Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 38
38 | Fókus 21.–23. janúar 2011 Helgarblað
Sýningalok
Hin vinsæla sýning Hænuungarnir, í
leikstjórn Stefáns Jónssonar, verður
færð upp í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu
sunnudaginn 23. janúar. Sýningin fékk
stjörnudóma frá gagnrýnanda DV, Jóni
Viðari Jónssyni, sem sagði að enginn yrði
svikinn af leiksýningunni.
Þennan sama dag skemmtir Fíasól
einnig í síðasta skipti en 9.000 krakkar
hafa séð sýninguna.
Ærsl og ráðgátufílingur
Súldarsker er nýtt leikrit eftir Sölku
Guðmundsdóttur sem frumsýnt verður í
Tjarnarbíói í janúar – ærslafull, tragí-
kómísk ráðgáta sem gerist í einangruðu
bæjarfélagi sem á sér ógnvænlegt
leyndarmál.
Tveimur aðkomukonum skolar
upp á hið grámyglulega Súldarsker í
ólíkum erindagjörðum. Koma þeirra setur
samfélagið úr skorðum og hrindir af stað
æsispennandi atburðarás þar sem við
sögu koma gamlir vitaverðir, bæjarhátíðin
Hryssingsdagar, árásargjarnir mávar,
krullumót í félagsheimilinu og síðast en
ekki síst leyndardómar hinnar ógangsettu
kassettuverksmiðju sem gnæfir yfir
samfélaginu.
FAUST á sviði
Vegna fjölda áskorana er Faust aftur á
Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin
nýtur enn mikilla vinsælda enda hefur hún
farið í hverja frægðarförina á eftir annarri
og víða fengið góða dóma.
„Sýning sú sem þeir bjóða upp á, er
í þeim anda Vesturports sem er okkur
orðinn næsta kunnuglegur: loftfimleikar
og skemmtilegar tæknibrellur í bland við
ljóðrænni kafla.“ Jón Viðar Jónsson – DV
[Fjórar og hálf stjarna]
Áfram stelpur á Akureyri
Þann 24. október 1975 kom út hljómplatan
Áfram stelpur þar sem íslenskar leik- og
söngkonur sungu baráttusöngva kvenna í
tilefni kvennafrídagsins.
Á þrjátíu og fimm ára afmæli
kvennafrísins í haust fluttu fimm reglulega
kvenlegar leik- og söngstelpur plötuna
Áfram stelpur í heild sinni á tónleikum í
Slippsalnum og vöktu af værum blundi
hjúkkuflugfreyjuna, Þyrnirós, Gunnu
og Sigga, ánægðu ömmuna á Grund og
síðasta sumarblómið.
Lífið í
leikhúsinu
21. janúar – 23. janúar
„Ég er í nýjum sokkum,
ég er á nýjum skóm,
í öllum heimi er enginn
sem ég hræðist.“
S
vo syngur Kári/Eyvindur í
Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigur-
jónssonar fyrir Höllu sína á
góðri stund uppi á háfjöllum. Sú
var tíð að Fjalla-Eyvindur var þjóðar-
drama Íslendinga – eða þjóðartragedía
ætti maður víst heldur að segja. Því að
Íslendingar áttu sína þjóðarkómedíu:
Skugga-Svein Matthíasar. Hún er full
af skrýtnum og skemmtilegum týpum
úr gamla bændasamfélaginu og þar fer
allt vel: elskendurnir ná saman, vondu
útilegumennirnir fá makleg mála-
gjöld, þeir góðu laun verka sinna.
Í Fjalla-Eyvindi fer hins vegar allt
illa, ástin deyr og elskendurnir hverfa
að lokum út í hríðina þar sem fátt ann-
að en dauðinn bíður þeirra. Hinn nýi
fótabúnaður útlagans kemur fyrir lít-
ið um það er lýkur. Einu sinni hitti
ég aldraðan leikhúsmann sem hafði
verið burðarás leikfélagsins í sínum
heimabæ í áratugi. Hann sagði mér
að sig hefði alltaf langað til að setja
upp Fjalla-Eyvind, en aldrei orðið af.
Hvernig stóð á því? spurði ég. Jú, mér
fannst þetta svo sorglegt, sagði gamli
maðurinn. Og fólkið var nú að koma til
að skemmta sér.
Nú er langt um liðið frá því þau
Eyvindur og Halla gistu svið höfuð-
borgarinnar síðast. Þau hafa ekki gert
það í ein tuttugu ár. En nú eru þau
komin hingað aftur. Að vísu í talsvert
breyttri mynd frá því sem áður var,
enda lifum við á póst-módernískum
tímum, gott ef ekki póst-póst-mód-
erne. Útlagarnir hafa greinilega tek-
ið mið af því þegar þeir ákváðu að
skreppa hingað aftur.
