Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 21
Erlent | 21Helgarblað 21.–23. janúar 2010 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Einnota latex hanskar Tilboð á stærð XL Verð 499 kr. án vsk. n Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Kína, Hu Jintao, í Washington n Efnahagsmál ofarlega á baugi n Obama vék máli sínu að mannréttindamálum í Kína Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama, for- seta Bandaríkjanna, á miðviku- dagskvöld. Kvöldverðurinn var hluti af opinberri heimsókn Jinta- os til Bandaríkjanna, en hann kom ásamt föruneyti sínu til Washington á þriðjudagskvöld. Í föruneyti Jinta- os voru valdamiklir kínverskir emb- ættismenn ásamt lykilmönnum úr kínversku viðskiptalífi. Í Bandaríkj- unum hefur mikið verið rætt og rit- að um heimsókn Jintaos, og talið að útkoma þeirra viðræðna sem fara fram milli forsetanna tveggja eigi eftir að hafa mótandi áhrif á fram- tíðarsamskipti þessara tveggja stór- velda. Síðast þegar leiðtogarnir hittust, í opinberri heimsókn Obama til Pek- ing árið 2009, sigldu viðræður þeirra í strand. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda gengi kínverska gjaldmiðils- ins, renmimbi, of lágu, til að tryggja forskot kínverskra útflutningsvara á alheimsmarkaði. Árangur í efnahagsviðræðum Eitt helsta málið sem þeir Obama og Jintao ræddu voru efnahagsmál. Hu Jintao mun hafa fallist á að gera gengi renmimbisins sveigjanlegra, en genginu er stýrt af stjórnvöld- um en ekki af sveiflum á heims- markaði eins og tíðkast í hinum vestræna heimi. Obama á þá ósk heitasta að Kínverjar láti gengi sitt einnig stjórnast af markaðnum, en ljóst er að honum mun ekki verða að ósk sinni – ekki um sinn í það minnsta. Einnig ræddu leiðtogarn- ir tveir um samkeppnisaðstöðu er- lendra fyrirtækja innan Kína. Vegna ört hækkandi kaupmáttar í Kína, og sérstaklega í þéttbýli, er ljóst að Kína verður brátt stærsti markað- ur neytenda í heimi. Kínverjar hafa í auknum mæli opnað fyrir aðgang erlendra fyrirtækja að kínversk- um markaði, en áður fyrr greiddu stjórnvöld með kínverskum fyr- irtækjum sem gerði samkeppnis- stöðu fyrirtækja ósanngjarna. Hu Jintao lofaði Obama að bandarísk- um fyrirtækjum yrði gert hærra undir höfði í framtíðinni, en það er talið báðum ríkjum til góða – þar sem kínversk fyrirtæki hafa ekki undan við að metta innanlands- markað eins og sakir standa. Timothy Geithner, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að gott viðskiptasamband við Kína skipti höfuðmáli. „Viðskipti milli Kína og Bandaríkjanna námu 100 milljörð- um dollara á síðasta ári og við sjá- um fyrir okkur að Kína verði okkar helsti viðskiptaaðili innan 10 ára.“ Bandarísk stjórnvöld vonast til þess að betra aðgengi að kínverskum markaði muni virka sem vítamín- sprauta fyrir bandarískt atvinnulíf, en þar er nú rúmlega 10 prósent at- vinnuleysi. Obama ræddi Liu Xiaobo Á fundi leiðtoganna spurði Obama kínverska forsetann út í Liu Xiaobo, kínverska andófsmanninn og hand- hafa friðarverðlauna Nóbels 2010, sem nú situr í fangelsi fyrir bar- áttu sína fyrir tjáningarfrelsi. Jint- ao svaraði því til að ekki væri hægt að líkja saman aðstæðum í Kína og í hinum vestræna heimi. Hann sagði að Kínverjar létu sér mann- réttindi ekki í léttu rúmi liggja. Hins vegar hafði hann um stöðuna að segja: „Kína er þróunarland sem hefur á að skipa gífurlegum fjölda fólks. Landið er í miðju breytingar- ferli og þróast hratt, efnahagslega og félagslega. Margt er enn ógert í mannréttindamálum.