Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Qupperneq 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–23. janúar 2011 Helgarblað
Helga Bachmann
Leikkona f. 24.7. 1931, d. 7.1. 2011
Guðrún Ö. Stephensen
Húsmóðir f. 30.10. 1914, d. 11.1. 2011
Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp auk þess sem hún dvaldi í Skálholti á sumrin sem
ung stúlka. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Hallormsstaðaskóla 1948, stundaði
nám við Leiklistarskóla Lárusar Páls-
sonar og við Leiklistarskóla Gunnars
R. Hansen.
Helga hóf að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1952, var fastráðin leik-
ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur1962–76,
og fastráðin leikari við Þjóðleikhúsið
1976–2000.
Helga var án efa í hópi fremstu leik-
kvenna hér á landi á sinni tíð en með-
al eftirminnilegustu hlutverka hennar
má nefna Jóhönnu, í Föngunum í Alt-
ona, eftir Sartre; Elenu, í Vanja frænda;
Höllu í Fjalla-Eyvindi; Heddu Gabler;
Antígónu í samnefndum harmleik Sóf-
óklesar; Úu í Kristnihaldi undir Jökli,
og Alice í Dauðdansi Strindbergs. Þá
lék hún í kvikmyndum, s.s. Í skugga
hrafnsins, og Atómstöðinni.
Helga starfaði einnig sem leikstjóri
en hún setti m.a. á svið leikgerð sína
á Reykjavíkursögum Ástu, í Kjallara-
leikhúsinu, setti upp leikgerð sína og
Helga, eiginmanns síns, á Njálssögu, í
Rauðhólum, og samdi nýtt stytt hand-
rit að leikritinu Marmara, eftir Guð-
mund Kamban sem var móðurbróðir
hennar.
Helga var fyrsti formaður Hlað-
varpans 1984–87 og sat í stjórn Friðar-
samtaka listamanna.
Helga hlaut leiklistarverðlaun-
in Silfurlampann, 1968, og var sæmd
Guðrún fæddist í Hólabrekku í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskól-
ann í Reykjavík, síðar nám í félags-
fræði og uppeldisfræði í Svíþjóð og
sótti tíma við Columbia University
í Bandaríkjunum er hún var þar við
störf.
Að loknu námi við Kvennaskól-
ann sinnti Guðrún skrifstofustörf-
um í Reykjavík, s.s. hjá Dögun, prent-
smiðju Stefáns bróður síns, og í
Félagsprentsmiðjunni, vann við upp-
eldisstofnanir í New York, s.s. New
York Foundling Hospital á stríðsár-
unum, starfaði hjá Gjaldeyris nefnd
hér á landi, uppeldisstofnunum á
vegum Sumargjafar og loks hjá Við-
skiptaráði þar sem hún starfaði til
1947 er hún stofnaði heimili.
Guðrún hafði alla tíð mikinn
áhuga á uppeldismálum, skrifaði um
þau og hélt um þau útvarpserindi og
hafði umtalsverð áhrif í þeim efnum
hér á landi.
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar var Jónas
Bergmann Jónsson, f. 8.4. 1908, d.
1.4. 2005, fræðslustjóri í Reykjavík,
frá Torfalæk í Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru Jón Guð-
mundsson, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967,
bóndi á Torfalæk, og k.h., Ingibjörg
Björnsdóttir, f. 28.5. 1875, d. 10.9.
1940, húsfreyja.
Börn Guðrúnar og Jónasar eru
Jón Torfi Jónasson, f. 9.6. 1947, próf-
essor og forseti Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands, kvæntur Bryndísi
Ísaksdóttur bókasafnsfræðingi og
eru börn þeirra Ragnheiður; Guðrún
Anna, en maður hennar er Harald-
ur Haraldsson og er dóttir Haraldar
Ástríður; Kristín Eva, d. 23.9. 2001;
Stefán Árni.
Ögmundur Jónasson, f. 17.7.
1948, innanríkisráðherra, kvænt-
ur Valgerði Andrésdóttur líffræðingi
og eru börn þeirra Andrés; Guðrún,
en maður hennar er Jón Óskar Hall-
grímsson og er dóttir þeirra Sigríð-
ur Olga; Margrét Helga, en maður
hennar er Þorvarður Sveinsson og er
dóttir þeirra Valgerður.
Ingibjörg Jónasdóttir, f. 12.11.
1950, fyrrv. fræðslustjóri en henn-
ar maður er Guðmundur Gísla-
son, fyrrv. bankamaður og eru börn
hennar og fyrri manns hennar, James
Swift, Emma Marie en maður henn-
ar er Ívar Meyvantsson og eru börn
þeirra Benedikt Aron, Klara Margrét,
Sylvía Kristín og Maríanna Arney;
Martin Jónas Björn; Björn Patrick en
kona hans er Guðrún Óskarsdóttir.
