Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 23
H
éðan út um gluggann á
skrifstofunni sem mér hef-
ur verið úthlutað í stuttri
rannsóknardvöl við Queen
Mary-háskóla í London er ekki að sjá
að mikið bjáti á í bresku háskólalífi.
Fölir stúdentar á þönum og hoknir
illa til hafðir prófessorar ráfandi um
gangana. Allt eins og það á að vera
gæti maður haldið ef ekki væri fyr-
ir örvæntinguna sem sjá má glitta í
úr rauðþrútnum en annars daufum
augum fjármálastjórans. Kannski er
þetta ekki svo ýkja frábrugðið og á
við um íslensku efnahagskreppuna:
Vandræðin sjást ekki á yfirborðinu.
En undir niðri geisar stríð um breska
háskólakerfið. Þrátt fyrir að frjáls-
lyndir demókratar hafi fyrir kosn-
ingar svarið og sárt við lagt að snerta
ekki við fjárframlögum til háskól-
anna hefur íhaldsflokkurinn samt
sem áður náð því í gegn í samsteypu-
stjórn flokkanna að skera háskólana
niður við trog og svo gott sem ger-
bylta kerfinu. Aðgerðirnar eru í ýms-
um útfærsluliðum en útreikningar
sýna að skorið sé niður um fast að
fjórðungi.
Þreföldun skólagjalda
Aðgerðirnar koma harðast niður á
nemendum. Þó svo að útlendingar
hafi þurft að punga út fúlgum fjár til
að nema við helstu kennileiti í æðra
menntakerfi breska konungdæmis-
ins hefur verið um það bil 650 þús-
und króna þak á ársgjöldum sem
háskólum er heimilt að draga af
framtíðarreikningum breskra stúd-
enta og nemenda úr ríkjum Evr-
ópusambandsins. En nú hefur þak-
inu í einu vetfangi verið svipt af húsi
breskra fræða og háskólum er heim-
ilt að rukka nemendur sína um rúma
milljón til viðbótar. Gjöldin ríflega
þrefaldast og hér eftir verður hvergi
innan marka Englands hægt að finna
almennilega menntun fyrir minni
fjárútlát.
Því er kannski ekki nema von að
nemendur hafi svo ákaft mótmælt
fyrir utan þinghúsið um daginn. En
einhverra hluta vegna höfðu fjöl-
miðlar einkum áhuga á tilfinningalífi
Camillu, eiginkonu Karls Bretaprins,
meðan á mótmælunum stóð. Nem-
endur fá vissulega lánað fyrir skóla-
gjöldunum en það tekur svo sannar-
lega í að greiða af nálega tíu milljóna
króna láni sem fimm ára háskóla-
nám kostar. Sér í lagi þegar annað
eins og jafnvel meira til bætist ofan
á í framfærslulánum sem ótt hlaðast
upp. Þá verður þetta svolítill stabbi.
Breytist eða deyið
Ástandið á Íslandi er að vísu ekki
ósvipað þó svo að ríkisháskólakerf-
ið sé enn afar sterkt. Maður segir
eiginlega sem betur fer því þróun-
in hér í Bretlandi ætti að hræða líf-
tóruna úr öllum þeim sem er annt
um almenna háskólamenntun. Ein-
staka ríki í breska konungsveldinu
hafa að vísu reynt margvíslegar og
misburðugar tilraunir til að sleppa
undan spennutreyjunni. Ríkisstjórn-
in í Wales segist til að mynda ætla
að greiða skólagjaldahækkunina
fyrir sína nemendur. Sem verða þá
komnir í sérstaka foréttindastöðu
gagnvart enskum nemendum. Ekki
svo að skilja að Walesbúar hafi farið
varhluta af niðurskurðinum. Ríkis-
stjórnin í Cardiff hefur sagt að fækka
þurfi háskólastofnunum um ríflega
helming. Með þvingaðri sameiningu
ef ekki vill betur til. Breytist eða deyið
voru skilaboð menntamálaráðherr-
ans. Eins og gefur að skilja er brún-
in þung á bresku háskólafólki en það
góða við stöðuna er þó allavega það
að stefnan er skýr.
Stjórnleysi á Íslandi
Sem leiðir hugann að ástandi há-
skólamála á Íslandi. Öfugt við Bret-
land er íslenska háskólakerfið
stjórnlaust. Í Bretlandi er notast við
markvisst hvatakerfi til að stýra nem-
endum í námsgreinar eftir niður-
njörfaðri forgangsröðun sem verður
til í víðtækri opinberri stefnumótun.
Miðað er við að hámarka hag samfé-
lagsins. Á Íslandi er látið reka á reið-
anum og tískustraumar ráða fjölda
nemenda í einstaka námsgreinum.
