Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 21.–23. janúar 2010
segir hún. „Mér líður best ef ég lifi líf-
inu einn dag í einu og vil frekar láta líf-
ið stjórna mér en ég því. Ég leitast við
að sleppa takinu á því hvernig ég vil
hafa lífið og faðma allar þær gjafir sem
ég fæ og á.
Þetta snýst allt um núið og að vera
sáttur í því. Auðvitað á ég drauma og
hef væntingar en ég er alveg pottþétt
að lifa því lífi sem ég vil. Ég er mjög
sátt, ástfangin og lifi því lífi sem ég vil
lifa. Og ég er núna bara gestur í þess-
um heimi í smá stund.“
Skelfingin síðasta sumar
Lífið var hins vegar ekki eins létt og
leikandi síðasta sumar. En þá ósk-
aði Eivør eftir nálgunarbanni vegna
íslensks karlmanns sem hafði þá elt
hana í heil þrjú ár. Hún hafði þá gert
margar tilraunir til þess að fá nálg-
unarbann á hann, lögreglan gat lítið
aðhafst í málinu en maðurinn stóð í
þeirri trú að hann væri í helgu sam-
bandi við hana blessuðu af ásnum
Óðni, sem þyrfti að fullkomna með
brúðkaupi. Hann elti hana alla leið
til Færeyja og gisti í tjaldi í nágrenni
við hús Eivarar í uppeldisbæ hennar
Götu.
Eltihrellirinn byrjaði að ásækja Ei-
vøru í Danmörku fyrir þremur árum.
„Ég tók eftir því að sami maðurinn
kom á alla tónleika mína. Hann fór
síðan að senda mér bréf á Myspace-
síðuna mína og í þeim var mikil óreiða
og bull. Ég svaraði ekki einu einasta
þeirra og reyndi að hrista af mér óhug-
inn.
Svo kom ég til Íslands og þá rakst
ég líka á hann hér, það var greinilegt
að hann fylgdi mér eftir því aftur mætti
hann á alla tónleika og var oft síðastur
út. Hann var alltaf á sama stað og ég og
óhugurinn óx.
Ég fór til Færeyja og enn elti hann
mig og enn var hann að senda mér
óþægileg bréf og þar að auki var hann
með miklar ranghugmyndir um okk-
ur. Hann trúði því að við værum í sam-
bandi blessuðu af Óðni og að vinir
mínir og fjölskylda stæðu í vegi fyrir því
að það samband væri fullkomnað.“
Eivør segist hafa átt erfitt með að
setja sig í samband við lögregluna í
fyrstu. Henni hafi fundist það óþægi-
legt og hún hugsað með sér að hann
væri veikur og gæti ekki að þessu gert.
Það þurfti mikið að ganga á þar til hún
loks tók þá ákvörðun að leita verndar
lögreglunnar.
Birtist í eldhúsinu
„Það sem gerði það að verkum að
ég þurfti að leita til lögreglunnar og
stöðva hann með öllum ráðum var
að hann var farinn að elta vini mína
og fjölskyldu. Í eitt skipti birtist hann
í eldhúsi fjölskyldu minnar. Þá var
mælirinn fullur.“
Eivør segir frá því að í Götu hafi hún
alist upp við mikið frelsi. Þar hafi allir
dyr sínar ólæstar og gangi öruggir um.
Það hafi breyst. Hún hafi læst að sér alls
staðar, ekki þorað að ganga ein um bæ-
inn og jafnvel litið inn í skápa heima hjá
sér af hræðslu við að finna hann þar.
Bæjarbúar tóku vel eftir því sem gekk
á enda mætti eltihrellirinn sjúki í kirkj-
una í bænum á hverjum sunnudegi.
Þar beið hann eftir Eivøru því hann hélt
að þau væru að fara að giftast.
„Það tók lögregluna heilt ár að
finna á þessu máli viðeigandi lausn
því þessi mál eru erfið viðureign-
ar. Hann gerði mér aldrei neitt og þá
er lítið hægt að gera. Ég vildi fyrst og
fremst að hann fengi góða hjálp við
veikindum sínum og harmaði málið,“
segir Eivør.
Fékk nálgunarbann
Að lokum fékk Eivør nálgunarbann
á manninn og hann hefur fengið ein-
hverja hjálp. „Mér líður rosalega illa
yfir þessu, mér finnst að svona mað-
ur eigi bara að fá hjálp, það er mann-
úðlegt og það á ekki að þurfa að ganga
svona mikið á til þess að hægt sé að
hjálpa og lækna.
En nú er friður og eftir stendur að
hann hefur ekkert gert mér,“ bætir hún
við.
Komst auðveldlega yfir
erfiðleikana
Eivør er ekki kvíðin manneskja að eig-
in sögn og komst því auðveldlega yfir
þessa skelfilegu atburði. „Ég hef aldrei
verið kvíðin nema að ég sé raunveru-
lega stödd í aðstæðum sem eru kvíð-
vænlegar. Þannig myndi ég örugg-
lega verða kvíðin ef ég hitti hann aftur
þannig séð. En ég komst auðveldlega
yfir þetta og sérstaklega vegna þess
að ég nenni ekki að eyða tímanum
í kvíðahugsanir. Ég læt ekki óttann
stjórna mér.“
Eivør segist fegin því á erfiðum
stundum að hafa haft vit á að safna
að sér góðum og traustum vinum.
