Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Qupperneq 21
Erlent | 21Helgarblað 21.–23. janúar 2010 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Einnota latex hanskar Tilboð á stærð XL Verð 499 kr. án vsk. n Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Kína, Hu Jintao, í Washington n Efnahagsmál ofarlega á baugi n Obama vék máli sínu að mannréttindamálum í Kína Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama, for- seta Bandaríkjanna, á miðviku- dagskvöld. Kvöldverðurinn var hluti af opinberri heimsókn Jinta- os til Bandaríkjanna, en hann kom ásamt föruneyti sínu til Washington á þriðjudagskvöld. Í föruneyti Jinta- os voru valdamiklir kínverskir emb- ættismenn ásamt lykilmönnum úr kínversku viðskiptalífi. Í Bandaríkj- unum hefur mikið verið rætt og rit- að um heimsókn Jintaos, og talið að útkoma þeirra viðræðna sem fara fram milli forsetanna tveggja eigi eftir að hafa mótandi áhrif á fram- tíðarsamskipti þessara tveggja stór- velda. Síðast þegar leiðtogarnir hittust, í opinberri heimsókn Obama til Pek- ing árið 2009, sigldu viðræður þeirra í strand. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda gengi kínverska gjaldmiðils- ins, renmimbi, of lágu, til að tryggja forskot kínverskra útflutningsvara á alheimsmarkaði. Árangur í efnahagsviðræðum Eitt helsta málið sem þeir Obama og Jintao ræddu voru efnahagsmál. Hu Jintao mun hafa fallist á að gera gengi renmimbisins sveigjanlegra, en genginu er stýrt af stjórnvöld- um en ekki af sveiflum á heims- markaði eins og tíðkast í hinum vestræna heimi. Obama á þá ósk heitasta að Kínverjar láti gengi sitt einnig stjórnast af markaðnum, en ljóst er að honum mun ekki verða að ósk sinni – ekki um sinn í það minnsta. Einnig ræddu leiðtogarn- ir tveir um samkeppnisaðstöðu er- lendra fyrirtækja innan Kína. Vegna ört hækkandi kaupmáttar í Kína, og sérstaklega í þéttbýli, er ljóst að Kína verður brátt stærsti markað- ur neytenda í heimi. Kínverjar hafa í auknum mæli opnað fyrir aðgang erlendra fyrirtækja að kínversk- um markaði, en áður fyrr greiddu stjórnvöld með kínverskum fyr- irtækjum sem gerði samkeppnis- stöðu fyrirtækja ósanngjarna. Hu Jintao lofaði Obama að bandarísk- um fyrirtækjum yrði gert hærra undir höfði í framtíðinni, en það er talið báðum ríkjum til góða – þar sem kínversk fyrirtæki hafa ekki undan við að metta innanlands- markað eins og sakir standa. Timothy Geithner, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að gott viðskiptasamband við Kína skipti höfuðmáli. „Viðskipti milli Kína og Bandaríkjanna námu 100 milljörð- um dollara á síðasta ári og við sjá- um fyrir okkur að Kína verði okkar helsti viðskiptaaðili innan 10 ára.“ Bandarísk stjórnvöld vonast til þess að betra aðgengi að kínverskum markaði muni virka sem vítamín- sprauta fyrir bandarískt atvinnulíf, en þar er nú rúmlega 10 prósent at- vinnuleysi. Obama ræddi Liu Xiaobo Á fundi leiðtoganna spurði Obama kínverska forsetann út í Liu Xiaobo, kínverska andófsmanninn og hand- hafa friðarverðlauna Nóbels 2010, sem nú situr í fangelsi fyrir bar- áttu sína fyrir tjáningarfrelsi. Jint- ao svaraði því til að ekki væri hægt að líkja saman aðstæðum í Kína og í hinum vestræna heimi. Hann sagði að Kínverjar létu sér mann- réttindi ekki í léttu rúmi liggja. Hins vegar hafði hann um stöðuna að segja: „Kína er þróunarland sem hefur á að skipa gífurlegum fjölda fólks. Landið er í miðju breytingar- ferli og þróast hratt, efnahagslega og félagslega. Margt er enn ógert í mannréttindamálum.