Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 30
Atli Már fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð til fjórtán ára aldurs. Hann lenti í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995, var bjargað úr flóðarústunum en missti föður sinn og bróður í flóðinu. Faðir Atla, Sigurður Þorsteinsson, hefði orð- ið fimmtíu og fimm ára sl. miðvikudag. Atli Már var í Grunnskóla Flateyrar og síðan í Hagaskóla í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2001, stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 2006 og lauk síðan MA-prófi í alþjóðasam- skiptum frá Háskóla Íslands 2009. Þá stundaði hann nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 2009. Atli stundaði sjómennsku frá Flat- eyri, Ísafirði og víðar frá Vestfjörðum frá þrettán ára aldri, á bátum og togur- um, starfaði hjá Fiskistofu með námi á háskólaárunum og hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur starfað við upplýsingadeild utanríkisráðuneytis- ins frá ársbyrjun 2010. Atli skrifaði fyrir tímaritið Mann- líf árið 2007. Hann situr í stjórn Félags stjórnmálafræðinga. Fjölskylda Sambýliskona Atla er Guðrún Inga Torfadóttir, f. 5.6. 1982, lögfræðingur hjá Íslandsbanka. Systkini Atla: Þorsteinn Sigurðs- son, f. 11.8. 1977, lést í snjóflóðinu á Flateyri 26.10. 1995; Berglind Ósk Sig- urðardóttir, f. 21.11. 1979, starfsmaður BSRB og nemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands; Borgrún Alda Sig- urðardóttir, f. 23.3. 1992, nemi við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ; Thelma Sif Jónsdóttir, f. 17.8. 1999, grunnskóla- nemi. Foreldrar Atla: Sigurður Þorsteins- son, f. 18.1. 1956, lést í snjóflóðinu á Flateyri 26.10. 1995, sjómaður og for- maður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, og Sigrún Magnúsdóttir, f. 11.12. 1958, matráðskona og heilsu- ráðgjafi, búsett í Garðabæ. Daði fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var í Grunn-skóla Siglufjarðar og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, stundaði síðar nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófi 2009, auk þess sem hann hefur sótt ýmis atvinnutengd námskeið, s.s. sjómannanámskeið og námskeið á lyftara. Daði vann við rækjuvinnslu hjá Þormóði Ramma á Siglufirði á ung- lingsárunum og var þar rækjukóng- ur í sex ár. Hann flutti til Reykjavíkur 2006 og starfaði þar hjá Eimskip árið 2006 og síðan hjá Granda með námi á árunum 2006–2009. Hann er nú að undirbúa eigin rekstur á Siglufirði. Fjölskylda Sonur Daða er Heimir Már Daða- son, f. 13.10. 2004. Systkini Daða eru Þórleif Guð- mundsdóttir, f. 16.12. 1961, vinnu- vélastjóri í Vestmannaeyjum; Davíð Guðmundsson, f. 26.3. 1963, tölvun- arverkfræðingur með eigin rekstur, búsettur í Vestmannaeyjum; Una Dögg Guðmundsdóttir, f. 6.3. 1977, grunnskólakennari við Árbæjar- skóla, búsett í Kópavogi. Foreldrar Daða eru Guðmund- ur Davíðsson, f. 9.10. 1942, bílstjóri, búsettur í Garðabæ, og Lilja Krist- ín Guðmundsdóttir, f. 16.2. 1951, deildarstjóri við dagvist fatlaðra. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–23. janúar 2011 Helgarblað Ingunn fæddist á Egilsstöðum snjóa veturinn mikla 1951 og ólst upp á Héraði. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennatskólanum á Akur- eyri 1971, stundaði nám í tölvufræð- um við Roosevelt University í Chicago 1972, lauk BA-prófi í sálar- og uppeld- isfræði við Háskóla Íslands 1977, prófi í uppeldis- og kennslufræði við Há- skóla Íslands 1977, M.Sc.