Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað VILT ÞÚ VITA HVERS VIRÐI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAÐU FRÍTT SÖLUVERÐMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Þorsteinn M. Jónsson: Skuldauppgjör við Arion banka Heildarskuldir félaga í eigu Þor- steins M. Jónssonar, sem oftast er kenndur við Kók, við Arion banka námu 10,9 milljörðum króna. Bankinn hefur tilkynnt að sam- komulag hafi verið gert við Þor- stein og félög sem tengjast honum um uppgjör skulda. Eins og greint hefur verið frá fer Vífilfell undir nýtt eignarhald en grundvöllur samkomulags- ins við Arion banka er sala eignarhalds- félaga í eigu Þorsteins, Sól- stafa og Neanu, á öllu hlutafé í Vífilfelli. Nýr eigandi Vífilfells er spænski drykkjarvöruframleið- andinn Cobega. Kaupverðið er trúnaðarmál en fram kemur í tilkynningu bankans að greiðslan komi að öllu leyti til lækkunar á skuldum eignarhalds- félaga Þorsteins við Arion. Búið er að skrifa undir kaupsamning en eftir stendur að ganga frá ákveðn- um fyrirvörum sem tilgreindir eru í kaupsamningi. Reiknað er með að því verði lokið í febrúar. Arion banki mun einnig fá í sinn hlut væntanlegt söluandvirði og aðrar greiðslur vegna hlutar Vífilfells í hollenska drykkjarvöru- framleiðandanum Refresco. Þar til Refresco hefur verið selt mun Þor- steinn sitja í stjórn félagsins. Fyrir fjárhagslega endurskipu- lagningu voru heildarskuldir Sól- stafa og Neanu við Arion banka um 6,4 milljarðar króna og heild- arskuldir Vífilfells við bankann voru um 4,5 milljarðar. Samtals 10,9 milljarðar. Samkomulagið nú felur í sér fullnaðaruppgjör á skuldum Sólstafa og Neanu við Arion banka og að heildarskuld- ir Vífilfells verði um 2 milljarðar og þar af 1,4 milljarðar við Arion banka. Þorsteinn á einnig hlut í fjár- festingarfélaginu Materi Invest og er í persónulegri ábyrgð fyrir 240 milljónum af skuldum félagsins við Arion banka. Hluti af sam- komulaginu nú er uppgjör þessara persónulegu ábyrgða. Þorsteinn M. Jónsson Íslandsbanki tjáir sig um hlutabréfasölu Birkis Kristinssonar: Birkir fékk leyfi til að selja Í svari upplýsingafulltrúa Íslands- banka, Guðnýjar Helgu Herberts- dóttur, við fyrirspurn DV um mál Birkis Kristinssonar kemur fram að starfsmenn bankans, og fyrrrennara hans Glitnis, þurfi að fá heimild frá regluverði bankans áður en þeir selja hlutabréf í bankanum. DV greindi frá því á miðvikudag- inn að Birkir Kristinsson, yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis og nú Íslandsbanka, hefði selt nánast öll hlutabréf sín í Glitni í júlí 2008, rétt fyrir íslenska efnahagshrunið. Þetta var einungis rúmum tveimur mán- uðum fyrir upphaf íslenska efnahags- hrunsins sem hófst með falli Glitnis í lok september árið 2008. Um var að ræða rúmlega 0,4 prósent hlut sem metinn var á rúmar 1.800 milljónir króna. Svar Guðnýjar Helgu er eftirfar- andi: „Hjá Íslandsbanka gilda strang- ar reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna. Regluvarsla hefur eftir- lit með að reglunum sé framfylgt og ber starfsmönnum að afla heimildar regluvörslu áður en þeir eiga verð- bréfaviðskipti. Sambærilegar reglur giltu í Glitni banka hf. Í reglunum kemur meðal ann- ars fram að áður en starfsmað- ur á viðskipti sem falla undir reglurnar skuli hann tilkynna regluvörslu bankans um fyr- irhuguð viðskipti og afla samþykkis fyrir þeim. Starfsmanni er óheimilt að eiga viðskiptin fyrr en eftir að reglu- vörður hefur heimilað þau. Í reglunum er einnig kveðið á um að regluvarsla hafi heimild til að banna viðskipti starfsmanna með ákveðna fjármála- gerninga án skýringa eða tímamarka. Sá starfsmaður sem um er spurt er hvorki yfirmaður né innherji í Ís- landsbanka.“ Af þessu svari verður ekki annað séð en Birkir hafi fengið leyfi til að selja hlutabréfin frá regluverði Glitnis á sínum tíma og að það hafi verið gert með vit- und forsvarsmanna bank- ans. Jafnframt bendir svarið til þess að Ís- landsbanki telji hluta- bréfaviðskipti Glitnis í sjálfu sér ekki vera óeðlileg eða þarfn- ast frekari skoð- unar. ingi@dv.is Seldi Birkir Kristinsson, seldi rúmlega 1.800 milljóna króna hlut í Glitni. Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink varð bráðkvaddur að kvöldi mánu- dagsins 17. janúar. Bráðabirgðanið- urstaða krufningar hefur leitt í ljós að dánarorsökin var heilablóðfall. Sigur- jón var einn heima með tveimur son- um sínum þegar hann lést. Fimm ára gamall sonur hans kom að honum og hringdi í Neyðarlínuna. Lögregla og sjúkralið bruguðst skjótt við en líf- gunartilraunir báru ekki árangur. Ólaf- ur Arnarson hefur verið tengiliður DV við fjölskyldu Sigurjóns, hann segir að fjölskyldan sé skiljanlega í miklu áfalli. „Þetta er eins og martröð sem fólk bíð- ur eftir því að vakna upp af.“ Fólk var mjög slegið Sigurjón var kvaddur í Vídalínskirkju í Garðabæ á þriðjudagskvöldið. Ólaf- ur var þar ásamt um þrjúhundruð vin- um og vandamönnum Sigurjóns. „Ég held að þessi stund hafi hjálpað þeim sem þar voru. Þarna voru vinir hans, hann átti svo mikið af vinum. Þeim sem hringdu til að votta samúð sína var sagt frá þessari stund og síðan var orðið látið berast. Það var mikill sam- hugur í kirkjunni. Fólk var mjög sleg- ið og þetta var kyrrlát stund. Falleg en sár. Það má segja að vinir hans hafi sótt styrk hver til annars.“ Óformlegur kórsöngur Ólafur segir einnig að kór á vegum kirkjunnar sem átti að vera á æfingu hafi komið og sungið. „Kórinn vildi gera þetta, koma og syngja. Þannig að hann flutti tvö lög og svo var þarna stúlka sem söng einsöng. Þetta voru ekki hefðbundnir sálmar en alveg óskaplega fallegt. Ég held að eng- inn í kórnum hafi tengst Sjonna neitt sérstaklega en allir sem eru í tónlist þekkja hann. Þetta voru kollegar hans í tónlist. Á bænastundina komu líka margir sem eru þekktir í tónlistarlíf- inu.“ Minnst með hlýhug Eins og fram kom í DV á miðvikudag var Sigurjón afskaplega vinmargur, hvers manns hugljúfi og elskaður. Þar minntust vinir hans hans með hlýhug. Jóhannes Ásbjörnsson, oftast kenndur við Idolið, sagði að það væri afskap- lega erfitt að horfa á eftir honum svona skyndilega. Sigurjón hefði verið mikill húmoristi, hlýr og góður vinur. Jói var í Vídalínskirkju auk fjölmargra þekktra tónlistarmanna, leikara og lista- manna. „Þeir voru þarna Eyvi, Magni Ásgeirsson, Jógvan og fleiri,“ segir Ól- afur og bætir því við að ekki hefðu allir getað komið sem vildu. „Hansa systir mín og Jói mágur minn voru til dæm- is bæði að leika og gátu ekki mætt þótt þau hefðu helst viljað vera þarna. Það getur verið þannig þegar fólk er í svona starfi að það hefur skyldur sem það losnar ekki undan. Sérstaklega þegar þetta ber svona brátt að.“ Óvíst hvað verður um Eurovisionlagið Sigurjón ætlaði að taka þátt í Eurov- ision í ár og syngja sjálfur lagið Aftur heim sem hann samdi við texta eigin- konu sinnar, Þórunnar Clausen. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvernig eigi að standa að því en það eru engar reglur sem koma í veg fyrir að annar höfundur taki að sér að flytja lagið. „Það er ekki búið að ákveða hvað á að gera. Þórunn er að skoða þetta og ráðfæra sig við vini og þá sem hafa unnið að þessu lagi með þeim,“ segir Ólafur sem reiknar þó með því að ákvörðun verði tekin fljótlega. FALLEG EN SÁR KVEÐJUSTUND n Sigurjón Brink var kvaddur af vinum og vandamönnum n Dánarorsökin var heila- blóðfall n „Þetta er eins og martröð sem fólk bíður eftir því að vakna upp af“ n Vinir hans sóttu styrk hver til annars n Þórunn ráðfærir sig við vini varðandi Eurovisionlagið „Fólk var mjög slegið og þetta var kyrrlát stund. Falleg en sár. Það má segja að vinir hans hafi sótt styrk hver til annars. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Bænastund í Vídalínskirkju Um þrjúhundruð vinir Sigurjóns komu saman í Vídalíns- kirkju til þess að kveðja hann á þriðjudagskvöldið. Kórinn sem átti að vera á æfingu ákvað að syngja fyrir gestina og var þetta óformlegt en óskaplega fallegt. Sigurjón Brink Var bráðkvaddur á mánudagskvöldið. Hans er sárt saknað en niðurstaða krufningar bendir til þess að hann hafi fengið heilablóðfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.