Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 36
36 | Fókus 21.–23. janúar 2011 Helgarblað mælir með... LEIKVERK Siggi þrjátíu og fimm „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Sigurður sé vanmetinn leikari.“ - Jón Viðar Jónsson KVIKMYND Klovn: The Movie „Ef þú hefur á annað borð gaman af Klovn og ert til í að láta ganga pínulítið fram af þér, þá er þetta myndin fyrir þig.“ - Valgeir Örn Ragnarsson KVIKMYND Somewhere „Plottið er úthugsað, gengur klárlega upp og er skýrt.“ - Erpur Eyvindarson KVIKMYND Rokland „Heilt yfir er Rokland mjög skemmtileg og frekar vel heppnuð kvikmynd. Þó svo að áhorfendur hefðu mátt kynnast forsögu Bödda töluvert betur er karakterinn í heildina ágætlega mótaður og ekki síst frá- bærlega túlkaður af Ólafi Darra Ólafssyni.“ - Jón Ingi Stefánsson KVIKMYND Gauragangur „Hún er vissulega mjög gölluð, en frábær frammistaða Alexanders Briem bjargar deginum.“ - Jón Ingi Stefánsson Frönsk kvikmyndahátíð hefst með hlátrasköllum: Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Alliance Française í Reykjavík,  sendi- ráð Frakklands á Íslandi  og Græna ljósið  kynna franska kvikmyndahátíð, sem verður haldin í 11. sinn dagana 21. janúar til 3. febrúar í Háskólabíói og í Borgarbíói á Akureyri 12. til 16. febrúar. Opnunarmynd hátíðarinnar er gamanmyndin; Bara húsmóðir, sem skartar stórleikurunum Catherine Deneuve og Gérard Depardieu í aðal- hlutverkum. Hefur þú séð Catherine Deneuve í jogging-galla? Forvitnileg uppákoma enda Catherine Deneuve þekkt fyrir allt annað. Nokkur þemu verða á hátíðinni að þessu sinni. Kvikmyndirnar Velkomin, Eins og hinir, Stúlkan í lestinni og kan- adíska kvikmyndin  Lífslöngun  taka á málefnum minnihlutahópa, ýmist með gríni eða alvöru. Leyndarmál og Hvítar lygar  fjalla um ástir, lygar og marg- breytileika mannlegra samskipta.  Skrifstofur Guðs er mynd sem fjall- ar um félagsmál og tilvonandi mæður með frumlegum hætti. Ævintýrin eru allsráðandi þeg- ar um Ævintýri Adèle Blanc-Sec er að ræða en þessa nýjasta mynd leikstjór- ans Lucs Bessons byggir á góðkunnum teiknimyndasögum eftir Jacques Tar- di. Að lokum má nefna hina sögufrægu mynd Lafmóður frá 1960 eftir Jean-Luc Godard þar sem franska nýbylgjan ræður ríkjum. Allar myndirnar eru með enskum texta, nema  Hvítar lygar  og  Ævintýri Adèle Blanc-Sec sem eru með íslensk- um texta. kristjana@dv.is Sjaldséð sjón Catherine Deneuve í jogging-galla í grínmyndinni Bara húsmóðir, sem er opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Þ að var ekki vitneskja um hlýn- un jarðar sem rak Ragnar Axelsson hvað eftir annað í ljósmyndaleiðangra til Græn- lands. Sjálfur segir hann að það hafi fyrst og fremst verið metnaðurinn til þess að gera góða ljósmynd, eina í einu. Hann hafi haldið áfram og verið trúr sínum eigin stíl. „Megnið af myndunum í bókinni hefur aldrei birst áður, ekki einu sinni í Mogganum. Ástæðan er sú að það var takmarkaður áhugi á myndum frá Grænlandi. Þetta gekk svo langt að jafnvel þegar erlendar fréttastof- ur höfðu samband eftir að hafa frétt af mér á Grænlandi og ég sagði að ég ætti nóg af fínum myndum sem all- ar væru svarthvítar, þá hafði fólk ekki fyrir því að segja bless. Það var bara skellt á.