Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 23.–26. maí 201412 Fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 8,3 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 8,3 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 4,6 milljarða í fyrra. Munur­ inn á milli ára liggur að stærstum hluta í hagnaði vegna sölu eigna í aflagðri starfsemi að sögn Ís­ landsbanka. Eiginfjárhlutfall bankans er 30,3 prósent en var 28,4 prósent á sama tíma í fyrra. Bankinn græddi 6,6 milljarða á vöxtum á árinu, sem er lækkun um 11,1 prósent á milli ára. 2,9 milljarðar voru innheimtir í þóknanir og hækkuðu þóknanir til bankans um 16,4 prósent á milli ára, en hækkunina má rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans. Hlutfall kostnaðar á móti tekj­ um í Íslandsbanka lækkaði í 55,1 prósent á tímabilinu, en lækkun­ ina má rekja til fækkunar starfs­ manna og „áframhaldandi kostn­ aðaraðhalds“, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir bankans eru metnar á 884 milljarða króna. Ókeypis hafra- grautur fyrir alla nemendur Reykjanesbær býður nemendum sínum nú upp á ókeypis hafra­ graut í grunnskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ segir að um tilraun sé að ræða, þar sem ætlunin er að meta hversu margir muni nýta sér tilboð af þessu tagi og finna þá útfærslu sem best hent­ ar til framtíðar, en ætlunin er, samkvæmt fréttatilkynningunni, að festa þetta fyrirkomulag í sessi til framtíðar takist vel til. Nú býðst nemendum að mæta fyrr og fá sér graut áður en kennsla hefst. Hafragrautur­ inn er einnig í boði í löngu frí­ mínútunum að morgni fyrir þá sem það vilja. Gylfi Jón Gylfason, fræðslu­ stjóri Reykjanesbæjar, segir að mikil ánægja sé meðal foreldra og nemenda með þessa tilraun. Fyrir þessu segir hann marg­ vísleg lýðheilsufræðileg rök, hafragrautur sé hollur og gefi kraftmiklum krökkum orku til að takast á við verkefni dagsins. Um verulega kjarabót virðst líka að ræða fyrir heimilin. „Ég heyrði til dæmis af margra barna móður sem sagði að þetta sparaði henni um það bil 20 þúsund á mánuði, þar sem hún þyrfti ekki lengur að smyrja nesti á morgnana í sama mæli og áður,“ segir Gylfi Jón. Samkvæmt fréttatilkynn­ ingunni benda fyrstu tölur til þess að kostnaður af þessu sé mikið minni en Reykjanesbær gerði ráð fyrir í upphafi. Káfið var leyndarmál n Fleiri lentu í Hallbirni n Leiddist út í dóp n Ætlar að áfrýja D ómurinn yfir tónlistar­ manninum Hallbirni Hjart­ arsyni, sem féll í Héraðs­ dómi Norðurlands vestra á þriðjudag, varpar ljósi á mörg atriði sem höfðu fram að þessu verið óljós, og má þar nefna sjálfs­ morðstilraun hans, líðan fórnar­ lambanna sem og fjölda þeirra. Hallbjörn, sem er sjötíu og níu ára, var í vikunni dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnabörnum sínum. Hálf­ bróðir annars fórnarlambsins sagði í vitnisburði sínum við aðalmeð­ ferð að Hallbjörn hafi brotið á sér fyrir rúmlega þrjátíu árum. Sögðu fórnar lömb Hallbjarnar frá því hvernig þau urðu lokuð og leiddust út í dópnotkun í kjölfar misnotkun­ ar hans. Í samtali við DV segist Hall­ björn ætla að áfrýja dómnum. „Ég segi ekkert meira,“ segir Hallbjörn. Barnabarnið ekki sérstaklega kært Spurður um samband sitt við eldra fórnarlambið sagði Hallbjörn að barnabarnið væri sér ekki sérstak­ lega kært og að hann hafi ekki um­ gengist það á annan hátt en aðra. Sagðist hann ekki hafa haft mikið samband við barnabarnið né foreldra þess. Hvað varðar yngri drenginn sagði Hallbjörn hann hafa verið daglegan gest á heimili sínu