Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 30
Atli Már fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð til fjórtán ára aldurs. Hann lenti í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995, var bjargað úr flóðarústunum en missti föður sinn og bróður í flóðinu. Faðir Atla, Sigurður Þorsteinsson, hefði orð- ið fimmtíu og fimm ára sl. miðvikudag. Atli Már var í Grunnskóla Flateyrar og síðan í Hagaskóla í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2001, stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 2006 og lauk síðan MA-prófi í alþjóðasam- skiptum frá Háskóla Íslands 2009. Þá stundaði hann nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 2009. Atli stundaði sjómennsku frá Flat- eyri, Ísafirði og víðar frá Vestfjörðum frá þrettán ára aldri, á bátum og togur- um, starfaði hjá Fiskistofu með námi á háskólaárunum og hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur starfað við upplýsingadeild utanríkisráðuneytis- ins frá ársbyrjun 2010. Atli skrifaði fyrir tímaritið Mann- líf árið 2007. Hann situr í stjórn Félags stjórnmálafræðinga. Fjölskylda Sambýliskona Atla er Guðrún Inga Torfadóttir, f. 5.6. 1982, lögfræðingur hjá Íslandsbanka. Systkini Atla: Þorsteinn Sigurðs- son, f. 11.8. 1977, lést í snjóflóðinu á Flateyri 26.10. 1995; Berglind Ósk Sig- urðardóttir, f. 21.11. 1979, starfsmaður BSRB og nemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands; Borgrún Alda Sig- urðardóttir, f. 23.3. 1992, nemi við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ; Thelma Sif Jónsdóttir, f. 17.8. 1999, grunnskóla- nemi. Foreldrar Atla: Sigurður Þorsteins- son, f. 18.1. 1956, lést í snjóflóðinu á Flateyri 26.10. 1995, sjómaður og for- maður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, og Sigrún Magnúsdóttir, f. 11.12. 1958, matráðskona og heilsu- ráðgjafi, búsett í Garðabæ. Daði fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var í Grunn-skóla Siglufjarðar og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, stundaði síðar nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófi 2009, auk þess sem hann hefur sótt ýmis atvinnutengd námskeið, s.s. sjómannanámskeið og námskeið á lyftara. Daði vann við rækjuvinnslu hjá Þormóði Ramma á Siglufirði á ung- lingsárunum og var þar rækjukóng- ur í sex ár. Hann flutti til Reykjavíkur 2006 og starfaði þar hjá Eimskip árið 2006 og síðan hjá Granda með námi á árunum 2006–2009. Hann er nú að undirbúa eigin rekstur á Siglufirði. Fjölskylda Sonur Daða er Heimir Már Daða- son, f. 13.10. 2004. Systkini Daða eru Þórleif Guð- mundsdóttir, f. 16.12. 1961, vinnu- vélastjóri í Vestmannaeyjum; Davíð Guðmundsson, f. 26.3. 1963, tölvun- arverkfræðingur með eigin rekstur, búsettur í Vestmannaeyjum; Una Dögg Guðmundsdóttir, f. 6.3. 1977, grunnskólakennari við Árbæjar- skóla, búsett í Kópavogi. Foreldrar Daða eru Guðmund- ur Davíðsson, f. 9.10. 1942, bílstjóri, búsettur í Garðabæ, og Lilja Krist- ín Guðmundsdóttir, f. 16.2. 1951, deildarstjóri við dagvist fatlaðra. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–23. janúar 2011 Helgarblað Ingunn fæddist á Egilsstöðum snjóa veturinn mikla 1951 og ólst upp á Héraði. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennatskólanum á Akur- eyri 1971, stundaði nám í tölvufræð- um við Roosevelt University í Chicago 1972, lauk BA-prófi í sálar- og uppeld- isfræði við Háskóla Íslands 1977, prófi í uppeldis- og kennslufræði við Há- skóla Íslands 1977, M.Sc.