“ Þó að spurningar Obama varð- andi mannréttindi í Kína hafi víða ratað á forsíður vestrænna miðla, þarf vart að taka fram að þær voru hvergi sjáanlegar í Kína. Leiðtogafundur stórveLdanna Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Kína er þróunar- land sem hefur á að skipa gífurlegum fjölda fólks. Landið er í miðju breytingarferli og þróast hratt. Glæsilegur kvöldverður Hu Jintao, for- seti Kína, stendur hér á milli forsetahjónanna bandarísku, Michelle og Baracks Obama. Smári McCarthy opnaði netgáttir fyrir utan Túnis: Íslendingur lagði hönd á plóginn í Túnis Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins staðfesti í vikunni, að áætl- anir um að banna snyrtivörur sem eru prófaðar á dýrum standi enn. Til stendur að banna allar snyrtivörur sem eru prófaðar á dýrum í aðildar- ríkjum sambandsins frá árinu 2013. Ýmis dýraverndunarsamtök hafa að undanförnu látið að því liggja að embættismenn í Brussel séu að kikna undan þrýstingi frá alþjóð- legum snyrtivöruframleiðendum, sem hafa farið fram á að banninu verði frestað um fimm ár. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, Frede- ric Vincent, sagði hins vegar að ver- ið væri að meta áhrifin sem bannið hefði. „Það er of snemmt að tala um að banninu verði frestað, enn er mið- að við árið 2013.“ Árið 2009 var samþykkt bann á öllum snyrtivörum sem eru prófuð á dýrum, með undantekningum þó. Þá fengu snyrtivöruframleiðendur sínu framgengt, en samkvæmt þeim er ómögulegt að komast að raun um eiginleika nokkurra nauðsynlegra efna án þess að prófa þau fyrst á dýr- um. Málamiðlunin var sú að snyrti- vöruframleiðendur fengu þá fjögur ár til að leita nýrra leiða til að prófa þessi tilteknu efni. Nú biðja snyrti- vöruframleiðendur um lengri frest til að finna lausnir. Barry Philips, vísindamaður hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA, segir beiðni snyrtivöruframleið- enda um frekari frestun fáránlega. „[Snyrtivöru]iðnaðurinn hefur vit- að af þessu yfirvofandi banni í fjölda ára. Hann átti að beita sér meira fyr- ir því að finna aðrar leiðir til að prófa vörur. Ef framleiðendur geta ekki fundið ný efni til að setja í snyrtivör- ur án þess að dýr þurfi að þjást, ættu þeir að láta duga þau 10 þúsund efni sem standa þeim nú þegar til boða.“ bjorn@dv.is ESB staðfestir bann á snyrtivörum sem eru prófaðar á dýrum: Þrengt að framleiðendum Vilja banna grimmd gegn dýrum Chrissie Hynde, söngkona The Pretenders, hefur löngum talað fyrir banni á snyrtivör- um sem prófaðar eru á dýrum. „Þyrfti að vera Ofurmenni“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að hann „hefði þurft að vera Ofurmennið“ – ef sögur um að hann hafi stundað kynlíf með 24 konum í einu ættu við rök að styðjast. Berlusconi sagði þetta við þingflokksmenn Frelsisflokks síns á fundi á miðvikudag. Ummælin þykja mjög í ætt við öll önnur viðbrögð Berlusconis við ásökunum um að hann hafi borgað vændiskonunni Ruby fyrir kynlíf á síðasta ári, en þá var Ruby aðeins 17 ára. Berlusconi hefur ítrekað reynt að sópa ásök- ununum undir teppið með því að hlæja að þeim, án þess að vísa þeim algjörlega á bug. Stjörnufans í Hvíta húsinu Það var mikið um dýrðir í Hvíta húsinu í Washington þegar forseti Kína, Hu Jintao, snæddi kvöldverð með bandarísku forsetahjónun- um, Barack og Michelle Obama. Að beiðni kínversku sendinefndarinnar sem fylgdi Hu Jintao var „bandarískt þema“ í kvöldverðarboðinu með öllu tilheyrandi. Spilaði þar djasshljóm- sveit sem leidd var af goðsögninni Herbie Hancock, auk þess sem fína og fræga fólkið úr Hollywood prýddi gestalistann. Lögð var áhersla á að fá fólk af kínverskum uppruna, og því sáust stjörnur eins og hasarmynda- hetjan Jackie Chan og einnig leikar- inn B.D. Wong, sem sumir kannast við úr þáttunum Law and Order. Bill Clinton komst einnig á gestalistann, sem og söng- og leikkonan Barbra Streisand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.