Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 23.–26. maí 2014 stjórnvalda er ekki það sem segir í stefnumótun, heldur birtist stefn- an fyrst og fremst í því sem fram- kvæmt er,“ segir Eiríkur. Fjórum mánuðum síðar tók ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við stjórnartaumunum. Stjórnin boðaði umbætur í innflytjenda- málum og lagði fram framkvæmda- áætlun í málefnum innflytjenda árið 2008. Sú framkvæmdaáætlun átti það sameiginlegt með stefnu fyrri ríkisstjórnar að taka ekki til spurningarinnar um hverjir skuli fá að teljast innflytjendur og hverj- ir ekki. Að mati Eiríks virðist engu skipta hvaða ríkisstjórn er við völd hverju sinni, hin harða útlendinga- stefna haldist óhreyfð. Lífsýni tekin úr útlendingum Athygli vakti að stefna í innflytj- endamálum kæmi frá félagsmála- ráðuneytinu en ekki dómsmála- ráðuneytinu sem hafði sætt þó nokkurri gagnrýni árin á undan meðal annars fyrir hina svoköll- uðu 24 ára reglu sem var innleidd í útlendingalög árið 2004. Sam- kvæmt ákvæðinu gat útlendingur utan EES sem giftist Íslendingi að- eins fengið dvalarleyfi væri hann 24 ára eða eldri. Eiríkur Bergmann segir að með þessu hafi íslensk yfir völd verið að fylgja Dönum sem voru að herða útlendingalöggjöf sína á þessum tíma. „Þetta voru í rauninni bara mannréttindabrot.“ Í frumvarpinu var einnig ákvæði um að Útlendingastofnun yrði gef- in heimild til þess að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gengist undir rann- sókn á erfðaefni og töku lífsýnis í því skyni að staðfesta að um skyld- leika væri að ræða. Persónuvernd lagðist gegn þessari lagabreytingu en í umsögn sagði að Persónu- vernd teldi nauðsynlegt að metið yrði sérstaklega hvort það væri yfir höfuð réttlætanlegt að taka lífsýni í þessu skyni. Anh-Dao Tran, formaður Sam- taka kvenna af erlendum upp- runa, spurði í grein í Morgun- blaðinu hvort stjórnvöld hefðu engar áhyggjur af því að óvenjuleg ákvæði á borð við 24 ára ákvæðið og DNA-rannsóknir brennimerktu ákveðinn minnihlutahóp í landinu. Frumvarpið var samþykkt. 24 ára reglunni var síðar breytt en ákvæði um DNA-rannsóknir er enn til staðar í núgildandi lögum. Markmið að sem fæstir sæki um hæli Björn Bjarnason lagði frum- varpið fram sem dómsmálaráð- herra. Hann var spurður um það í Morgunblaðinu þann 25. apríl 2004 hvaða skilaboð hann teldi að lögin fælu í sér gagnvart innflytj- endum á Íslandi: „Ég hef hvað eftir annað sagt í þessum umræðum, að íslensk landamæra- og útlendinga- yfirvöld eigi að búa við svipaðar starfsaðstæður og tíðkast í ná- grannalöndunum og ekki sé gefið á neinn hátt til kynna, að auðveldara sé að stunda blekkingarstarf við landamæri hér en annars staðar.“ Þessi áhersla Björns á að vernda landamæri Íslands og koma í veg fyrir meint blekkingarstarf útlendinga rímar vel við þá stefnu sem birst hefur í útlendingamálum á Íslandi og er enn við lýði. Nokkrum mánuðum fyrr, eða þann 14. febrúar 2004, var Björn staddur í Reykjanesbæ í tilefni af því að verið var að undirrita sam- starfssamning Útlendingastofn- unar og Reykjanesbæjar um um- önnun flóttafólks og hælisleitenda. Morgunblaðið greindi frá ávarpi sem Björn flutti við þetta tæki- færi en þar kom meðal annars fram að markmiðið væri að sem fæstir einstaklingar kæmust undir samstarfssamninginn. Björn sem sinnti embætti dómsmálaráðherra allt til ársins 2009 átti síðar eftir að viðra þessi sömu viðhorf. „Ég skil ekki á hvaða villigötum umræður um innflytjendamál eru, ef það er talið ámælisvert, að hér séu ekki fleiri hælisleitend- ur. Þeir, sem þannig tala, vita ekki um hvað málið snýst og hvílík vandamál steðja að mörgum þjóð- um vegna þess, hve erfiðlega geng- ur að stemma stigu við hælisleit- endum,“ skrifaði Björn í færslu sem birtist á heimasíðu hans þann 12. desember 2004. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar harkalega á vef Evrópuvaktarinnar þann 29. júlí 2012 fyrir það sem hann kallaði „rétthugsun“ í málefnum hælis- leitenda. „Heilbrigð skynsemi segir að senda beri mennina aftur til þess lands þar sem þeir voru fyrst innan Schengen-svæðisins, fyrir þeim vaki auk þess allt annað en setjast að á Íslandi,“ sagði Björn. Stefnan birtist í túlkun á lögum Jórunn Edda Helgadóttir alþjóða- lögfræðingur segir fullyrðingar forstjóra Útlendingastofnunar um að engin stefna sé til staðar og að stofnunin fylgi einungis lögum gangi ekki upp. „Hver hugsandi maður getur séð að málið er ekki svo einfalt að „lög séu lög“ eins og forstjóri Útlendingastofnunar hefur haldið fram í þessu sam- hengi, það er, að ekki sé litið út fyrir bókstafinn við túlkun laganna.