Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Síða 27
Lífsstíll 27Vikublað 3.–5. júní 2014 Dýrustu heimili heims  27 hæða heimili – 115 milljarðar kr. Indverski milljarðamæringurinn Mukesh Ambani á dýrasta heimili heims. Byggingin heitir Antilia og er staðsett í Mumbai á Indlandi. Skýjakljúfurinn er 27 hæðir, 400.000 fermetrar og er metinn á meira en 115 milljarða króna. Auðæfi Mukesh eru metin á 2.700 milljarða. Á meðal þess sem „heimilið“ hefur að geyma eru sex bílakjallarar, þrír þyrlupallar, heilsugæsla og þar eru um 600 starfsmenn. Langdýrasta heimili veraldar.  Byggt fyrir hjákonu – 85 milljarðar kr. Sagan segir að Villa Leopolda í Frakklandi hafi verið byggð af Leopold II konungi Belgíu fyrir eina af mörgum hjákonu hans. Lily Safra er núverandi eigandi en auðæfi hennar eru metin á litlu meira en virði hússins eða 150 milljarða króna. Húsið var metið á 85 milljarða árið 2008 þegar rússneski milljarðamæringurinn Mikhail Prokhorov reyndi að kaupa það. Hann hætti við að lokum þrátt fyrir að hafa greitt 50 milljónir evra í forkaupsrétt sem hann tapaði.  Roman býr vel – 15,9 milljarðar kr. Roman Abramovich, eigandi Lundúnaliðsins Chelsea, á villu í hinu fræga hverfi Kensington Palace Gardens við „Milljarðaveginn“. Roman undirbýr byggingu stórrar viðbyggingar neðanjarðar. Hún mun hýsa tennisvöll, heilsugæslu og bílasafn. Áætlanirnar hafa verið samþykktar af borgaryfirvöldum. Auðæfi Romans eru metin á um 1.050 milljarða króna.  Keypti fjögur hús og reif eitt – 14,7 milljarðar kr. Ken Griffin keypti draumahúsið á 14,7 milljarða króna árið 2012 – Blossom-setrið við Palm Beach í Bandaríkjunum. Setrið samanstóð af fjórum húsum en Griffin lét rífa eitt þeirra. Griffin eignaðist auðæfi sín í gegnum vogunarsjóð en þau eru metin á um 600 milljarða.  39 baðherbergi – 28 milljarðar kr. Fair Field-setrið í Saga- ponack í New York-fylki státar af 29 svefnherbergjum og hvorki fleiri né færri en 39 baðherbergj- um. Það er viðskiptaauðjöfurinn umdeildi Ira Rennert sem á setrið en auðæfi hans eru metin á um 678 milljarða króna. Á svæðinu eru þrjár sundlaugar og orkuver fyrir setrið eingöngu.  Hús fyrir soninn – 25 milljarðar kr. Indverski stáljarlinn Lakshimi Mittal keypti villuna góðu handa syni sínum árið 2008. Hann borgaði þá rúmlega 25 milljarða króna fyrir eignina og glæsilegu garðana sem henni fylgja. Setrið er staðsett á „Milljarðavegin- um“ í Kensington Palace Gardens nærri Lundúnum þar sem öryggisgæsla er gríðarleg. Engar myndir eru til innan úr húsinu sjálfu. Auðæfi Mittal eru metin á kringum 1.900 milljarða.  Dýrasta íbúð í heimi – 27 milljarðar kr. Penthouse-íbúðin í One Hyde Park í Lundúnum er dýrasta íbúð heims. Hún er í eigu óþekkts milljarðamærings frá Austur-Evrópu. Íbúðin var keypt í maí 2014 en fyrra met átti íbúð í sama hverfi sem seldist á 25 milljarða árið 2011.  Hátæknisetur Bills Gates – 13,5 milljarðar kr. Næstríkasti maður heims, Bill Gates, á glæsisetur í Seattle í Bandaríkjunum. Þar er að finna nýjustu tækni. Hvort sem er í sund- lauginni sem er með sérstakt vatnahljóð- kerfi eða í 2.500 fermetra líkamsræktarsaln- um. Þá er Bill einnig með sitt eigið bókasafn þar sem lestrarrýmið er hvelfing. Auðæfi Bills eru metin á 8.750 milljarða króna.  Næstdýrasta íbúð heims – 25 milljarðar kr. Þegar Rinat Ahkmetov keypti íbúð sína í One Hyde Park í London árið 2011 á tæpa 25 milljarða króna var hún dýrasta íbúð heims. Ekki nema 25.000 fermetrar og með skot- heldu gleri. Full hótelþjónusta er í húsinu allan sólarhringinn en auðæfi Ahkmetov eru metin á um 1.300 milljarða króna.  Japanska sveitasetrið í Kaliforníu – 8,3 milljarðar kr. Ellison-setrið í Woodside í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum er byggt í japönskum stíl að hluta en einnig eins og sveitasetur. Eigandinn, Larry Ellison stofnandi og eigandi Oracle- tæknirisans, á gríðarlegan fjölda fasteigna um allan heim. Setrið var byggt árið 2004 og er samsett úr tíu byggingum og er við vatn sem búið var til í framkvæmdunum. Auðæfi Elllison eru metin á 5.800 milljarða króna. n listi Forbes fyrir árið 2014 birtur n Antilia í mumbai á indlandi ber af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.