Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Síða 8
8 Fréttir Vikublað 3.–5. júní 2014
Í
desember síðastliðnum hugðist
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
loka leikskólanum Efri-Björtu-
hlíð í Hamrahlíð vegna ýmislegra
skemmda sem börnum sem þar
eru í vist stafaði hætta af. Fór svo að
leikskólinn fékk frest, sem enn er í
gildi. Orsök skemmdanna er rör sem
sprakk og olli vatnsskemmdum. Líkt
og sjá má á myndunum eru miklar
rakaskemmdir í Björtuhlíð. Gert var
við til bráðabirgða en síðastliðið hálft
ár hafa börn verið í vist í grotnandi
leikskólanum. Málning innanhúss
flagnar og segist starfsmaður leikskól-
ans í samtali við DV hafa komið að
einu barni sem hafði stungið máln-
ingarflögu upp í sig. Á öðrum stöðum
eiga börn á hættu að fá í sig viðarflísar.
Starfsmaður segir leikskólann anga af
fúkkalykt.
„Rosaleg fúkkalykt“
Starfsmaður leikskólans, sem vill ekki
að nafn sitt komi fram, segir vanda-
mál í tengslum við húsnæðið vera
margþætt. Raunar er allur leikskólinn
undirlagður af rakaskemmdum. „Það
er alltaf rakalykt í húsnæðinu og það
er málning í glugganum sem flagnar.
Viðurinn er farinn svo börnin plokka
málningu og viðarflísar. Allt lítur bara
mjög subbulega út. Það sprakk rör í
einum vegg og það hefur ekki verið
gert við það, það sést vel á veggnum.
Það eru rakaskemmdir í steypunni og
það mætir manni alltaf rosaleg fúkka-
lykt þegar maður kemur inn,“ segir
hann.
Setja upp í sig málningu
Segir starfsmaðurinn að ýmsar hættur
bíði barna á leikskólanum. Ber þar
helst að nefna að börnin séu að borða
flagnaða málningu. Segir hann það
þekkt vandamál á leikskólanum að
börnin stingi upp í sig málningarflög-
um. „Það kom til dæmis fyrir á minni
deild að ég kom að einu barnanna að
stinga málningu upp í sig úr gluggan-
um,“ segir hann. Auk þessa er nokkuð
um það að börn fái flísar vegna
skemmda. „Svo eru dyrakarmar sem
eru illa farnir. Maður bíður bara alltaf
eftir því að börnin fái flís. Það má segja
að leikskólinn sé að grotna niður.“
Frestur rennur út sumar
Í svari frá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur við fyrirspurn DV vegna málsins
kemur fram að standi leikskólinn ekki
við áætlun sem honum hefur verið
sett verði honum lokað í lok sumars.
„Eins og staðan er núna á leikskólan-
um Björtuhlíð þá eru úrbótakröfur af
okkar hálfu á leikskólann sem áætl-
un hefur verið gerð um að fara í að
lagfæra. Sumu hefur verið lokið en
það sem eftir stendur hefur leik-
skólinn frest fram yfir sumarlok til
að ljúka,“ segir í svarinu. Samkvæmt
starfsmanni Björtuhlíðar hefur lítið
sem ekkert verið gert frá því að leik-
skólinn fékk frest. „Það var gert eitt-
hvað smávegis eins og að líma gólf-
lista og skipta um læsingar á gluggum
sem voru hættulegar. Leikskólinn var
málaður að utan en það var bara til að
gera hann vatnsheldan. Þeir settu það
í forgang af því að það var svo rosa-
lega illa farið,“ segir leikskólastarfs-
maðurinn.
Leikskólastjóri áhyggjulaus
„Ég segi bara pass,“ svarar Arn-
dís Bjarnadóttir, leikskóla-
stjóri Björtuhlíðar, spurð um
skemmdirnar og mögulega lokun
Heilbrigðiseftirlitsins á leikskólanum
í lok sumar. „Ég veit ekki betur en það
standi til að bæta úr þessu, þannig að
ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu
í dag. Starfsfólki og foreldrum líð-
ur bara afskaplega vel og mér finnst
þetta ekki vera neitt, því þetta er ekki
nógu jákvæð frétt fyrir leikskólann,“
segir Arndís.
Verður lagað
Agnar Guðlaugsson, deildarstjóri
bygginga á umhverfis- og skipulags-
sviði á skrifstofu framkvæmda og
viðhalds, segir í samtali við DV að
verstu skemmdirnar hafi verið lag-
aðar strax og til standi að laga aðrar
skemmdir í sumar áður en frestur
rennur út. „Við erum að vinna í því að
fara í utanhússviðgerðir og glerskipti.
