Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Qupperneq 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 3.–5. júní 2014 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Uppgangur öfga í Evrópu n Lýðhyggjan vinnur á í Evrópu n Marine Le Pen stefnir á forsetaembætti Frakklands n Geta þeir unnið saman? athyglin verið á hinum skrautlega Nigel Farage, með-stofnanda UKIP (United Kingdom Independence Party), eða Breska sjálfstæðis- flokksins, sem er skilgreindur sem hægrisinnaður lýðhyggjuflokkur. Upprunalega var flokkurinn stofn- aður til höfuð Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins árið 1993 og er rúmlega tuttugu ára gamall. Nig- el Farage hefur leitt flokkinn meira eða minna síðan 2006 og hefur Farage meðal annars komið hingað til lands og þá til þess að tala gegn Evrópusambandinu. Farage hefur setið á Evrópuþinginu síðan 1999, eða í fimmtán ár og hefur með ræðumennsku sinni og „munnlegri vélbyssuskothríð“ verið einn harð- asti andstæðingur ESB. Til er fjöldi myndbanda á Youtube þar sem Farage fer mikinn í ræðustólnum. Hann er ákafur talsmaður þess að Bretar gangi úr Evrópusambandinu og vill líka leggja evruna niður. Stórsigur UKIP UKIP vann stórsigur í kosningunum til bæjar- og sveitarstjórna í Bret- landi, sem og í Evrópukosningunum sem fram fóru um daginn. Fékk flokkurinn hátt í 28% fylgi til Evrópuþingsins og er stærstur bresku flokkanna á Evrópuþinginu. Í breskum stjórnmálum hafa Íhaldsflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn í raun skipst á að að hafa völdin og þriðji flokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn, ekki haft nægi- legan styrk til þess að hafa völdin einn. Flokkurinn er hins vegar núna í stjórn með Íhaldsflokknum og því má ef til vill segja að UKIP hafi tek- ið sér ákveðna stöðu þar sem Frjáls- lyndi flokkurinn var áður, en sópað til sín mun meira óánægjufylgi. David Cameron, núverandi for- sætisráðherra Íhaldsflokksins, hef- ur lofað Bretum kosningum um veru landsins í ESB eða brotthvarf úr því, vinni flokkurinn meirihluta í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári. Það má því segja að verulegur hiti sé í breskum stjórn- málum varðandi Evrópumálin. Geta þeir unnið saman? Hvernig Nigel Farage tekst á næstu mánuðum að spila úr þessum mikla kosningasigri mun tíminn leiða í ljós. Þá mun það einnig skýr- ast hvort þeir efasemdamenn sem nú eru komnir inn á Evrópuþing- ið tekst að knýja fram breytingar á sambandinu með einum eða öðr- um hætti. Annað sem verður mjög áhugavert að fylgjast með er hvort þeim takist að mynda blokk eða blokkir á Evrópuþinginu og hvern- ig samstarf þeirra muni ganga. Nú þegar eru uppi raddir um að þrátt fyrir þennan mikla meðbyr verði áhrifin kannski ekki eins mikil og menn myndu halda. Því þrátt fyr- ir aukinn styrk, eru þessi flokkar enn í miklum minnihluta á Evrópu- þinginu, þar sem hefðbundnir hægri og kristilegir flokkar, ásamt jafnaðarmönnum eru stærstir og með mest áhrif. n Varðsveitir Ungverjalands Myndin er tekin í Búdapest, við innvígsluathöfn 600 nýrra með- lima í Varðsveitir Ungverjalands á „Hetjutorginu“ í Búdapest. Þetta eru liðsmenn Jobbik-flokksins í landinu og minnir uppsetning óneitanlega