-prófi í sál- arfræði við Gautaborgarháskóla 1981, MFA-prófi frá Newcastle University – námi í fagurlist 2006–2008 að afloknu fjögurra ára fagurlistanámi við Mynd- listarskólann á Akureyri 1998–2002. Auk þessa hefur hún sótt aragrúa námskeiða af ýmsu tagi. Ingunn vann þjónustu- og iðn- aðarstörf frá tólf ára aldri og sinnti síðar kennslu- og uppeldisstörfum með námi, m.a. á barnageðdeild hér heima og í Gautaborg með háskóla- námi. Hún kenndi einnig sálar- og uppeldisfræði og var sálfræðingur hjá Dagvist barna í Reykjavík 1981–84, var fyrsti heilsugæslusálfræðingur á Ís- landi við Heilsugæsluna á Kópaskeri og á Raufarhöfn 1984–88, íþrótta- kennari við Grunnskólann á Kópa- skeri á sama tíma og sveitarstjóri í Öx- arfirði 1988–98. Ingunn átti þátt í ýmsum fram- faramálum í Öxarfjarðarhéraði svo sem stofnun Hitaveitu Öxarfjarð- ar, Ferðamálasamtaka við Öxarfjörð, stofnun Fjallalambs auk fjölda ann- arra framfaramála í héraðinu. Hún var vþm. með setu á Alþingi þar sem hún lagði m.a. fram þingsályktunartil- lögu til úrbóta í vegamálum, sem nú loks eru orðnar að veruleika. Hún sat í hreppsnefnd Presthólahrepps (síð- ar Öxarfjarðarhrepps) og var oddviti á árunum 1988–91, sat í Héraðsnefnd Norður–Þingeyjarsýslu og í stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga og var formaður þess 1990–92, auk fjölda annarra nefnda og ráða, sótti m.a. FAO-ráðstefnu til Hollands um „Konur í dreifbýli“ fyrir Íslands hönd. Ingunn er frábitin flokkspólitík og óflokksbundin en fylgist með þjóð- málum og heimsmálum og segir skoðun sína þegar svo ber undir. Yst er listamannsnafn Ingunnar en á annan áratug hefur hún ein- vörðungu helgað sig listinni og sýnir í Bragganum í Öxarfirði, yst.is. Hún á að baki sautján einkasýningar og jafn- margar samsýningar hér heima og er- lendis auk gjörninga. Ingunn er femínisti og nýlist á hug hennar allan auk mannræktar, söngs og þjóðmenningar, djass og göngu- ferða úti í náttúrunni. Fjölskylda Ingunn giftist 6.4. 1974 Sigurði Hall- dórssyni, f. 5.8. 1951, lækni. Hann er sonur Halldórs Sigurðssonar, f. 11.2. 1925, bónda á Valþjófsstöðum, og k.h., Kristveigar Björnsdóttur, f. 2.1. 1927, húsfreyju og áður organista og safnvarðar. Börn Ingunnar og Sigurðar eru Kristbjörg, f. 11.10. 1974, bæklun- arlæknir en eiginmaður hennar er Magnus Johansson rafmagnsverk- fræðingur; Kristveig, f. 19.5. 1976, söngkona og skipulagsverkfræðingur; Halldór Svavar, f. 23.10. 1982 sjúkra- þjálfari en eiginkona hans er Edda Hermannsdóttir, nemi við Háskóla Ís- lands og börn þeirra eru Emilía, f. 6.1. 2008, og Sigurður, f. 14.12. 2010. Systur Ingunnar eru Birna Krist- ín, f. 4.5. 1953, hjúkrunarforstjóri á Eir í Reykjavík; Erla Kolbrún, f. 30.4. 1961, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands; Alma Eir, f. 11.8. 1963, heimilislæknir í Reykjavík og kennslustjóri heimilislækninga á Ís- landi. Foreldrar Ingunnar eru Svavar Stefánsson, f. 16.9. 1926, fyrrv. mjólk- urbússtjóri á Egilsstöðum, og Krist- björg Sigurbjörnsdóttir, f. 3.4. 1933, áður talsímakona, ritari og rak blóma- verslunina Stráið fyrst á Egilsstöðum og síðar á Laugaveginum. Þau eru nú búsett í Reykjavík. Ætt Svavar er albróðir Jónínu, móður Stef- áns Þórarins Ingólfssonar arkitekts, og hálfbróðir Einars, múrarameistara á Egilsstöðum, föður Vilhjálms, skóla- meistara á Egilsstöðum og silfurverð- launahafa í þrístökki á Ólympíuleik- unum í Melbourne í Ástralíu 1956, föður Einars, margfalds Íslandsmeist- ara í spjótkasti og meðal bestu spjót- kastara í heimi á tímabili. Annar bróð- ir Svavars var Þórarinn, smíðakennari á Laugarvatni, faðir Stefáns, fyrrv. að- alféhirðis Seðlabankans. Svavar er sonur Stefáns, b. á Mýrum í