Stefnuleysið hefur leitt til þess að
sextíu prósent af öllum háskólanem-
um á Íslandi eru í greinum sem setja
má undir hatt félagsvísinda, sem sé
í hefðbundnum félagsvísindagrein-
um, kennaranámi, viðskiptum og
lögfræði. Aðeins sex prósent eru hins
vegar í tæknigreinum, sem sé í tölv-
unarfræði, véla- og verkfræði.
Þótt margt sé vissulega mjög vel
gert í íslenskum háskólum er orðið
afar brýnt að hefja heildstæða end-
urskoðun á kerfinu og útfæra mark-
vissa stefnu um samsetningu stofn-
ana og námsframboð.
Umræða | 23Helgarblað 21.–23. janúar 2010
Troðfullt
af börnum
Leikhússtjórinn Magnús Geir
Þórðarson tók á móti 4.000 þúsund
krökkum í Borgarleikhúsinu á
miðvikudaginn en þeir mættu til að
skrá sig í prufur fyrir hlutverk í
Galdrakarlinum í Oz sem fært verður
upp á nýju leikári.
Hver er maðurinn?
„Magnús Geir Þórðarson.“
Hefur þú einhvern tímann verið eitthvað
annað en leikhússtjóri?
„Ég er nú svo sem enn ýmislegt annað en
leikhússtjóri. Ég er líka leikstjóri, sonur,
bróðir, vinur og margt fleira.“
En það var sum sé mikið um dýrðir í
Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn?
Hvernig var stemningin?
„Já, það var mikil stemning þegar þessi
stóri og glæsilegi hópur kom til að skrá sig í
áheyrnarprufurnar. Okkur í Borgarleikhúsinu
finnst gaman að galopna leikhúsið og það er
frábært að sjá húsið troðfullt af brosandi og
kátum krökkum.“
Átt þú þér einhverjar skemmtilegar
minningar um verkið Galdrakarlinn í OZ?
„Ég man vel eftir myndinni sem ég sá í
sjónvarpinu þegar ég var lítill. Þetta er
náttúrulega frábær mynd og söngleikurinn
er ekki síðri.“
Hvernig fara prufurnar fram?
„Prufurnar eru auðvitað mjög viðamiklar
þegar fjöldinn er svona mikill. Í fyrstu um-
ferð munu öll börnin mæta í tuttugu manna
hópum og vinna með leikurum hússins í
leikhúsleikjum. Þá munu þau öll fá tækifæri
til að sýna hæfileika sína. Þetta verður
skemmtileg upplifun fyrir börnin þar sem
þau kynnast leikhúsinu úr nýrri átt og það er
okkur kappsmál að prufurnar séu ævintýri
fyrir hvert barn sem tekur þátt. Eftir það
verður hluta hópsins boðið að koma aftur
og þá munu þau syngja og dansa. Svona
mun þetta ganga koll af kolli næstu tvo
mánuðina þar til endanlegi hópurinn hefur
verið valinn.“
Er hugað að tilfinningum barnanna, ef
svo, hvernig þá?
„Að sjálfsögðu. Eitt markmið með prufunum
er auðvitað að finna börnin sem taka þátt
í sýningunni á endanum en í huga okkar er
ekki síður mikilvægt að búa til skemmtilega
upplifun fyrir öll börnin. Þannig taka þau
þátt í starfsemi Borgarleikhússins með nýj-
um hætti. Þau eru ekki bara áhorfendur úti
í sal, heldur vinna þau inni í leikhúsinu með
listamönnum hússins. Vonandi fara allir hér
úr húsi reynslunni ríkari, með hvatningu og
ógleymanlega minningu um áskorun sem
þau stóðust með glæsibrag. Við viljum að
Borgarleikhúsið sé galopið og að börnin finni
að hingað eru þau alltaf velkomin.“
„Það er alveg glatað.“
María Björk Gunnarsdóttir
28 ára, stjórnmálafræðingur
„Mér finnst það ekki rétt.“
Hafdís María Jónsdóttir
25 ára, hagfræðingur
„Það má alveg endurskoða það.“
Daníel Bjarnason
31 árs, tónlistarmaður
„Ég hef enga skoðun á því.“
Arnar Eyþórsson
47 ára, sendibílstjóri
„Ég vissi ekki einu sinni af því.“
Brynja Sveinsdóttir
23 ára, nemi
Maður dagsins
Finnst þér rétt að Biskupsstofa þurfi ekki að greiða áfengisgjald?
Hálka og él Umferðin reyndist þyngri en vant er í höfuðborginni seinnipartinn á fimmtudag. Flughált varð um klukkan 15.00 og þegar ljósmyndari var á ferð hafði
lögregla talið meira en tuttugu árekstra. Þrír þeirra voru þriggja bíla árekstrar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Myndin
Stjórnlausir háskólar
Dómstóll götunnar
Kjallari
Eiríkur
Bergmann„Á Íslandi er látið
reka á reiðanum
og tískustraumar
ráða fjölda nemenda í
einstaka námsgreinum.