Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–23. janúar 2011 Helgarblað Helga Bachmann Leikkona f. 24.7. 1931, d. 7.1. 2011 Guðrún Ö. Stephensen Húsmóðir f. 30.10. 1914, d. 11.1. 2011 Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp auk þess sem hún dvaldi í Skálholti á sumrin sem ung stúlka. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hallormsstaðaskóla 1948, stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Páls- sonar og við Leiklistarskóla Gunnars R. Hansen. Helga hóf að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1952, var fastráðin leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur1962–76, og fastráðin leikari við Þjóðleikhúsið 1976–2000. Helga var án efa í hópi fremstu leik- kvenna hér á landi á sinni tíð en með- al eftirminnilegustu hlutverka hennar má nefna Jóhönnu, í Föngunum í Alt- ona, eftir Sartre; Elenu, í Vanja frænda; Höllu í Fjalla-Eyvindi; Heddu Gabler; Antígónu í samnefndum harmleik Sóf- óklesar; Úu í Kristnihaldi undir Jökli, og Alice í Dauðdansi Strindbergs. Þá lék hún í kvikmyndum, s.s. Í skugga hrafnsins, og Atómstöðinni. Helga starfaði einnig sem leikstjóri en hún setti m.a. á svið leikgerð sína á Reykjavíkursögum Ástu, í Kjallara- leikhúsinu, setti upp leikgerð sína og Helga, eiginmanns síns, á Njálssögu, í Rauðhólum, og samdi nýtt stytt hand- rit að leikritinu Marmara, eftir Guð- mund Kamban sem var móðurbróðir hennar. Helga var fyrsti formaður Hlað- varpans 1984–87 og sat í stjórn Friðar- samtaka listamanna. Helga hlaut leiklistarverðlaun- in Silfurlampann, 1968, og var sæmd Guðrún fæddist í Hólabrekku í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík, síðar nám í félags- fræði og uppeldisfræði í Svíþjóð og sótti tíma við Columbia University í Bandaríkjunum er hún var þar við störf. Að loknu námi við Kvennaskól- ann sinnti Guðrún skrifstofustörf- um í Reykjavík, s.s. hjá Dögun, prent- smiðju Stefáns bróður síns, og í Félagsprentsmiðjunni, vann við upp- eldisstofnanir í New York, s.s. New York Foundling Hospital á stríðsár- unum, starfaði hjá Gjaldeyris nefnd hér á landi, uppeldisstofnunum á vegum Sumargjafar og loks hjá Við- skiptaráði þar sem hún starfaði til 1947 er hún stofnaði heimili. Guðrún hafði alla tíð mikinn áhuga á uppeldismálum, skrifaði um þau og hélt um þau útvarpserindi og hafði umtalsverð áhrif í þeim efnum hér á landi. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Jónas Bergmann Jónsson, f. 8.4. 1908, d. 1.4. 2005, fræðslustjóri í Reykjavík, frá Torfalæk í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, bóndi á Torfalæk, og k.h., Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940, húsfreyja. Börn Guðrúnar og Jónasar eru Jón Torfi Jónasson, f. 9.6. 1947, próf- essor og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, kvæntur Bryndísi Ísaksdóttur bókasafnsfræðingi og eru börn þeirra Ragnheiður; Guðrún Anna, en maður hennar er Harald- ur Haraldsson og er dóttir Haraldar Ástríður; Kristín Eva, d. 23.9. 2001; Stefán Árni. Ögmundur Jónasson, f. 17.7. 1948, innanríkisráðherra, kvænt- ur Valgerði Andrésdóttur líffræðingi og eru börn þeirra Andrés; Guðrún, en maður hennar er Jón Óskar Hall- grímsson og er dóttir þeirra Sigríð- ur Olga; Margrét Helga, en maður hennar er Þorvarður Sveinsson og er dóttir þeirra Valgerður. Ingibjörg Jónasdóttir, f. 12.11. 