Skriðdal Þórarinssonar, b. á Randversstöðum í Breiðdal Sveinssonar, bróður Bjarna, afa Halldórs Halldórssonar prófess- ors. Systir Þórarins var Þrúður, amma Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar. Móðir Svavars var Ingifinna Jóns- dóttir. Kristbjörg er dóttir Sigurbjörns Árnabjörnssonar, og Kristínar Einars- dóttur. Afmælisbarnið verður að heiman í dag. Jóhann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hann var Digranesskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Kópa- vogi og lauk prófum sem bakari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Jóhann vann við smíðar, á dekkjaverkstæði og bónaði bíla á unglingsárunum með námi, hóf störf við bakstur átján ára hjá Smárabakaríi, starfaði síðan hjá ýmsum bakaríum í Reykjavík, flutti til Ísafjarðar 1994, vann þar eitt sumar við rækjuvinnslu og í frysti- húsi og við landanir, starfaði síðan hjá Bakaranum á Ísafirði en hefur verið bakari hjá henni Rut í Gamla bakaríinu frá 1997. Jóhann hefur sungið með Karla- kórnum Örnum sl. fimm ár. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Randí Guð- mundsdóttir, f. 20.11. 1968, leik- skólaliði. Dætur Jóhanns og Randíar eru Antía Björk Jóhannsdóttir, f. 16.9. 1992; Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 28.9. 2000. Systkini Jóhanns eru Halldór Svansson, f. 14.9. 1955, húsasmið- ur, búsettur í Kópavogi en kona hans er Jóhanna Geirsdóttir og eiga þau fjögur börn; Svava Svansdótt- ir, f. 4.1. 1958, hjúkrunarfræðing- ur í Edeltoft í Danmörku en maður hennar er Jesper Viskum og á hún þrjú börn; Vilhjálmur Svansson, f. 3.4. 1960, dýralæknir á Keldum, búsettur í Reykjavík en kona hans er Áslaug Jónsdóttir og á hann tvö börn; Svanborg Svansdóttir, f. 15.6. 1962, þjónustufulltrúi við Spari- sjóðinn í Keflavík, búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd en maður henn- ar er Bergur Álfþórsson og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jóhanns eru Svan- ur Hvítaness Halldórsson, f. 1.3. 1935, leigubifreiðastjóri, búsettur í Kópavogi, og Jóhanna Jóhanns- dóttir, f. 12.9. 1935, fyrrv. skjala- vörður við Landspítalann. Ætt Foreldrar Svans voru Halldór Pjet- ursson, rithöfundur, ættaður af Héraði, og Svava Jónsdóttir hús- móðir, úr Borgarfirði eystra. Foreldrar Jóhönnu: Jóhann Ásmundsson, bóndi á Kverná í Grundarfirði á Snæfellsnesi, og Svanborg Rósamunda Kjartans- dóttir, frá Vindási í Eyrarsveit, en hún verður einmitt níutíu og fimm ára á sunnudag. Yst Ingunn St. Svavarsdóttir Sálfræðingur og fagurlistaverkakona í Öxarfirði Jóhann Dagur Svansson Bakari við Gamla bakaríið á Ísafirði 85 ára 85 ára Atli Már Sigurðsson Stjórnmálafræðingur hjá utanríkisráðuneytinu Daði Már Guðmundsson Sundmaður á Siglufirði Óli Heiðar Arngrímsson Félagsliði og nemi í Reykjavík 60 ára á sunnudag 40 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag Ó li ólst upp við sveitastörf að Teigi og að Stóru–Býlu í Innri–Akraneshreppi, starf- aði tvö sumur við Vatnsfellsvirkj- un, vann við Norðurál í tæp sex ár en hefur starfað hjá Elkem Ísland í Hvalfirði frá 2007. Óli hefur starfað með jeppa- klúbbnum 4x4 undanfarin ár. Fjölskylda Hálfbræður Óla, sammæðra, eru Jökull Harðarson, f. 29.9. 1987, starfsmaður hjá HB Granda á Akra- nesi; Patrekur Harðarson, f. 14.4. 1998, nemi í Heiðarskóla. Hálfsystir Óla, samfeðra, er Halla Rún Erlingsdóttir, f. 16.7. 1999. Foreldrar Óla: Valdís Heiðars- dóttir, f. 26.1. 1961, deildarstjóri við Sjúkrahús Akraness, og Arngrím- ur Sveinsson, f. 8.3. 1949, d. 21.10. 2006, rútubílstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.