Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Síða 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 3.–5. júní 2014
„Nú í dag lýkur
arabíska vorinu“
n Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon kjósa í forsetakosningum
A
tkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar fyrir komandi
forsetakosningar í Sýr-
landi hófst síðastliðinn
miðvikudag. Samkvæmt
fréttamiðlum í Líbanon flykktust
flóttamenn að sýrlenska sendiráð-
inu þar, en þriðjungur Sýrlendinga
hefur flúið heimaland sitt í kjöl-
far borgarastríðsins sem hófst fyrir
hartnær þremur árum. Meirihluti
þeirra býr nú í nærliggjandi lönd-
um. Hafa andstæðingar Assads,
núverandi forseta, sagt brögð vera
í tafli í kosningunum og hafa heitið
því að sniðganga þær.
Standa Sýrlendingar frammi
fyrir vali á milli þriggja frambjóð-
enda, en forsetakosningarnar
eru þær fyrstu í fjörutíu ár þar
sem kjósendur hafa val um fleiri
en einn frambjóðandi. Tuttugu
og fjórir sóttust eftir að bjóða sig
fram en aðeins þrír komust í gegn-
um mjög stranga síun, sem meðal
annars krefst stuðnings þrjátíu og
fimm þingmanna. Núverandi þing
samanstendur af tveimur fylking-
um, en er það aðeins í orði þar sem
flokkur Assads, Baathistar, ræð-
ur lofum og lögum. Auk þessa get-
ur aðeins brot Sýrlendinga kosið,
þar sem engar kosningar fara
fram á því svæði sem uppreisnar-
menn stjórna, og langflestir flótta-
menn eiga þess ekki kost að kjósa.
Fátt bendir því til annars en kosn-
ingarnar séu leiksýning ein.
Handbendi í mótframboði
Mótframbjóðendur Assads eru
tveir og bendir allt til þess að
um sé að ræða leppa til að gefa
kosningunum ímynd lögmætis.
Annar þeirra, Maher Hajjar, er einn
fimm stjórnarandstöðuþingmanna
á sýrlenska þinginu. Hann hefur
starfað innan sýrlenska kommún-
istaflokksins um árabil og komst
inn á þing í kosningum árið 2012.
Sé það haft í huga að nauðsyn-
legt er að hafa stuðning þrjátíu og
fimm þingmanna til bjóða sig fram
til forseta er ljóst að hann býður
sig fram í leyfi stjórnarinnar. Hefur
hans eigin flokkur afneitað honum
eftir að hann bauð sig fram og sagt
hann bjóða sig fram sem einstak-
ling en ekki fulltrúa flokksins. Hinn
andstæður Assads í forsetakosn-
ingum er Hassan al-Nouri. Sá var
ráðherra í ríkisstjórn Assads á ár-
unum 2000 til 2002 og virðist vera
innmúraður bandamaður forset-
ans.
Múgæsing í
utankjörfundarkosningu
Líbanska dagblaði The Daily Star
greindi frá rafmögnuðu andrúms-
lofti sem myndaðist síðastliðinn
miðvikudag er þúsundir fylgis-
manna Assads flykktust að sýr-
lenska sendiráðinu til að kjósa sinn
mann. Voru heilu rúturnar sendar
á kjörstað með þeim afleiðingum
að umferð lamaðist í Beirút. Rút-
urnar voru merktar í bak og fyrir
með myndum af Assad og fána
Hezbollah-samtakanna. Þau sam-
tök, sem gjarnan hafa verið kennd
við hryðjuverk og eru sem ríki inn-
an ríkis í Líbanon, eru einn helsti
stuðningsaðili Assads í nærliggj-
andi löndum. Sýrlenskir þjóð-
söngvar ómuðu úr bílum og börn
sungu lög með línum á borð við
„landið okkar stendur með þér;
Assad er okkar forseti“. Svo var að
heyra af flestum viðmælendum
The Daily Star að þeir væru komnir
til að kjósa Assad. „Nú í dag lýkur
arabíska vorinu, í dag lýkur þessari
bandarísku tilraun,“ sagði Mo-
hammad Jamous, flóttamaður sem
hefur búsetu í Suður-Líbanon, í
samtali við blaðið rétt áður en hann
steig upp í rútu á leið á kjörstað.
Varð múgæsingin svo mikil að kjós-
endur reyndu að ráðast inn í sendi-
ráðið til kjósa. Þurfti að kalla til
líbanska herinn til að stilla til friðar.
