Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 21.–23. janúar 2010 Tónleikarnir hefjast kl. 00:00 Miðaverð 1.000 Tónleikar á Sódóma Laugardaginn 22. janúar ­rannsóknarinnar­ en­ gerð­ var­ hús- leit­ hjá­ Straumi,­ nú­ ALMC,­ vegna­ hennar­á­fimmtudaginn.­Ragnhild- ur­ Sverrisdóttir,­ talskona­ Björgólfs­ Thors,­segir­að­hann­hafi­ekki­verið­ boðaður­ til­yfirheyrslu­ í­þessari­ til- teknu­rassíu­frekar­en­í­þeirri­fyrri. Einnig­ var­ gerð­ húsleit­ í­ Seðla- bankanum,­ Landsbankanum­ og­ Landsvaka­ í­ tengslum­ við­ rann- sóknina. Yfirheyrslur bera árangur Þessi­ nýja­ og­ óvænta­ rassía­ sér- staks­ saksóknara­ þykir­ benda­ til­ þess­ að­ Sigurjón­ Árnason,­ fyrrver- andi­bankastjóri­Landsbankans,­og­ aðrir­sem­hafa­verið­yfirheyrðir­hafi­ opnað­sig­um­þau­mál­sem­til­skoð- unar­eru.­Sérstakur­saksóknari­hef- ur­ væntanlega­ spurt­ þá­ sem­ hafa­ verið­yfirheyrðir­um­þessi­mál­sem­ eru­ til­ rannsóknar.­ Með­ yfirheyrsl- unum­ hefur­ sérstakur­ saksóknari­ væntanlega­ fengið­ fyllri­ mynd­ af­ þeim­ málum­ sem­ eru­ til­ skoðunar­ og­ náð­ sér­ í­ mikilvægar­ upplýsing- ar­frá­fyrstu­hendi­til­að­ráðast­í­um- rædda­rassíu.­Með­því­að­yfirheyra­ báða­ bankastjóra­ Landsbankans,­ Sigurjón­og­Halldór­J.­Kristjánsson,­ mennina­sem­báru­formlega­ábyrgð­ á­ bankanum­ ásamt­ Björgólfi­ Guð- mundssyni­ stjórnarformanni,­ get- ur­saksóknari­náð­sér­í­upplýsingar­ um­tiltekin­önnur­mál­sem­til­skoð- unar­eru.­ Athygli­ vekur­ að­ þetta­ mál­ sem­ rassían­ snýst­ um­ var­ ekki­ hluti­ af­ þeim­málum­sem­saksóknari­skoð- aði­ fyrir­ skömmu­ þegar­ farið­ var­ í­ fyrri­ Landsbankarassíuna.­ Þetta­ bendir­ til­ að­ nýjar­ og­ mikilvægar­ upplýsingar­hafi­komið­fram­við­yf- irheyrslur­síðustu­daga­og­að­þess- ar­upplýsingar­hafi­ýtt­undir­að­farið­ væri­í­seinni­rassíuna. „Hvaða maður brotnar ekki í gæsluvarðhaldi?“ Einn­ heimildarmanna­ DV­ segir­ að­ tilgangurinn­ með­ gæsluvarðhaldi­ sé­ meðal­ annars­ sá­ að­ fá­ menn­ til­ að­ tala.­ Með­ því­ að­ halda­ Sigur- jóni­ –­ sem­ var­ heilinn­ og­ hjartað­ í­ Landsbankanum­ að­ sögn­ þeirra­ starfsmanna­ Landsbankans­ sem­ DV­hefur­rætt­við­–­í­gæsluvarðhaldi­ fram­til­25.­janúar­að­minnsta­kosti­ hefur­ embætti­ öruggt­ aðgengi­ að­ honum­eftir­því­sem­þekking­emb- ættisins­á­rannsóknaratriðum­mál- anna­ verður­ betri.­ Þar­ sem­ Sigur- jón­ var­ svo­ mikilvægur­ í­ starfsemi­ Landsbankans­ getur­ hann­ gefið­ upplýsingar­ um­ flest,­ ef­ ekki­ allt,­ sem­þar­fór­fram.­ Heimildarmaðurinn­ segir­ að­ Sigurjón­hafi­opnað­sig­í­yfirheyrsl- unum­ hjá­ sérstökum­ saksókn- ara.­ „Hvaða­ maður­ brotnar­ ekki­ í­ gæsluvarðhaldi?­ Það­ er­ svakaleg­ lífsreynsla,“­ spyr­ heimildarmaður­ DV.­ Sigurjón­ bar­ formlega­ ábyrgð­ á­ starfsemi­ Landsbankans­ ásamt­ Halldóri­J.­og­Björgólfi­eldri. Þrír sæta líklega ábyrgð Margir­velta­því­nú­fyrir­sér­hvaða­ Landsbankamenn­ það­ verði­ sem­ þurfi­ að­ sæta­ ábyrgð­ vegna­ þeirra­ mála­sem­til­skoðunar­eru.­Ljóst­er­ að­ þremenningarnir­ eru­ þeir­ sem­ báru­ formlega­ ábyrgð­ á­ starfsemi­ bankans.­Sigurjón­og­Halldór­bera­ jafnmikla­ ábyrgð­ sem­ bankastjór- ar­og­svo­er­það­auðvitað­Björgólf- ur­ Guðmundsson.­ Stærsti­ eigandi­ bankans,­ Björgólfur­ Thor­ Björ- gólfsson,­ gegndi­ hins­ vegar­ ekki­ formlegri­ stöðu­ við­ bankann­ og­ er­því­í­annarri­stöðu­en­hinir­þrír.­ Hugsanlegt­ er­ því­ að­ erfitt­ verði­ að­ hanka­ Björgólf­ Thor­ á­ nokkru,­ jafnvel­þó­að­hann­hafi­hugsanlega­ vitað­ af­ og­ tekið­ þátt­ í­ að­ skipu- leggja­ einhverja­ af­ þeim­ gerning- um­sem­til­skoðunar­eru.­Og­jafn- vel­ þó­ að­ einhverjir­ þeirra,­ líkt­ og­ uppkaup­ Landsbanka­ á­ peninga- markaðsbréfum­ Straums,­ hafi­ þjónað­hagsmunum­hans­þar­sem­ Landsbankinn­var­tekinn­yfir­dag- inn­ eftir­ en­ Straumur­ lifði­ hrunið­ af­um­allnokkurt­skeið­undir­hans­ stjórn. „Mínar skýringar eru þessar: Það var auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi ástarbréf – eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn – væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við segðum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Sparisjóða- bankinn – við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist af því að við teldum að hann mundi fara á hausinn þá færi hann á hausinn, ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta.“ Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka veð í öðru en bankabréfum svaraði Davíð: „Það hefði verið miklu flóknara, já og erfiðara, að ég hygg. Mitt fólk hafði farið yfir það, en ég er ekki með það á takteinunum, það hefði orðið miklu flóknara og erfiðara og þurfti mikinn mannskap.“ Davíð um veðlánaviðskiptin *Úr rannsóknarskýrslu Alþingis MILLJARÐAKAUP BANKANS TIL RANNSÓKNAR „Hvaða maður brotnar ekki í gæsluvarðhaldi? Yfirheyrður Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvaka, var yfirheyrður á fimmtudaginn. Hann sést hér fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara í Borgartúninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.