Þá á Guðmundur tvær dætur, Þór-
unni og Jónu Guðrúnu, og sjö barna-
börn.
Björn Jónasson, f. 20.6. 1954, út-
gefandi, kvæntur Elísabetu Guð-
björnsdóttur lögmanni og eru börn
þeirra Anna Lísa en maður hennar
er Ásmundur Tryggvason; Ingibjörg;
Jónas Bergmann.
Systkini Guðrúnar voru Hans,
f. 4.11. 1903, d. 15.1. 1959, múrara-
meistari í Reykjavík og síðar í Nes-
kaupstað; Þorsteinn, f. 21.12. 1904,
d. 13.11. 1991, leikari og leiklistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, búsettur í
Reykjavík; Kristján, f. 10.9. 1906, d.
1906; Sigríður, f. 18.3. 1908, d. 26.12.
2007, húsfreyja í Hólabrekku; Stefán,
f. 22.7. 1909, d. 3.4. 1989, prentari í
Reykjavík og formaður Hins íslenska
prentarafélagsins og Menningar- og
fræðslusambands alþýðu; Einar, f.
22.10. 1916, d. 2.6. 2006, formaður
Landssambands vörubifreiðastjóra.
Foreldrar Guðrúnar voru Ög-
mundur H. Stephensen, f. 24.4. 1874,
d. 10.12. 1969, bóndi í Hólabrekku,
og k.h., Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f.
18.4. 1875, d. 19.4. 1943, húsfreyja í
Hólabrekku.
Ætt
Ögmundur var sonur Hans Stephen-
sen, b. að Hurðarbaki, bróður Sig-
ríðar, ömmu Helga Hálfdanarsonar
þýðanda og langömmu Hannesar
Péturssonar skálds. Bróðir Hans var
Stefán, afi séra Þóris Stephensen,
föður Ólafs, ritstjóra Fréttablaðsins.
Hans var sonur Stefáns, pr. á Reyni-
völlum í Kjós Stefánssonar, amt-
manns á Hvítárvöllum Ólafssonar,
ættföður Stephensenættar Stefáns-
sonar. Móðir Hans var Guðrún, syst-
ir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn-
bogadóttur. Önnur systir Guðrúnar
var Rannveig, langamma Þórunn-
ar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar ráð-
herra, föður Vilmundar ráðherra,
Þorsteins heimspekings og Þovaldar
hagfræðiprófessors. Þriðja systirin
var Sigríður, langamma Önnu, móð-
ur Matthíasar Johannessen, skálds
og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra. Guð-
rún var dóttir Þorvalds, prófasts og
skálds í Holti Böðvarssonar, og Krist-
ínar Björnsdóttur, pr. í Bólstaðarhlíð
Jónssonar.
Ingibjörg var systir Péturs verk-
stjóra, langafa Helga Péturssonar,
tónlistarmanns og fyrrv. borgarfull-
trúa. Ingibjörg var dóttir Þorsteins, b.
á Högnastöðum í Þverárhlíð, bróð-
ur Hjálms, alþm. í Norðtungu, lang-
afa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm.
og Ingibjargar, móður Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hæstaréttardóm-
ara. Þorsteinn var sonur Péturs, b.
í Norðtungu Jónssonar, b. á Sönd-
um í Miðfirði Sveinssonar. Móðir
Þorsteins var Ingibjörg, systir Krist-
ínar, langömmu Sigurlaugar, móð-
ur Jóhanns Hjartarsonar skákmeist-
ara. Bróðir Ingibjargar var Sigvaldi,
afi Sigvalda Kaldalóns tónskálds og
Eggerts Stefánssonar söngvara. Ann-
ar bróðir Ingibjargar var Bjarni, afi
Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og
langafi Gunnars í Þórshamri, föður
Þorsteins, leikara, arkitekts og fyrrv.
leikhússtjóra. Ingibjörg var dóttir
Einars, b. í Kalmanstungu Þórólfs-
sonar.
Útför Guðrúnar var gerð frá Dóm-
kirkjunni sl. miðvikudag.
Andlát
Andlát
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu 1986.
Fjölskylda
Helga giftist 28.11. 1954, Helga Skúla-
syni, f. 4.8. 1933, d. 1.10. 1996, leik-
ara og leikstjóra. Hann var sonur
Skúla Oddleifssonar, f. 10.6. 1900, d.
3.1. 1989, umsjónarmanns í Keflavík,
og k.h., Sigríðar Ágústsdóttur, f. 11.4.
1902, d. 16.11. 1961, húsmóður.
