Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Page 30
Vikublað 3.–5. júní 201430 Sport
E
nski landsliðsmaðurinn
Rickie Lambert varð á
mánudag nýjasti liðs maður
Liverpool. Fyrir fjórum árum,
þegar Lambert var 28 ára,
lék hann í þriðju efstu deild Eng
lands og virtist fátt benda til þess að
þarna væri á ferð leikmaður sem ætti
eftir að spila á HM og fyrir eitt allra
sterkasta félagslið Bretlandseyja.
Breska blaðið Daily Mail fór yfir
magnaða sögu Rickies Lambert á
dögunum.
Alinn upp hjá Liverpool
Það má í raun segja að Lambert sé
að fara aftur heim því hann er alinn
upp í akademíu Liverpool þar sem
hann var frá 10 ára aldri þar til hann
var 15 ára. Hann var ekki talinn eiga
mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool
og fór svo að hann var látinn fara
frá félaginu. „Mér var beinlínis sagt
að ég væri ekki nógu góður, sem var
augljóslega erfitt fyrir mig,“ sagði
Lambert í viðtali fyrr á þessu tímabili.
„Fyrir mér var þetta heimsendir.
Núna veit ég – og get sagt ungum
knattspyrnumönnum í sömu spor
um – að það er það alls ekki.“
Skrúfaði tappa á krukkur
Þrátt fyrir þessi orð Lamberts virtist
hann vera lengi að jafna sig á áfall
inu. Hann fékk þó samning hjá
Blackpool árið 1998 þar sem hann
var til 18 ára aldurs. Hann fékk afar
fá tækifæri hjá liðinu, lék mest
megnis með yngri liðum félagsins,
og var loks látinn fara árið 2000. Á
þessum þremur árum spilaði hann
einungis þrjá leiki fyrir aðalliðið og
benti flest til þess að Lambert hefði
sungið sitt síðasta sem atvinnumað
ur í knattspyrnu. Eftir að hafa verið
leystur undan samningi fékk hann
vinnu við að skrúfa tappa á rauðrófu
krukkur í verksmiðju. Nokkrum
mánuðum síðar fékk hann að æfa
með Macclesfield í neðri deildum
Englands sem hann gerði samhliða
verksmiðjustarfinu.
Vildi bara spila fótbolta
„Eftir að ég fór frá Blackpool kom
tímabil þar sem ég var án félags. Ég
var ekki samningsbundinn og fékk
þar af leiðandi ekki greitt í fjóra eða
fimm mánuði. Þetta var mjög erfiður
tími. Ég velti því mikið fyrir mér hvað
ég gæti tekið mér fyrir hendur ef ég
yrði ekki knattspyrnumaður. En stað
reyndin var sú að ég vildi ekki gera
neitt annað en spila fótbolta,“ sagði
Lambert. Hjá Macclesfield má segja
að ferill Lamberts hafi farið af stað
fyrir alvöru. Hann samdi við félagið,
sem þá var í fjórðu efstu deild Eng
lands, árið 2001, en þá var Lambert
19 ára. Hann lék mestmegnis á miðj
unni og í 49 leikjum skoraði hann 10
mörk.
Bæting ár frá ári
Frammistaða hans með Macclesfield
vakti athygli Stockport og árið 2002,
eftir eitt tímabil með Macclesfield,
var hann keyptur fyrir 300 þúsund
pund. Á þeim tíma spilaði Stockport
í þriðju efstu deild Englands. Þótt
skrefið fram á við hafi ekki verið stórt
nýtti Lambert tækifærið fullkomlega
hjá félaginu. Hann varð fastamaður í
byrjunarliði Stockport og var látinn
spila á miðjum vellinum. Hann skor
aði 2 mörk á sínu fyrsta tímabili
þegar félagið komst upp um deild, 12
mörk á öðru en 4 mörk á því þriðja.
Eftir þrjú tímabil yfirgaf Lambert
félagið á frjálsri sölu og samdi við
Rochdale í fjórðu efstu deild Eng
lands. Stjórinn, Steve Parkin, taldi
að kraftar Lamberts myndu best nýt
ast fremst á vellinum og færði hann
því af miðjunni. Á þessum tíma,
árið 2004, var Lambert 23 ára og
myndaði hann ógnarsterkt sóknar
par með Grant Holt, sem síðar átti
eftir að gera garðinn frægan í úr
valsdeildinni með Norwich. Saman
skoruðu þeir 27 mörk í þeim 24 leikj
um sem þeir léku saman. Lambert
lék með Rochdale í tvö tímabil, en
rétt eftir að leiktíðin 2006/2007 hófst
var hann seldur til Bristol Rovers fyr
ir 200 þúsund pund. Bristol lék þá í
sömu deild og Rochdale en var mun
hærra skrifað. Þetta tímabil skoraði
Lambert 10 mörk í öllum keppnum
og tryggði liðið sér sæti í þriðju efstu
deild. Á sínu öðru tímabili skoraði
Lambert 19 mörk og á sínu þriðja,
2008/2009, bætti hann um betur og
skorað 29 mörk. Rickie Lambert virt
ist vera að slá í gegn.
