Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 3.–5. júní 201414 Fréttir Viðskipti Keypti útgerðina til að selja hana strax Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Magnús Kristinsson keypti Berg-Hugin af sjálfum sér M agnús Kristinsson, þrota- bú gamla Landsbanka Ís- lands og eignarhaldsfélag sem var í eigu skyldmenna Magnúsar lánuðu móður- félagi útgerðarinnar Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum samtals rúma tvo milljarða króna með seljendalán- um til eignarhaldsfélagsins Q44 ehf. til að kaupa útgerðina. Magnús fjár- magnaði því kaup sín á útgerðinni að hluta til sjálfur. Í lok árs 2012 skuld- aði Q44 ehf. honum rúman milljarð á meðan félagið skuldaði Landsbanka Íslands nærri 660 milljónir og öðru félagi tæpar 400 milljónir. Q44 ehf. er móðurfélag Bergs- Hugins í dag, félagið sem ætlaði að selja útgerðina í Eyjum til Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað áður en Vestmannaeyjabær ákvað að höfða dómsmál til að koma í veg fyrir söluna. Dæmt var Vestmannaeyja- bæ í vil í málinu í byrjun maí og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur þar með á að sveitarfélagið ætti forkaupsrétt að útgerðinni. Nýtti sér forkaupsrétt Alltaf hefur verið talað um viðskipt- in með Berg-Hugin eins og Magn- ús Kristinsson sé að selja útgerðina sem að stofninum til er fjölskyldu- fyrirtæki. Magnús missti hluta af Bergi-Hugin yfir til Landsbanka Ís- lands í kjölfar hrunsins 2008. Hann hafði fengið lánaðar háar fjárhæð- ir frá bankanum og tók bankinn 45 prósenta hlut af útgerðinni upp í skuldir. Í lok árs 2011 átti Magnús 41 prósents hlut í Bergi-Hugin, Lands- banki Íslands átti 45 prósent og eignarhaldsfélagið RGísla ehf. átti 14 prósent – Ragnhildur Gísladótt- ir tónlistarkona er eiginkona Birkis Kristinssonar hálfbróður Magnúsar. Magnús átti hins vegar forkaups- rétt að hlutabréfum Landsbanka Ís- lands í Bergi-Hugin. Þennan for- kaupsrétt nýtti hann sér árið 2011 og eignaðist þar með 45 prósenta hlut bankans í útgerðinni. Hann eignaðist líka 14 prósenta hlut RGísla ehf., sem í dag heitir Cappa ehf. Þessi viðskipti eignarhaldsfé- lagsins sem á Berg-Hugin í dag, Q44 ehf., voru öll fjármögnuð með selj- endalánum. Magnús ekki skráður Athygli vekur hins vegar að í hlut- hafaupplýsingum Q44 ehf. kemur fram að félagið sé í eigu eignarhalds- félags sem hét Blik ehf. árið 2012 en heitir nú Sirkus Íslands ehf. Stjórn- armaður Q44 ehf. er Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður Magnúsar til margra ára. Félagið Sirkus Íslands ehf. er hins vegar ekki í eigu Magn- úsar heldur manns sem heitir Birgir Hermannsson. Miðað við þessar upplýsingar þá á Magnús ekki út- gerðina Berg-Hugin heldur annar maður. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvernig stendur á þessu því alltaf er talað um útgerðina eins og Magnús eigi hana. Keypt og selt strax Staðan er því sú að fyrirtæki, sem á endanum hlýtur að vera í eigu Magn- úsar, keypti Berg-Hugin, meðal annars af honum sjálfum, fyrir rúma tvo milljarða króna árið 2012. Í lok ágúst 2012 seldi þetta fyrirtæki, Q44 ehf., útgerðina svo til Síldarvinnsl- unnar en héraðsdómur hefur nú ógilt þá sölu. Eignir Bergs-Hugins eru hins vegar miklu meira en tveggja milljarða virði þar sem þær voru bókfærðar á rúma fjóra millj- arða í ársreikningi 2012. DV greindi frá því eftir söluna árið 2012 að Magnús hefði komið að máli við forsvarsmenn Síldarvinnsl- unnar og boðið þeim útgerðina til kaups. Ekki hefur verið gefið upp hvað Síldarvinnslan átti að greiða fyrir útgerðina en hvað sem því líður þá liggur nú fyrir að ekkert verður af viðskiptunum með Berg-Hugin. Ef Magnús hefur ætlað sér að efnast vel á mismuninum á kaupverðinu á út- gerðinni, rúmum tveimur milljörð- um króna, og söluverðinu þá er ljóst að það gengur ekki eftir, að minnsta kosti ekki í þessari tilraun sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt. Ætli Magnús sér að selja útgerðina þarf hann að bjóða Eyjamönnum hana til kaups. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgerðin kyrr í Eyjum Útgerð Magnúsar Kristinssonar verður áfram í Vestmannaeyjum nema sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti sínum. Seldi sjálfur Magnús Kristinsson var sjálfur skráður fyrir ríflega 40 prósenta hlut í Bergi-Hugin en eignarhaldsfélag honum tengt keypti fyrirtækið fyrir rúma tvo milljarða árið 2012. MyNd SIgtryggur ArI 2012 Q44 ehf. kaupir 41 prósents hlut Magnúsar Kristinssonar, 45 prósenta hlut Lands- banka Íslands og 14 prósenta hlut RGísla ehf. í Bergi-Hugin. Kaupverð er rúmir tveir milljarðar. 30. ágúst 2012 Q44 ehf. selur 100 prósenta hlut í Bergi- Hugin til Síldarvinnslunnar. 6. maí 2014 Héraðsdómur Reykjavíkur ógildir söluna á Bergi- Hugin til Síldarvinnslunnar. Vest- mannaeyjabær á forkaupsrétt. Viðskiptin með Berg-Hugin Már ætlaði að sækja um Bjarni Benediktsson auglýsir starf seðlabankastjóra M ár Guðmundsson seðla- bankastjóri lýsti því yfir í febr- úar síðastliðinn að hann hefði hug á að sækja aftur um starf seðlabankastjóra ef það yrði auglýst laust til umsóknar. Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra hefur nú aug- lýst starfið og er umsóknarfrestur til loka mánaðarins. Hugur Más varðandi umsókn um starfið liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þegar greint var frá því í febr- úar síðastliðnum að til stæði að auglýsa starf Más sagði hann í bréfi til starfs- manna Seðlabanka Íslands. „Ég hef áður lýst því yfir að ég er tilbúinn að hefja nýtt tímabil sem seðlabankastjóri og sú yfirlýsing stendur. Verði hins vegar gerðar laga- breytingar sem fela í sér að eðli starfs- ins breytist eða breytingar verða á umsóknarferlinu sjálfu verð ég að leggja nýtt mat á málið.“ Fréttin í febrúar um að til stæði að ráðast í breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands var túlkuð af sumum sem að- ferð ríkis stjórnarinnar til að reyna að losna við Má úr starfi. Seðlabank- inn undir stjórn Más hefur alls ekki verið samstíga ríkisstjórninni í skoðunum, enda er hann sjálfstæð stofnun, og hefur þetta stundum farið nokkuð í taugarnar á forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar og hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til dæmis sagt að Már sé í pólitík. Ein kenning sem fór í loftið eftir að greint var frá því að starf Más yrði auglýst var að sú krafa yrði gerð að seðlabankastjóri hefði doktorsgráðu. Sú varð hins vegar ekki raunin og er einungis talað um háskólapróf í hagfræði. „Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hag- fræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekk- ingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamál- um. Gerð er krafa um stjórn- unarhæfileika og hæfni í mannlegum samskipt- um.“ n ingi@dv.is Nýjum bílum fjölgar Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu fjölgaði ný- skráðum fólksbílum umtalsvert í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra. Nýskráðum fólksbílum fjölg- aði í 2.155 miðað við 1.424 í fyrra, og er það rúmlega fimmtíu pró- senta fjölgun. Samkvæmt Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, má rekja þessa miklu aukningu til sterkari krónu og minnkandi verðbólgu miðað við sama tíma í fyrra. Seg- ir hann þetta jákvæða þróun þar sem umferðaröryggi eykst og mengun minnkar með nýrri bíla- flota. Sigurður Óli ráðinn til Teva Sigurður Óli Ólafsson, fyrrver- andi forstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis, hefur verið ráðinn forstjóri samheitalyfjasviðs ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Teva, þar sem segir að fyrirtækið sé stærsta samheita- lyfjafyrirtæki í heimi og tíunda stærsta lyfjafyrirtæki í heimi. Sigurður Óli tekur við starfinu um næstu mánaðamót en hann var forstjóri Actavis Phamra, al- þjóðleg sölueining samheita- og sérlyfja Actavis. Hann lét af störfum þar nýlega. Teva var stofnað í Ísrael árið 1901 og er með höfuðstöðvar í Jerúsalem, að því er fram kem- ur í áðurnefndri tilkynningu. Sigurður Óli verður staðsettur í starfsstöð fyrirtækisins í Banda- ríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.