-prófi í sál- arfræði við Gautaborgarháskóla 1981, MFA-prófi frá Newcastle University – námi í fagurlist 2006–2008 að afloknu fjögurra ára fagurlistanámi við Mynd- listarskólann á Akureyri 1998–2002. Auk þessa hefur hún sótt aragrúa námskeiða af ýmsu tagi. Ingunn vann þjónustu- og iðn- aðarstörf frá tólf ára aldri og sinnti síðar kennslu- og uppeldisstörfum með námi, m.a. á barnageðdeild hér heima og í Gautaborg með háskóla- námi. Hún kenndi einnig sálar- og uppeldisfræði og var sálfræðingur hjá Dagvist barna í Reykjavík 1981–84, var fyrsti heilsugæslusálfræðingur á Ís- landi við Heilsugæsluna á Kópaskeri og á Raufarhöfn 1984–88, íþrótta- kennari við Grunnskólann á Kópa- skeri á sama tíma og sveitarstjóri í Öx- arfirði 1988–98. Ingunn átti þátt í ýmsum fram- faramálum í Öxarfjarðarhéraði svo sem stofnun Hitaveitu Öxarfjarð- ar, Ferðamálasamtaka við Öxarfjörð, stofnun Fjallalambs auk fjölda ann- arra framfaramála í héraðinu. Hún var vþm. með setu á Alþingi þar sem hún lagði m.a. fram þingsályktunartil- lögu til úrbóta í vegamálum, sem nú loks eru orðnar að veruleika. Hún sat í hreppsnefnd Presthólahrepps (síð- ar Öxarfjarðarhrepps) og var oddviti á árunum 1988–91, sat í Héraðsnefnd Norður–Þingeyjarsýslu og í stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga og var formaður þess 1990–92, auk fjölda annarra nefnda og ráða, sótti m.a. FAO-ráðstefnu til Hollands um „Konur í dreifbýli“ fyrir Íslands hönd. Ingunn er frábitin flokkspólitík og óflokksbundin en fylgist með þjóð- málum og heimsmálum og segir skoðun sína þegar svo ber undir. Yst er listamannsnafn Ingunnar en á annan áratug hefur hún ein- vörðungu helgað sig listinni og sýnir í Bragganum í Öxarfirði, yst.is. Hún á að baki sautján einkasýningar og jafn- margar samsýningar hér heima og er- lendis auk gjörninga. Ingunn er femínisti og nýlist á hug hennar allan auk mannræktar, söngs og þjóðmenningar, djass og göngu- ferða úti í náttúrunni. Fjölskylda Ingunn giftist 6.4. 1974 Sigurði Hall- dórssyni, f. 5.8. 1951, lækni. Hann er sonur Halldórs Sigurðssonar, f. 11.2. 1925, bónda á Valþjófsstöðum, og k.h., Kristveigar Björnsdóttur, f. 2.1. 1927, húsfreyju og áður organista og safnvarðar. Börn Ingunnar og Sigurðar eru Kristbjörg, f. 11.10. 1974, bæklun- arlæknir en eiginmaður hennar er Magnus Johansson rafmagnsverk- fræðingur; Kristveig, f. 19.5. 1976, söngkona og skipulagsverkfræðingur; Halldór Svavar, f. 23.10. 1982 sjúkra- þjálfari en eiginkona hans er Edda Hermannsdóttir, nemi við Háskóla Ís- lands og börn þeirra eru Emilía, f. 6.1. 2008, og Sigurður, f. 14.12. 2010. Systur Ingunnar eru Birna Krist- ín, f. 4.5. 1953, hjúkrunarforstjóri á Eir í Reykjavík; Erla Kolbrún, f. 30.4. 1961, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands; Alma Eir, f. 11.8. 1963, heimilislæknir í Reykjavík og kennslustjóri heimilislækninga á Ís- landi. Foreldrar Ingunnar eru Svavar Stefánsson, f. 16.9. 1926, fyrrv. mjólk- urbússtjóri á Egilsstöðum, og Krist- björg Sigurbjörnsdóttir, f. 3.4. 1933, áður talsímakona, ritari og rak blóma- verslunina Stráið fyrst á Egilsstöðum og síðar á Laugaveginum. Þau eru nú búsett í Reykjavík. Ætt Svavar er albróðir Jónínu, móður Stef- áns Þórarins Ingólfssonar arkitekts, og hálfbróðir Einars, múrarameistara á Egilsstöðum, föður Vilhjálms, skóla- meistara á Egilsstöðum og silfurverð- launahafa í þrístökki á Ólympíuleik- unum í Melbourne í Ástralíu 1956, föður Einars, margfalds Íslandsmeist- ara í spjótkasti og meðal bestu spjót- kastara í heimi á tímabili. Annar bróð- ir Svavars var Þórarinn, smíðakennari á Laugarvatni, faðir Stefáns, fyrrv. að- alféhirðis Seðlabankans. Svavar er sonur Stefáns, b. á Mýrum í