Í Norðurpólnum, hinu nýja og vel
heppnaða leikhúsi á Seltjarnarnesinu,
eru áhorfendur leiddir inn í aflangt
hliðarherbergi. Bert gólf og svartir
veggir, rafmagns- og vatnsleiðslur utan
á þeim og miðstöðvarofnar; það gerist
varla hrárra. Þegar okkur hefur verið
vísað til sætis af einum leikendanna á
tveimur bekkjaröðum meðfram öðr-
um hliðarveggnum, er þung rennihurð
dregin að stöfum; ekki laust við maður
fái létta innilokunarkennd sem líður
þó frá. Á bekkjunum komast einungis
fyrir þrjátíu manns, svo þetta er intímt.
Leikfólkið er eitthvað að bjástra þarna,
sumir skrifa með töflukrít á veggi;
þegar að er gáð má þekkja tilvitnun í
Fjalla-Eyvind Jóhanns og svo er þarna
líka einhver fróðleikur um aðalpers-
ónurnar sem áttu sér þekktar sögu-
legar fyrirmyndir. Á veggnum gegnt
áhorfendum eru fjórir gamaldags
gormalampar sem leikendur stilla sér
stundum upp undir, það er hægt að
kveikja á þeim og slökkva. Leikendur
eru líka fjórir talsins, klæddir frjálslega
á nútímavísu, aðallega í grátt og svart.
Við erum komin langt frá gömlu,
notalegu baðstofusenunni í leikriti Jó-
hanns, fögrum fjallamálverkum með
jökla í baksýn, vaðmáli og gæruskinn-
um. Eða er ekki svo? Allt í einu er byrj-
að að leika Fjalla-Eyvind. Úr hátölur-
um hljómar upptaka Ríkisútvarpsins á
leiknum frá 1967, brot úr henni, réttara
sagt: Þorsteinn Ö. les sjálfur sviðsleið-
beiningar, Helga Bachmann og Helgi
Skúlason leika Höllu og Kára. Leik-
húselítan fyrir fjörutíu árum. Leikur
þeirra hjóna er þrunginn heitri dram-
atískri tilfinningu, pathosi, svo notað
sé gamalt og gott orð, stórir leikarar
að leika stórar persónur, með mikilli
virðingu fyrir skáldlegum textanum.
Fallega gert, mikil ósköp, en óneitan-
lega fullupphafið fyrir nútíðarsmekk,
hljómar stundum ekki alveg ekta.
Það sem fer fram fyrir augum okkar
er með öðrum brag. Halla fær sér fóta-
bað í járnbala á meðan Björn hrepp-
stjóri biður hennar, Kári fer í vaskinn,
þegar hann þarf að strjúka framan
úr sér. Á meðan Helga og Helgi flytja
eina frægustu ástarsenuna í hátölur-
unum engjast þau Guðmundur Ingi
Þorvaldsson (Kári) og Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir (Halla) í þöglum lostafullum
ballett með mikilli líkamlegri nánd,
snertingum og strokum. Mjög erótískt,
það verður að segjast. Þetta eru leik-
arar sem kunna að vera sensú al, án
þess að bera hold sitt, sem svo mjög
hefur verið tíðkanlegt síðustu áratugi.
Svo ríða þau upp til fjallanna í ein-
hvers konar steppdansi undir dynj-
andi raftónlist. Það er eitt besta atriði
sýningarinnar, glæsilega útfært – og
fullkomlega í anda skáldsins! Orti Jó-
hann ekki einmitt í ljóðinu um farand-
sveininn: „Endnu hörer jeg de hovslag
i mit hjerte“? Hófatökin kallast á við
þungan púlsinn í hamförum ástríðn-
anna. Síðast sitja þau ein í fjallakofan-
um, í hnipri undir veggnum. Ástin er
dauð – en samviskan nagar. Á að gefast
upp og deyja eða reyna að komast af?
Í storminum hljóða dáin börn. Helgi
og Helga eru þögnuð. Maður hlustar
á Guðmund Inga og Eddu Björgu fara
með þennan texta og dáist enn og aft-
ur að því hversu vel hann er skrifaður
– eins þótt Halla sé furðanlega lesin í
Nietzsche, af íslenskri sveitakonu á átj-
ándu öld að vera; það verður víst að
viðurkennast.
Þó að hér sé djarft að farið, er ekki
verið að afhelga hið gamla þjóðar-
drama okkar – sem varð vitaskuld þjóð-
ardrama af því að það endurspeglaði
svo vel ömurleg örlög forfeðranna í
þjóðfélagi sem hjarði á hungurmörk-
unum undir einveldi hins prótestant-
íska Danakonungs. Eða þannig horf-
ir það ekki við mér. Mér fannst þetta
mjög áhugaverð tilraun og ágætlega
útfærð af Mörtu Nordal sem er lík-
ast til betri leikstjóri en ég hafði áttað
mig á. Að minnsta kosti í því sem lýt-
ur að því að teikna upp línur, fylgja eft-
ir hugmynd, stilla saman strengi. Að
láta hefðbundinn, gamaldags flutning,
ofur vandaðan, eins og best varð á kosið
á þeim tíma, kallast á við mímíska tján-
ingu þeirra grimmu og sáru tilfinninga
sem skáldverkið fjallar um; það er mjög
vel til fundið – eiginlega bara snjallt.