“ Þó að spurningar Obama varð- andi mannréttindi í Kína hafi víða ratað á forsíður vestrænna miðla, þarf vart að taka fram að þær voru hvergi sjáanlegar í Kína. Leiðtogafundur stórveLdanna Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Kína er þróunar- land sem hefur á að skipa gífurlegum fjölda fólks. Landið er í miðju breytingarferli og þróast hratt. Glæsilegur kvöldverður Hu Jintao, for- seti Kína, stendur hér á milli forsetahjónanna bandarísku, Michelle og Baracks Obama. Smári McCarthy opnaði netgáttir fyrir utan Túnis: Íslendingur lagði hönd á plóginn í Túnis Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins staðfesti í vikunni, að áætl- anir um að banna snyrtivörur sem eru prófaðar á dýrum standi enn. Til stendur að banna allar snyrtivörur sem eru prófaðar á dýrum í aðildar- ríkjum sambandsins frá árinu 2013. Ýmis dýraverndunarsamtök hafa að undanförnu látið að því liggja að embættismenn í Brussel séu að kikna undan þrýstingi frá alþjóð- legum snyrtivöruframleiðendum, sem hafa farið fram á að banninu verði frestað um fimm ár. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, Frede- ric Vincent, sagði hins vegar að ver- ið væri að meta áhrifin sem bannið hefði. „Það er of snemmt að tala um að banninu verði frestað, enn er mið- að við árið 2013.“ Árið 2009 var samþykkt bann á öllum snyrtivörum sem eru prófuð á dýrum, með undantekningum þó. Þá fengu snyrtivöruframleiðendur sínu framgengt, en samkvæmt þeim er ómögulegt að komast að raun um eiginleika nokkurra nauðsynlegra efna án þess að prófa þau fyrst á dýr- um. Málamiðlunin var sú að snyrti- vöruframleiðendur fengu þá fjögur ár til að leita nýrra leiða til að prófa þessi tilteknu efni. Nú biðja snyrti- vöruframleiðendur um lengri frest til að finna lausnir. Barry Philips, vísindamaður hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA, segir beiðni snyrtivöruframleið- enda um frekari frestun fáránlega. „[Snyrtivöru]iðnaðurinn hefur vit- að af þessu yfirvofandi banni í fjölda ára. Hann átti að beita sér meira fyr- ir því að finna aðrar leiðir til að prófa vörur. Ef framleiðendur geta ekki fundið ný efni til að setja í snyrtivör- ur án þess að dýr þurfi að þjást, ættu þeir að láta duga þau 10 þúsund efni sem standa þeim nú þegar til boða.“ bjorn@dv.is ESB staðfestir bann á snyrtivörum sem eru prófaðar á dýrum: Þrengt að framleiðendum Vilja banna grimmd gegn dýrum Chrissie Hynde, söngkona The Pretenders, hefur löngum talað fyrir banni á snyrtivör- um sem prófaðar eru á dýrum. „Þyrfti að vera Ofurmenni“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að hann „hefði þurft að vera Ofurmennið“ – ef sögur um að hann hafi stundað kynlíf með 24 konum í einu ættu við rök að styðjast. Berlusconi sagði þetta við þingflokksmenn Frelsisflokks síns á fundi á miðvikudag. Ummælin þykja mjög í ætt við öll önnur viðbrögð Berlusconis við ásökunum um að hann hafi borgað vændiskonunni Ruby fyrir kynlíf á síðasta ári, en þá var Ruby aðeins 17 ára. Berlusconi hefur ítrekað reynt að sópa ásök- ununum undir teppið með því að hlæja að þeim, án þess að vísa þeim algjörlega á bug. Stjörnufans í Hvíta húsinu Það var mikið um dýrðir í Hvíta húsinu í Washington þegar forseti Kína, Hu Jintao, snæddi kvöldverð með bandarísku forsetahjónun- um, Barack og Michelle Obama. Að beiðni kínversku sendinefndarinnar sem fylgdi Hu Jintao var „bandarískt þema“ í kvöldverðarboðinu með öllu tilheyrandi. Spilaði þar djasshljóm- sveit sem leidd var af goðsögninni Herbie Hancock, auk þess sem fína og fræga fólkið úr Hollywood prýddi gestalistann. Lögð var áhersla á að fá fólk af kínverskum uppruna, og því sáust stjörnur eins og hasarmynda- hetjan Jackie Chan og einnig leikar- inn B.D. Wong, sem sumir kannast við úr þáttunum Law and Order. Bill Clinton komst einnig á gestalistann, sem og söng- og leikkonan Barbra Streisand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.