Skriðdal Þórarinssonar, b. á Randversstöðum í Breiðdal Sveinssonar, bróður Bjarna, afa Halldórs Halldórssonar prófess- ors. Systir Þórarins var Þrúður, amma Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar. Móðir Svavars var Ingifinna Jóns- dóttir. Kristbjörg er dóttir Sigurbjörns Árnabjörnssonar, og Kristínar Einars- dóttur. Afmælisbarnið verður að heiman í dag. Jóhann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hann var Digranesskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Kópa- vogi og lauk prófum sem bakari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Jóhann vann við smíðar, á dekkjaverkstæði og bónaði bíla á unglingsárunum með námi, hóf störf við bakstur átján ára hjá Smárabakaríi, starfaði síðan hjá ýmsum bakaríum í Reykjavík, flutti til Ísafjarðar 1994, vann þar eitt sumar við rækjuvinnslu og í frysti- húsi og við landanir, starfaði síðan hjá Bakaranum á Ísafirði en hefur verið bakari hjá henni Rut í Gamla bakaríinu frá 1997. Jóhann hefur sungið með Karla- kórnum Örnum sl. fimm ár. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Randí Guð- mundsdóttir, f. 20.11. 1968, leik- skólaliði. Dætur Jóhanns og Randíar eru Antía Björk Jóhannsdóttir, f. 16.9. 1992; Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 28.9. 2000. Systkini Jóhanns eru Halldór Svansson, f. 14.9. 1955, húsasmið- ur, búsettur í Kópavogi en kona hans er Jóhanna Geirsdóttir og eiga þau fjögur börn; Svava Svansdótt- ir, f. 4.1. 1958, hjúkrunarfræðing- ur í Edeltoft í Danmörku en maður hennar er Jesper Viskum og á hún þrjú börn; Vilhjálmur Svansson, f. 3.4. 1960, dýralæknir á Keldum, búsettur í Reykjavík en kona hans er Áslaug Jónsdóttir og á hann tvö börn; Svanborg Svansdóttir, f. 15.6. 1962, þjónustufulltrúi við Spari- sjóðinn í Keflavík, búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd en maður henn- ar er Bergur Álfþórsson og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jóhanns eru Svan- ur Hvítaness Halldórsson, f. 1.3. 1935, leigubifreiðastjóri, búsettur í Kópavogi, og Jóhanna Jóhanns- dóttir, f. 12.9. 1935, fyrrv. skjala- vörður við Landspítalann. Ætt Foreldrar Svans voru Halldór Pjet- ursson, rithöfundur, ættaður af Héraði, og Svava Jónsdóttir hús- móðir, úr Borgarfirði eystra. Foreldrar Jóhönnu: Jóhann Ásmundsson, bóndi á Kverná í Grundarfirði á Snæfellsnesi, og Svanborg Rósamunda Kjartans- dóttir, frá Vindási í Eyrarsveit, en hún verður einmitt níutíu og fimm ára á sunnudag. Yst Ingunn St. Svavarsdóttir Sálfræðingur og fagurlistaverkakona í Öxarfirði Jóhann Dagur Svansson Bakari við Gamla bakaríið á Ísafirði 85 ára 85 ára Atli Már Sigurðsson Stjórnmálafræðingur hjá utanríkisráðuneytinu Daði Már Guðmundsson Sundmaður á Siglufirði Óli Heiðar Arngrímsson Félagsliði og nemi í Reykjavík 60 ára á sunnudag 40 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag Ó li ólst upp við sveitastörf að Teigi og að Stóru–Býlu í Innri–Akraneshreppi, starf- aði tvö sumur við Vatnsfellsvirkj- un, vann við Norðurál í tæp sex ár en hefur starfað hjá Elkem Ísland í Hvalfirði frá 2007. Óli hefur starfað með jeppa- klúbbnum 4x4 undanfarin ár. Fjölskylda Hálfbræður Óla, sammæðra, eru Jökull Harðarson, f. 29.9. 1987, starfsmaður hjá HB Granda á Akra- nesi; Patrekur Harðarson, f. 14.4. 1998, nemi í Heiðarskóla. Hálfsystir Óla, samfeðra, er Halla Rún Erlingsdóttir, f. 16.7. 1999. Foreldrar Óla: Valdís Heiðars- dóttir, f. 26.1. 1961, deildarstjóri við Sjúkrahús Akraness, og Arngrím- ur Sveinsson, f. 8.3. 1949, d. 21.10. 2006, rútubílstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.