Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 21.–23. janúar 2010 Af hverju átt þú að nýta þér úthringiþjónustu? * Til að gera eftirfylgni markpósts markvissari * Kynna núverandi og verðandi viðskiptavinum vörur og þjónustu fyrirtækisins * Afla nýrra viðskiptavina - bóka sölufundi fyrir söludeildir * Bjóða viðskiptavinum að greiða með greiðslukortum eða með beingreiðslum * Staðfesta pantanir, skráningar á fundi eða ráðstefnu * Koma í veg fyrir vandamál. Hringja áður en vandamálið verður til * Annast innheimtu og ítrekanir á ógreiddum kröfum * Hringja út þjónustukannanir Ávinningurinn á að velja úthringiþjónustu * Markaðsaðgerðum er fylgt eftir á markvissan hátt * Veitir fyrirtækinu meiri sveigjanleika * Minni starfsmannakostnaður * Þjónustustig við viðskiptavini hækkar * Meiri tími til þess að sinna öðrum verkefnum * Allar upplýsingar eru skráðar í gagnagrunn * Gefur fyrirfram hugmyndir um þátttöku á viðburði Kol.is - Sími 415 3600 Allar frekari upplýsingar veitir Erna í síma 821-2755 erna@kol.is eða kol@kol.is Dularfullt hvarf Matthíasar Matthías við Rússajeppann Móðir Mattíasar segir hann vera sjálfstæðan strák sem hafi öðruvísi sýn á lífið en margur annar. Thomas Hinz og Matthias Grundt Tveir þýskir ferðamenn, Matthias Hinz og Thomas Grundt, hurfu eftir hafa ætlað sér að klífa Svínafells- jökul í ágúst 2007. Matthias var 28 ára lögreglumaður og þrautreyndur fjallgöngumaður, rétt eins og vinur hans Thomas sem var 24 ára þegar þeir hurfu. Tjöld mannanna fundust á jöklinum ásamt persónulegum eigum þeirra en þrátt fyrir mikla kom aldrei í ljós hver afdrif þeirra voru. Það er talið að þeir hafi fallið ofan í sprungu og eru þeir taldir af. Geirfinnur Einarsson Eitt frægasta óupplýsta mannshvarf á Íslandi er án efa hvarf Geirfinns Einarssonar. Hann hvarf þriðjudaginn 19. nóvember 1974, þá 32 ára, kvæntur, tveggja barna faðir. Geirfinnur hélt fótgangandi af stað til móts við óþekktan mann en hafði fengið fyrirmæli símleiðis frá dularfullum manni um að koma einn síns liðs. Þegar Geirfinnur mætti á staðinn var enginn þar sem átti erindi við hann, svo hann snéri aftur fótgangandi heim. Síðar um kvöldið fékk hann annað símtal og hélt aftur af stað. Hann hefur ekki sést síðan. Víðtæk leit var gerð afð Geirfinni og margar kenningar komið fram um hvað gerðist þetta kvöld. Guðmundur Finnur Björnsson Guðmundur hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember 1987. Hann hafði farið út að skemmta sér í tilefni tvítugsafmælis síns ásamt bróður sínum og vini. Eftir að hafa byrjað kvöldið heima fyrir var stefnan tekin á skemmtistaðinn Hollywood og tóku þeir þangað leigubíl. Þegar þangað var komið fóru bróðir Guðmundar og vinurinn stax í röðina en Guðmundur varð eftir og borgaði leigubílinn. Þegar hann ætlaði að fara í röðina með strákunum tveimur, andmælti kona aftar í röðinni því og fyrir kurteisissakir fór hann aftast í röðina. Bróðir hans og vinurinn fóru inn en aldrei hefur sést til Guðmundar aftur. Slóð hans var rakin frá Hollywood, í gegnum Hlíðarnar og að Reykjavíkurflugvelli. Þaðan lá leið hans upp að bílastæðinu þar sem slóðin hvarf. Hvað gerðist eftir það veit enginn. Valgeir Víðisson Valgeir Víðisson var að kvöldi 18. júni 1994 heima hjá sér að mála málverk þegar hann fékk símhringingu og fór í kjölfarið skyndilega út úr húsi. Tveir menn hafa verið grunaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hans en aldrei hefur verið hægt að sanna að þeir hafi átt hlut að máli. Ýmsar sögusagnir gengu um hvarf Valgeirs á sínum tíma, meðal annars sú að lík hans væri steypt í brúarstólpa í brú sem var í byggingu á þessum tíma. Engin sögusögn átti við rök að styðjast og enn er lögregla engu nær um örlög Valgeirs. Hvarf tveggja unglingspilta Árið 1994 hurfu tveir unglingspiltar, Júlíus Karlsson og Óskar Halldórs- son, sporlaust frá Keflavík. Piltarnir voru einungis 13 og 14 ára þegar þeir skruppu út og sáust aldrei aftur. Málið hafði gríðarleg áhrif á þjóðina og spruttu upp margar kjaftasögur í kjölfarið. Lögreglan rannsakaði málið af miklum krafti en það var eins og þeir hefðu hreinlega gufað upp af yfirborði jarðar. Eftir situr lítið samfélag sem enn syrgir drengina tvo. Dularfull mannshvörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.