Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Side 12
Vikublað 3.–5. júní 201412 Fréttir Bæjarstjóratíð Árna á enda n Árna Sigfússyni langar ekki á þing n „Ætli ég hvíli mig ekki aðeins“ V onbrigði. Þetta er kannski algengasta orðabók stjórn- málanna eftir kosn- ingar. Það eru svo miklu fleiri sem verða fyrir von- brigðum heldur en ganga himin- glaðir út í nóttina.“ Þetta segir Árni Sigfússon sem lætur af störfum bæjarstjóra í Reykjanesbæ eftir að hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins féll á laugardaginn. Starfinu hefur Árni gegnt í tólf ár en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið við völd í bænum tvöfalt lengur. Í bæjarstjóratíð Árna hafa skipst á skin og skúrir. Herinn fór með til- heyrandi atvinnumissi, ýmis umdeild mál komu upp tengd embættisverk- um bæjarstjórans og margsinnis var deilt harkalega um vægi umhverfis- sjónarmiða og atvinnusköpunar á Suðurnesjum. Flaggað var í hálfa stöng við kosningamiðstöð Sjálfstæð- isflokksins á kosninganótt en Árni bar sig vel þegar DV heyrði í honum hljóðið á mánudegi eftir kosningar. Klofningsframboðið hafði áhrif Á sunnudagsmorgni hófu Samfylk- ingin, Bein leið og Frjálst afl við- ræður um myndun meirihluta, en síðastnefndi flokkurinn er klofn- ingsframboð úr Sjálfstæðisflokkn- um. „Ég óska þeim góðs gengis og mun auðvitað reyna að greiða götu þeirra eins og hægt er,“ segir Árni sem viðurkennir að úrslit kosning- anna hafi verið vonbrigði fyrir sig. „Ég bjóst við fimm bæjarfulltrúum. Ég hafði skynjað að það væri á bratt- ann að sækja fyrir alllöngu en taldi að okkar vinna myndi skila fimm.“ Hann telur klofningsframboðið út úr Sjálfstæðis flokknum eina helstu ástæðu þess að hreini meirihlutinn féll. „Það gefur auga leið að margir ágætir sjálfstæðismenn ákváðu að styðja það framboð. Það hafði mest áhrif. Hins vegar hefur margt geng- ið á og ég gerði mér alveg grein fyrir stöðunni,“ segir Árni. Í aðdraganda kosninga var deilt harkalega á verk meirihlutans í Reykjanesbæ undanfarin ár. Fjall- að var um skuldastöðu bæjarins, lágt atvinnustig, sölu á eignum í bæjar- stjóratíð Árna. Þetta og margt fleira hefur margsinnis verið til umfjöllun- ar í DV. „Ég hef reyndar, til að halda heilsu, ekki legið yfir öllum netmiðl- um og því sem sagt er. Það er mikil- vægt, en um leið þarf maður að vita hvernig umræðan er,“ segir Árni að- spurður hvort hann telji harka- lega gagnrýni hafa átt þátt í ósigri Sjálfstæðisflokksins. „Með aukinni notkun þessara netmiðla þar sem fólk getur baunað út úr sér hugsunum, nánast um leið og þær kvikna, án þess að hugsa til hlítar hvað á að segja. Þetta er sérstök umræða og getur ver- ið svo hvöss. Í aðdraganda þessara kosninga var hún það. Margt hefði kannski betur verið látið ósagt, en það er á ábyrgð þeirra sem það segja og ég vil ekki gera lítið úr því fólki eða svara því í sömu mynt,“ segir Árni en tekur fram að hér sé hann ekki að vísa til neins sérstaks. „Ég hef ekki sest yfir bloggsíður einstaklinga og hinna ýmsu miðla. Ég er ekkert inni í því.“ Stoltastur af fræðslumálunum DV bað Árna um að útlista af hverju hann væri stoltastur þegar hann liti yfir bæjarstjóratíð sína. „Ég er gríðar- lega stoltur af börnunum okkar og uppbyggingu fræðslu- og skóla- mála. Það er svo mikilvægt, vegna þess vanda sem við höfum geng- ið í gegnum hér í Reykjanesbæ, að við menntum okkur út úr krepp- unni,“ segir Árni og fagnar uppgangi í skólamálum á tímabili hans sem bæjarstjóri. Einkunnir úr samræmd- um prófum hafa risið í Reykjanesbæ undanfarin ár, en PISA-kannanir að vísu ekki endurspeglað viðsnún- inginn að fullu. Árni segir mikilvægt að byggja upp menntun og hlúa að fræðslumálum, og að þetta hafi tek- ist þökk sé sterkri framtíðarsýn og vönduðum vinnubrögðum innan skólakerfisins. „Við getum líka verið stolt af um- hverfi okkar og þeim innviðum sem við höfum byggt upp,“ segir Árni og bætir við: „Auðvitað hafa þeir kostað. Ég hef verið gagnrýndur fyrir meðal annars það að fjárfesta í þessum innviðum. En þegar samfé- lag eins og okkar hefur lítið fjármagn vegna lítilla skatttekna, þá er ekkert um annað að ræða en að taka lán til þess að fjármagna þá uppbyggingu sem hefur verið hér í skólamálum. Við erum með sex grunnskóla, tón- listarskóla og tíu leikskóla. Ég er stoltur af því að okkur hafi tekist að byggja þetta upp.“ Árni nefnir einnig mikilvægi fjölbreyttra atvinnuhátta, svo sem ferðaþjónustu og þess að öflug fyrirtæki séu löðuð að bænum. Ekki út í landspólitíkina „Ég vil þessu samfélagi allt hið besta. Ég vil bara tryggja að samfélaginu gangi áfram vel, en geri það frá öðr- um stað,“ segir Árni. Aðspurður hvað hann hyggist taka sér næst fyr- ir hendur svarar hann: „Ætli ég hvíli mig ekki aðeins. Kominn tími til.“ Ætlar hann ekki að demba sér í landspólitíkina? „Ég hef unnið að samfélagslegri uppbyggingu í nær- samfélaginu alveg frá því ég kom úr námi, bæði í Reykjavík og svo aftur í Reykjanesbæ. Ég hef aldrei haft hug á að sitja á þingi,“ svarar Árni og bæt- ir við: „Einhverjir hafa haldið að það væri gorgeir að segja þetta, en það er ekki þannig. Mér finnst einfaldlega þessi vettvangur svo miklu áhuga- verðari. Árni segist telja sig geta gert meira gagn á sveitarstjórnarstiginu en á Alþingi. „Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því ég að ég fari að reyna að taka af honum þingsætið.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Árni Sigfússon Hefur starfað sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar í 12 ár. Sendibíll ársins 2014. Hvað réð úrslitum? Var það framúrskarandi vinnuumhverfið og sveigjanlega flutningsrýmið? Lága eyðslan? Eða ríkulegur staðalbúnaður, eins og til dæmis Bluetooth, olíumiðstöð og brekkuaðstoð? Mögulega spilaði hátt endursöluverð og lág bilanatíðni líka inn í. Nýr Ford Transit Connect er harðgerður og vinnusamur. Komdu og prófaðu sendibíl ársins. FORD TRANSIT CONNECT FR Á 2.382.470 ÁN VSK MEÐ DÍSILVÉL Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Transit Connect FR Á 2.589.641 ÁN VSK FÁANLEGUR Í TVEIMUR LENGDUM. FÆR FRÍTT Í STÆÐI. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KR. KR. ford.is MEÐ BENSÍNVÉL Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.990.000 m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.250.000 m/vsk. Transit Connect með 1,6TDCi dísilvél og Start-Stop spartækni uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.