Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 44
Nintendo 3DS Nintendo-fyrirtækið ætlar að setja á markað áhugaverða leikjatölvu nú á vormánuðum en tölvan, sem ber nafnið 3DS, er búin þrívídd- arskjá. Þrívíddarskjár tölvunnar byggir á sömu tækni og nýju sjónvörpin frá Toshiba. Auk þess að geta spilað vinsælustu Nintend- o-leikina í þrívídd getur tölvan tekið ljósmyndir og spilað kvikmyndir og sjónvarpsþætti í þrívídd. Ekki er vitað hvenær tölvan kemur í verslanir á Íslandi en vitað er að hún kemur til Bretlands í lok mars og mun kosta þar rúmlega fjörutíu þúsund krónur. 44 | Tækni 21.–23. janúar 2011 Helgarblað ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær! Opið laugardaga kl. 10 – 16 Sjá allt úrvalið á ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 BÍLTÆKIMP3 SPILARAR ÚTVÖRP HLJÓMBORÐ BÍLHÁTALARAR HEYRNARTÓL DVD SPILARAR REIKNIVÉLAR HÁTALARAR MYNDAVÉLAR SJÓNVÖRP ELDAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR SAMLOKUGRILL ÍSSKÁPAR FRYSTIKISTUR HELLUBORÐ HÁFAR HRÆRIVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ÞVOTTAVÉLAR RAKVÉLAR OFNAR FERÐATÆKI MAGNARAR BÍLMAGNARAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI SÍÐUSTU DAGAR - VALDAR VÖRUR MEÐ ENN MEIRI AFSLÆTTI H in 39 ára gamla Rieko Fu- kushima hefur síðustu níu árin stýrt rannsóknarteymi fyrir japanska tæknirisann Tosh iba en fyrirtækið er einn af stærstu sjónvarpsframleiðendum heims. Það er enn frekar fátítt að kon- ur gegni stöðu yfirmanns í hinu mikla karlaveldi sem japansk- ur viðskipta- og fyrirtækjaheimur er. Í nýlegri könnun sem japönsk stjórnvöld stóðu fyrir kom í ljós að aðeins um 8 prósent þarlendra kvenna gegna stjórnunarstöðum. Í augum margra ungra japanskra kvenna er Fukushima hálfgerð kvenhetja sem tekist hefur að koll- varpa viðteknum venjum, ekki síst þegar hún tók við stöðu yfirmanns hjá Toshiba árið 2002, stuttu eft- ir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Meirihluti (tvær af hverjum þremur) japanskra kvenna yfir- gefur vinnumarkaðinn fyrir fullt og allt eftir barnsburð en Japanir standa nú frammi fyrir þeirri blá- köldu staðreynd að sá mannauður sem tapast við brotthvarf kvenna af vinnumarkaði gengur ekki öllu lengur, ekki síst þar sem meðalald- ur vinnufærra manna hækkar ört. Efasemdir um þrívídd Miklar efasemdir ríktu meðal stjórn- enda Toshiba árið 2002 um hvort hægt væri að markaðssetja þrívídd- ina með ásættanlegum árangri. Fuk- ushima gerði sér grein fyrir því í byrj- un að notkun sérstakra gleraugna myndi verða dragbítur á áhuga fólks til að kaupa þrívíddarsjónvörp. Ef rannsóknarteyminu tækist að smíða frumgerð eða „prótótýpu“ þrívíddar- sjónvarps fyrir gleraugnalaust áhorf myndi Toshiba verða í fararbroddi þessarar tækni. Það eru ekki nema um sex til sjö mánuðir síðan því var spáð að þrívíddarsjónvörp sem ekki krefjast sérstakra gleraugna myndu fyrst koma á markað eftir fjögur til fimm ár. Toshiba hefur kollvarpað þeirri spá, fyrirtækið kynnti hin nýju sjónvörp fyrir stuttu, fyrst í októ ber á CEATEC-tæknisýningunni í Jap- an og síðan á CES-tæknisýningunni í Bandaríkjunum nú í janúar. Mark- aðssetning fyrirtækisins miðast við að sjónvörpin verði komin í verslanir fyrir næstu jól. Ný tækni Sú tækni sem hingað til hefur ver- ið notuð í þrívíddarsjónvörpum byggist á því að skjárinn sýnir eina mynd fyrir hvort auga, hvora á eft- ir annarri með örskömmu millibili og