“ Svona lítill hafi áhuginn verið á svarthvítum myndum, einkum á síð- ustu tíu árum. Engir voru tilbúnir til þess að greiða fyrir svarthvítar ljós- myndir. „Ég var beðinn um að taka lit- myndir, en mér bara gat ekki staðið meira á sama. Satt best að segja þá hef ég alltaf verið í bullandi tapi með þessar Grænlandsmyndir en það er aukaatriði.“ Þakkarskeytum rignir „Ég hefði auðvitað getað hlýtt mark- aðnum og tekið litmyndir og feng- ið laun, en ég trúi hins vegar á það að standa með eigin sannfæringu og halda stílnum,“ heldur Ragnar áfram. Þá hefði verkefnið auðvitað tekið allt aðra stefnu. Nú sé bókin komin út og hann kveðst sáttur. „Ég er mjög þakk- látur Íslendingum fyr- ir það hvernig þeir hafa tekið mér, sýningunni og bókinni. Viðtökurn- ar í útlöndum hafa líka verið góðar. Það rignir yfir mig alls kyns þakk- arskeytum jafnvel frá frægu og mikil vægu fólki um allar jarðir. En þessi velgengni og velvild í minn garð kom ekki upp úr þurru. Hún er að mínu viti afleiðing af því að ég hélt alltaf áfram að vinna með minn persónulega stíl.“ Stíll Ragnars hefur í gegnum tíðina fyrst og fremst einkennst af svarthvítum ljósmyndum þar sem myrkra herbergið er stundum nýtt á alla kanta til þess að skapa hina end- anlegu mynd. „Stíllinn minn hefur svo að segja komið af sjálfu sér, þróast jafnt og þétt. Þetta er ég. Eugene Smith til dæmis, ég var alltaf svo heillaður af því hvernig hann stækkaði myndirn- ar og hvernig hann vann í myrkra- herberginu. Í þessu umhverfi fann ég mig og þetta hefur haldið áfram að toga í mig. Ég vildi bara gera flotta mynd. Mér var eiginlega sama um allt annað og alveg sama hvað öðrum fannst. Ég var bara að gera þetta fyrir sjálfan mig.“ Myndar fyrir sjálfan sig Skyldi þá vera hægt að halda sínum persónulega stíl ásamt því að vera frumlegur og skapandi? Hvernig var- ar maður sig á stöðnun? „Ljósmyndarar geta auðveldlega fallið í þá gryfju að taka myndir af skóreimunum sínum eða einhverju slíku, bara til þess að vera frumleg- ir. Ég er ekki sammála þessu. Það er miklu lík- legra til árangurs að vera samkvæmur sjálfum sér, jafnvel þótt maður fari stundum gegn nýj- ustu straumum.“ Ragnar segir þetta ná langt út fyrir ljósmyndun og tekur tónlist sem dæmi: „Ef við lítum til dæmis á Bítlana þá höfðu þeir sinn sterka stíl sem var flottur og sló í gegn. Þeir sem gagn- rýna þessa tónlist og segjast geta gert betur hafa samt ekki gert neitt betur. Þetta er svokallað tennisspaðaheil- kenni. Menn spila tónlist á tennis- spaðann í myrkrinu og gagnrýna svo hina sem eru að gera tónlist í alvör- unni. Niðurstaðan er þessi: Ég ætla að mynda eins og ég vil mynda, alveg sama hvað hver segir. Ég held mín- um stíl. Ef þú vilt semja lag þá verður þú að semja það eins og þú vilt semja það, ekki eins og ég segi þér að gera það.“ Ekki til tunglsins Bókin Veiðimenn norðursins hefur ekki síst vakið athygli fyrir að fjalla um svæði sem eiga á hættu að taka gagngerum breytingum vegna hlýn- unar jarðar. Fyrir áramót kom Ragnar úr leiðangri til Suðurskautslandsins sem hann fór í ásamt frönsku föru- neyti. „Þetta var alveg makalaus ferð, eins og ég er reyndar búinn að skrifa svolítið um í Moggann. En ég sé ekki fyrir mér að ég geti skrásett hlýnun jarðar á suðurhvelinu líka. Það er ein- faldlega of dýrt fyrir mig.