Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 42
Gamaldags skraut úr smiðju Zöru Skartgripir Zöru Wood eru vel þess virði að safna fyrir þær sem finnst rómantískir skartgripir fallegir. Hún teiknar örsmáar teikningar með bleki, oftast á brúnan pappa sem hún festir í gullhringa, hálskeðjur og men. Um tíma seldi Top Shop eitthvað af hönnun hennar en áhugasamir geta skoðað hana á zarawood.com. Góð stígvél í grámygluna Falleg stígvél í vatnsveðrið eru nauðsynleg næstu mánuði og óþarfi að að böðlast á fínum leðurskóm í gráleitu vetrarslabbinu. Hunter-stígvél fást í versluninni Geysi á Skólavörðustíg og duga líklegast vel í íslensku votviðri. Ashley Olsen og Angelina Jolie hafa báðar sést í Hunter-stígvélum, Angelina í rauðum en Ashley í forláta svörtum stígvélum með grófri áferð sem voru hönnuð í samstarfi Hunter og Jimmy Choo. Marokkóblús Förðun fyrirsæta á Armani-sýningu fyrir vor- og sumartískuna 2011 vakti óskipta athygli en þar var leitað til Marokkó hvað innblástur varðaði. Linda Cantello sá um förðunina og notaði djúpbláa liti, svarta augnlínupenna og dökkbláa augnskugga yfir. Ljósa litnum í innri augnkrók ákvað Armani sjálfur að bæta við þegar hann sá útkomuna. 42 | Útlit 21.–23. janúar 2011 Helgarblað Brúnás–innréttingar eru íslensk hönnun og íslensk framleiðsla, framleiddar af trésmíðaverkstæði Miðás hf. á Egilsstöðum. Þær eru hannaðar af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni innanhússhönnuðum sem reka saman Go Form design studio í Reykjavík. Í sýningarsal og verslun Brúnás-innréttinga, Ármúla 17a í Reykjavík, býðst viðskiptavinum fagleg þjónusta og ráðgjöf innanhússhönnuða við val á Brúnás–innréttingum. Sýn- ingarsalur er svo einnig á Egilsstöðum að Miðási 9, í sömu byggingu og framleiðslan fer fram í. Þar er einnig að finna aðalskrifstofu fyrirtækisins. Miðás 9, 700 Egilsstaðir, sími: 470 1600, fax: 471 1074 Ármúli 17a, 108 Reykjavík, sími: 588 9933, fax: 588 9940 Sama verð um allt land A thygli vakti í vikunni þegar lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson mætti reffilegur í héraðsdóm, með skjólstæð- ingi sínum Sigurjóni Árnasyni, með glæsilegan trefil frá Guðmundi Hall- grímssyni, sem er betur þekktur sem hönnuðurinn Mundi vondi. Treflar þeir eins og Sigurður bar eru nú uppseldir en Mundi segir nýja línu væntanlega með öðrum litum og mynstrum. „Ég leik mér mikið með grafísk mynstur í flíkunum og leiðist endurtekin mynstur.“ Vor -og sumartískan. Mundi sýndi vor- og sumarlínu sína í París við góðar undirtektir og mun sýna línu sína aftur á Reykjavik Fash- ion Festival í mars. Síðasta ár voru fyrirsætur á sýningu Munda með Downs-heilkenni og vakti hann bæði hneykslan og aðdáun fyrir uppátæk- ið. Hann ætlar að koma aftur á óvart í ár. „Ég er náttúrulega einstakur,“ segir hann og hlær. Munda er þó margt annað til lista lagt en að hanna föt, en hann opnar listsýningu á morgun, laugardag. Opnar listsýningu Listsýningunni hefur hann unnið að stanslaust síðustu tvær vikurnar í sam- starfi við strákana í Moms. „Við erum listahópur sem hefur unnið saman í nokkur ár. Við erum búnir að vera þarna, inni í þessu galleríi í tvær vik- ur, alveg brjálaðir,“ segir Mundi. „Þetta er mikið af málverkum og svo verður mikið af skúlptúrum. Hún verður al- veg pökkuð sýningin. Alvöru listasýn- ing.“ Gjörningapartí, eins og Mundi orðar það, er fyrirhugað á laugar- dagskvöldið, en hann vonar að partíið standi eitthvað fram eftir kvöldi. Kvikmyndagerðarmaður Mundi hefur verið með fleiri járn í eldinum því jólunum eyddi hann í að gera stuttmynd með listamanninum Snorra Ásmundssyni. „Það er verið að klippa myndina núna, hún verð- ur vonandi sýnd í lok febrúar hérna heima,“ segir hann um myndina. „Þetta er svona jóla-slasher.“ „Slash- er“-myndir þykja mjög grófar mynd- ir en þær falla undir hryllingsmyndir. Þeim svipar til svokallaðra „splatter“- mynda en hafa þó sín séreinkenni. „Þetta eru eins og mismunandi lauf- blöð af sömu greininni,“ segir Mundi um skilgreininguna. Engin pása Ég er að fara til Rotterdam í lok mán- aðarins að sýna stuttmyndina sem ég gerði í fyrrasumar. Hún var valin á Rotterdam International Movie Festi- val, sem bara svona „official select- ion“,“ segir Mundi um hvað sé næst á dagskrá hjá honum. „Þetta er það sem er næst á dagskrá, en svo er ég með ýmsar hugmyndir sem ég er að melta.“ Hann segir ekkert vera á dagskránni að taka sér frí til að slaka á. „Jesús minn, það er ekkert leiðinlegra en ein- hverjar pásur.“ adalsteinn@dv.is Leikur sér að mynstrum n Mundi vondi opnar listsýningu um helgina n Vinsælir treflar uppseldir n Vakti athygli fyrir vor- og sumarlínuna í París n Undirbýr sig fyrir Reykja- vik Fashion Festival og ætlar aftur að koma verulega á óvart Blúndur af öllu tagi Vortískan 2011: Blúndur í vor? Á pöllunum mátti sjá fjölbreyttar áherslur hönnuða þegar kom að blúndum. Christopher Kane notaði neonliti, Balenciaga kynnti skyrtur með blúndum í pönkstíl og Chanel áttunda áratugar klassík. Blúndur eru inn í vor, en síst þær af dæmigerða rómantíska taginu. Ljósir litir í smókí-förðun Fyrirsætur á vorsýningu Whitney Eve voru farð- aðar með ljósri augn- málningu meðan not- aðar voru sömu aðferðir og áherslur og á svokall- aða smókí-kvöldförðun. Í stað þess að hlaða dökk- um eyeline og dökklitum skuggum kringum augun voru notaðir lillafjólublá- ir og grænir augnskuggar og ljósbrúnir augnblý- antar. Ekki láta of mikið af augnskugga á augn- lokið sjálft til að ofgera þessu ekki. Uppseldir treflar Treflar Munda eru uppseldir í bili en von er á nýrri hönnun frá honum með nýjum litum og mynstri. Hæfileikaríkur Munda er margt til lista lagt en hann hannar föt, býr til kvikmyndir og setur upp listsýningar. Vor- og sumarlína Munda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.