allt til þess að hann réðst á sig á heimili sínu í febrúar árið 2013. Í vitnisburði sínum lýsti yngri dreng­ urinn því að í nærri hvert skipti sem hann hitti afa sinn hafi hann „strokið á honum rassinn og kynfærin utan klæða“. Sagði hann það hafa gerst oft á ári. Seinasta skiptið sem það gerð­ ist hafi Hallbjörn sagt honum að káf­ ið væri leyndarmál þeirra tveggja. Játað til að kaup sér frið Við aðalmeðferð kom fram að eftir líkamsárás yngra fórnarlambsins í febrúar árið 2013 hafi sá eldri vitjað Hallbjarnar á heimili hans. Að sögn fórnarlambsins fór hann til afa síns eftir sólarhringsáfengisneyslu til að krefjast játningar hans. Hafi Hall­ björn fyrst um sinn neitað en að lok­ um játað. Frásögn Hallbjarnar af því atviki var á þá leið að hann hafi verið hræddur um að hér væri önnur lík­ amsárás í uppsiglingu. Sagðist hann hafa játað brot sín til að kaup sér frið. Í kjölfar þessa sendi Hallbjörn barnabarni sínu bréf þar hann baðst fyrirgefningar og bað hann að koma og ræða við sig. Hallbjörn sagðist þó ekki hafa litið á það sem svo að hann hafi játað brot sín. Bréfsendingin hafi verið til þess gerð að hann gæti sýnt honum skemmdir sem hann hafi valdið á heimili sínu sem og að kaupa sér frið. Neysla og sálfræðiaðstoð Kom fram í vitnisburði beggja fórnar lamba að líðan þeirra eftir níð Hallbjarnar sé slæm. Móðir eldra fórnarlambsins sagði að hún hafi haft áhyggjur af mikilli áfengisneyslu og reiði er hann var unglingur. Hann sagði að honum líði betur eftir að hafa kært Hall­ björn og hafi hann leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi og geðlækni. Sagði hann það sama ekki hægt að segja um þann yngri sem sé í mikilli fíkni­ efnaneyslu. Sá sagði að síðastliðin misseri hafi hann verði mjög van­ sæll og tengdi hann það sérstaklega við brot Hallbjarnar. Hafi hann reynt að leita sér sálfræðiaðstoðar en það hafi gert lítið gagn þar sem honum þyki mjög erfitt að ræða misnotkun­ ina. Þrátt fyrir það lýsti hann einu atviki sem átti sér stað fyrir rúm­ lega fimm árum á heimili Hallbjarn­ ar. Þá hafi Hallbjörn stungið tungu sinni upp í munn barnabarnsins og strokið honum um rassinn. Vitni sagði frá misnotkun Hálfbróðir eldra fórnarlambsins var vitni í réttarhöldunum og kom fram í máli hans að Hallbjörn hafi misnotað hann í eitt skipti. Hafi hann verið í pössun hjá afa sínum tæplega tíu ára gamall er Hallbjörn hafi farið með hann inn í herbergi og þuklað á honum þar. Kvaðst mað­ urinn eftir þetta hafa forðast heim­ ili Hallbjarnar og síðastliðin þrjátíu ár aðeins heimsótt hann einu sinni. Var þessi misnotkun þögguð niður að sögn vitnisins. Sjálfsmorðstilraun sama daga og átakafundur Árið 2011 sagði Hallbjörn opin­ skátt frá því að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð. Í dómnum yfir honum kom skýrt fram að það hafi gerst í kjölfar þess að öll börn hans hafi farið á hans fund og borið mis­ notkun hans á barnabörnum sínum undir hann. Í vitnisburði dóttur Hallbjarnar, móður annars drengj­ anna, kemur fram að stuttu fyrir jól árið 2010 hafi börnum Hallbjarnar orðið kunnugt um níð hans gegn drengjunum. Ákveðið var að bíða þar til eftir jól með að leggja þetta undir Hallbjörn. Fóru systkinin á fund föður síns og sögðu honum að þau vissu af brotum hans. Það sama kvöld tók Hallbjörn inn töflur með það að markmiði að svipta sitt lífi. Á fundinum hafði Hallbjörn neitað sök en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „ Ég segi ekkert meira Dæmdur Hallbjörn Hjartarson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.