Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 47
Helgarblað 23.–26. maí 2014 Fólk Viðtal 39 eins og fjölskylda manns.“ Sigrún var síðar ráðin sem dag­ skrárstjóri útvarps og sjónvarps eftir margra ára fjarveru. „Það var krefjandi starf. Það að halda uppi dagskrá fyrir ríkisfjölmiðil er meira en að segja það. Maður er einhvern veginn að reyna að þjóna öllum og þá kannski endar það þannig að maður þjónar engum.“ Starfsmenn of heimakærir „RÚV er stór vinnustaður og mjög misjafnt hvernig fólk lítur á þenn­ an vinnustað eins og hann er í dag. Mér fannst það orðið nokkuð áber­ andi að þröngur hópur fólks væri orðinn dálítið heimaríkur, sem vildi að hlutirnir ættu að vera eins og þeir höfðu alltaf verið. Mér fannst vera ákveðin tregða gegn því að mæta nýjum tíma, mæta nýjum þörfum og sjá hlutina kannski svolítið öðruvísi. Ég hefði viljað breyta meiru.“ Aðspurð hvað henni finnst um þá breytingu sem var gerð á rekstrar­ formi RÚV árið 2007, þegar það var gert að opinberu hlutafélagi, segir Sigrún það ekki hafa verið án galla. „Meðal gallanna er nefskatturinn sem kom í staðinn fyrir gömlu afnotagjöldin. Nefskatturinn gerir RÚV háð geðþáttaákvörðunum þingmanna. Það náttúrlega sann­ aðist í fyrra, þegar það fóru að koma hótanir til RÚV frá þingmönn­ um. Fyrrverandi útvarpsstjóri [Páll Magnússon] sagði nú einu sinni að þetta væri eiginlega það versta fyrir­ komulag á fjárframlögum til ríkis­ miðils sem til væri. Ég er eiginlega sammála honum. Þetta er hættu­ legt vegna þess að þeir geta í raun og veru alveg stjórnað ferðinni. Það sýndi sig strax, að þegar það var búið að ákveða einhverja upphæð til RÚV var bara tekið af henni ákveðið hlut­ fall og sett í annað. Þegar Ríkisút­ varpið var gert að ohf. hefði ég vilj­ að sjá útvarpsráð sem var ekki bara samsett í hlutfalli við flokkana á Al­ þingi,“ segir Sigrún og að hennar mati var breyting rekstrarformsins ekki gallalaus og hefur ekki orðið RÚV til góðs. Sigrún starfaði aldrei hjá öðrum fjölmiðli en RÚV. Hún segir þó að henni hafi verið boðin vinna víða, til dæmis á Stöð 2. „Páll Magnús­ son bauð mér vinnu þar einu sinni og ég hafnaði því pent. Maður fékk ákveðið uppeldi hjá RÚV, og mér fannst það aldrei koma til greina að fara til starfa á öðrum miðli. Og mér þykir enn í dag mjög vænt um RÚV og vona að nýr útvarpsstjóri eigi eftir að leiða það inn á betri braut. Ég hef tröllatrú á honum.“ Í heilögu stríði gegn kreppunni Sigrún var dagskrárstjóri þegar kreppan skall á. En eins og með svo mörg önnur fyrirtæki á þeim tíma þurfti RÚV að draga saman seglin. „Þessi tími var „töff“ og það reyndi virkilega á mann sem stjórnanda. Og ég þurfti náttúrlega að skera nið­ ur. Ég flutti heim frá Danmörku og ætlaði að gera betra útvarp, en var allt í einu komin með annað ver­ kefni, að reyna að gera eins gott úr hlutunum eins og hægt var. Og við ræddum þetta inni á Rás 1 og Rás 2, sumir vildu láta þetta heyrast sem mest, en mín kenning var sú að það væri ekki almenningur í landinu sem ætti sök á þessari kreppu. Það var erfitt ástand á mörgum heim­ ilum og sums staðar var RÚV eina menningartækið sem fólk hafði ráð á. Mér fannst það vera mjög mikil­ vægt að við gerðum okkar besta og létum fólk heyra sem minnst að við værum að spara.