Hún á aðeins trausta og nána vini
sem hún deilir lífi sínu með og hefur
engan áhuga á yfirborðslegum kunn-
ingsskap. „Ég á mikið af nánum vin-
um sem skipta mig öllu máli. Ég er
líka mikil fjölskyldukona og sú mann-
eskja í lífi mínu sem stendur mér næst
er mamma mín. Ég kann ekki á sam-
skipti sem eru á yfirborðinu og er til að
mynda afar léleg að nýta mér tengsl í
bransanum með vináttu sem yfirskin.“
Dramatík og rokbroddar
Eivør á líka góða vini hér á landi enda
bjó hún á Íslandi í fjögur ár en flutti
héðan áður en kreppan skall á. „Ég
ætlaði alls ekki að vera svona lengi á
Íslandi en ég heillaðist mjög af land-
inu, náttúrunni, fólkinu og tónlistinni.
Tónlistarsenan var lifandi og ég eign-
aðist hér nána vini sem ég heimsæki í
hvert sinn sem ég kem hingað.“
En eru Íslendingar líkir Færeying-
um?
„Mér finnst auðvelt að tala við Ís-
lendinga því þeir eru mjög líkir Færey-
ingum, bæði hvernig þeir eru og hugsa.
Við erum nú svolítið sveitaleg en þið
svona stórbæjarleg,“ segir hún og bros-
ir breitt. „En ef maður fer alveg að
kjarnanum þá erum við lík. Við kom-
um nánast frá sama stað og menning
okkar og tungumál eru lík. Mér finnst
alltaf auðvelt að spjalla við Íslendinga
og trúi því að landslagið hafi mikið
að gera með hvernig maður er. Veðr-
ið, náttúran og rokið hefur áhrif á per-
sónuleikann og þaðan fáum við dram-
atík og brodd í persónuleikann.“
Matarbiðraðirnar skelfilegar
Eivør segist aðspurð sjá mun á andan-
um sem hér ríkir eftir kreppu miðað við
það sem áður var. „Kreppan er hræði-
leg og ég tók bakslag Íslendinga nærri
mér. Biðraðirnar þar sem fólk bíður eft-
ir mat finnast mér mikil skelfing. Það
hefur aldrei gerst í Færeyjum að mér
vitandi nema fyrir mörgum áratugum
síðan þrátt fyrir að þjóðin hafi geng-
ið í gegnum þrengingar síðustu ár. En
þrátt fyrir þetta sé ég nú margt jákvætt.
Öll list, hönnun og menning hefur
blómstrað á brjálæðislegan máta og út-
lendingar sjá þetta. Menningin er enda
rétti mælikvarðinn á ríkidæmi. Það
hefur eitthvað gerst innra með fólki,
eitthvað mikilvægt og ég vona að Ís-
lendingar muni eftir því ríkidæmi sem
liggur í fallegu náttúru Íslands og líka
því sem er innra með þeim.“
Áfram á flakki
Fram undan er annríki hjá Eivøru.
Næstu mánuði ferðast hún til Sviss,
og Austurríkis og landanna þar í kring.
Hún heldur djasstónleika í Langholts-
kirkju á sunnudaginn og kemur til Ís-
lands í mars þar sem hún spilar lög af
Lörvu auk eldri laga, í Vestmannaeyj-
um, á Akureyri og í Reykjavík.
„Ég verð líka að vinna í leikhúsi
hérna á Íslandi með Maríu Ellingsen
og mun semja fyrir hana tónlist við
verkið, Journey of the Phoenix.“
Eivør er einnig farin að vinna í
róleg heitunum að næstu plötu. „Ég er
komin mjög stutt með plötuna og það
verður bjartara yfir henni en Lörvu. Ég
vil samt ekki segja of mikið ennþá, ég
er enn í sköpunarferlinu og að semja
og leita mér innblásturs. Margt getur
breyst og síðan veit ég líka að allt get-
ur gerst í stúdíóinu. Þegar ég fer í stúd-
íó finnst mér gott að vita nákvæmlega
hvernig plötu ég vil gera. Ég er svo
dreymin að ég fæ alltaf fullt af hug-
myndum sem breytast svo daginn eft-
ir,“ segir hún og brosir. kristjana@dv.is
Yfir sig ástfangin Eivør er ástfangin af
Færeyingnum Tróndi og býr með honum og
dóttur hans í Kaupmannahöfn. „Tróndur er
mikill Færeyingur,“ segir Eivør.
MYND SIGTRYGGUR ARI
„Mér líður best ef ég
lifi lífinu einn dag í
einu og vil frekar láta lífið
stjórna mér en ég því.
Lætur óttann
ekki stjórna sér