Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 21.–23. janúar 2011 Helgarblað Litríkir herrar í sumar Vor- og sumarlína Tommy Hilfiger var með eindæmum litrík. Mikla athygli vöktu leðurskór með dýramynstri eins og herrann klæðist á myndinni að ofan. Þá mátti sjá ljósbleikar herrabuxur við ljósbláa jakka og virðulega teinótta jakkar við litríkari og léttari flíkur. Ofursvöl Leica Þýski framleiðandinn Leica sendir frá sér nýja ofursvala Leicu M9 sem ber heitið Strúturinn, eða Leica Ostrich, í afar takmörkuðu upplagi. Safnarar geta látið sig dreyma en ytra byrði vélarinnar er klætt með leðri með skemmtilegri áferð og vélin sjálf tekur myndir í 18 mio pixla upplausn. Meðan sól hækkar á lofti fara margir að huga að léttari tónum og mynstrum fyrir heimilið. Vorlína H&M fyrir heimilið er nú fáanleg á netinu í vefverslun H&M. Áherslur vorsins eru rómantík og hráleiki, hlýlegir grænir, fjólubláir og brúnir tónar sem minna á Suður-Evrópu. Vorlína H&M fyrir heimilið Í vikunni var opnaður nýr veitinga- staður við Ingólfstorg í Reykjavík: Uno – cucina italiana. Eigendurnir eru Bento og Nuno sem margir þekkja af Tapas-barnum, aðrir eigendur eru Eyþór Mar og Ítal- inn Martin Sappia. Á Uno – cucina italiana er boð- ið upp á ítalska matseld og íslenskt hráefni en af matseðli má til dæm- is panta sér: hangikjöts-carpaccio, hrefnu-carpaccio og byggotto (risotto úr ösku ræktuðu byggi undan Eyja- fjöllum). Pastað á Uno er búið til á staðnum, daglega, í ítalskri pasta- vél sem ber nafnið Rósa og ítalski fagmaðurinn Nino sér um fram- leiðsluna. Eyþór Mar Halldórsson segir ítalska matargerð fyrst og fremst byggja á ferskleika afurðanna og bragðgæðin fari eftir því. „Ég heillast af ítalskri matargerð vegna þess hve sterk áhersla er á fersk- leika. Ítalir hafa gaman af því að elda og að borða og þannig á það að vera. Eyþór gefur lesendum DV upp- skriftir til að spreyta sig á heima við að viðargrilluðum lax, hangikjöts- carpaccio og polentufrönskum með chlli-sultu. „Byggið kaupum við af bændum undir Eyjafjöllum og hangikjötið er tvíreykt, íslenska hráefnið er afskaplega skemmti- legt í þessu samhengi og með því að nota það fylgjum við þeirri reglu að nota hráefnið sem fer- skast.“ Vínið með matnum Með laxinum: Tommasi Soave Classico Le Volpare, Valpol- icella. Hvítvín með flauelsmjúkri áferð, með örlítilli sætu en frískandi eftirbragði. Með hangikjöts-carpaccio: Castelani Chianti Classico Campo- maggio, Toscana. Sikimjúkt og bragðmikið rauðvín. Með polenta-frönskunum: Villa Lucio Pinot Grigio, Toscana. Kremað og ávaxtakennt, suðræn stemning. og íslenskt hráefni Viðargrillaður lax með byggotto og salvíusmjöri n Lax n Kjúklingasoð n Bankabygg n Rauð paprika n Græn paprika n Fennika n Eggaldin n Kúrbítur n Rauðlaukur n Bankabygg n Parmesan n Íslenskt smjör n Salvía n Salt n Pipar n Sólselja Lax Skerið laxinn í góðar steikur og grillið laxinn á roðhliðinni á meðalhita í um 4–6 mínútur (Þangað til að laxinn byrjar að taka lit ofarlega á hliðinni). Snúið honum þá við og grillið í 2–4 mínútur á þeirri hlið. Takið hann af grillinu og kryddið hann með salti, sólselju og pipar. Salvíusmjör Smjör og salvía eru sett í pott og látin krauma á frekar lágum hita þar til smjörið byrjar að brúnast örlítið. Bankabygg Sjóðið bankabyggið í kjúklingasoði í um 40 mínútur og takið það til hliðar. Skerið grænmetið í teninga og steikið það á pönnu og bætið síðan bankabygginu við. Síðast hrærið þið smjörinu og parmesanostinum við byggið og smakkið til með salti og pipar. Hangikjöts-carpaccio með rauðbeðusultu og karamelluðum furuhnetum n Hangikjötslæri n Hunang n Hvítvín n Garðablóðberg n Pipar n Rauðbeður n Kirsjuberjaedik n Tómatsósa n Sítrónuolía n Furuhnetur n Flórsykur n Baby mozzarella Hangikjöt Úrbeinið lærið og skerið burt mestu fituna. Hrærið hunangi, hvítvíni, pipar og garðablóðbergi saman og látið hangikjötið marinerast í leginum í um sólarhring. Rúllið hangikjötinu síðan upp í plastfilmu og frystið. Skerið í örþunnar sneiðar og leggið á disk. Setjið baby mozzarella og sítrónuolíu yfir carpaccio-ið. Rauðbeðusulta Sjóðið rauðbeðurnar þar til þær verða meyrar og maukið í matvinnsluvél. Bragðbætið með kirsuberja- ediki og tómatsósu. Karamellaðar furuhnetur Stráið flórsykri yfir furuhnetur og steikið á pönnu þangað til þær verða ljósbrúnar. Polenta „chips“ með chillisultu n Polenta n Svartur pipar n Salt Polenta chips Sjóðið polentuna í um 40 mínútur og kryddið með salti og svörtum pipar. Setjið á bakka og kælið í 3 tíma. Rífið polentuna niður og veltið upp úr polentu- mjöli. Djúpsteikið þangað til stökkt. Chilisulta n 2 kg rauð paprika n 12 chilli n 14 hvítlaukar n 800 gr tómatar n 1,5 kg sykur n 250 ml hvítvínsedik Sjóðið allt saman í um 30 mínútur og maukið svo. Ítölsk matargerð Nino býr til pasta Pastað á Uno er búið til á staðnum, daglega, í ítalskri pastavél sem ber nafnið Rósa og hinn ítalski Nino sér um framleiðsluna. Martin Sappia Hinn ítalski Martin Sappia eldar úr íslensku byggi. Lax með íslensku byggi, grilluðu grænmeti, sólselju, radísum, ristuðum möndlum og salvíusmjöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.