Við fórum yfir þetta með Heilbrigðis-
eftirlitinu og löguðum strax eldhúsið.
Rakaskemmdirnar verða lagaðir, það
verður farið í múrviðgerðir. Yfirleitt
þegar svona kemur upp förum við í
það strax,“ segir hann. n
Leikskólabörnin
borða málningu
n Heilbrigðiseftirlitið frestaði lokun Efri-Björtuhlíðar
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það má segja
að leikskólinn
sé að grotna niður
Flísar Viður stendur út á dyrakörmum með
þeim afleiðingum að leikskólabörn fá flísar.
Sprungið rör Merki um vatnsskemmdir
sem komu í kjölfar þess að rör sprakk.
Málning plokkuð Hér hafa leikskólabörn-
in plokka málningu af veggjunum. Vitað er
að börnin hafi lagt sér hana til munns.
„Subbulegt“ Þessi
mynd sýnir salerni
barnanna. Líkt og sjá
má eru rakaskemmdir
á veggjunum líkt og í
öllum leikskólanum.
Efri-Bjartahlíð
Sjá má að talsverðar
skemmdir eru á framhlið
hússins. Samkvæmt
starfsmanni leikskólans
eru þó skemmdirnar
alvarlegri að innan.
Börn að leik Starfs-
maður leikskólans
segir það þekkt vanda-
mál að börn borði
flagnaða málningu
sem og fái flísar vegna
rakaskemmda.
Edrú ungmenni
í Reykjanesbæ
Unglingar í Reykjanesbæ koma
vel út úr könnunum Einung-
is þrjú prósent nemenda í 10.
bekk Reykjanesbæ hafa orðið
ölvuð síðastliðna 30 daga, helm-
ingi færri en gengur og gerist á
landsvísu.
Sama hlutfall nemenda í
Reykjanesbæ í 10. bekk, þrjú
prósent, segist hafa notað mari-
júana einu sinni eða oftar um
ævina, en til samanburðar hafa
sex prósent nemenda á sama
aldri á höfuðborgarsvæðinu
notað marijúana.
Þessar upplýsingar eru meðal
þess sem kemur fram í rannsókn
sem gerð var í ár fyrir Reykjanes-
bæ af fyrirtækinu Rannsókn og
greining.
Gylfi Jón Gylfason fræðslu-
stjóri skýrir litla vímuefnaneyslu
nemenda í 10. bekk með góðu
forvarnarstarfi, kröftugu starfi
kennara innan skólanna og
góðu samstarfi heimila og skóla.
Hellti sér
yfir farþega
„Þetta er ekki framkoma sem við
viljum sjá í okkar vögnum,“ seg-
ir Kolbeinn Óttarsson Proppé,
upplýsingafulltrúi Strætó, í sam-
tali við DV.is um myndband þar
sem vagnstjóri hellir sér yfir far-
þega sem kvartaði yfir óstund-
vísi. „Vagnstjórinn verður auð-
vitað kallaður inn og rætt við
hann. Málið er bara í því ferli.
Þetta er ekki framkoma sem við
viljum sjá í okkar starfsemi,“
segir Kolbeinn.
„Þú ert ekta fyllibytta og þarft
að rífast af því þú ert drukkinn,“
heyrist bílstjórinn segja við far-
þegann í myndbandinu. „Ég
rífst við þig líka alveg bláedrú,“
svarar farþeginn. „Þú átt að
skammast þín og þegja,“ segir
strætóbílstjórinn þá. Marína
Gerða Bjarnadóttir deildi
myndbandinu á Facebook-síðu
Strætó. Í ábendingunni kemur
fram að síðastliðinn miðviku-
dag hafi hún verið í strætis-
vagni númer 14 og orðið vitni
að atburðarásinni. „Þetta var
voðalega ófaglegt og enginn
í þjónustustarfi ætti nokkurn
tímann að bregðast svona við,“
segir Marína í póstinum en í
myndbandinu heyrist rifrildi
strætóbílstjórans og farþegans
greinilega.
Vagnstjórinn reyndi að reka
manninn út úr vagninum en
hann varð ekki við því. „Hvað
veistu? Þú veist ekki neitt!,“ kall-
ar strætóbílstjórinn á farþeg-
ann. „Ég veit miklu meira en
þú heldur,“ svarar farþeginn.
„Þú veist ekki rassgat maður og
ættir að skammast þín að láta
fólk heyra svona til þín,“ segir
strætóbílstjórinn.
Skömmu síðar óskar
strætóbílstjórinn eftir því að lög-
reglan verði kvödd á vettvang til
að fjarlægja manninn úr strætis-
vagninum.