Á meðan Kári og Halla gefa sig ástríð-
unni á vald standa Björn hreppstjóri og
Arnes flakkari til hliðar, fullir afbrýði,
heiftar og haturs, fórnarlömb tilfinning-
anna engu síður en elskendurnir. Því að
í þessum leik sigrar enginn. Það liggja
allir í valnum að lokum.
Frammistaða leikenda var misjöfn.
Guðmundur Ingi var bestur sem Kári;
í raun og veru bar hann þetta uppi.
Guðmundur hefur ekki sést hér á svið-
inu um hríð, en er kominn aftur tví-
efldur, að því er best verður séð. Hann
hefur viðkunnanlega rödd og fer yfir-
leitt vel með textann, eftir þeirri aðferð
sem hér er við höfð; er flottur í dans-
inum, og það sem mestu varðar: nær
að gæða persónuna þeim glæsileik
og kynþokka sem þarf til að láta þetta
furðulega ástarævintýri ganga upp,
gera skiljanlegt að Halla ekkja skuli
falla svona gersamlega fyrir stráknum.
Hann er munúðarfullur án þess að
verða grófur eða subbulegur, allt að því
barnslega saklaus í bríma leiksins. Og
þannig held ég að Jóhann hafi hugsað
sér Kára.
Aftur á móti skorti talsvert á að
Guðmundur fengi nógu góðan mót-
leik frá Eddu Björgu. Hún hefur oft
gert vel, einkum þar sem hún hefur
náð að beita sinni ágætu kómík, en hér
var hún ekki nógu sannfærandi. Hún
var undarlega daufleg, að ekki sé sagt
frosin í hlutverkinu, miðlaði alltof litlu
af þeirri baráttu sem fram fer í hjarta
konunnar sem ákveður að segja ham-
ingjuleysinu stríð á hendur, rísa gegn
valdinu, gefast ástinni svo gersamlega
að í lokin er allt brunnið í eldi henn-
ar. Það var helst að Edda Björg fyndi
sig í hlutverkinu undir lokin, í fjalla-
kofanum. Kannski truflaði frumsýn-
ingarspennan hana eitthvað; það er
vissulega ekki auðvelt að leika svona
nokkuð uppi í vitunum á áhorfendum.
Ég er ekki alveg með á nótunum
hvað varðar Bjart Guðmundsson: að
setja svona ungan og geðugan pilt,
bjartan á svip og bjartan yfirlitum, í
hlutverk hins beisklundaða og þung-
lynda Arnesar. Skálds sem er markað
af útlegð og sorg. Frekar var það nú
skrýtið leikaraval hjá leikstjóranum.
Og Valdimar Örn Flygenring naut sín
ekki heldur í hlutverki Björns hrepp-
stjóra, túlkun hans varð einhæf og flöt.
Kannski var leikstjórn um að kenna,
kannski fulllangri fjarveru Valdimars
af sviði, ég er ekki viss. Ég er ekki held-
ur viss um að það þurfi alltaf að gera
Björn svona svakalega mikinn durg.
Væri nokkuð að því að prófa að leika
hann á móti textanum, gera hann að
reffilegum, jafnvel frekar aðlaðandi
mektarmanni, þannig séð alls ekki
fráleitu mannsefni fyrir frú Höllu? En
ef til vill yrði það umhendis; þrátt fyr-
ir allt er kallinn ástfangnari af jörðinni
hennar en henni sjálfri, ef eitthvað er
að marka það sem hann lætur út úr sér.
Ástin á jörðinni, vel á minnst – hún
getur svo sem líka verið nógu sár og
öfgafull; það vissi stórbóndasonurinn
Jóhann Sigurjónsson. Um það hafði
hann fjallað í öðru leikriti, áður en
hann skrifaði Fjalla-Eyvind, leik um
ástir og jarðskjálfta, uppreisn og kúg-
un, vanda þess að sleppa tökunum og
sætta sig við orðinn hlut, leik sem hef-
ur ekki sést hér á sviði í meira en hund-
rað ár. Bóndinn á Hrauni hvarf strax í
skuggann af Eyvindi og Lofti og hefur
ekki komið út úr honum síðan. Það
væri kannski reynandi að draga hann
út úr honum með jafn nýstárlegum
tökum og þeim sem hér eru við höfð?
Því að Bóndinn er ekki svo galið verk,
þó að hann hafi gleymst; það glittir á
gullinn skáldskap í honum og hann á
sinn stað í þróunarsögu skáldsins, eins
og ég hef reynt að gera nokkur skil á
öðrum stað. Að vísu mun ekki til út-
varpsupptaka af honum, en teikningar
af leiksviðsmyndunum, trúlega gerðar
fyrir frumsýningu Leikfélags Reykja-
víkur, komu í leitirnar fyrir skömmu
og eru varðveittar í Leikminjasafninu.
Það væri sjálfsagt hægt að „dekonstrú-
era“ þær eins og hvað annað.
Fjalla-Eyvindur
Leikhópurinn Aldrei óstelandi í Norðurpólnum
Höfundur: Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Marta Nordal
Lýsing: Björn Elvar Sigmarsson
Tónlist: Stefán Már Magnússon
Hljóðmynd: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Leikrit
Jón Viðar
Jónsson
Hófatökin í hjartanu