1950, fyrrv. fræðslustjóri en henn- ar maður er Guðmundur Gísla- son, fyrrv. bankamaður og eru börn hennar og fyrri manns hennar, James Swift, Emma Marie en maður henn- ar er Ívar Meyvantsson og eru börn þeirra Benedikt Aron, Klara Margrét, Sylvía Kristín og Maríanna Arney; Martin Jónas Björn; Björn Patrick en kona hans er Guðrún Óskarsdóttir. Þá á Guðmundur tvær dætur, Þór- unni og Jónu Guðrúnu, og sjö barna- börn. Björn Jónasson, f. 20.6. 1954, út- gefandi, kvæntur Elísabetu Guð- björnsdóttur lögmanni og eru börn þeirra Anna Lísa en maður hennar er Ásmundur Tryggvason; Ingibjörg; Jónas Bergmann. Systkini Guðrúnar voru Hans, f. 4.11. 1903, d. 15.1. 1959, múrara- meistari í Reykjavík og síðar í Nes- kaupstað; Þorsteinn, f. 21.12. 1904, d. 13.11. 1991, leikari og leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins, búsettur í Reykjavík; Kristján, f. 10.9. 1906, d. 1906; Sigríður, f. 18.3. 1908, d. 26.12. 2007, húsfreyja í Hólabrekku; Stefán, f. 22.7. 1909, d. 3.4. 1989, prentari í Reykjavík og formaður Hins íslenska prentarafélagsins og Menningar- og fræðslusambands alþýðu; Einar, f. 22.10. 1916, d. 2.6. 2006, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Foreldrar Guðrúnar voru Ög- mundur H. Stephensen, f. 24.4. 1874, d. 10.12. 1969, bóndi í Hólabrekku, og k.h., Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 18.4. 1875, d. 19.4. 1943, húsfreyja í Hólabrekku. Ætt Ögmundur var sonur Hans Stephen- sen, b. að Hurðarbaki, bróður Sig- ríðar, ömmu Helga Hálfdanarsonar þýðanda og langömmu Hannesar Péturssonar skálds. Bróðir Hans var Stefán, afi séra Þóris Stephensen, föður Ólafs, ritstjóra Fréttablaðsins. Hans var sonur Stefáns, pr. á Reyni- völlum í Kjós Stefánssonar, amt- manns á Hvítárvöllum Ólafssonar, ættföður Stephensenættar Stefáns- sonar. Móðir Hans var Guðrún, syst- ir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Önnur systir Guðrúnar var Rannveig, langamma Þórunn- ar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar ráð- herra, föður Vilmundar ráðherra, Þorsteins heimspekings og Þovaldar hagfræðiprófessors. Þriðja systirin var Sigríður, langamma Önnu, móð- ur Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra. Guð- rún var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti Böðvarssonar, og Krist- ínar Björnsdóttur, pr. í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Ingibjörg var systir Péturs verk- stjóra, langafa Helga Péturssonar, tónlistarmanns og fyrrv. borgarfull- trúa. Ingibjörg var dóttir Þorsteins, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð, bróð- ur Hjálms, alþm. í Norðtungu, lang- afa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm. og Ingibjargar, móður Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardóm- ara. Þorsteinn var sonur Péturs, b. í Norðtungu Jónssonar, b. á Sönd- um í Miðfirði Sveinssonar. Móðir Þorsteins var Ingibjörg, systir Krist- ínar, langömmu Sigurlaugar, móð- ur Jóhanns Hjartarsonar skákmeist- ara. Bróðir Ingibjargar var Sigvaldi, afi Sigvalda Kaldalóns tónskálds og Eggerts Stefánssonar söngvara. Ann- ar bróðir Ingibjargar var Bjarni, afi Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og langafi Gunnars í Þórshamri, föður Þorsteins, leikara, arkitekts og fyrrv. leikhússtjóra. Ingibjörg var dóttir Einars, b. í Kalmanstungu Þórólfs- sonar. Útför Guðrúnar var gerð frá Dóm- kirkjunni sl. miðvikudag. Andlát Andlát riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 1986. Fjölskylda Helga giftist 28.11. 1954, Helga Skúla- syni, f. 4.8. 1933, d. 1.10. 1996, leik- ara og leikstjóra. Hann var sonur Skúla Oddleifssonar, f. 10.6. 