sérstakar síur (filterar) í gleraug- unum, sem eru samstilltar við sjón- varpstækið, verða virkar eða óvirk- ar. Þannig sér vinstra augað eina mynd og það hægra aðra og sjón- stöðvar heilans mynda úr því þrí- vídd. Sú leið sem Fukushima fór var hins vegar að þróa sérstakan algó- ritma fyrir myndörgjörvann sem sjónvarpið byggir á en hver rammi sem skjárinn birtir sýnir þannig níu myndir (parallax images). Skjárinn sjálfur er þannig úr garði gerður að geta varpað fram tveimur sjón- arhornum fyrir augu áhorfandans þannig að hvort auga um sig nem- ur aðeins þær myndir sem því er ætlað. Enn er þó eitt vandamál sem Toshiba tekst vonandi að leysa áður en sjónvörpin koma á mark- að. Ef setið er töluvert til hliðar við sjónvarpið (utan 40 gráða) verður myndtæknin bjöguð og þrívíddin fer úr skorðum. Ekki hefur enn neitt verð verið staðfest fyrir hin nýju þrívíddartæki en búast má við að þessi fyrsta kyn- slóð Toshiba-þrívíddarsjónvarpa verði ansi dýr. Toshiba leiðir þrívíddina Toshiba hefur kollvarpað spám um að þrívíddarsjónvörp sem ekki krefjast sérstakra glerauna komi ekki á markað fyrr en eftir nokkur ár. Fyrirtækið kynnti slík sjónvörp á dögunum. Þrívíddarsjónvarp Gestir tæknisýningarinnar CEATEC í Chiba í Japan virða fyrir sér fyrstu þrí- víddarsjónvörp heims frá Toshiba sem ekki krefjast sérstakra gleraugna. MYND KIM KYUNG HOON/REUTERS Rieko Fukushima Í augum margra ungra japanskra kvenna er Fukushima hálfgerð kvenhetja sem tekist hefur að kollvarpa viðteknum venjum. Opal og Topaz frá Hewlett Packard Von er á tveimur spjaldtölvum frá Hewlett Packard á árinu sem byggja á webOS-stýrikerfinu frá Palm, en HP yfirtók Palm fyrirtækið með húð og hári á síðasta ári. Tölvurnar ganga undir nöfnunum Opal og Topaz, þó ekki í höfuðið á íslenskum sælgætistegundum heldur skrautsteinategundum. Myndum af tölvunum hefur þegar verið lekið á netið og má greina á þeim að þær hafa myndavél á framhlið og tengirauf fyrir microUSB. Búist er við því að tölvurnar komi á markað um mitt árið eða snemma á haustmánuðum. Samkvæmt sölutölum síðasta árs hefur iPad-tölva Apple um það bil 80–90 prósent mark- aðshlutdeild í spjaldtölvugeiranum en það hlutfall á eftir að breytast töluvert á þessu ári þegar nýjar spjaldtölvur fara að streyma inn á markaðinn. Valda truflunum Það eru ekki aðeins farsímar sem geta valdið truflunum eða bjagað rafeindakerfi flugvéla, farþegar eru beðnir um að hafa slökkt á öllum rafeindatækjum á meðan flugferðinni stendur. Þessi regla verður sífellt mikilvægari eftir því sem fjöldi og gerðir hinna ýmsu tækja sem fylgja farþegum inn í vélarnar eykst; farsímar, fartölvur, GPS-tæki, spjaldtölvur og svo framvegis. Mörg þessara tækja senda frá sér merki og öll gefa þau frá sér rafsegulbylgjur sem samkvæmt fræðunum geta haft áhrif á rafeindakerfi vélarinnar. Erfitt hefur þó reynst að sanna að orsök einstakra slysa sé hægt að rekja til slíkra tækja en þeirra er getið sem hugsanlegs orsakavalds í rannsóknarskýrsl- um nokkurra flugslysa sem hafa átt sér stað síðasta áratuginn. Vandamálið er að þrátt fyrir regluna um að slökkt sé á öllum tækjum á meðal farþega eru alltaf einhverjir sem virða ekki fyrirmælin. Nýjustu gerðir flugvéla eru búnar öflugri skermun gegn truflunum af þessu tagi en eldri flugvélar gætu verið viðkvæmar fyrir þeim tækjum sem hafa komið á markað á allra síðustu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.