Sagt að grenna sig
Þegar tímabilið 2009/2010 var
nýhafið gerði Southampton til
boð í Lambert sem reyndist
forsvarsmönnum Bristol erfitt að
hafna. Southampton var þá í þriðju
efstu deild Englands og hljóðaði til
boðið upp á milljón pund. Á þeim
tíma var Alan Pardew stjóri félagsins
en áður en kaupin gengu í gegn setti
Pardew það sem skilyrði að Lamb
ert kæmi sér í betra líkamlegt stand.
„Ég var of þungur. Ég hugsaði ekki
nógu vel um mig eins og ég hefði átt
að gera,“ viðurkenndi Lambert fyrr í
vetur. Það er óhætt að segja að hann
hafi tekið þessu heilræði. Á sínu
fyrsta tímabili með Southampton
skoraði hann 36 mörk í 58 leikjum.
Það dugði þó ekki til að koma liðinu
upp. Tímabilið 2010/2011 skorað
hann 21 mark í 52 leikjum en þá
komst Southampton upp í Champ
ionshipdeildina. Eftir eitt tímabil
þar, þar sem Lambert skorað 31
mark í 48 leikjum, fór Southampton
rakleiðis upp í úrvalsdeildina. Þar
hefur Lambert leikið núna undan
farin tvö tímabil og vakið athygli fyr
ir vaska framgöngu sína á vellinum.
Í heildina hefur hann skorað 28 úr
valsdeildarmörk í 75 leikjum og 117
mörk í 235 leikjum í það heila fyrir
Southampton. Þessi stóri og stæði
legi framherji býr yfir miklum gæð
um, en það sem vakið hefur einna
mesta athygli er spyrnugeta hans.
Hann er þekktur fyrir að skora úr
aukaspyrnum og þá hefur hann tek
ið 34 vítaspyrnur fyrir Southampton
og skorað úr þeim öllum.
Landsliðsmark
með fyrstu snertingu
Þann 8. ágúst 2013 var Lambert kall
aður í landsliðshóp Englendinga
í fyrsta sinn fyrir vináttuleik gegn
Skotum. Þennan sama dag eignaðist
eiginkona hans þeirra þriðja barn.
Sex dögum síðar skoraði Lambert
mark með sinni fyrstu snertingu í
sínum fyrsta landsleik þegar hann
skallaði knöttinn í netið eftir að hafa
verið á vellinum í tvær mínútur og
43 sekúndur. „Mig hefur dreymt
um þetta alla ævi. Þetta hefur svo
mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann
í viðtali og bætti við: „Mér er alveg
sama þó fólk tali um tíma minn í
rauðrófuverksmiðjunni – hann sýn
ir hversu mikið ég hef lagt á mig.“
Talið er að Liverpool muni greiða
fjórar milljónir punda, 760 milljón
ir króna, fyrir Lambert. Upphæðin
gæti þó hækkað samhliða leika
fjölda, skoruðum mörkum og fleiri
þáttum. Ljóst er að hörð samkeppni
bíður Lamberts en fyrir í Liverpool
liðinu eru Daniel Sturridge og Luis
Suarez – tveir af allra bestu fram
herjum ensku úrvalsdeildarinnar. n
Þótti of slakur
fyrir Liverpool
n Ótrúlegt ævintýri Rickies Lamberts n Á leið til Liverpool n Vann við að skrúfa tappa á krukkur
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Ungur að árum Hér má sjá Rickie Lamb-
ert í Liverpool-búningnum. Sautján árum
eftir að hann yfirgaf félagið er Lambert á
heimleið.
Tölfræði
Lamberts
Ár Félag Leikir Mörk
1998–2000 Blackpool 3 0
2000–2002 Macclesfield 49 10
2002–2004 Stockport 110 19
2004–2006 Rochdale 68 28
2006–2009 Bristol Rovers 155 59
2009–2014 Southampton 235 117
2013– Enska landsliðið 4 2
Magnaður Rickie Lambert
er frábær leikmaður sem
hefur alla burði til að gera
gott Liverpool-lið enn betra.