“ Sigrún segir að hún hafi reynt að spara annars staðar en með því að reka fólk og vegna þess hafi hún lent í árekstrum við aðrar deildir innan RÚV. „Fréttastofan sagði mjög mörg­ um upp. Ég notaði frekar svona kvenlegar aðferðir við að spara, meðal annars með því að gera fram­ leiðsluna ódýrari. Mér fannst mér bera skylda til þess að reyna að halda í starfsfólkið. Það skapaðist þannig góður andi inni á þessum tveimur útvarpsrásum. Við vorum í sameiginlegu stríði gegn kreppunni. Mér fannst þetta í raun mjög gef­ andi tími. Það var ögrun að komast í gegnum þetta tímabil en vissulega var það oft erfitt. Og þessar hrinur af uppsögnum voru „röff“ og erfitt að horfa á eftir fólki sem var búið að vinna þarna lengi. Margir höfðu unnið þar árum saman á tiltölulega lélegum launum í þeirri trú að það hefði atvinnuöryggi. Okkur var alltaf sagt að „við værum þó með örugga vinnu,“ en svo var það öryggi bara allt í einu farið. Þetta voru sérkenni­ legir tímar en ég lærði mikið á þessu og fannst ég koma sterkari út þegar ég hætti heldur en þegar ég fór inn.“ „Vildi að ég færi að hreinsa til niðri á gólfi“ Sigrún vann lengi með Páli Magnús­ syni og segir hún að samskipti þeirra hafi verið góð lengst af. „Við vorum góðir vinir. Og erum enn góðir vin­ ir. Mér fannst gaman að vinna með honum. Hann er töffari, og er skap­ hundur eins og hann hefur lýst sjálfur einhvern tíma. Fólk trúir því kannski ekki en við rifumst aldrei. Og ég rífst yfirleitt ekki við mitt sam­ starfsfólk. Páll treysti mér sem sann­ aðist til að mynda í því að hann var alltaf að bæta við mig ögrandi verk­ efnum. Hann var greinilega sáttur við mína vinnu og við áttum mjög fínt samstarf alveg þangað til í vik­ unni áður en ég hætti. Þá kom upp ágreiningur okkar á milli. Hann vildi kljúfa starfið mitt aftur niður í sjón­ varp og útvarp og vildi að ég færi að hreinsa til niðri á gólfi á Rás 1, eins og hann orðaði það. Ég hafði valið þá leið að vernda fólk en nú vildi hann að ég færi niður og ræki. Ég var ósátt og sagði honum að ég vildi ekki taka það verkefni að mér en ég myndi með ánægju halda áfram með sjónvarpið og hann fæli einhverjum öðrum Rás 1 og Rás 2. Ég skrifaði honum bréf þar sem ég ítrekaði að ég myndi frekar segja starfi mínu lausu heldur en að fara niður á gólf í hreinsunaraðgerðirnar. Hann ætlaði að hugsa það mál.“ Stillti Páli upp við vegg Hinn 8. október árið 2012 var örlaga­ ríkur dagur í lífi Sigrúnar. Þá gekk hún út úr RÚV eftir að hafa lent í orðaskiptum við Pál Magnússon. „Hann kallaði mig á fund á mánu­ degi og sagðist ekki geta unnið með fólki sem ekki tæki að sér þau verk­ efni sem þyrfti að leysa. Hann spurði hvort ég gæti unnið þangað til búið væri að ráða nýja dagskrárstjóra. Ég sagði að mér hugnaðist það ekki og þakkaði honum fyrir samstarfið. Hann kyssti mig á kinnina og ég fór niður og pakkaði saman og fór.“ Aðspurð hvort Páll hafi stillt henni upp við vegg segir hún það hafi frekar verið á hinn veginn. „Ég stillti honum upp við vegg. Ég var ákveðin í að ég vildi ekki gera þetta og seinna kom í ljós að þetta voru náttúrlega ekki góð áform sem áttu eftir að koma í bakið á honum sjálf­ um síðar. En ég gekk út, bein í baki, en ég gleymdi að stimpla mig út. Þannig að ég var stimpluð inn í mánuðum saman,“ segir Sigrún og hlær. „Og þetta var náttúrlega bölv­ aður skellur en mér fannst ég ekki hafa neitt val ef ég ætlaði að vera trú sjálfri mér. Ég sagði við Pál að ég vildi geta horfst í augu við sjálfa mig þegar ég liti í spegil. Ég lét hjartað ráða för.