Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Side 24
24 Neytendur Vikublað 3.–5. júní 2014 Fékk ekki afsökunarbeiðni frá bankanum Gróa fékk sér lögfræðing í deilu við Landsbankann É g vildi auðvitað að Landsbank- inn bæði mig afsökunar á þess- um ummælum, en þeir gerðu það ekki. Þeir telja sig örugg- lega ekki hafa gert neitt rangt,“ segir Gróa Hávarðardóttir sem Lands- bankinn sækir nú á vegna þess að hún var ábyrgðarmaður á láni hjá dóttur sinni. Eins og kom fram í ítarlegri umfjöllun um málið í DV á dögunum þá leitaði dóttir hennar til umboðsmanns skuldara vegna láns- ins sem Gróa og önnur dóttir hennar voru ábyrgðarmenn á. Dóttirin fékk farsæla lausn sinna mála og skuld sína fellda niður. Þegar afgreiðslu hennar máls var lokið hjá embættinu ákvað Landsbankinn að ganga að ábyrgðarmönnum lánsins og krafði mæðgurnar um samtals 1,6 millj- ónir króna. Gróa, sem er öryrki og háð bifreið sinni til að komast á milli staða, fékk þau skilaboð frá bankan- um eftir greiðslumat vegna skuldar- innar að hún ætti bara að selja bíl- inn sinn upp í skuldina. Talsmaður Landsbankans viðurkenndi að slík krafa stæðist ekki starfsreglur bank- ans. DV hafði samband við Gróu á ný til að athuga hvernig málin stæðu nú. Gróa segir að starfsmaður bank- ans hafi haft samband við hana eft- ir að greinin birtist. Bankinn hafi gert henni ákveðið tilboð og lagt fram samning um endurgreiðslu vegna ábyrgðarinnar. „Ég er reyndar ekki búin að sam- þykkja þetta því ég fékk mér lög- fræðing. Ekki það að ég ætli að koma mér undan því að borga enda reikna ég fastlega með að borga þetta, ég ætla ekki að láta þetta fara í ein- hverja vitleysu. Lögfræðingurinn vildi skoða þetta betur áður en ég gerði eitthvað meira,“ segir Gróa. Hún bíður enn eftir afsökunarbeiðn- inni sem hún hefði viljað fá vegna ummæla starfsmanns bankans. „Það er alveg greinilegt að það hefur ver- ið kastað til höndunum við þetta greiðslumat og þeim verið alveg sama hvernig þetta var gert. Vinnu- brögðin voru bara ekki í lagi og þetta sagði ég þeim. Sjálfsagt taka þeir það til athugunar, þeir láta ekki hanka sig á þessu aftur.“ n mikael@dv.is Gróa og bíllinn Fjármálastofnanir geta gengið að ábyrgðarmönnum lána þrátt fyrir að lántakendur hafi fengið skuldaleiðréttingu hjá umboðsmanni skuldara. Mynd SiGtryGGur Ari Njóttu í hófi Það er fátt betra en góður kaffibolli en öllu má ofgera með óhófi. Kaffi inniheldur nefnilega mikið magn af koffíni frá náttúrunnar hendi sem fólk þarf að gæta sín á. Þannig er ekki mælt með því að fullorðin meðalmanneskja neyti meira en fjögurra bolla af kaffi á sólarhring. Er þá miðað við að einn bolli sé 200 millilítrar en einn slíkur inniheldur um 100 milligrömm af koffíni. Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks og valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartrufl- unum og kvíðatilfinningu. Fólk er þó misviðkvæmt fyrir áhrifum koffíns. Ó dýrasti bollinn af einföldum latté í miðborg Reykjavíkur fæst á Prikinu í Bankastræti. Þetta leiðir verðkönnun DV á þremur vinsælum kaffi- drykkjum á átján kaffihúsum og veitingastöðum í miðborginni í ljós. Heilum 170 krónum munar á ódýrasta og dýrasta bollanum af ein- földum latté. Súfistinn bókakaffi á Laugavegi er dýrasti staðurinn í öll- um flokkum. Mikið framboð Í könnuninni