Börn Helgu eru Þórdís, f. 1949, en
sonur hennar er Helgi Bachmann;
Hallgrímur Helgi, f. 1957, en eiginkona
hans er Sigríður Kristinsdóttir og átti
Hallgrímur fyrir soninn Hlyn Helga,
en börn Hallgríms Helga og Sigríðar
eru Kolbrún Birna og Ari; Skúli Þór, f.
1965, en eiginkona hans er Anna-Lind
Pétursdóttir og átti Skúli fyrir soninn
Darra en synir Skúla og Önnu-Lindar
eru Teitur Helgi, Bergur Máni og Pét-
ur Glói; Helga Vala, f. 1972, en eigin-
maður hennar er Grímur Atlason og
átti hún fyrir dótturina Snærós Sindra-
dóttur en Grímur dótturina Evu, en
börn Helgu Völu og Gríms eru Ásta
Júlía og Arnaldur.
Systkini Helgu: dr. Jón Gunnar Hall-
grímsson, f. 15.1. 1924, d. 9.1. 2002,
læknir í Reykjavík; Halla Bachmann, f.
7.9. 1925, d. 2.8. 1994, fóstra og kristni-
boði; Helgi, f. 22.2. 1930, viðskipta-
fræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri
við Landsbanka Íslands; Hanna, f.
20.11. 1935, bókmenntafræðingur í
Reykjavík.
Foreldrar Helgu voru Hallgrímur
Jón Jónsson Bachmann, f. 4.7. 1897, í
Steinsholti í Leirársveit, d. 1.12. 1969,
ljósameistari Leikfélags Reykjavíkur
og Þjóðleikhússins, og k.h., Guðrún
Þórdís Jónsdóttir Bachmann, f. 24.11.
1890, í Litlabæ á Álftanesi, d. 16.4.
1983, húsmóðir og kjólameistari.
Ætt
Hallgrímur var sonur Jóns Bachmann,
b. í Steinsholti, bróður Borgþórs, föð-
ur leikkvennanna, Önnu, Þóru og
Emelíu Borg. Jón var sonur Jósefs,
b. í Skipanesi Magnússonar og Hall-
dóru Guðlaugsdóttur, b. á Geitagerði
Sveinbjörnssonar. Móðir Halldóru var
Sigríður Bachmann, systir Ingileifar,
móður Hallgríms landsbókavarðar.
Hálfbróðir Sigríðar var Jón Borgfirð-
ingur, afi Agnars Klemenzar Jónsson-
ar ráðuneytisstjóra. Sigríður var dóttir
Jóns Bachmann, pr. á Klausturhólum
Hallgrímssonar, læknis í Bjarnarhöfn
og ættföður Bachmannættar. Móð-
ir Jóns var Halldóra Skúladóttir, land-
fógeta Magnússonar. Móðir Sigríðar
var Ragnhildur Björnsdóttir, systir Sig-
urðar Thorgrímssonar landfógeta.
Móðir Hallgríms ljósameistara var
Hallfríður ljósmóðir Einarsdóttir, út-
vegsb. í Nýjabæ á Akranesi Einarsson-
ar, útvegb. þar Þorvarðarsonar. Móðir
Hallfríðar var Ingibjörg, dóttir Ingjalds,
b. á Bakka Ingjaldssonar, og Margrétar
Bjarnadóttur frá Brekku á Kjalarnesi.
Meðal bræðra Guðrúnar var Gísli
alþm. og Guðmundur Kamban rit-
höfundur. Guðrún var dóttir Jóns, b.
í Litlabæ á Álftanesi, hálfbróður Stef-
áns, föður Eggerts söngvara og Sig-
valda Kaldalóns. Jón var sonur Hall-
gríms, b. í Smiðjuhóli á Mýrum
Jónssonar og Guðrúnar, systur Stefáns,
langafa Gauks Jörundssonar. Guðrún
var dóttir Jóns, b. í Höll í Þverárhlíð,
bróður Eggerts, langafa Jens Waage,
föður Indriða leikara, föður Hákon-
ar leikara. Jón var sonur Guðmundar,
b. á Arnarhóli í Reykjavík Vigfússon-
ar, og Guðrúnar Þorbjörnsdóttur ríka,
ættföður Skildinganesættar Bjarna-
sonar. Móðir Þorbjörns var Guðríður
Tómasdóttir, ættföður Arnarhólsætt-
ar Bergsteinssonar. Móðir Guðrúnar í
Smiðjuhóli var Halldóra Auðunsdóttir,
systir Björns, sýslumanns í Hvammi,
ættföður Blöndalættar.
Móðir Guðrúnar klæðskera var
Guðný Jónsdóttir, b. í Grashúsum á
Álftanesi Pálssonar.
Útför Helgu fór fram frá Dómkirkj-
unni sl. þriðjudag.