Segir Hezbollah
hóta flóttamönnum
Bak við þessi sterku viðbrögð er
þó ekki allt sem sýnist samkvæmt
The Daily Star. Einn Sýrlending-
anna sem blaðið ræddi við sagði að
helsta ástæðan fyrir þátttöku sinni í
kosningunum væri að hann óttað-
ist að hann fengi ekki að snúa aft-
ur heim skyldi forsetinn hafa betur
í borgarastríðinu. „Ég er hræddur
við að þeir setji mig á svartan lista
og ég fái aldrei að koma aftur heim
til fjölskyldu minnar,“ segði mað-
urinn.
Michel Kilo, talsmaður Sýr-
lenska þjóðarráðsins, hefur viðrað
svipaða gagnrýni á kosningarn-
ar. Heldur hann því fram hótanir
og þvinganir Hezbollah-samtak-
anna skýri mikla þátttöku flótta-
manna í forsetakosningunum.
„Við höfum heimildir fyrir því að
Hezbollah hafi hótað að sprengja
flóttamannabúðirnar í Líbanon ef
þeir kjósa ekki. Það er engin hefð
fyrir því að Sýrlendingar kjósi með
svo kröftugum hætti,“ segir Kilo í
samtali við The Daily Star. Kosn-
ingaþátttaka í Jórdaníu rennir
nokkrum stoðum undir þessa
kenningu Kilos. Fjöldi sýrlenskra
flóttamanna þar er svipaður og í
Líbanon en utankjörstaðarkosn-
ingar þar einkenndust fremur af
mótmælum en stuðningsyfirlýs-
ingum. n
Frambjóðendur Sýrlendingar hafa val á milli þessara þriggja manna í forsetakosningum.
Fátt bendir til annars en mótframbjóðendur Assads séu leiksoppar hans. Al-Nouri er til
vinstri en Hajjar til hægri.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Margmenni Skjáskot
sem sýnir kjósendur
flykkjast að sýrlenska
sendiráðinu í Líbanon.
Rútur fluttu Sýrlendinga
úr flóttamannabúðum
að sendiráðinu.
„Landið okkar
stendur með
þér; Assad er okkar
forseti.
Var í haldi
í fimm ár
Bandarískur hermaður, Bowe
Bergdahl, er á heimleið eftir
að hafa verið í haldi talibana
frá árinu 2009. Bergdahl hvarf
sporlaust þann 30. júní 2009 í
suðausturhluta Afganistans en
fljótlega kom í ljós að hann hafði
verið handsamaður af talibön-
um. Talið er að honum hafi verið
veitt frelsi eftir að Bandaríkja-
menn féllust á að leysa fimm
fanga úr haldi úr Guantamo-
fangabúðunum. Washington
Post greinir frá því að ástand
hans sé gott en hann sé nú undir
eftirliti lækna. Að sögn blaðsins
tilkynnti sjálfur Barack Obama
Bandaríkjaforseti foreldrum
Bergdahls frá því að honum
hefði verið sleppt úr haldi.
Spánarkon-
ungur sest í
helgan stein
Jóhann Karl Spánarkonungur
hefur ákveðið að afsala sér
krúnunni eftir að hafa verið við
völd frá árinu 1975. Forsætisráð-
herra landsins, Mariano Rajoy,
tilkynnti þetta á mánudag. Son-
ur Jóhanns Karls, Filippus krón-
prins, mun taka við krúnunni.
Jóhann Karl hefur lengst af ver-
ið óumdeildur á Spáni þó vin-
sældir hans hafi dalað í kjölfar
efnahagserfiðleika landsins á
undanförnum árum. Þannig var
greint frá því árið 2012 að hann
hafi verið í veiðiferð í Botsvana
um svipað leyti og allt var í
kaldakoli heima fyrir vegna yfir-
vofandi þjóðargjaldþrots. Talið
er að ástæðan fyrir því að hann
afsalar sér krúnunni nú sé tengd
heilsu hans sem hefur hrakað
undanfarin ár.
Tunnusprengjur
bana þúsundum
Fullyrt er að um tvö þúsund
manns hafi fallið í loftárásum sýr-
lenska stjórnarhersins í borginni
Aleppo á þessu ári. Þetta segja
samtökin Syrian Observatory for
Human Rights. Stjórnarherinn
hefur notað svokallaðar tunnu-
sprengjur gegn uppreisnarmönn-
um í borginni. Sprengjurnar eru
þannig úr garði gerðar að stálflís-
um og öðru lauslegu er komið
fyrir í tunnum sem eru auk þess
fullar af sprengiefni. Sprengjurn-
ar valda miklum skaða. Samtök-
in fullyrða að af þessum tvö þús-
und sem hafi fallið séu fjölmargir
óbreyttir borgarar, þar á meðal
283 konur og 567 börn.