“ Ákveðin pólitísk stefna felist í lög- unum líkt og Kristín Völundardótt- ir gefi til kynna, enda séu lög póli- tísk í sjálfu sér. Kristín gleymi hins vegar að taka tillit til þess að póli- tísk stefna eða viðhorf túlkenda geti hæglega litað túlkun og inn- leiðslu laganna. DV ræddi við Jórunni Eddu en hún er með meistaragráðu í al- þjóðalögum frá Soas-háskóla í London og hefur viðamikla þekk- ingu á málaflokknum. Hún segir ummæli forstjóra Útlendingastofn- unar, annars vegar um að engin stefna sé til staðar í málaflokknum, og hins vegar að Útlendingastofn- un fylgi stefnu innanríkisráðu- neytisins, í innri mótsögn. „Þegar svörin eru skoðuð hvort fyrir sig stenst aftur á móti hvorugt þeirra í lýðræðislegu samfélagi. Ef engin stefna liggur fyrir munu ýmsar ákvarðanir koma til með að velta á viðhorfum starfsfólks, persónu- legri stefnu þeirra eða kannski yfir- manns þeirra – ákvarðanir munu velta á geðþótta.“ Öfgafull stefna Jórunn segir að ef Útlendinga- stofnun fylgi stefnu ráðuneytisins í málaflokknum, þá sé ekkert eðli- legt við það að sú stefna sé hvergi til opinberlega eða að stefnumót- un sú fari fram í leyni á milli ríkis- stjórnar eða ráðherra og embættis- manna. Þess vegna sé nauðsynlegt að stjórnvöld setji stefnumót- un sína fram á blaði. „Þannig að túlkandi lögfræðingar eða aðr- ir sérfræðingar, sem sjá um fram- kvæmd og í raun innleiðslu lag- anna, geti litið til þeirra grunngilda sem hafa skuli í huga við túlkun laganna,“ segir Jórunn og bendir á að almenningur geti síðan litið til þeirrar stefnu og gagnrýnt hana, hvort sem er stefnuna sem slíka, eða einstaka ákvarðanir sem sam- rýmast ekki stefnunni. Slíkt myndi veita aðhald og koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir. „Með því að haga sínum mál- um á þennan ólýðræðislega máta er almenningi aftur á móti gert það svo miklum mun erfiðara að berj- ast gegn stefnunni, sem hvergi er orðuð og stjórnvöld þræta fyrir að sé til. Fyrst þarf að sýna fram á stefnuna og færa sönnur fyrir tilvist hennar, áður en hægt er að byrja að færa rök gegn henni.“ Þá segir hún dæmi frá síðustu árum sýna að Útlendingastofnun hafi gerst svo öfgafull í stefnu sinni gegn flótta- mönnum og öðrum innflytjend- um og réttindum þeirra að von- laust væri fyrir stjórnvöld að setja þá stefnu á blað án þess að breyta stjórnarskránni fyrst. n Nasískar rætur Útlendingastofnunar Forstjórinn segir ítrekað reynt að breyta Wikipedia-færslu Haukur Már Helgason, heimspekingur og blaðamaður, birti grein sem bar heitið Uppruni Útlendingastofnunar á Dagblaðinu Nei árið 2009. Þar rifjaði hann meðal annars upp að flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen hafi verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum nasista í Þýskalandi árið 1939. „Hermann Jónasson forsætisráðherra stóð að utanförinni. Í kjölfarið var Agnar skipaður ríkislögreglu- stjóri og falið að skipuleggja „eftirgrennsl- anadeild“. Agnar fól Útlendingaeftirlitinu það hlutverk, sem frá árinu 2002 hefur heitið Útlendingastofnun.“ Þá velti hann því upp hvort uppruni Útlendingastofnunar gæti að einhverju leyti skýrt þá hörku sem stofnunin hefur sýnt útlendingum allt til dagsins í dag. „Ef stefnan hefur að einhverju leyti mótast af jafn skuggalegum öflum og virðist mega ætla, hefur þá verið gert upp við þá fortíð? Hvernig? Er fortíð rétt orð í þessu samhengi? Myndi Útlendingastofnun sjálf lýsa metnaði sínum og tilgangi öðruvísi en hér hefur verið gert? Er ósanngjarnt að segja að hún leitist einkum við að halda fátæku, hörundsdökku aðkomufólki frá landinu?“ Vísað var í þessa grein Hauks Más í umfjöllun Wikipedia um Útlendingastofn- un. Fimm árum síðar, eða þann 1. apríl 2014, sá Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, ástæðu til þess að neita því að nasísk eða fasísk vinnubrögð væru viðhöfð hjá stofnuninni. Í viðtali sem hún veitti Pressunni viðurkenndi hún að Agnar hefði fengið þjálfun hjá SS-sveitum nasista en tók fram að henni væri ekki kunnugt um hvað hann viðhafðist þar. Þá sagði hún að tilraunir hefðu verið gerðar til þess að „laga umfjöllunina“ en án árangurs. „Kjarni útlendinga- stefnunnar hef- ur alltaf verið sá að tak- marka flæði útlendinga til landsins. Grunnur stefnunnar er sá að halda fólki úti. Ríkislögreglustjóri Agnar Kofoed-Hansen skipulagði „eftir- grennslanadeild“. Aðbúnaður gagnrýndur Hælisleit- endur halda sumir hverjir til á gistiheim- ilinu Fit í Reykjanesbæ. Aðbúnaður þar hefur verið gagnrýndur og þá vakti athygli þegar öryggismyndavélar voru settar upp í sameiginlegu rými íbúa en slíkt er brot á friðhelgi einkalífs þeirra. Myndin er tekin á Fit þann 17. júní 2011. Mynd SigtRygguR ARi JóhAnnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.