1900, d. 3.1. 1989, umsjónarmanns í Keflavík, og k.h., Sigríðar Ágústsdóttur, f. 11.4. 1902, d. 16.11. 1961, húsmóður. Börn Helgu eru Þórdís, f. 1949, en sonur hennar er Helgi Bachmann; Hallgrímur Helgi, f. 1957, en eiginkona hans er Sigríður Kristinsdóttir og átti Hallgrímur fyrir soninn Hlyn Helga, en börn Hallgríms Helga og Sigríðar eru Kolbrún Birna og Ari; Skúli Þór, f. 1965, en eiginkona hans er Anna-Lind Pétursdóttir og átti Skúli fyrir soninn Darra en synir Skúla og Önnu-Lindar eru Teitur Helgi, Bergur Máni og Pét- ur Glói; Helga Vala, f. 1972, en eigin- maður hennar er Grímur Atlason og átti hún fyrir dótturina Snærós Sindra- dóttur en Grímur dótturina Evu, en börn Helgu Völu og Gríms eru Ásta Júlía og Arnaldur. Systkini Helgu: dr. Jón Gunnar Hall- grímsson, f. 15.1. 1924, d. 9.1. 2002, læknir í Reykjavík; Halla Bachmann, f. 7.9. 1925, d. 2.8. 1994, fóstra og kristni- boði; Helgi, f. 22.2. 1930, viðskipta- fræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri við Landsbanka Íslands; Hanna, f. 20.11. 1935, bókmenntafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Helgu voru Hallgrímur Jón Jónsson Bachmann, f. 4.7. 1897, í Steinsholti í Leirársveit, d. 1.12. 1969, ljósameistari Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins, og k.h., Guðrún Þórdís Jónsdóttir Bachmann, f. 24.11. 1890, í Litlabæ á Álftanesi, d. 16.4. 1983, húsmóðir og kjólameistari. Ætt Hallgrímur var sonur Jóns Bachmann, b. í Steinsholti, bróður Borgþórs, föð- ur leikkvennanna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg. Jón var sonur Jósefs, b. í Skipanesi Magnússonar og Hall- dóru Guðlaugsdóttur, b. á Geitagerði Sveinbjörnssonar. Móðir Halldóru var Sigríður Bachmann, systir Ingileifar, móður Hallgríms landsbókavarðar. Hálfbróðir Sigríðar var Jón Borgfirð- ingur, afi Agnars Klemenzar Jónsson- ar ráðuneytisstjóra. Sigríður var dóttir Jóns Bachmann, pr. á Klausturhólum Hallgrímssonar, læknis í Bjarnarhöfn og ættföður Bachmannættar. Móð- ir Jóns var Halldóra Skúladóttir, land- fógeta Magnússonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Björnsdóttir, systir Sig- urðar Thorgrímssonar landfógeta. Móðir Hallgríms ljósameistara var Hallfríður ljósmóðir Einarsdóttir, út- vegsb. í Nýjabæ á Akranesi Einarsson- ar, útvegb. þar Þorvarðarsonar. Móðir Hallfríðar var Ingibjörg, dóttir Ingjalds, b. á Bakka Ingjaldssonar, og Margrétar Bjarnadóttur frá Brekku á Kjalarnesi. Meðal bræðra Guðrúnar var Gísli alþm. og Guðmundur Kamban rit- höfundur. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Litlabæ á Álftanesi, hálfbróður Stef- áns, föður Eggerts söngvara og Sig- valda Kaldalóns. Jón var sonur Hall- gríms, b. í Smiðjuhóli á Mýrum Jónssonar og Guðrúnar, systur Stefáns, langafa Gauks Jörundssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Höll í Þverárhlíð, bróður Eggerts, langafa Jens Waage, föður Indriða leikara, föður Hákon- ar leikara. Jón var sonur Guðmundar, b. á Arnarhóli í Reykjavík Vigfússon- ar, og Guðrúnar Þorbjörnsdóttur ríka, ættföður Skildinganesættar Bjarna- sonar. Móðir Þorbjörns var Guðríður Tómasdóttir, ættföður Arnarhólsætt- ar Bergsteinssonar. Móðir Guðrúnar í Smiðjuhóli var Halldóra Auðunsdóttir, systir Björns, sýslumanns í Hvammi, ættföður Blöndalættar. Móðir Guðrúnar klæðskera var Guðný Jónsdóttir, b. í Grashúsum á Álftanesi Pálssonar. Útför Helgu fór fram frá Dómkirkj- unni sl. þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.