Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 20
20 | Erlent 21.–23. janúar 2010 Helgarblað Byltingarástand ríkir enn á göt- um Túnisborgar en nú er vika síð- an Zine al-Abidine Ben Ali, forseti Túnis frá 1987, hrökklaðist frá völd- um og flúði land vegna mótmæla- bylgju sem hófst í desember. Síðan þá hafa tugir mótmælenda fallið í átökum við lögreglu, þó ofbeldið sé nú loks á undanhaldi. Fólkið í Tún- is, sem hefur búið við mikla skoð- anakúgun og lítið sem ekkert pólit- ískt frelsi, er nú farið að sjá til sólar og sér fram á bjartari tíma. Síðustu daga hafa mótmælendur verið lausir við afskipti lögreglu og kom- ið skilaboðum sínum á framfæri á friðsamlegum nótum. En þrátt fyr- ir að mótmælin virðist nú friðsam- leg er þeim, af því er virðist, hvergi nærri lokið því fólki gremst að með- limir úr gömlu ríkisstjórn Bens Alis sitji enn í ráðherrastólum sínum. Vilja banna RCD-flokkinn Á miðvikudagskvöld hélt Fou- ed Mebazaa, áður forseti þings- ins og nýskipaður forseti Túnis, sitt fyrsta sjónvarpsávarp. Þar lofaði hann því að viðurkenna og upp- fylla „allar eðlilegar óskir bylting- armanna“ og sagði enn fremur að í hönd myndi fara „bylting virðing- ar og frelsis“. Þessi loforð forsetans virðast ekki hafa svalað mótmæla- þorsta almennings. Á fimmtudags- morgun hélt nýja þjóðstjórnin, sem skipuð var til bráðabirgða í kjölfar flótta Bens Alis, sinn fyrsta ríkis- stjórnarfund í Túnisborg. Fyrir utan stjórnarráðið höfðu safnast saman um 500 mótmælendur sem létu þá skoðun sína í ljós, að þeim hugn- aðist ekki að enn væru skjólstæð- ingar Bens Alis úr RCD-flokknum í ríkisstjórn. Í þjóðstjórninni sem var kynnt á mánudag, 17. janúar, voru 12 meðlimir RCD-flokksins, en að- eins átta úr öðrum flokkum. Á þriðjudag tilkynntu þeir Me- bazaa forseti og Mohamed Ghann- ouchi forsætisráðherra að þeir væru búnir að segja sig úr RCD- flokknum, því nauðsynlegt væri að byrja upp á nýtt „með hrein- ar hendur“. Sama dag sögðu þrír fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sig úr þjóðstjórninni, í mótmæla- skyni þar sem þeim þykja breyt- ingarnar ekki marktækar með svo marga meðlimi hinnar gömlu ógn- arstjórnar enn í ríkisstjórn. Þjóð- in virðist vera á sama máli. Krafa hennar er sú að RCD-flokkurinn (Rassemblement Constitution- el Démocratique), Lýðræðislega stjórnskipunarsamkundan, verði lagður niður. Ætlaði að snúa aftur en sætir nú rannsókn Af hinum flúna forseta Ben Ali er það að frétta, að á miðvikudags- kvöld hafði hann samband við skjólstæðing sinn og forsætisráð- herra Ghannouchi. Reifaði hann í samtali þá hugmynd að hann snéri aftir til Túnis og tæki jafn- vel við forsetaembættinu á nýjan leik. Ghannouchi mun hafa ráð- lagt Ben Ali að láta strax af slík- um draumórum, endurkoma hans væri óhugsandi. Á miðvikudag ákváðu yfirvöld í Túnis að rannsókn skyldi fara fram á hinum gífurlegu auðæf- um Bens Alis og fjölskyldu hans. Kom sú ákvörðun í kjölfar þess að svissnesk yfirvöld tilkynntu að allar eignir Bens Alis í Sviss yrðu frystar. Frönsk stjórnvöld höfðu þá þegar sent frá sér svipaða yfirlýsingu. Tal- ið