“ „Fúll yfir því að hann gat ekki beygt mig“ „Ég held að Páll hafi ekkert ætlað að láta þetta fara svona, en hafi orðið fúll yfir því að geta ekki beygt mig. Ég hafði ekki gert ráð fyrir að hann myndi velja þennan kost.“ Sigrún viðurkennir að ákvörðun hans hafi komið henni á óvart. „Hann var svo sem búinn að spyrja hvort það væri hægt að fá mig til að skipta um skoðun. En það var bara ekki inni í myndinni. En þetta var áfall vegna þess að þetta var spennandi starf og ögrandi fyrir mig. Mér fannst ég vera að gera góða hluti og langaði ekki til að hætta. Ég hef ekki komið inn í RÚV í Efstaleiti síðan.“ Sigrún segist þó oft fara í heimsókn á RÚV á Akureyri, enda stutt að fara þar sem húsnæði RÚV er á skólalóð háskólans, þar sem Sigrún starfar núna. „Ég fer oft í kaffi út á RÚVAK. Þar ræði ég málin og hitti kollega. Einnig erum við að skipuleggja sam­ eiginlegt námskeið í útvarpsþátta­ gerð fyrir fólk á landsbyggðinni sem styrkir tengslin enn frekar. En núna hefur svo margt gerst uppi í Efstaleiti þannig að nú fer ég að skreppa í heimsókn þangað. Mig langar að hitta nýtt fólk og gamla vini.“ Fannst hún vera að fara á rangan stað Eftir að Sigrún sagði skilið við RÚV tóku önnur verkefni við. Hún var að kenna í fjölmiðlafræði og hóf líka vinnu við bók sem hún er enn að vinna í. „Við höfum verið að safna viðtölum, ég og Edda Jónsdóttir, við allar konur sem eru enn lifandi sem hafa verið ráðherrar á Íslandi. Við erum búnar að tala við þær all­ ar, Auður Auðuns er sú eina sem er látin. Við eigum þetta hráefni og erum að finna okkur form og leita okkur að útgefanda og annað. Það var gott að hafa þetta í bakhöndinni í fyrra þegar mér var allt í einu kippt úr sambandi. Ég hafði verið mjög upptekin í starfi og einn daginn er ég bara ein heima í eldhúsi. Þetta var eins og að ganga á vegg,“ segir Sigrún. Nákvæmlega ári síðar var Sigrún ráðin til Háskólans á Akur­ eyri. Hún hafði þá verið hvött af innanbúðarfólki við hug­ og félags­ vísindasvið til að til sækja um starf sviðsforseta. Umsóknarferlið tók langan tíma en svo fór að Sigrún fékk stöðuna og hóf störf 1. desem­ ber í fyrra. „Fyrstu vikurnar í starfi fannst mér þetta svona svolítið „skitsó­ frenískt“ og eins og að ég væri að fara á vitlausan stað. Mér fannst að ég ætti að vera að fara út á RÚVAK en ekki upp í Háskóla, en það er liðin tíð. Mér finnst mjög gaman að vinna í þessu háskólasamfélagi og hér eru ögrandi verkefni. Mér finnst að há­ skólinn þurfi að verða sýnilegri, að­ sókn í námið er að aukast þannig að við erum í sókn. Háskólinn er laus við skuldahala krepputímans. Og núna er að koma nýr rektor, sem verður áhugavert að vinna með í framtíðinni. Ég er bara mjög lukku­ leg með mína stöðu í dag.“ Sigrún segir að hún hafi áður íhugað að sækja um sömu stöðu við skólann en hafi verið töluð ofan af því af Páli Magnússyni, sem var þá yfirmaður hennar. „Hann varð mjög fúll þegar ég nefndi það við hann. Ég sagði að ég hefði enga tryggingu fyr­ ir því að ég fengi starfið en mig lang­ aði til að sækja um. Hann sagði að sér fyndist það vera vísbending um losarabrag og að ég væri að hugsa í einhverjar aðrar áttir og að það væri vont fyrir mig sem stjórnanda. Hann sagðist sjálfur aldrei sækja um störf nema hann væri viss um að fá þau. Svoleiðis að ég ákvað að gera þetta ekki, en var óánægð yfir því að ég hefði látið hann hræða mig frá því að sækja um.