“ Það var Michel Rocard, fyrrver- andi forsætisráherra Frakklands, sem bauð Ragnari í leiðangurinn. „Michel gegnir embætti sendiherra Frakk- lands gagnvart pólsvæðunum. Hann kom hingað til þess að halda fyrirlest- ur í háskólanum um svæðin við norð- urpólinn.“ Ragnar fékk svo símtal á laugar- dagsmorgni þar sem hann var beð- inn um að fara með Rocard í gegnum sýninguna á myndunum úr bókinni, áður en hún var opnuð. „Rocard og lið hans buðu mér svo út að borða um kvöldið og þá spurði hann hvað væri fram undan hjá mér af verkefnum og hvað mig langaði að gera. Ég svaraði um hæl að mig hefði alltaf langað til tunglsins annars veg- ar og svo á Suðurskautslandið. Hann sagði þá strax að hann gæti ekkrt hjálpað mér með tunglið en hann gæti hins vegar kippt mér með á suð- urpólinn því hann væri einmitt á leiðinni þangað. „Viltu koma með?““ Ekkert skjól „Þetta var einhver magnaðasta upp- lifun sem ég hef komist í tæri við. Bara að komast í návígi við þessi dýr og upplifa þetta veður var vægast sagt óvenjulegt. Ég hef eytt það mikl- um tíma í nágrenni við norðurskautið að ég hélt að ég gæti aðeins gert mér grein fyrir því hvað ég væri að fara út í, en það var ekki alveg rétt.“ Ragnar segir veðurfarið á Suður- skautslandinu ólíkt því sem gerist í nyrstu byggðum Grænlands, ekki síst vegna þess að nánast hvergi er hægt að leita skjóls. „Það geta til að mynda komið al- veg stórkostleg óveður á norðurslóð- um, fallvindar ofan af jökli sem ná geysilegum hraða og slík fyrirbæri. Þetta fyrirbæri er líka til á Suður- skautslandinu. Þar verður þessi vind- ur í það minnsta jafn kraftmikill og á norðurslóðum, en munurinn er sá að þarna er hvergi hægt að leita skjóls. Á Bók Ragnars Axelssonar ljósmyndara, Veiðimenn norðursins, er í þann mund að seljast upp, ekki aðeins hér heima heldur á Englandi og í Þýskalandi að auki. Í viðtali við DV útskýrir Ragn- ar að fram að þessu hafi verið takmarkaður áhugi á svarthvít- um myndum frá Grænlandi. Hann hafi þó haldið ótrauður áfram enda láti hann sjaldnast segja sér fyrir verkum. flotta mynd“ „Ég vildi bara gera „Það er komið nýtt Grænland með rokktónlist og sólgleraugum. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Og hvað fannst þér? „Ég er ekki búin að fara í bíó í sex mánuði þannig að ég eiginlega man það ekki.“ Hvaða bók ertu að lesa? „Ég er núna að lesa bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Hvað horfir þú á í sjónvarpinu þegar þú ert ekki að vinna? „Ég horfði til dæmis á franska fræðslumynd sem hét Lifandi líkami og var á dagskrá síðasta miðvikudag og fannst hún alveg frábær.“ Hvaða kaffihús ferðu á? „Það er rosalega misjafnt hvaða kaffihús ég fer á, en ég hef farið mikið undanfarið á kaffihúsið Hjá frú Berglaugu, mér finnst það æðislegt.“ Hvaða vefsíður skoðar þú helst? „Það er eiginlega bara mbl.is, vísir.is og people.com, núna eftir Golden Globe til að skoða kjólana.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Fagskrárgerðarkona og nýbökuð móðir. ég fór í bíó Langt síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.