Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 23.–26. maí 201428 Umræða Framhald á næstu síðu  1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Fór í brúðkaupsveislu hjá vinum mínum. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Það er sól úti, jess. 3. Hvað lýsir þér best? Ég er úrræðagóður. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Þegar ég skeit á mig í rólunni heima, um tveggja ára gamall. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Man það ekki alveg. Man hins vegar eftir fyrsta kossi frá konunni minni, það var ógleymanlegt. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, oft. Ég fæ reglulega sæluhroll þegar mér tekst að leysa eitthvað sem virtist ómögu- legt, þegar ég fæ fréttir af einhverju sem gleður mig mikið og líka oft þegar ég sé eða hugsa um konuna mína, hana Sigurbjörgu. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Það þolir ekki dagsljósið. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Já. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Ég lifði nokkuð villtu lífi á tímabili og prófaði þá fíknilyf. Í dag bragða ég ekkert sterkara en te. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Já, for- láta bassa sem ég átti var stolið. Það sveið. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Heimi Star Wars. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Fjallaskíði. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Ég veit það ekki. Það var stór- kostlegt þegar strákarnir okkar fæddust. Ég hef upplifað alveg ofboðslega margar bestu stundir. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Í morgun kyssti ég konuna mína. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi ein- hvers sem skiptir þig máli? Já, en náð að krafla mig út úr því. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Ég man nú ekki eftir því að hafa gleymt mínum börnum. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Ég get ekki sagt það, hef ekki upplifað einmanaleika mjög lengi. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Jólarjúpurnar á hverju ári. 20. Hefur þú svikið einhvern? Ekki vísvitandi. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, og alltaf eins fallega og ég get. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Ísland Today. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Kyssi konuna mína góða nótt. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Ég á almennt auðvelt með að fyrirgefa. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferðalag- ið sem þú hefur farið í? Nokkrir túrar með HAM voru eftirminnilegir, fór einu sinni til Ekvador, það var frábært. Allar mínar ferðir hafa verið eftirminnilegar. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Stórt er spurt. Líklega þegar ég fæddist. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Ég sé ekki eftir neinu og ef ég geri það þá bara í mjög stuttan tíma. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Góðan daginn elskan eða góðan daginn vinur. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Veit ekki hvert fyrsta verkið yrði en það væri spennandi að prófa að eignast barn. 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Öll. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki borg- arstjóra ef til þess kæmi? Öskra „Ég ræð hér.“ 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Harður, sanngjarn, jákvæður. 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Hélt upp á fertugsafmælið mitt. Það geri ég nú ekki á hverju laugardags- kvöldi. Var sjúklega skemmtilegt. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Fokk, ég á eftir að svara spurn- ingunum frá DV. 3. Hvað lýsir þér best? Er hugrökk og fylgin mér. Stundum dálítið þver. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Á Kanaríeyjum með ömmu minni og afa þegar ég var þriggja ára. Afi bar sjó í lekum plastpoka svo við gætum búið til hallir úr sandinum á ströndinni. Veit ekki hvort ég man þetta í alvörunni eða hvort síendurteknar sögur ömmu og afa gera þetta svona ljóslifandi fyrir mér. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Í Færeyjum, ég var 13 ára, ljómandi fínn. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já oft. Ég er mjög hrifnæm kona og það þarf mjög lítið til. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Það er ekki prenthæft, en margar skemmtilegar aðgerðir með hinum ýmsu grasrótarsamtökum koma upp í hugann. 8. Hefur þú verið nakin í óbyggðum? Já, oft. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Já, hef prófað hass. Mæli ekki með því. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei. 11. Hefur þú verið tekinn af lög- reglunni? Hef einu sinni verið stoppuð og beðin um ökuskírteini. Sýndi það og allir voru sáttir. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Ég hef meiri áhuga á að búa í betri heimi en öðrum. Myndi vilja búa í friðsælum heimi þar sem við um- göngumst umhverfi og náttúru af ábyrgð og höfum öll jöfn tækifæri. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Bubblebolta. Er einhver memm? 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Fæðing barnanna minna. Stórkostlegar stundir. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Líf Magneudóttur í morgun. Var að þakka henni fyrir afmælisgjöfina mína. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, oft. Síðast sextugsafmælinu hennar mömmu. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Ætli fólk komist ekki næst því að gleyma börnunum sínum í kosningabaráttu. Það vill til að börnin mín eru sjálfstæð og dugleg og eiga stóra og góða fjölskyldu sem passar þau vel á lokasprettinum. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Þegar ég var ein á ráðstefnu í New York fyrir nokkrum árum. Að vera alein í þessari risastóru borg sem iðar af mannlífi magnar upp einmanakennd. Það vera mjög sérstakt. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hef- ur fengið? Ég er mikill ástríðukokkur og geri reglulega góðan mat. Besta máltíðin er nú samt sennilega jólarjúpurnar sem eldaðar eru samkvæmt uppskrift langa- langömmu minnar. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já. Því miður. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, ég geri það reglulega. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Ugla og Saga. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Býð Líf góða nótt á Snapchat. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Allt sem ég hef raunverulega fyrirgefið er gleymt og grafið. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Ætli afdrifaríkasta ferðalag mitt hafi ekki verið til Umeå í Svíþjóð þar sem ég dvaldi sem skiptinemi í hálft ár. Þar kynntist ég manninum mínum sem ég hef verið með síðan. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Dagurinn í dag. Þakka fyrir að vera á lífi og heil heilsu á hverjum degi. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Þau skipti sem ég hef ekki tekið til varna fyrir sjálfa mig heldur setið undir ómaklegum árásum á persónu mína. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Með kossi ef ég get, en undanfarna morgna hef ég verið rokin út áður en þau vakna. Við höfum verið mætt fyrir utan leikskóla borgarinnar kl. 7.30 til að tala við foreldra sem hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Hitt kynið? Hvert þeirra? 30.Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Reynslan sýnir að stefnumál Vinstri grænna verða að veruleika fyrr eða síðar og oftast taka aðrir flokkar undir með okkur þó það taki oft langan tíma. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlut- verki borgarstjóra ef til þess kæmi? Að setja í gang vinnu við að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu við börn. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Jafnrétti, umhverfisvernd, frið. 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardags- kvöld? Var að undirbúa og skemmta mér á flugkvöldi Framsóknar og flugvallarvina. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Hvað klukkan væri. 3. Hvað lýsir þér best? Bjartsýni 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Þegar ég kom á Landakotsspítala að heimsækja pabba minn sem var að koma úr brjósklosaðgerð. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn? Eftir bíóferð í Bíóborginni, vetur- inn 1990, hann var æðislegur. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sæluhroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, oft, þegar ég hugsa um góðar stundir með ástinni minni. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Að bjóða mig fram í 1. sætið í borgar- stjórnarkosningum. 8. Hefur þú verið nakin í óbyggðum? Já, oft. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Til dæmis kannabis? Annað? Nei. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Já, þegar ég húkkaði far með bíl til að komast um borð í ferju frá Calais til Dover og já … ekki húkka far. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, á myndavél í Hvalfjarðarsveit. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Fjórðuvíddarheimi. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Að vera borgarstjóri . 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Þegar ég held á börnunum mínum eftir fæðingu. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Gizur, kærastann minn, núna í morgun. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi ein- hvers sem skiptir þig máli? Nei. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Hvaða barni? Í fyrradag, gleymdi tímanum – að sækja Eyjólf á Valsæfingu. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Þegar ég var skiptinemi í Frakklandi og kunni ekki orð í frönsku og enginn talaði ensku. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Scott‘s í London, besta kampavín- ið og kolkrabbacarpaccio. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, því miður. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, með að sýna iðrun og tala við viðkomandi ef því er viðkomið. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Þegar kötturinn okkar var sofandi á baðbrúninni og datt fram af og ofan í baðið þar sem kærastinn minn lá. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Fer með bænirnar og þakka fyrir daginn. 24. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Svik í tengslum við sambandsslit. 25. Hvert er eftirminnilegasta ferða- lagið sem þú hefur farið í? Ferðalag til Honfleur, því að ferðafélaginn var svo óviðjafnanlegur. 26. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist börnin mín þrjú, heilbrigð. 27. Hver er þín mesta eftirsjá? Símtal sem ég átti sumarið 2012. 28. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Með faðmlagi og kossum. 29. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Að kíkja í spegil 30. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Við erum ekki með kosningaloforð, heldur markmið og ég mun vinna að þeim öllum. 31. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki borgarstjóra ef til þess kæmi? Að setja upp raunhæfa áætlun til að tryggja þeim fjölskyldum sem eru að missa húsnæði sitt samverustað. Frestun á nauðungarsölum rennur út í september og það þarf að undirbúa hvernig Reykjavíkurborg ætlar að tryggja húsnæðisöryggi. 32. Í þremur orðum: Fyrir hvað stendur þú? Framkvæmdagleði, rökhugsun og heiðarleika. Húkkaði far og lenti í klóm ræningja Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar Það villtasta þolir ekki dagsljósið Sér eftir því að taka ekki til varna Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna „Allt sem ég hef raunverulega fyrirgefið er gleymt og grafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.