er að eignir fjölskyldu Bens Alis nemi því sem samsvarar rúmlega 1.000 milljörðum íslenskra króna. Byltingarástand ríkir í Túnisborg Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Mebazaa lofaði því að viðurkenna og uppfylla „allar eðlileg- ar óskir byltingarmanna“. Ætlaði sér að snúa aftur Zine al-Abidine Ben Ali sætir nú rannsókn yfirvalda í Túnis. Mótmælendur á götum Túnisborgar Einn heldur á hárblásara, til að hæðast að Leilu Trabelsi, eiginkonu Bens Alis, sem starfaði áður sem hárgreiðslukona. n Túnisar mótmæla nýrri þjóðstjórn n Í þjóðstjórninni er enn meirihluti úr RCD-flokki hins flúna forseta n Vilja láta banna RCD-flokkinn n Ben Ali vildi snúa aftur en sætir nú rannsókn Smári McCarthy er íslenskur áhuga- maður um skoðana- og tjáningar- frelsi. Á undanförnum árum hefur hann sótt ráðstefnur um tjáningar- frelsi og þar komst hann í kynni við skoðanabræður sína frá Túnis. Það var svo hinn 17. desember sem áhugi Smára á Túnis var endurvakinn, þegar Mohamed Bouazizi, 26 ára götusölu- maður, kveikti í sjálfum sér til að vekja athygli á skoðanakúgun og slæmum stjórnarháttum í Túnis. Smári setti sig í samband við tvo Túnisa, sem voru reyndar báðir flúnir land. Áhugi Smára vatt upp á sig, og um jólin var svo komið að hann bauð fram þjón- ustu sína við að hjálpa til við tjáning- arfrelsi á netinu, sem var mjög tak- markað og undir eftirliti stjórnvalda. „Þeir netþjónar sem voru starfandi í Túnis voru undir eftirliti stjórnvalda, en einn kunningi minn var í Beirút og fékk þangað mikið af upplýsingum. Í byrjun janúar hófum við aðgerðir þar sem tugir áhugamanna um tjáningar- frelsi opnuðu netgáttir fyrir utan Tún- is, sem Túnisar gátu þar með séð. Þar á meðal voru myndbönd sem stjórn- völd í Túnis höfðu lokað á, með því að loka fyrir aðgang að YouTube og Daily motion.“ Um þetta leyti var Smári einnig í beinum samskiptum við Slim Ama- mou, bloggara og baráttumann fyr- ir tjáningarfrelsi, en hann er nú orð- inn ráðherra í nýju þjóðstjórninni í Túnis. „Ég var reyndar nýkominn í bein samskipti við hann, þegar hann var handtekinn í byrjun janúar,“ seg- ir Smári. Aðspurður hvort hann telji bylt- inguna í Túnis runna undan rifjum veraldarvefjarins sagði Smári að um það væru skiptar skoðanir. „Sumir segja að internetið hafi ekki haft neitt að gera með byltinguna í Túnis. Skoð- anakúgunin hafi einfaldlega verið of mikil, og viðgengist of lengi. Hins vegar eru þeir til sem segja að bylting- in sé internetinu að þakka. Ég skipa mér einhvers staðar þar á milli. Ég tel að bylting hefði orðið, hvort sem internetsins hefði notið við eða ekki. Hins vegar er ekki hægt að neita því, að upplýsingarnar sem voru fólki að- gengilegar á netinu, og hraði upplýs- ingamiðlunarinnar, greiddi vissulega götu byltingarinnar. Internetið gerði að verkum að byltingin átti sér stað á mun meiri hraða en ella.“ bjorn@dv.is Smári McCarthy opnaði netgáttir fyrir utan Túnis: Íslendingur lagði hönd á plóginn í Túnis Smári McCarthy Hjálpaði vinum sínum frá Túnis í baráttu fyrir tjáningarfrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.