg þar sem flestir sem hingað koma heyri undir Dyflinnarreglugerðina. Katrín Theódórsdóttir lögmaður sagði í Kastljósi þann 3. apríl síðastliðinn að Ísland stæðist langt í frá samanburð við hin Norðurlöndin þegar kemur að því hversu mörgum sé veitt hæli. Þannig benti hún á að 42 þúsund manns hefðu að jafnaði sótt um hæli á Norðurlöndunum á árunum 2003–2011. Á sama tímabili hefðu um 62 einstaklingar sótt hér um hæli árlega. „Á þessu sjáum við að það eru bara 0,30 prósent sem skila sér til Íslands […] Ef við tökum mið af höfðatölunni þá værum við að veita um 425 manns hæli ef við stöndum okkur jafn vel og Svíarnir, en höfum verið að veita 10–12 manns.“ Hart sótt að ráðherra Mikið hefur verið um mótmæli í innanríkisráðuneytinu að undan- förnu vegna málefna útlendinga. Ráðuneytið er nú til rannsóknar hjá lögreglu fyrir leka á persónuupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla. Mynd SigtryggUr Ari Beðið eftir niðurstöðu Oft og tíðum þurfa hæl- isleitendur að bíða í nokkur ár eftir svari við hælisum- sóknum þeirra. Það byggir oftast á því að þeim skuli vísað úr landi á grundvelli heimildar í Dyflinnarreglu- gerðinni. „Ég held hins vegar að lífsviðhorf flestra – orðanleg lífs- viðhorf – séu að fólk eigi að jafnaði að fá að vera þar sem það vill vera. Fólki haldið úti Stjórnmálafræðingur- inn Eiríkur Bergmann Einarsson segir útlendingastefnu íslenskra yfirvalda alltaf hafa gengið út á að takmarka flæði útlendinga til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.