“ Umdeilt ráðningarferli Eins og fyrr sagði var umsóknar­ ferlið sem Sigrún gekk í gegnum langt og ráðning hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Um leið og það varð ljóst hverj­ ir sæktu um, var okkur Ólínu [Þorvarðardóttur] stillt upp á móti hvor annarri kannski vegna þess flestir könnuðust við okkur. Þannig að þetta er sett upp þannig, að mig minnir í DV, að við sækjumst báðar eftir þessu embætti. Síðan fer þetta í dómnefnd og í dómnefndar áliti kemur fram að ég hafi mesta reynslu í stjórnun ásamt Ólínu en ég væri metin með meiri reynslu en hún í kennslu á háskólastigi. Þannig að ég kem vel út úr því. Síðan erum við um­ sækjendur látnir halda kynningar á okkur sjálfum og því sem við stönd­ um fyrir. Í kjölfar þess var atkvæða­ greiðsla sem að margra mati fór eitt­ hvað úr böndunum. Í fyrsta lagi voru sumir sem fengu að kjósa bæði í fyrstu umferð og annarri umferð, sumir fengu að kjósa á netinu og aðr­ ir ekki. Þetta var klúður,“ segir Sigrún. „Þar með byrjar ballið og blöðin byrja. Það fer í fréttir að það sé búið að ráða Ólínu, sem var alls ekki búið að gera. Það er rektor sem ræður og rektor hefur síðasta orð um það hver fær þessa stöðu, ásamt háskólaráði,“ segir Sigrún. „Mér er síðan boðin staðan. Og Ólína var mjög ósátt við það greini­ lega og hefur sent þetta mál til um­ boðsmanns Alþingis og þar er það núna. Mér finnst þetta leiðindamál. Sérstaklega er þetta leiðinlegt af því að við erum ágætis vinir. Ég er alla­ vega ekki ósátt við hana og hún ekki við mig, eftir því sem ég best veit. Við unnum lengi saman hjá RÚV, mér þykir vænt um Ólínu og ég vona að hún fari að fá áhugavert starf.“ Hefði átt að eyða meiri tíma með sonunum Sigrún segist sjá eftir fáum hlutum í lífinu. „Það þýðir ekki neitt,“ segir hún en bætir þó við að „maður geti alltaf verið klókur eftir á. Ég hefði átt að eyða meiri tíma með son­ um mínum. Ég er af þeirri kynslóð þar sem maður átti að vera að gera allt. En ég get ekkert snúið til baka því tímahjóli. Nú er ég að reyna að bæta þeim þetta upp með því að vera þokkalega góð amma. Ég legg mjög mikla áherslu á það að vera í góðu sambandi við mín barnabörn og eyða tíma með þeim. Við förum til dæmis með fermingarbörnin í ferðir til útlanda og við erum að reyna að vera lifandi og hress sem afi og amma. Þannig að þetta er hálfgerð eftirágreiðsla til sona minna – reyndar mjög gefandi eftir­ ágreiðsla.“ Sigrún segir að þegar hún líti til baka, geti hún ekki sagt annað en að hún hafi lifað spennandi lífi og að hún hafi notið forréttinda að því leyti, ævi hennar og störf hafa verið viðburðarík og fjölbreytt. „Ég held að ég sé líka smá töffari. Ég tek áhættu og þori að beygja af braut og gera eitthvað allt annað. Ég horfi til framtíðar og finnst gaman að vera til. Höggið, sem ég fékk á mig þegar ég gekk út úr RÚV verð ég alltaf sáttari og sáttari við. Ég held að einhver innri rödd hafi bara sagt mér að hlusta á sjálfa mig og hætta. Mín skoðun er sú að við þurfum að vera duglegri við að hlusta á innri rödd og breyta ekki gegn eigin sam­ visku og eigin sýn.“ n Spennandi líf Sigrún segir að þegar hún líti til baka, geti hún ekki sagt annað en að hún hafi lifað spennandi lífi. Mynd SigtryggUr Ari „Mér var allt í einu kippt úr sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.