fór blaðamaður á milli staða og tók niður verð á þremur vin- sælum kaffidrykkjum. Verð miðast við uppgefið og auglýst verð á hverj- um stað. Ýmist af matseðlum eða til- kynningatöflum við afgreiðsluborð. Verð miðast við einfaldan drykk af latté, cappuccino og americano. Ekki er tekin afstaða til gæða, bragðs eða þjónustu á hverjum stað heldur aðeins rýnt í verð. Þótt könnunin sé umfangsmikil þá er miðbær Reykja- víkur, eins og kannski margir vita, smekkfullur af kaffihúsum og hægt að fá bolla víða. Þessi könnun er því kannski ekki tæmandi en hún gefur mjög góða yfirsýn yfir framboð og verðlag í 101 Reykjavík þar sem svo margir tylla sér niður og fá sér kaffi við hin ýmsu tækifæri. Kaffiborgin reykjavík Reykjavík komst í mars síðastliðn- um á lista ferðasíðu CNN yfir átta bestu kaffiborgir í heimi. Á listan- um voru borgir eins og Vínarborg, Róm og Seattle en þær eiga það all- ar sameiginlegt að þar geta ferða- langar gengið að því sem vísu að fá frábæran kaffibolla. CNN sagði Íslendinga vera þjóð sem er óð í kaffi líkt og aðrir Norðurlandabúar og að mikil kaffivakning hafi orðið meðal Íslendinga síðastliðinn aldarfjórð- ung. Íslendingar drekki mikið af uppáhelltu kaffi heima fyrir en fari á kaffihús til að fá sér espresso-drykki. Þeirra vinsælastir séu einmitt latté og cappuccino. Vakti það athygli CNN að engar alþjóðlegar kaffihúsakeðjur væri að finna á Íslandi og því hefðu minni kaffihús náð að blómstra víða í borginni. Kaffitár og Te og kaffi eru það næsta sem við komumst að eiga kaffihúsakeðjur, en víða erlendis hafa keðjur eins og Starbucks tekið yfir markaðinn. Súfistinn alltaf dýrastur Sem fyrr segir er ódýrasti latté-boll- inn í miðbænum á 400 krónur á Prik- inu. Dýrastur er hann á Súfistanum í Máli og menningu þar sem bollinn kostar 570 krónur. Þannig munar 170 krónum, eða 42 prósentum, á þess- um tveimur stöðum. Þegar cappuccino-bollinn er skoðaður er hann einnig ódýrastur á Prikinu á 390 krónur og aftur dýrastur á Súfistanum á 560 krón- ur. Aftur munar 170 krónum á verði milli staða. Á Iðu bókakaffi við Vesturgötu 2a, færðu ódýrasta americano-bollann í úttekt DV. Hann kostar 380 krónur en enn eina ferðina á Súfistinn dýrasta bollann þar sem americano-bollinn kostar 500 krónur. Einsleitt og einkennilegt verð Þegar litið er yfir sviðið í úttekt DV þá sér mað- ur strax að verð á kaffi er afar einsleitt í mið- bænum. Algengt verð á einföldum latté er 450–500 krónur. Sömu sögu er að segja með cappuccino en víðast hvar er americano ódýrari en hinir tveir enda aðeins sam- settur úr espresso- skoti og heitu vatni. Lítið samræmi virðist þó í því hversu mikið ódýrari americano er samanborið við hina drykkina á hverjum stað. Einn staður sker sig þó úr hvað þetta varðar en það er Mokka á Skólavörðustíg. Þar kostar americano 610 krónur og er 110 krónum dýrari en bæði latté og cappuccino. n í kaffiborginni Þetta kostar bollinn n Ódýrasti bollinn í miðbænum á Prikinu n Súfistinn með dýrasta kaffið Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Café Haíti Geirsgötu 7b n Latté: 490 n Cappuccino: 490 n Americano: 450 Te og kaffi Aðalstræti n Latté: 495 n Cappuccino: 475 n Americano: 415 Stofan Café Aðalstræti 7 n Latté : 560 n Cappuccino: 500 n Americano: 470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.