fjölda- samkomur í Þriðja ríkinu í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Afríkubúar til sýnis í Ósló Listamenn endurvekja fordómafulla fortíð Noregs S ýning tveggja norskra lista- manna hefur vakið umtals- verða athygli en gengur hún út á að endurvekja sýningar á Afríkubúum sem voru vinsælar í Evrópu um aldamótin 1800/1900, svokallaðir mannlegir dýragarðar. Báðir listamennirnir, Mohamed Ali Fadlabi og Lars Cuznor, eru erlendir að uppruna, Fadlabi á rætur að rekja til Súdan en Cuznor til Svíþjóðar. Að þeirra sögn er markmið sýningarinn- ar fyrst og fremst að vekja athygli á að ímynd Norðmanna á sjálfum sér sem fordómalausri þjóð sé röng. Vilja listamennirnir minna á að sýn- ing á Afríku búum hafi verið eitt vin- sælasta skemmtiatriðið á Heimssýn- ingunni í Ósló árið 1914. Sú sýning, sem var nefnd Kon- goslandsbyen eða Kongóbær, var geysivinsæl á sínum tíma. Þar mátti sjá áttatíu Afríkubúa af báðum kynj- um í sínu „náttúrulega umhverfi“ og talið er að nærri helmingur norsku þjóðarinnar hafi gert sér ferð á sýn- inguna á sínum tíma. Ólíkt Heims- sýningunni fyrir hundrað árum eru „sýningargripirnir“ nú sjálfboðalið- ar og ekki eingöngu frá Afríku. Kald- hæðnin er þó sú að Afríkubúarnir fyrir hundrað árum fengu laun fyr- ir sýninguna. Hefur hin nýja sýning sem er í Frognerparken í úthverfi Óslóar notið talsverða vinsælda, líkt og forveri hennar, frá því hún opnaði fyrir hálfum mánuði. „Norðmenn hafa reynt að breiða út þá hugmynd að samfélag þeirra sé komið á það stig að kynþáttafordóm- ar þekkist ekki, að samfélagið í heild sinni sé mjög umburðarlynt. Það er einfaldlega röng ímynd. Norðmenn töldu sig vera æðri öðrum þjóðum árið 1914 og það telja þeir sig enn vera. Nú eru þeir æðri vegna um- burðarlyndis,“ segir Fadlabi í sam- tali við fréttaveituna Reuters. Segir hann markmið sýningarinnar vera fyrst og fremst að storka meintum siðferðilegum yfirburðum norsku þjóðarinnar. Hafa listamennirnir báðir tjáð að þeir hafi fengið hótan- ir vegna sýningarinnar hvort tveggja frá nýnasistum og samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Þessir flokkar unnu á Eftirtaldir flokkar unnu vel á í kosn- ingunum til Evrópuþingsins. Skilgreina má þessa flokka sem lýðhyggju- eða þjóðernisflokka, öfga-hægri og eða jafnvel fasista/nasistaflokka. n Front National: 25% fylgi n Danski þjóðarflokkurinn: 26,5% fylgi n UKIP: 27,5% fylgi n Sannir Finnar: 13% fylgi n Fimmstjörnuhreyfingin (Ítalía): 21% fylgi n Gullin dögun (Grikkland): 9,4%. Í þessum flokki eru yfirlýstir nýnasistar. Leiðtogi flokksins var í fyrrahaust handtekinn og ákærður fyrir glæpa- starfsemi. n Fidez (Ungverjaland): 51,5% og Jobbik 14,7%. Báðir þessir flokkar daðra við fasisma og hefur Jobbik meðal annars vopnaðar sveitir innan sinna vébanda. Liðsmenn Jobbik hafa ráðist á sígauna og gyðinga í landinu. n Króatar kusu í fyrsta sinn í Evrópu- kosningum, enda landið nýjasta og 28. aðildarland ESB. Um 41% atkvæða féllu í skaut kosningabandalagi þriggja þjóðernissinnaðra hægri- flokka. Til sýnis Hér má sjá póstkort af sýningu á Afríkubúum frá árinu 1904 í Bretlandi. Slíkar sýningar voru bæði vinsælar og algengar í Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.